Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 69

Morgunblaðið - 09.05.2000, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 69 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmiindur I’áll Arnarson ÞAÐ gerðist tvisvar í Poii- tiken-mótinu að þrjú grönd voru spiluð redobluð, tvo og þrjá niður. í bæði skiptin kom Norðmaðurinn Boye Brogeland við sögu. Suður gefur; allir á hættu. Norður + G95 v D108 ♦ 8542 * DG8 Vestur Austur + 73 + ÁKD62 v G6532 v K9 ♦ 107 ♦ DG9 + 6542 + 1093 Suður + 1084 v Á74 ♦ ÁK63 +ÁK7 Þetta er fyrra spilið, en hér er Brogeland í norður, Erik Sælensminde í suður, en Danirnir Jens Auken og Dennis Koch-Palmund í AV: Vestur Norður Austur Suður Koch-P Brogeland Auken Sælensm. - - - ltígull Pass Pass Dobl lgrand Pass 2grönd Pass 3grönd Pass Pass Pass Redobl Dobl Allirpass Pass Brogeland og Sælens- minde spila eðlilegt kerfi, svo Brogeland á vissulega hámark fyrir passi sinu við tígulopnun makkers. Þegar Sælensminde grandar ofan í opnunardobl Aukens þá sýn- ir hann 18-19 punkta og jafna skiptingu, svo það er skiljanlegt að Boye lyfti því í tvö grönd. En redoblið á þremur gröndum er nokkuð hart, þrátt fyrir „bullandi hámark“. Enda fór samningurinn hratt og örugglega tvo niður þó svo að út kæmi hjarta upp á tíu blinds og kóng austurs. Sælensminde varð að gefa slag á tigul og Auken tók þá flmm næstu á spaða. Gjaldið fyrir að fara tvo niður í redobluðu spili á hættunni er 1.000, en Boye náði þeirri tölu til baka í næstu umferð, eins og við sjáum á morgun. SKÁK lliiisjón Ilelgi Áxs Grétarsson Hvítur á leik. MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli pólska stór- meistarans Aleksander Wojtkiewicz, hvítt, (2.563) og Finnans Timo Lampen (2.307) á XIX. Reykjavík- urskákmótinu. 22. Hxc6+! Kb8 23. Hc8!+ Bxc8 24. Da8+ Kc7 25. Re6+ Kd6 26. Rxd8 Re5 Svartur verður mát eftir 26. ...Hxd8 27. Dc6 27. Rf7+! Ke6 Enn var riddarinn friðhelgur þar sem eftir 27. ...Rxf7 mátar hvítur með 28. Dc6 28. Rxh8 og svartur gafst upp. Arnað heilla A A ÁRA afmæli. í dag, t/U þriðjudaginn 9. maí, verður níræður ísak Sigur- geirsson, fyrrverandi bóndi á Undirvegg í Kelduhverfi, Litla Hvammi 7, Húsavík. Eiginkona hans er Klara Tryggvadóttir. Þau verða að heiman í dag. Ljósmynd: Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. janúar sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Sigurði Arnarsyni Dagrún Hálfdánardóttir og Yngvi Daníel Óttarsson. Heimili þeirra er að Stýrimannastíg 10, Reykjavík. Með morgunkaffinu ✓ Ast er., að setja upp heimili. TM R*fl. U.S. P»t. on. — aU righU resorvod © 2000 Lo* Angeles Tlm«» Syndcale Brytinn bað mig að skila því að ef greifinn borðaði ekki laxafor- réttinn, fengi hann engan eftirrétt. Eins gott að við vor- um í stígvélum. Af því myndin er ekki ætluð börnum. Raddir framtíðar Nei, það er ekki eldur í okkur, bara bein, en þaö er hægt að brenna beinin og það er svona hrærivél inni í okkur sem hrærir matinn sem við boröum. Pétur, Kvlstaborg. UOÐABROT HUGGUN Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi, að heiminum verðirðu’ ekki að bráð? Þá berast lætur lífs með straumi, og lystisemdum sleppir taumi, - hvað hjálpar, nema herrans náð? Og þegar allt er upp á móti, andinn bugaður, holdið þjáð, andstreymisins í ölduróti allir þó vinir burtu fljóti, guðs er þó eftir gæzka’ og náð. Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horfin er þér heimsins prýði, en hugann nístir angur og kvíði, - hvað dugar, nema Drottins náð? Grímur Thomsen. ST J ÖRJVUSPÁ eftir Frances Urakc NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú leggur mikið upp úr því að fara rétt að hlutunum og tekur það ákaflega nærri þér þegar aðrir svindla á reglunum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að hafa betri skip- an á því hvar þú lætur hlut- ina því það getur valdið erf- iðleikum að þurfa aftur og aftur að leita að því sama. Naut (20. apríl - 20. maí) Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða. Vertu tillitssam- ur og biddu ekki um meira en hann er fær um að veita. Tvíburar (21. maí - 20. júní) W Það er farsælla að segja hug sinn en að byrgja hlutina inni. Mundu þó að ekki er sama hvernig þeir eru sagð- ir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi til eftirmála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú þarft að leggja ráðagerð- ir þínar undir dóm annarra því það skiptir öllu í sam- starfi að ná samkomulagi um það sem máli skiptir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) vBkL Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugar- angri. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið rólegur. sept. - 22. október) X*X Einbeittu þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önnur og ný. Leitaðu aðstoðar ef eitt- hvað vefst fyrir þér. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Góður undir- búningur tryggir farsæla framkvæmd. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AlC) \ Nú er úr vöndu að ráða og því skaltu fara þér hægt þegar þú veltir fyrir þér möguleikunum til lausnar vandanum. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4MP Nú er að bretta upp erm- arnar og drífa sig í að klára hlutina. Þá fyrst ertu til- búinn til að kanna ný ævin- týri og leggja línurnar fyrir framtíðina. Vatnsberi r . (20. jan. - 18. febr.) Láttu ekki dragast lengur að taka á þeim vanda sem við blasir. Þú verður hissa hversu auðvelt málið er þeg- ar það er brotið til mergjar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við hendina. Stjörnuspána á að Iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 •300° beygju- radíus •Henta fyrir langa hluti fetra TRILLUR HJÓLABORÐ 0G VAGNAR —. < ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 MORE & MORE - ' I A LIFE PHILOSOPHY Nýjar vörur Flottir bolir, stuttbuxur, skór Vorum að fá Axiom herraboli Sírni 588 80500piö virkti datja kl. 10.30—18, laugardaga kl. 11 —16 Byggingaplatan WDtM)(2® sem allir hafa beðið eftir VIROC® byggingaplatan er fyrir VIROC® byggingaplatan er platan veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur VIROC®byggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint. vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIRQC byggingaplatan er umhverfisvæn ÞP &co Leitið frehari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚIA 29 S: 553 8640 & 568 6100 * iMultivitamin TtHtMrUtti ^S) Apótekin Léttu líf og lund Það nær enginn kjör- þyngd á augabragði. Hreyfing gerir gagn. Þú finnur fljótlega að úthaldið eykst og líkaminn styrkist. Lífið verður skemmtilegra ef þú hreyfir þig reglulega og borðar léttan, hollan og góðan mat, ávexti og grænmeti. Ekki ofgera þér. Setfu þér raunhæf markmið með skemmtilegri hreyf- ingu. Rösk ganga í hálftíma á dag gerir mikið gagn. Njóttu fjölbreyttrar hreyfingar í góðum félagsskap. Sundlaugarferð með fjölskyldunni, hjólreiðatúr eða ærslaleikir með börnunum létta lund og auka samheldnina. Göngum 2000 skref til móts við heilbrigði og hreysti 27. maí! Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.