Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 34

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BALEN Verðlaunahafar í ljóðasamkeppni í'búasamtaka Vesturbæjar. Vesturbæing- ar í ljóða- samkeppni FJÖLDI ljóða barst í ljóðasam- keppni sem ibúasamtök Vestur- bæjar stóðu fyrir í samvinnu við Reykjavík - menningarborg árið 2000. tírslit voru kynnt í sam- komusal Vesturbæjarskóla fyrir skemmstu og urðu verðlaunahaf- arnir níu; þrír hlutu fyrstu verð- laun, einn í hverjum aldursflokki. Að auki voru sex aukaverðlaun. Viðfangsefnin voru þrjú: gatan mín, kirkjugarðurinn og höfnin. 1. verðlaun hlutu Sigríöur Ólafs- dóttir, Hallgerður Gísladóttir og Helga Jónsdóttir. Aukaverðlauna- hafarnir eru Jón Valur Jensson, Stefán Benediktsson, Iðunn Svala Árnadóttir, Ragnhildur Lára Friðriksdóttir, Hilmar Þór Ibson og Ásbjörn Ibson. Á hátíðinni lásu höfundar upp ljóð sín. ÍSLANDS LAG TONLIST Tónleikasalurinn f mi r KARLAKÓRSTÓNLEIKAR Á vortónleikum Karlakórs Reykja- víkur voru flutt gömul og nýsamin íslensk kórverk. Einsöngvarar voru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björn Bjömsson. Píanóleikari: Anna Guð- ný Guðmundsdóttir. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Laugardag- inn 6. maí. NÚ lýkur vorverkunum með tón- leikahaldi íyrir styrktarfélag Karla- kórs Reykjavíkur og um leið er fagn- að nýju húsnæði og árþúsunda- mótum og því vel viðeigandi, að efnisskráin samanstendur eingöngu af íslenskum söngverkum. Um salinn Ými hefur verið fjallað og þó ýmis- legt megi tilfæra til bóta, sérstaklega varðandi yfirhljómgun, sem verður auðvitað meira áberandi, þegar slík- ur þrumu-kór sem Karlakór Reykja- víkur getur verið tekur á öllu sínu, er Ijóst, að þessi salur ætti að eiga sér- staklega glæsilega framtíð sem kammertónlistarsalur, sem getur skilað veikustu tónum, eins og heyra mátti í aukalaginu eftir Bortniasky, sem var sungið undurþýtt og salur- inn skilaði í þéttum og tærum hljómi. Yfirskrift vortónleikanna hjá Karlakór Reykjavíkur nú í ár er Is- lands lag og spannar söngskráin nær alla söngsögu Islands. Tónleikarnir hófust á tvísöngslaginu við ísland, farsælda frón og tóku söngmennirnir sér stöðu fyrir aftan tónleikagesti í salnum, uppi á svölunum og á sviðinu og hljómaði þessi „fjóróman" (quatr- ophony) á mjög áhrifamikinn máta. Næstu fjögur lögin voru klassísk kórlög, tvö eftir Sigvalda Kaldalóns, Þótt þú langförull legðir og ísland ögrum skorið, og þrjú eftir Sigfús Einarsson, Yfir voru ættarlandi, Sef- ur sól hjá ægi og Þú álfu vorrar yngsta land, sem öll voru vel sungin og af töluverðri reisn. Sefur sól hjá ægi er vandasamt lag, þvi það krefst hugleiðslu, sem vantaði í flutninginn. Það má ekki syngja það beint af aug- um, heldur þarf að „meditera“ text- ann og stemmningu hans og tónunin þarf að vera gædd blæ næturkyrrð- arinnar, eins og t.d. í Wanders Nachtlied, eftir Goethe. Annað lag eftir Sigfús, Sofnar lóa, býr yfir sams konar fegurð, bæði texti og lag. Draumalandið eftir Sigfús, Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, Heyrið vella’ á heiðum hveri eftir Björgvin Guðmundsson og Augun mín og augun þín voru sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og í tveimur fyrstnefndu lögunum lék Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanóið. Draumalandið, Sjá dagar koma og Heyrið vella á heiðum hveri voru sér- lega vel sungin enda glæsileg söng- verk en undirritaður var ekki ánægð- ur með eigin útsetningu fyrir karlakór á laginu Augun mín og aug- un þín, þótt ekki verði kvartað yfir flutningi þess. Lokakórinn úr Þrymskviðu var síðastur fyrir hlé og var hressilega fluttur af kómum og Birni Björnssyni, er söng hlutverk Þórs. Nýtt lag, Við kveðjum til að kveðja, sem sérstaklega er samið fyrir Karlakór Reykjavíkur af undir- rituðum, við texta eftir Stephan G. Stephansson, var fyrst eftir hlé, og þótt undirritaður geti ekki tjáð sig um lagið var flutningurinn sérlega kraftmikill og hljómmikill í hinum háreista sal Ýmis. A eftir Ave Mar- íunni eftir Kaldalóns, sem Sigrún söng mjög vel, voru frumfluttar tvær kórgerðir á svonefndum Jónasarlög- um eftir Atla Heimi Sveinsson, það fyrra við Hvað er svo glatt og það síð- ara við Tindafjalla, áður alla. Hvað er svo glatt er hressilegur veislusöngur en það síðai-a gamansöm og skondin útfærsla, sem náðist ekki fyllilega að útfæra. Sigrún Hjálmtýsdóttir fór með einsönginn í báðum Jónasarlög- unum eftir Atla og einnig í því elsku- lega lagi Gunnars Þórðarsonar Þitt fyrsta bros, en með í þessum lögum lék Anna Guðný af öryggi góðs fag- manns. Gamansemin réð í næstu þremur lögunum, Haldiðún Gróa, Ríður, ríður hofmann, skemmtileg- um lögum sem bæði eru eftir Gunnar Reyni Sveinsson, og limrulaginu Blómseljan eftir Pál. B. Pálsson, er öll voru ágætlega flutt. Lokalag tón- leikanna var snilldarverkið Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson, sem kór- inn söng af glæsibrag. Kariakór Reykjavíkur er í fínu formi og má sjá fyrir sér, að hann muni undir frá- bærri stjóm Friðriks S. Friðriksson- ar gera góða ferð til Kanada í haust. Jón Ásgeirsson „Leik ei grátt þér minnimátt“ KVIKMYJVPIR Regnboginn í sain- v i n n ii v i ð R í ó b I a ö i ð STRÁKAR GRÁTA EKKI (BOYS DON’T CRY) ★ ★ ★ ‘A Leikstjóri Kimberley Pierce. Handritshöfúndur Kimberley Pierce, Andy Bienen. Tónskáld Nathan Larson. Kvikmynda- tökustjóri Jim Denault. Aðal- leikendur Hilary Swank, Chloe Sevigny, Tom Nissan, Allison Follard, Alicia Granson, Matt McGrath, Pete Sarsgaard. Lengd 116 mín. Framleiðandi Fox Searchlight/20th Century Fox. Árgerð 1999. VANDI Teenu Brandon (Hilary Swank) er til allrar lukku fátíður. Hún er tvítug stúlka sem telur sig karlmann í helsi kvenlíkama. Þessi tilfinning hefur farið vaxandi og í myndarbyrjun er svo komið að hún segir skilið við stúlkuna Teenu og gerist töffarinn Brandon Teena. Klæðir og lætur klippa sig einsog strákur, pressar niður brjóstin með teygjubindi, treður sokkapari niður í nærbuxnastrenginn og flyst undir fölsku flaggi til nágrannabæjarins í Nebraska. í náinni framtíð, þegar hún hefur önglað nógu fé saman, á að stíga skrefið til fulls og fara í kynskiptiaðgerð. Annar vandi Brandons/Teenu er sá að hún elst upp í fordómafullu krummaskuði í dreifbýlisfylki í Bandaríkjunum þar sem ungt fólk hefur fá tækifæri önnur en að vinna í verksmiðjunni, eina skemmtunin að drekka, dópa sig og stunda smá- glæpi. Heimurinn er lítill, þröngur, ljótur. Persónan er enginn engill heldur, rugluð og ráðvillt í ofan- álag. Vitaskuld býður hegðun Brand- ons hættunni heim. Til að auka enn á vána sem liggur í loftinu, fer Brandon að slæpast, drekka og stunda kvennafar með tveimur vandræðagripum, John Lotter (Peter Sarsgaard) og Thomas Nissan (Brendan Sexton III.) og vinkonum þeirra. Ein er verk- smiðjustúlkan Lana Tisdel (Chloé Sevigny), sem heillast af nýja jaxl- inum Brandon, sem svarar í sömu mynt. Blekkingarnar hljóta að koma í ljós, það fyrr en síðar, með hræðilegum afleiðingum. Leikur að eldi, hörmungarnar fyrirsjáanlegar. Strax á fyrstu mín- útunum verður Strákar gráta ekki óbærilega harmþrungin og rauna- legt til þess að vita að sagan er dag- sönn, gerðist fyrir tæpum áratug. Hliðstæðar sögur eru því miður að gerast alls staðar, alltaf. Og munu halda áfram á meðan okkur skortir umburðarlyndi til að fást við aðrar kynhneigðir en okkur er uppálagt að séu hinar einu réttu. Menn mega hafa sínar skoðanir á því sem öðru og engum til gagns að reyna að kúga þeim uppá aðra né reyna að klappa sjálfum sér á bakið með því að stimpla andmælendur sem drag- bíta. Báðir aðilamir, þeir sem stinga höfðinu í sandinn og virða aðeins gagnkynhneigð, og hinir, þessir „frjálslyndu og skilnings- ríku, sem básúna ágæti sitt og skilningsleysi annarra á torgum, eru jafn villtir vegar. Það er svipað- ur faríseasvipur á báðum. Öllum er hollt að sjá með eigin augum þann harmleik í lífi ungrar manneskju, sem Strákar gráta ekki lýsir svo eftirminnilega vel. Þjáningin leynir sér ekki í ótrúlegum leik Hiiary Swank í einu erfiðasta hlutverki seinni ára, stúlkustráksins Teenu Brandon. Slíkar persónur heyja skelfilegt stríð við sjálfar sig og okkur, samborgarana, og aðeins umhverfið getur linað kvalimar með þolinmæði. Niðurlæging Brandons í nauðgunarsenunni er skelfilegt dæmi um illsku mann- skepnunnar, í snilldar meðföram Swank verður atriðið það átakan- legasta í kvikmyndum síðari ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa einstöku smámynd og vonandi gerir hún umræðuna um vanda minnihlutahópa hérlendis, raunsærri en áður. Til þess hefur Strákar gráta ekki alla burði. Hreinskilin, beinskeytt, vel skrifuð og leikstýrð, þetta er Ijóslifandi fólk sem birtist á tjaldinu. Leikurinn er ekki aðeins góður hjá Swank (sem var, einsog flestir muna í hlutverki Davíðs við síðustu Óskarsverð- launaafhendingu), Chloé Sevigny gefur henni lítið eftir í hlutverki Lönu, og vandræðagemlingarnir John og Tom era einsog klipptir út- úr raunveraleikanum. Umhverfið grátt, myrkt og nöturlegt. Yfir öllu grúfir þrúgandi tilgangsleysi. Allt gerir þetta að verkum að myndin er óþægileg og óvenjuleg, kraftaverki líkast að hún kemur frá einum kvik- myndarisanna í Hollywood. Fyrst og fremst er Strákar gráta ekki fróðleg harmsaga um örlög „eins okkar minnstu bræðra, sem féll fyrir óþroska samborgaranna sem skildu ekki að það fæðast ekki allir eins. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.