Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landspítalanum gefíð holómsjár- tæki að andvirði 24 milljóna króna Auðveldar greiningu ill- kynja sjukdóma LANDSPÍTALINN í Fossvogi hefur fengið að gjöf holómsjártæki til greiningar á sjúkdómum í melt- ingarvegi, en tækið getur auk þess nýst á fleiri sviðum, svo sem til greiningar á lungnasjúkdómum. Arni Ragnar Amason alþingis- maður afhenti gjöfina í gær ásamt Asgeiri Theodórs, yfirlækni á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og sér- fræðingi í meltingarsjúkdómum við Landspítalann í Fossvogi. Ami og Ásgeir hafa unnið að því að fjármagna kaup á tækinu síðan haustið 1997 og hafa safnað til þess á öðmm tug milljóna króna frá fyrirtækjum og stofnunum í landinu auk þess sem þeir hafa fengið opinber framlög til kaup- anna. Heildarkostnaður við tækja- kaupin er 24 milljónir króna, en tækið er eitt hið fullkomnasta á sviði rannsókna á meltingarsjúk- dómum sem til er. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri við Landspítala - háskólasjúkrahús, veitti tækinu viðtöku og sagði hann þetta óvana- lega rausnarlega gjöf til heilbrigð- isþjónustunnar allrar. Arni er einn af þeim sjúklingum sem fengið hafa krabbamein í meltingarveg og Ásgeir hefur meðhöndlað og var það upphafið að samstarfi þeirra. Árlega grein- ast um 230-250 íslendingar með krabbamein í meltingarvegi, en meinið er erfitt í greiningu og meðferð og mun tækið því koma að góðum notum. Morgunblaðið/Amaldur Jóhannes Gunnarsson og Ámi Ragnar Ámason við athöfnina. Björn Rúriksson kostar prófessorsstöður við HÍ og HA Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Magnússon, Páll Skúlason, Björn Rúriksson og Þorsteinn Gunnarsson undirrita samninginn. Styrkir skólana um 10 milljónir króna BJORN Rúriksson hefur veitt Há- skóla íslands og Háskólanum á Ak- ureyri fjárstyrk sem nemur andvirði prófessorsstarfs í eitt ár í báðum skólum, eða 5 milljónir króna til hvprs skólans um sig. í gær skrifuðu Bjöm og fulltrúar háskólanna undir samstarfssamn- ing. Við undirritun samningsins sagði Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, það einstaklega jákvætt að einstaklingur sýndi slíkt frumkvæði og höfðingsskap í garð háskólanna. Páll þakkaði Birni einnig fyrir að tengja saman Háskóla Islands og Háskólann á Akureyri. „Skólarnir eru að vinna saman að ýmsum verkefnum og það skiptir miklu máli að hugað sé að fjöl- breytni þegar verið er að efla menntun og þekkingarsköpun í landinu," sagði Páll. Styrkurinn sem Bjöm veitir Há- skóla Islands rennur til viðskipta- og hagfræðideildar og á að efla frumkvæði og nýsköpun á íslensk- um fjármálamarkaði með því að stuðla að aukinni þekkingu í áhættu- stjómun og alþjóðafjármálum. Gera á deildinni kleift að fá til sín fyrirles- ara, bæði til þess að kenna og vinna að rannsóknarverkefnum. Þekking á sviði upplýsingatækni efld Háskólinn á Akureyri mun nota styrkinn til þess að stofna nýja stöðu háskólakennara í upplýsinga- tækni með áherslu á fjárfestingu í upplýsingakerfum og á það að vera mjög til hagsbóta fýrir innri uppbyggingu háskólans en einnig atvinnulíf í landinu. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði við undirritun samningsins að uppbygging kennslu og rannsókna á sviði upplýsinga- tækni væri forgangsverkefni innan Háskólans á Akureyri á næstu ár- um. „Framlag Björns gerir okkur kleift að byggja upp þekkingu á þessu sviði miklu fyrr en ella hefði orðið en einnig er þetta mikilvæg viðurkenning á framlagi háskólans til nýsköpunarþekkingar á lands- byggðinni," sagði Þorsteinn. Björn segir að með gjöfinni sé hann að láta gamlan draum rætast, en hann telji það mikilvægt fyrir alla framsókn Islands á alþjóðavett- vangi að byggður verði upp styrkur meðal fólks um allt land. ,AHt skólastarf á Islandi er geysi- lega þýðingarmikið og við verðum eftirbátar annarra þjóða ef við sinn- um ekki af fyllstu ákveðni þeirri skyldu okkar að mennta og upp- fræða ungdóminn,“ sagði Björn. Hann vill með gjöf sinni sýna fram á hversu mikilvægt það er að laga- og skattarammar séu þannig að frjáls- ræði örvi menn til dáða og þeir geti síðar meir varið fé til mennta-, menningar- og mannúðarmála. Nýir lögreglubflai- af Opel-gerð fyrir utan bflamiðstöð Rikislögreglustjórans. Bilamiðstöð stuðlar að Morgunblaðið/Jim Smart Húpur bifhjúlamanna færði biskupi nýja kiljuútgáfu af Bibliunni. hraðari endurnýjun Morgunblaðið/Kristinn Sdlveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra afhendir Böðvari Bragasyni, lögreglustjóra í Reykjavík og Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra lykla að hinni nýju bflamiðstöð. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN opnaði í gær nýja bflamiðstöð sem er þjónustumiðstöð fyrir öll lög- regluembættin. Um síðustu áramót var rekstur og umsýsla ökutækja lögreglunnar sameinuð undir stjórn Ríkislögi-eglustjórans og er bfla- miðstöðin opnuð í framhaldi af því. I fréttatilkynningu frá Ríkislög- reglustjóranum segir að tilgangur- inn með þessum breytingum sé aukin hagræðing í rekstri, samnýt- ing ökutækja og búnaðar og betri þjónusta við lögreglustjórana. Auk þess stuðli þetta fyrirkomulag að hraðari endurnýjun lögreglubif- reiða og annars búnaðar. Á árinu 1999 voru endurnýjaðar 28 lögreglubifreiðir á landinu og á þessu ári er áætlað að endurnýja 41 bifreið til viðbótar. Á næstu tveim árum er síðan stefnt á end- urnýjun um 100 lögreglubifreiða og má því segja að allur bílakostur lögreglunnar á landinu, sem nú er 161 bifreið, verði endumýjaður á fjórum árum. Heildarkostnaður við þetta átak er um 350 milljónir króna. Ný útgáfa Biblíunnar í kiljuformi Bifhjólamenn færðu biskupi Biblíuna HÓPUR bifhjólamanna færði í gær herra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi íslands, nýja útgáfu af Biblíunni í kiljuformi. Biskup af- henti síðan Jóni Gnarr, leikara og útvarpsmanni, fyrsta eintakið. Biskup sagði að með þessu væri Biblíufélagið að undirstrika að Bi- blían ætti erindi við alla, hún ætti ekki eingöngu heima í helgi- dómum og stássstofum heldur alls staðar og meðal allra. Orð Guðs hafi í gegnum tíðina borist með ólikum sendiboðum og í mismun- andi umbúðum en boðskapurinn eigi alltaf jafnmikið erindi til fólks. Bifhjólamennirnir sem eru í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglunum, óku með hina nýju út- gáfu frá Hallgrímskirkju að Vegamótatorgi þar sem hljóm- sveitin Geirfuglarnir lék létta tónlist. Samhliða útgáfunni stendur Biblíufélagið fyrir kynningu undir yfirskriftinni: Biblían er um þig. títlit kiljuútgáfunnar er gjör- ólíkt fyrri útgáfum Biblíunnar en markmiðið með því er ætlunin að ná til fólks á aldrinum 20-35 ára. Kiljuútgáfa Biblíunnar verður til sölu á bensínstöðvum og mun kosta 2.000 kr. : : \ :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.