Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sjð dansmeyjiun snúid við ** ...is/wiM /iimiilill! Illll'imil" Samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli var 7 nektar- M* ^l, VIl v|(y ?GaIÖaJO-1 Svona, heim með ykkur aftur, skjáturnar mínar, ég ruglaðist svolítið í listgreiningunni, þetta er ekki list, bara lystaukandi. Sérsýning á Blönduósi Refsingar á Islandi IDAG verður opnuð sýning í Hillibran- dshúsi á Blönduósi undir yfírskriftinni; Refs- ingar á íslandi. Sýningin er samvinnuverkefni Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og Blönduósbæjar og er opin frá kl. 10.00 til 17.00 alla daga til 13. ágúst. Pétur Jónsson er forstöðumaður Byggðasafnsins, hann var spurður um markmið sýn- ingarinnar. „Að segja sögu refsinga á Islandi frá upphafí byggðar. Með texta, myndum og munum er skýrð þróun og breytingar líkamlegra refsinga á Is- landi frá upphafi vega, einnig verða síðustu aftök- unni gerð sérstök skil. Með mér annaðist hönnun og textagerð Sól- borg Una Pálsdóttir sagnfræðing- ur.“ - Hvíu' fór síðasta aftakan fram? „Hún fór fram á Þrístöpum í Vatnsdal árið 1830, fyrir 170 ár- um, og það er tilefni sýningarinn- ar. Þar voru tekin af lífi Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnús- dóttir, þau voru dæmd fyrir morð og bæjarbruna á Illugastöðum á Vatnsnesi árið 1828. Þar myrtu þau Natan Ketilsson bónda á 111- ugastöðum og Pétur Jónsson vinnumann sem var þar í heim- sókn.“ - Hvernig voru þau tekin af lífí? „Réttarhöldin í máhnu voru mjög umfangsmikil, þau tvö og Sigríður Guðmundsdóttir voru dæmd til dauða af sýslumanni, dæmd til að hálshöggvast með öxi og höfuðin skyldu sett á stjaka. Málið fór síðan fyi-ir Landsyfir- rétt og að lokum fyrir Hæstarétt. Sigríður var náðuð af konungi vegna ungs aldurs, hún var fimm- tán ára þegar atburðurinn gerð- ist. Þau Friðrik og Agnes voru hins vegar hálshöggvin.“ - Var það algeng dauðarefsing frá upphafí vega að hálshöggva fólk? „Með nýrri lögbók íslendinga 1281 breyttist réttarfar í landinu. Farið var að beita í auknum mæli líkams- og dauðarefsingu þar sem markmiðið var annars vegar að skapa ótta við afleiðingar glæpa og losa samfélagið að fullu við hinn seka með lífláti eða útlegð úr landinu. Þessi lög úr Jónsbók voru í gildi allt fram á 18. öld og segja má að þessu refsingatímabili mið- alda hafi lokið með síðustu aftök- unni á Þrístöpum í Vatnsdal.“ - Hvernig er þessi sýning byggðupp? stórum hluta er þetta texta- og myndasýning en að auki höfum við ýmsa gripi til sýnis, m.a. hafa verið fengið að láni frá Þjóðminjasafni höggstokkurinn og öxin sem notuð voru við síðustu aftökuna. Einnig er þar að sjá eft- irlíkingu af gapastokki frá 19. öld.“ - Voru gapastokkar ___________ notaðir mikið á Is- landi? „Nei, þeir voru ekki algeng refsing hér á landi. Fyrstu laga- heimildir fyrir notkun gapastokka komu árið 1746 og komu landsmenn sér upp gapastokkum m.a. við kirkjur og á þingstöðum til þess að refsa saka- mönnum. Lögin um gapastokkana voru numin úr gildi árið 1809.“ -Hvaða refsingar aðrar voru algengar á Islandi? „Á íslandi voru engin fangelsi fram yfir 1700, þá var farið að Pétur Jónsson ► Pétur Jónsson fæddist í Reykjavík árið 1964 en ólst upp á Súluvöllum á Vatnsnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum á Sauðárkróki og sagnfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 2000. Hann hefur starfað hjá Arnastofnun og á handritadeild Landsbókasafns en er nýlega ráðinn for- stöðumaður við Byggðasafti Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Byggðasafnið á Reykjum ráðgerir sérsýningar í meiri mæli dæma eftir dönskum ákvæðum - dæma fólk til refsivistar. I fyrstu voru sakamenn fluttir utan og settir í fangelsi þar en svo byggt hegningarhús á íslandi, það var reist 1770 til 1771. Það er nú stjórnarráðshús íslendinga. Hýð- ingar tíðkuðust hér á landi alla tíð, limalát var einnig tíðkað. Dauðar- efsingar, sem beitt var, voru hengingar, hálshögg og drekking- ar. Við sumum brotum var fólk brennt á báli.“ -Eru margvíslegar heimildir til um refsingar á íslandi? „Já, við eigum mjög góðar heimildir um réttarfar og sakamál á Islandi. Mikið hefur varðveist af dómabókum frá ýmsum tímum, eins eigum við lögbækur sem end- urspegla ríkjandi réttarvitund, siðferðishugmyndir og þjóðfélags- viðhorf. Helstu heimildirnar eru sem sagt dómabækur, réttarskjöl og lögbækur.“ - Hvar er þetta varðveitt? „Þetta er varðveitt á Þjóð- skjalasafni, eldri handrit eru mörg hver á Ámastofnun. Flest íslensk skjöl sem tengjast þessu málefni og varðveitt voru í Kaup- mannahöfn eru komin hingað heim. Þess má geta að byggða- safnið hefur á sinni áætlun ráða- gerðir um að vera í meira mæli með sérsýningar af ýmsu tagi á safnasvæðinu.“ - Ermikil aðsókn aðsafninu? „Það er opið þrjá mánuði á ári, júní, júlí og ágúst, og er mikilvæg- ur þáttur í ferðaþjónustu hér á svæðinu. Aðsókn er alveg sæmi- ________ leg bæði af heima- mönnum og ferðafólki. Safnið er opið frá kl. 10-18 alla daga.“ -Hvað er helst að sjá á safninu? „Hér er m.a. varð- _....... veitt hákarlaskipið Ófeigur frá Ófeigsfirði, sem er síð- asta áraskipið sem fór til hákarla- veiða, og er safnið með til sýnis ýmsa muni tengda hákarlaveið- um. Þá eru hér ýmsir hlutir frá gamla bændasamfélaginu, bað- stofa frá Syðsta-Hvammi á Vatns- nesi, bær frá Tungunesi í Austur- Húnavatnssýslu."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.