Morgunblaðið - 09.05.2000, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 59
Ljósið yfír
landinu
ÓMAR Ragnarsson
er löngu þjóðkunnur
maður.
Lengi hefur hann
verið einn af vinsæl-
ustu skemmtikröftum
þjóðarinnar. En Ómar
er ekki einhamur.
Hann er mikill eld-
hugi og tekur sér ótrú-
legustu hluti fyrir
hendur. Um langt ára-
bil hefur Ómar starfað
sem fréttamaður hjá
Ríkissjónvarpinu og
einnig um tíma hjá
Stöð 2.
í starfi fréttamanns
hefur hann verið
óþreytandi að kynna okkur landið,
ekki síst óbyggðir landsins, fegurð
þeirra og hrikaleik.
Það hefur hann gert í mynd, tali
og tónum, því Ómar er eins og allir
vita góður texta- og lagahöfundur.
Óhætt er að segja, að Ómar hefur
einstaka tilfinningu fyrir landinu
sínu, fólki og atburðum.
Flestir kannast við Stiklu-þætti
Ómars, þar sem hann fór vítt um
land og tók fólk tali, m.a. ýmsa sér-
kennilega kynjakvisti, sem ekki
koma daglega fyrir sjónir alþjóðar.
Fyrir skömmu sýndi Sjónvarpið
nokkra þætti, sem Omar hefur gert
um hinn risastóra og þekkta Yellow-
stone-þjóðgarð í Bandaríkjunum,
frábæra þætti, þar sem einstök feg-
urð og tign þessa stærsta þjóðgarðs í
heimi bar fyrir augu sjónvarps-
áhorfenda. Einnig kom þar skýrt
fram, hversu mikið gildi þjóðgarð-
arnir hafa í vitund bandarísku þjóð-
arinnar og hversu mikil áhersla er
lögð á að spilla þar engu, t.d. með
virkjanaframkvæmdum.
Nú hefur Ómar haldið áfram að
kynna þjóðinni sitt eigið land og
möguleikana, sem hálendi íslands
býður upp á, með þáttaröðinni „Fólk
og firnindi“, sem sýndir voru í Sjónv-
arpinu nú fyrir skemmstu.
í fáum orðum sagt eru þessi þætt-
ir hreinasta snilld. Það er hreint
ótrúlegt, hversu honum Ómari hefur
tekist að koma auga á alla þá fegurð
og hrikaleik, sem öræfin norðaustan
Vatnajökuls búa yfir og aðstæðurn-
ar, sem þar koma í ljós.
Engum, sem á horfði, mun gleym-
ast myndirnar frá Kverkfjallasvæð-
inu, þar sem eru slíka andstæður
elds og íss, að þess eru líklega fá ef
nokkur dæmi í veröldinni.
Við eigum sannarlega, íslending-
ar, okkar Yellowstone-park, ef við
bærum gæfu til að fríðlýsa öræfin
norðaustan Vatnajökuls og gera þau
að þjóðgarði, eins og nokkuð er nú
um rætt.
Vafalaust hafa þættir Ómars
Ragnarssonar opnað augu einhverra
fyrir þeim möguleikum, sem við eig-
um á þessu sviði.
Enginn vafi leikur á því, að efna-
hagsleg framtíð okkar sem þjóðar
liggur ekki síst á sviði aukinnar
ferðamennsku og þjónustu við ferða-
fólk. Þar höfum við upp á mikið að
bjóða ef við höldum ímynd landsins
hreinni og getum átt eftir að marg-
falda það stórlega.
í nýlegri fréttatilkynningu í fjöl-
miðlum kemur fram, að tekjur
landsmanna af erlendum ferðmönn-
um eru nú þegar meiri en af stóriðj-
unni og munar þar um 2 milljörðum.
Það segir sína sögu. Auðvitað þurf-
um við að sýna fyllstu aðgætni á
sambandi við vaxandi straum er-
lendra ferðamanna á hálendinu, svo
viðkvæmar náttúruperlur bíði ekki
óbætanlegan skaða af. Þar höfum við
alla burði til að standa vel að verki
og skipuleggja hlutina vel, ef við
sjálf viljum.
Nú fyrir jólin kom út bók frá hendi
Ómars Ragnarssonar, sem ber heit-
ið „Ljósið yfir landinu", en áður hef-
ur hann sent frá sér nokkrar bækur.
í bók þessari greinir Ómar m.a.
frá atburðum, sem snertu þjóðina
alla, hörmulegum slys-
förum á hálendinu
norðan Vatnajökuls.
Þar segir hann einn-
ig frá Viktoríu, konunni
frá Litháen, sem seldi
allar eigur sínar og hélt
upp á hálendi Islands,
þar sem hún dvaldi í
Óskju ein í tjaldi um
þriggja vikna skeið um
páskaleytið 1999. Er-
indi hennar var að sjá
ljósið yfir landinu,
verða eins kona ljósviti
Drottins í Öskju, sem
lýst gæti þeim, sem í
myrkri ganga.
Það er þetta Ijós,
ljósið yfir landinu, sem Ómar fjallar
svo skemmtilega um í bók sinni.
Bókin er ekki aðeins skemmtilega
Þjódgarðar
Útlendingar sækja okk-
ur heim til að njóta
ósnortinna víðerna, seg-
ir Ólafur Þ. Hallgríms-
son, en ekki til að skoða
manngerð uppistöðulón.
skrifuð, heldur er yfir henni einhver
dulúðarblær, nánast mystískur.
í frásögninni blandast víða saman
hið raunverulega og hið mystíska.
Ég vil hvetja sem flesta til að lesa
þessa bók, ekki síst presta og guð-
fræðinga. Það er áreiðanlega þarft
fyrir guðfræðing að rækta í sig
næmleika fyrir umhverfinu, sem við
lifum og hrærumst í.
Ómar segir í bók sinni, að margir
útlendingar hafi orð á því, að þeim
finnist litirnir í þessu landi öðruvísi
en í öðrum löndum, einhvern veginn
tærari og ferskari, og himinninn
blárri.
Það er þessi tærleiki ósnortinna
víðerna, sem þeir eru að sækjast eft-
ir. Þar eigum við dýrmætan auð, sem
ekki má spilla fyrir skammvinnan
gróða. Þá glötum við sjálfum grund-
vellinum sem þjóð.
Útlendingar sækja okkur ekki
heim til að skoða manngerð uppi-
stöðulón, stöðvarhús og rafmagns-
línur, af slíku hafa þeir yfirleitt
meira en nóg í sínum heimalöndum,
heldur til að njóta ósnortinna víð-
erna með sínum skörpu andstæðum
og hins sérstaka ljóss yfir landi, sem
gerir alla liti hér einstaka. Þeir koma
hingað til að sækja styrk og endur-
næringu fyrir líkama og sál.
Fáum hefur tekist betur að fanga
fjölbreytta fegurð hálendisins í orð-
um og mynd en Ómari Ragnarssyni
og færa hana inn í stofur allra lands-
manna. Þökk sé honum fyrir það.
Því segi ég: Áfram, Ómar, mætt-
um við fá meira að sjá og heyra. Og
til hamingju með þessa ágætu bók.
Höfundur er sóknarprestur á
Mælifelli í Skagafírði.
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
40 milljónir
á eitt númer
wnnmgar
Opið öll kvöld til 22:00
Drögum alla fimmtudaga
\ jryggðu þér miða strax^,
Dregið verður vikulega ó fimmtudögum í beinni útsendingu í DAS 2000 þættini
Heildarverðmæti vinninga er rúmar 600 miil{ónir.
Risavinningur að verðmæti 40 milljónir ú eitt númer er svo dreginn út
í lok happdrættisúrsins.
Miðaverð aðeins 800 kr.
• * I •
Tryggðu þér miða i sima
eða hia næsta umboðsmanni
MasterCard
Fax:s6i 77 07 • das@itn.is -www.das.is
Koupfu 0 netinu
www.dos.is
HAPPDRÆTTI
þar scm vinmngarmr fast