Morgunblaðið - 09.05.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 09.05.2000, Qupperneq 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG I Ur dagbók lögreglunnar Afengi tekið af unglingum Helgin 5. til 8. maí NOKKURT annríki var hjá lög- reglumönnum þessa helgi og fengu þeir til meðhöndlunar 580 verkefni. Að venju tengdist lang- mestur fjöldi þeirra umferðar- málum eða helgarskemmtunum borgarbúa og gesta þeirra. Um helgina varð lögreglan að hafa nokkur afskipti af ung- mennum vegna ölvunar þeirra og óláta. Börnin söfnuðust saman víðsvegar um borgina. Nokkru magni af áfengi var hellt niður og annað haldlagt. Þá hafði lög- reglan einnig afskipti af tveimur einstaklingum sem höfðu verið að kaupa áfengi fyrir ungmenni. Atján unglingum var ekið í ungl- ingaathvarf í miðborginni sem rekið er af lögreglu, ÍTR og Fé- lagsþjónustunni þangað sem þau eru sótt af foreldrum. Um helgina voru 80 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur, þar af tveir sviptir ökuréttindum á staðnum. í eftirlitsmyndavélum lög- reglu var því veitt athygli að morgni sunnudags er tveir menn voru að henda varningi í höfnina. Lögreglumenn voru sendir á vettvang og mennirnir hand- teknir. I fyrstu vildu þeir ekki kannast við athæfi sitt. Upptök- ur lögreglu af atburðarás verða notaðar sem sönnunargögn í málinu. Tilkynnt var um reyk í lyftu Miðbæjarmarkaðarins að kvöldi sunnudags. Talsverður eldur reyndist vera í sófa í geymslu á 2. hæð hússins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Sýna gangandi vegfarend- um mikið tillitsleysi Því miður ber mikið á því að ökumenn sýni gangandi vegfar- endum mikið tillitsleysi og virði ekki reglur um bann við stöðvun og lagningu ökutækja. Þetta má t.d. sjá í miðbænum í Pósthús- stræti og Vonarstræti. Um helg- ina sektaði lögreglan tugi öku- manna af þessum sökum og fluttu einnig nokkur ökutæki brott með kranabifreið. Árekst- ur varð á Bústaðavegi við Suður- hlíð síðdegis á föstudag. Annar ökumanna var fluttur á slysa- deild vegna áverka. Snemma á sunnudagsmorgun var bifreið ekið á hringtorgið á Hringbraut við Suðurgötu. Virð- ist sem ökumaður hafi ekki veitt því athygli að þarna er lykkja á akstursleið þótt hún ætti ekki að koma ökumönnum í borginni að óvörum. Bifreiðin var mannlaus er lögreglan kom að, báðir fram- hjólbarðar sprungnir og skemmdir á felgum og undir- vagni. Við höggið höfðu tveir ör- yggispúðar opnast. Unnið er að frekari rannsókn málsins. Bifreið fauk útaf Hvalfjarðar- vegi við Tíðaskarð síðdegis á sunnudag. Ökumaður og farþegi hlutu minniháttar meiðsli. Verðmætum stolið úr fbúðum Á föstudag var lögreglu til- kynnt um innbrot í íbúð í mið- bænum. Þaðan hafði verið stolið talsverðum verðmætum af ýms- um toga eins og hljóðfæri og veiðibúnaði. Á föstudag var lög- reglu einnig tilkynnt um innbrot í íbúð í vesturbænum þaðan sem stolið var tölvu, geisladiskum og fjármunum. Karlmaður var staðinn að þjófnaði úr skápum sundgesta á einum af sundstöðum borgarinn- ar. Maðurinn hafði komið sér upp 6 lyklum að öðrum skápum en úr þeim hafði verið stolið und- anfarið. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið þar að verki. Á laugardag var haldið árlegt uppboð lögreglu á óskilamunum. Fleiri þúsund borgarbúa tóku þátt í uppboðinu og fóru margir heim með fjölbreyttan varning sem þar var boðinn upp. Reiðhjólin eru algengust en að þessu sinni voru einnig ýmsir aðrir hlutir eins og tanngómar og hjálpartæki ástarlífsins sem komast hafa í vörslu lögreglu eftir mismunandi leiðum. Stuðningur við frumvarp um fæðing- arorlof STJÓRN Félags ábyrgra feðra ályktaði á fundi sínum 3. maí eftir- farandi: „Félag ábyrgra feðra fagnar þeim réttarbótum sem fram koma í frumvarpi til laga um fæð- ingar- og foreldraorlof. Sérstak- lega vill félagið lýsa stuðningi sín- um við ákvæði um að eigi barn foreldri sem fer eitt með forræði þess skuli barnið engu að síður eiga rétt á fæðingarorlofi með báð- um foreldrum sínum. Þetta er orðað þannig í texta frumvarpsins: „Forsjárlaust for- eldri á rétt til fæðingarorlofs liggi fyrir samþykki þess foreldris sem \ fer með forsjána um að forsjár- lausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem fæðingar- orlof stendur yfir. ...„Félag ábyrgra feðra hvetur alla feður til að rækja vel skyldur sínar við öll börn sín og telur að umrætt frumv- arp sé skref í þá átt að feðrum sé , gert kleift að rækja foreldrahlut- J verk sitt betur.“ Aðalfundur FAAS AÐALFUNDUR FAAS, félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, verður haldinn á morgun, miðvikudag- inn 10. maí, í fundarsal Thorarensen - Lyf, Vatnagörðum 18 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20 og íyrir utan venjuleg aðalfundarstörf mun Jón Snædal, öldrunarlæknir, flytja erindi. Félagsmenn eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. -----^4-4---- Afhenti trúnaðarbréf JÓN Egill Egilsson sendiherra af- henti 5. maí sl. í Ashkabad í Túrk- menistan trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Túrkmenistan, með aðsetur í Moskvu. -----+++----- ■ NEMENDUR Vogaskóla árgang- ur 1959 ætlar að hittast á Þingvöllum laugardaginn 27. maí. Mæting er við Vogaskóla kl. 18.30. Farið verður í rútu í Valhöll á Þingvöllurn. Þátttöku- gjald er 3.000 kr. og greiðist það fyr- irfram inn á reikningsnúmer Islands- banka: 526-14-602799. Skráning er á netfangið bjami(S)centrum.is VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð sýning en veitingar til skammar HELGINA 29.-30. apríl var sýningin Handverk og ferðaþjónusta haldin í Laugardalshöllinni. Mér fannst sýningin mjög góð, þar var mikið um fallegt ís- íenskt handverk. Það er al- veg ljóst að þjóðin á marga góða listamenn. Ferðaþjónustan var nokkuð vel kynnt og þar var margt nýtt að sjá. Það er mjög gaman að sjá hvað fólk úr hverjum landshluta hefur lagt mikla vinnu í að koma sínum hlutum á framfæri og allir reyna að keppast við að bjóða eitt- hvað sem hinir hafa ekki. Vinnan á bak við alla þessa þætti er ómælanleg og sýn- ir glöggt vilja fólksins til að auðga land og þjóð. Þegar búið er að ganga um svona stórt og yfir- gripsmikið sýningasvæði í margar klukkustundir, fer mann að þyrsta og jafnvel segir hungrið til sín. Á leið- inni inn á svæðið var uppi skilti sem á stóð „café Dima“. Þessi auglýsing leit þokkalega út, og í mínum huga er „café“ eitthvað sem hljómar lystaukandi. Það lá við að ég fengi „kúltúrsjokk" þegar ég kom að afgreiðsluborði kaffihússins. Þar var ekki mikið um fallegt handverk. Matargerð er jú handverk og hlýtur að eiga að vera landkynning eins og annað sem á sýningunni var. Á boðstólum var pasta- salat í plastbökkum sem illa sást í gegnum, annað- hvort vegna þess að því hafði verið lokað heitu eða plastið ekki nógu gegn- sætt. Köld rúnnstykki með bræddum osti, eflaust búin til fyrr um daginn, jafnvel deginum áður. Pizzasneið- ar, einnig kaldar, trúlega aðsendar frá einhverjum pizzastaðnum. Hefðbundn- ar íslenskar samlokur í plastpoka, fjórar tegundir, með hangikjöti, roastbeef, rækjum ogtúnfiski. Skúffukaka og á hana sprautað rjóma. Drykkjar- vörur á boðstólum voru rauðvín, bjór, kaffi og gos. Allt var þetta sett Vá plast- glös eða pappadiska. Ekki var hægt að fá rúnnstykkið og pizzasneiðina hitað. Hvaða þjóðfélagshópi er verið að þjóna? Eg þekki ekki fólk sem neytir slíkrar fæðu í kaffitímanum. Hvert er íslensk matarmenning að fara? Kaffihúsið var mjög óvistlegt í alla staði. Það var bæði þeim sem reka Laugardalshöllina og þessa góðu sýningu sem þarna var til mikillar skammar. Er nema von að stór hluti þjóðarinnar sé illa nærður og akfeitur. Nú til dags eru sett lög um marga hluti. Hvernig væri að hið háttvirta Al- þingi myndi setja „lög“ um mannsæmandi aðsöðu til borðhalds og „góðan mat“ á opinberum sýningum. Reykjavík 4. maí 2000, Guðrún Þóra Iljaltadóttir, næringarráðgjafi. Þakkir til Plúsferða - og aðgengi hjólastóla HULDA hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri þökkum til ferðaskrifstofunnar Plúsferða fyrir framúr- skarandi þjónustu. Einnig langaði hana að varpa fram þeirri spurn- ingu til forráðamanna Laugardalshallarinnar hvort ekkert aðgengi sé fyrir hjólastóla í Laugar- dalshöll? Hún var á sýning- unni Handverk og ferða- þjónusta í Laugardals- höllinni um síðustu helgi og vinkona hennar sem notar hjólastól átti í mestu erfið- leikum með að komast inn í húsið. Tapad/fundið Lok af myndavélar- botni tapaðist LOK af myndavélarbotni af gerðinni Contax, þar sem rafhlöðurnar eru, tapaðist, sennilega í vesturbæ ná- lægt Aflagranda, Melhaga eða Kaplaskjólsvegi. Lokið er svart 14 cm að lengd og SVz cm á breidd. Þetta er mjög bagalegt fyrir eig- andann. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Karl í síma 551-8510. Barnagleraugu töpuðust BARNAGLERAUGU töp- uðust í eða við Háteigs- skóla eða í eða við Klambratún föstudaginn 28. apríl. sl. Umgjörðin er gyllt með brúnum örmum. Upplýsingar gefur Þórunn í vs. 568-1000 eða 553-1000. Cannon-myndavél fannst LITIL Cannon-myndavél fannst í miðbæ Reykjavík- ur í lok janúar. Upplýsing- ar í síma 551-0912. Rúskinnsjakki tapaðist DÖKKMOSAGRÆNN rúskinnsjakki, hálfsíður, tapaðist í byrjun mars á Stór Reykjavíkursvæðinu. Jakkinn er með svörtum uppslögum á ermum og einnig á hornunum. Jakk- ans er sárt saknað. Upplýs- ingar í síma 567-3435. Dýrahald Persnesk læða hvarf að heiman GÖMUL persnesk læða, brúnbröndótt, hvarf frá Flétturima. Hún fer aldrei út úr húsi. Upplýsingar í síma 587-0766 eða 699- 2728. Læða og kisustrákur óska eftir heimili ÁRSGÖMUL hvít læða og sjö vikna kassavanur kisu- strákur óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 699-5680. Morgunblaðið/RAX Víkverji skrifar... FÉLAGI Víkverja ákvað nú á vor- dögum að ráðast í sólpallasmíði í garði sínum, sér og öðrum til ánægju. Hann verður nú seint talinn til handlagnari manna en hann hafði eigi að síður fullan hug á að takast sjálfur á við verkefnið. Áskorunin var talsverð og félaginn kynnti sér strauma og stefnur í hönnun sólpalla og hripaði þvi næst niður á blað út- línur og mál að fyrirhuguðu mann- virki. Hann gerði sér vissulega grein fyrir því að einhverjar spýtur þyrfti að reka saman en þóttist þess full- viss að með góðra manna hjálp myndi hann að lokum ná að klambra saman pallinum. Hann leitaði þess vegna til þeirra verzlana sem að undanförnu hafa dreift til landsmanna litfögrum bæklingum með myndum af sólpöll- um, skjólveggjum og sundlaugum í glæsilegum görðum um alla borg. Kunninginn kom því fullur bjartsýni að máli við starfsmenn þessara verzlana. Hann var hins vegar býsna fávís um þá verklegu framkvæmd sem hann hugðist nú ráðast í. Og þar hófst þrautagangan. Það var einmitt komið fram við kunningjann sem hinn fávísa kúnna og fátt umfram það. Honum gekk erfiðlega að fá upplýsingar um hvaða efni, lengdir og stærðir væri bezt að nota og enn síður hvemig hann ætti að nota þau. Þegar síðan þekkingu kunningjans þraut, þraut um leið þolinmæði starfsmannanna og viðræður um væntanleg viðskipti fóm út um þúf- ur. Kunninginn gerði nokkrar til- raunir á mismunandi tímum dags og viku til að hitta á betur lundaða starfsmenn en allt kom fyrir ekki. Að lokum fór því svo að kunninginn leit- aði á náðir tengdapabba eins og svo oft áður og nú er búið að smíða þenn- an fyrirtaks sólpall í bakgarði kunn- ingjans. Hann hugsar sér gott til grillglóðarinnar á pallinum í sumar og verður reynslunni ríkari í næstu glímu við starfsmenn timburverzl- ana hér í bæ. xxx Félag sjúkraþjálfara á íslandi átti afmæli fyrir skömmu og var við það tækifæri gerð grein fyrir starf- semi félagsins og sögu þess á síðum Morgunblaðsins. Sjúkraþjálfarar vinna mikið og gott starf. Það vita þeir sem notið hafa aðstoðar þeirra. Fátt er mikilvægara en að þjálfa fólk sem hefur slasazt eða veikzt til að takast á við lífið á ný. Fólk þarf í mörgum tilfellum að læra að ganga á ný, tala og hugsa. Þökk sé störfum sjúkraþjálfara getur fólk staðið upp- rétt eftir erfið veikindi og slys og haldið áfram að njóta lífsins. Víkverji leggur oft leið sína á endurhæfingar- stöðina á Grensási. Það er greinilegt að þar er unnið gott starf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.