Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 35

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 35 Kór með bjartan hljóm TONLIST Illjómdiskar TÍMINN LÍÐUR Rangæingakórinn í Reykjavík. Kórsljóri: Elín Ósk Óskarsdóttir. Einsöngvarar: Kjartan Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson og Eli'n Ósk Óskarsdóttir. Píanóleikari: Hólmfríður Sigurðardóttir. Þverflauta: Marianna Másdóttir. Hljóðritun fór fram í Fella- og Hólakirkju og Selijarnarnes- kirkju (2 og 8) veturinn 1999- 2000. Stjórn upptöku og hljóð- vinnsla: Halldór Víkingsson. Fermata 2000, FM 013. RANGÆINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað síðan 1975, og eru meðlimir - einsog nafnið gefur til kynna - Rang- æingar búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Ymsir hafa komið við sögu sem stjórnendur (og reynd- ar líka hvatamenn að stofnun kórsins), en núverandi söngstjóri (síðan 1990) er Elín Ósk Óskars- dóttir, sú ágæta og vel þekkta óp- erusöngkona. Nú hefur kórinn geflð út hljómdisk, þann fyrsta, í tilefni af 25 ára afmælinu (eldri hljóðritanir með söng kórsins eru þó til á snældu). Söngskráin er nokkuð fjöl- breytt, en flest laganna vel þekkt og vinsæl að verðleikum, ef ekki hjá þjóðinni þá í héraði (Héraðs- söngur Rangæinga og Rangár- þing). Hér höfum við þrjú þjóð- lög, Tíminn líður, í góðri útsetningu Arna Harðarsonar, Sofðu unga ástin mín (fallega sungið - hvernig er reyndar ann- að hægt!), í alkunnri útsetningu Jóns Asgeirssonar og Nú er ég glaður á góðri stund - þar sem Gissur Páll er forsöngvari. Hér er fuglinn í fjörunni hans Jóns Þórarinssonar, Heilræðavísu og Smávinir fagrir eftir Jón Nordal, hið seinna við texta Jónasar Hall- grímssonar. Yndislegt lag við yndislegan texta og mjög vel sungið. Hér höfum við einnig í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson, en þar syngur Kjartan Ólafsson einsöng. Kjartan er mjög góður söngvari, röddin falleg og „fókus- eruð“ og beitt af góðri smekkvísi. Hann og hans kona, fyrrnefnd óperusöngkona, syngja svo tví- söng með kór og góðum þver- flautuleik Mariönnu Másdóttur í lagi Torfa Ólafssonar við texta Davíðs Stefánssonar, í muster- inu. Þetta lag Torfa hefur notið vaxandi vinsælda og að verðleik- um. Hér er það borið uppi af fal- legum söng Kjartans og Elínar Óskar. Hér eru fleiri ágæt lög, en söngskránni lýkur með þremur lögum eftir Björgvin Þór Valdi- marsson, Maríubæn, Ástarþrá, þar sem Marianna leikur með á þverflautu, og fyrrnefndu Rang- árþingi. Kórinn hefur bjartan hljóm (enda kvenraddir í miklum meirihluta), en ekki mjög þýðan. Engu að síður fer hann fallega með viðkvæmari lög, sem má líka þakka góðum stjórnanda. Reynd- ar ber allur bragur vott um vönd- uð vinnubrögð, sem skila sér í góðum kórsöng. Hljóðritun góð. Oddur Björnsson Les allar tegundir greiöslukorta _ fJUIIll [ sem notuö eru á íslandi. Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir Kópavogi ~ sími 544 5060 T snjallkort og segulrandarkort. rax o44 ouo i Hraðvirkur hljóölátur prentari. Léttur og meðfærilegur GSM posi með innbyggðum prentara Langar þig til að prófa 4x4 fólksbíl meb öllu? Þorbergur Guömundsson Sölustjóri O 4x4 MeiH þægindi, glæsilegra útlit og aukið öryggi. SUZUKI BalenoWagon Limited Edition er enn betur útbúinn og glæsilegri en Baleno Wagon. Hann er að sjálfsögðu fjórhjóla- drifinn, með ABS hemla og allan hefð- bundinn Baleno-staðalbúnað. Færðu einhvers staðar meira fyrir þetta verð? Hvað er nýtt? • Leðurklætt stýri • Leðurklæddur gírstangarhnúður • Viðaráferð á mælaborði • Álfelgur • Sílsalistar • Þokuljós • Samlitir speglar • Fjarstýrð samlæsing ■OG ÞETTA ER VERÐIÐi 1.725.000 KR.( allt innifaliö. $ SUZUKI .. — SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: 8SA hf„ Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. isafjörður: Bllagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavlk: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.