Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
► Fartölvur
Nemendur við Samvinnuháskólann á Bifröst hafa
tekið þráðlausu fartölvukerfi opnum örmum.
► Stýrikerfi
Framleiðandi Linux sækir í sig veðrið
► Leikir
EA Sport-tölvuleikjaframleiðandinn hefur gefið út
NBA Live 2000.
► Netið
Félagsstofnun stúdenta hefur tekið Netið í sína
þjónustu.
UforgtmÞIðfrÍfr
ERLENT
Afhenti bókasafni Bandaríkja-
þings Islendingasögurnar
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heimsótti bandaríska
þinghúsið á Capitol Hills í Wash-
ington 27. apríl sl. Þar hitti hann
að máli þá öldungardeildarþing-
menn sem helst beittu sér fyrir
því að ákveðið var að gefa út sam-
eiginlega mynt á vegum mynts-
láttu Bandaríkjamanna og Seðla-
banka íslands til þess að minnast
landafundanna. Forsetinn færði
bókasafni þingsins að gjöf eintak
af íslendingasögunum. Á mynd-
inni er forsetinn með fjórum af
valdamestu þingmönnum Banda-
rikjanna. Talið frá vinstri eru öld-
ungardeildarþingmennirnir Har-
ry Reid, Edward Kennedy, Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Islands,
Tom Harkin og Christopher
Dodd.
Schuman-fyrirlestur fluttur í fyrsta skipti hér á landi
Vald þjóðríkjanna
innan ESB hefur vaxið
✓
I dag verður haldin hér á landi ráðstefna
um stöðu minni ríkja í Evrópu. Einn þeirra
sem taka til máls á ráðstefnunni er Bertel
Haarder, þingmaður á Evrópuþinginu og
fyrrverandi menntamálaráðherra Dana.
Óli Jón Jónsson ræddi við hann.
HAARDER mun í dag
flytja svonefndan
Schuman-fyrirlestur í
fyrsta skipti hér á landi,
en slíkur fyrirlestur er
fluttur ár hvert í mörg-
um ríkjum í tilefni af
Evrópudeginum sk. 9.
maí. Fyrirlesturinn er
kenndur við Robert
Schuman, fyrrverandi
forsætisráðherra
herra Frakklands,
sem var einn upphafs-
manna Evrópusamrun-
ans á árunum eftir
seinni heimsstyrjöld.
Hann lagði grunninn að
stofnun Evrópska kola- og stál-
bandalagsins með hugmyndum sem
hann kynnti 9. maí árið 1950.
Schuman-fyrirlesturinn er haldinn
hér í tengslum við ráðstefnu sem fer
íram í dag um minni ríki og Evrópu-
samrunann. Margir fremstu fræði-
menn og sérfræðingar álfunnar á
þessu sviði flytja erindi á ráðstefn-
unni en að henni standa Stjórnmála-
íræðiskor HÍ, Samtök um vestræna
samvinnu, Varðberg og Félag
stjómmálafræðinga.
Smærri ríki hafa
áhrif innan ESB
Haarder segir að smærri ríki
Evrópusambandsins (ESB) geti haft
mikil áhrif á ákvarðanir þess. Hann
segir að til marks um áhrif smærri
ríkjanna nægi að nefna að þegar ráð-
herraráðið, sem fer með löggjafar-
vald innan sambandsins ásamt
Evrópuþinginu, taki ákvarðanir með
svokölluðum vegnum meirihluta,
hafí Þýskaland 10 atkvæði og Dan-
mörk 3 atkvæði. „Svona er þetta
þrátt fyrir þá staðreynd að íbúar
Þýskalands eru 18 sinnum fleiri en
íbúar Danmerkur. Ef öll fimm ríki
Norðurlanda væru innan ESB, væri
atkvæðavægi ríkjanna
meira en Þýskalands
þó svo að Þjóðverjar
séu meira en íjórum
sinnum fleiri en sam-
anlagður íbúafjöldi
Norðurlandanna.
Þessi hlutföll munu að
vísu líklega breytast
með fjölgun aðildar-
ríkja. Enn er of
snemmt að segja til um
hveijar breytingamar
verða en að mínu áliti
er ekkert sem mælir
gegn því að Þýskaland
hefði t.d. 12 atkvæði í
ráðherraráðinu."
Undanfarið hefur nokkuð verið
rætt um að valdajafnvægi milli stofn-
ana ESB hafi verið að breytast og að
framkvæmdastjórnin haíi veríð að
missa áhrífyfír tii leiðtogaráðsins og
þingsins. Erþetta rétt aðþínu mati?
„Eg er þessu í meginatriðum sam-
mála. Sumir hafa sakað fram-
kvæmdastjórnina um að vera skrif-
ræðisbákn þar sem allar ákvarðanir
séu teknar í lokuðum herbergjum.
Þetta var e.t.v. satt fyrir tuttugu ár-
um en nú er staðan allt önnur. Eftir
að Evrópuþingið neyddi fram-
kvæmdastjómina til að segja af sér á
síðasta ári hefur framkvæmda-
stjórnin í vaxandi mæli þurft að taka
mið af vilja þingsins. A sama tíma
hafa forsætisráðherrar aðildamíkj-
anna verið að taka frumkvæði í sínar
hendur á reglulegum fundum leið-
togaráðsins. Fundirnir em sífellt að
verða tíðari og þar með má einnig
segja að vald þjóðríkjanna hafí verið
að vaxa á kostnað yfirþjóðlegra
stofnana. Þetta hefur fært mönnum
heim sanninn um að Evrópusam-
bandið er ríkjabandalag, rétt eins og
DeGaulle vildi.“
Hver er að þínu mati skýringin á
þvíað þessi þróun hefurátt sérstað?
Bertel Haarder
„Við þessu er ekkert einfalt svar
en þetta hefur að gera með það að á
undanfömum áratug hafa ríkjaráð-
stefnur verið tíðar. Skýringin á þvi
er að Evrópusambandið hefur verið
að stækka með aðild nýrra ríkja.
Fundir ríkjaleiðtoga hafa því verið
mjög tíðir síðustu ár og í raun má
segja að ríkin hafi smátt og smátt
vanist því að vinna saman og um leið
tekið fmmkvæði og völd í sínar hend-
ur. Fall Berlínarmúrsins hefur haft
mikið að segja í þessu sambandi.
Endalok kalda stríðsins hafa gert
frekari stækkun mögulega."
Mikilvægl að réttur hins
sterka sé ekki látinn ráða
Því hefur verið haldið fram að
minnkandi völd framkvæmdastjóm-
arinnar hafí bitnað á möguleikum
smærri ríkja til að hafa áhrif innan
ESB. Hver er skoðun þín áþessu?
„Það er minni ríkjunum mikið
hagsmunamál að innan ESB séu lög
virt og að þar gildi ekki réttur hins
sterka. Hlutverk framkvæmda-
stjórnarinnar er m.a. að tryggja að
hagsmunum smærri ríkjanna sé
borgið og að ekki sé troðið á rétti
þeirra. Að þessu leyti hefur staða
framkvæmdastjórnarinnar ekki
veikst. Hins vegar hefur vald hennar
veikst að því er varðar getuna til að
hafa frumkvæði að því að mál komi
til kasta sambandsins. Þetta vald
hefur, eins og fram hefur komið, flust
að miklu leyti yfir til leiðtogaráðsins.
En það er ekki rétt að þar ráði stærri
ríkin öllu. í leiðtogaráðinu hefur
hvert ríki eitt atkvæði og getur þar
með komið í veg fyrir ákvarðanir."
Hver mun að þínu mati verða
staða Evrópuþingsins að lokinni
þeirri endurskoðun sem nú á sér stað
á grunnsáttmála ESB?
„Með samþykkt Amsterdam-sátt-
málans öðlaðist Evrópuþingið mjög
aukin völd. Nú er það raunverulegt
löggjafarþing og getur komið í veg
fyrir að nálega % hlutar ákvarðana
um nýja löggjöf nái fram að ganga.
Nú er einnig í reyndinni viðurkennt
að þingið hefur vald til að setja af
meðlim framkvæmdastjórnarinnar.
Ég býst ekki við að þinginu verði fal-
in meiri formleg völd í nýjum sátt-
mála. Að mínu mati verður þingið nú
fyrst og fremst að sýna að það verð-
skuldi það vald sem því hefur verið
falið. Við verðum að sýna að við get-
um staðið undir ábyrgðinni.“