Morgunblaðið - 16.06.2000, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Islendingar hafa fjárfest fyrir 2,4 milljónir punda í Hunter-Fleming
Fyrirtæki sem leit-
ar uppi nýjungar í
læknavísindum
Hunter-Fleming er fyrirtæki sem fjárfestir
í nýjungum í læknavísindum og vinnur að
markaðssetningu þeirra. Dr. James Murr-
ay, einn starfsmanna þess, var hér á landi
nýverið og kynnti árangur af fjárfestingum
fyrirtækisins fyrir íslenskum fjárfestum en
þeir eiga um 20% í því. Grétar Jiiníus Guð-
mundsson hitti Murray að máli.
Morgunblaðið/RAX
Dr. James Murray var staddur hér á landi íyrir skömmu til að kynna árang-
ur af fjárfestingnm Hunter-Fleming fyrir íslenskum fjárfestum.
HUNTER-Fleming vinnur
að því að leita uppi nýjar
hugmyndir og lausnir í
læknavísindum, einkum
varðandi heilastarfsemi, sem unnið
er að á rannsóknarstofum háskóla,
að sögn James Murray. „Fyrirtækið
fjárfestir í slíkum rannsóknum og
stuðlar að því að koma niðurstöðum
þeirra á markað. Þegar við höfum
fundið vænlegan kost til að fjárfesta
í, semjum við vinnuáætlun fyrir
rannsóknaraðilana til að vinna eftir
og veljum þá starfsmenn sem að
verkefninu skulu vinna. Svo leitum
við uppi samstarfsaðila til að koma
verkefninu áfram og alla leið á mark-
aðinn.“
James Murray segir að Hunter-
Fleming hafi gert samninga við fjóra
háskóla um rannsóknir, í Edinborg á
Skotlandi, Southampton á Englandi,
Chicago í Bandaríkjunum og Kawa-
saki í Japan. Þá er í vændum samn-
ingur við háskólann í Bristol á Eng-
landi. „Hjá fyrirtækinu starfa tveir
læknar auk mín, annar norskur og
hinn frá Norður-írlandi, og einn rit-
ari. Því til viðbótar erum við í sam-
starfi við um tug ráðgjafa. í hverjum
þeirra háskóla sem starfa með fyrir-
tækinu eru auk þess allt að 15-20
starfsmenn sem koma að þeim verk-
efnum sem þar er unnið að í sam-
vinnu við okkur.“
Tengslin við ísland
James Murray hefur langa
reynslu að baki úr störfum við rann-
sóknir, þróun lyfja, lyfjaframleiðslu,
markaðssetningu og sölumál. Auk
Englands hefur hann búið og starfað
í Hollandi og Belgíu og stjómað
rannsóknum víðar í Evrópu, í Ástra-
líu og á Nýja-Sjálandi. Þá hefur hann
einnig starfað í Bandaríkjunum,
Kína og Rússlandi
Tengsl James Murray og Hunter-
Fleming við íslenska fjárfesta eru til-
komin vegna kunningsskapar við
Emi Snorrason lækni. „Fyrir 9 áram
vann ég að nýrri lækningu, þ.e. lyfi, á
elliglöpum, alzheimer," segir James
Murray. „Ernir skrifaði grein í
breskt læknarit um það tiltekna lyf
og árangur af notkun þess á Islandi.
Eg var ánægður með útkomu þess og
í framhaldinu kom ég hingað til
lands. Þá vann ég hjá fyrirtæki, sem
ég stofnaði ásamt tveimur öðram,
sem heitir Shire Pharmaceuticals
Ltd. Það starfaði í byrjun eins og
Hunter-Fleming, leitaði uppi nýjar
hugmyndir í læknavísindum, en hef-
ur nú á að skipa um 2.000 starfs-
mönnum og er í lyfjaframleiðslu. Ég
dró mig út úr Shire fyrir 14 mánuð-
um til að einbeita mér að þróun nýrra
hugmynda og nýrra lyfja, sem á best
við mig.“
James Murray segir að Hunter-
Fleming hafi hafið starfsemi fyrir
eigið fjármagn stofnenda þess. „í
mars síðastliðnum fjárfestu íslenskir
fjárfestar fyrir 2,4 milljónir sterl-
ingspunda í fyrirtækinu og eiga þeir
nú um 20% í Hunter-Fleming. Það
var FBA sem sá um söluna á hluta-
bréfunum til Islendinga."
Þróun nýrra lyfja tekur
oft allC að áratug
Þegai- James Murray starfaði hjá
Shire-fyrirtækinu þróaði hann tvö ný
lyf við elliglöpum, annars vegar
Tacrine, og hins vegar Galantamine.
„Þróunin á Tacrine var þannig að við
unnum áfram með tilraunir sem vin-
ur minn í Bandaríkjunum hafði unnið
að. Hann vann byrjunarrannsóknira-
ar, við tókum við og seldum síðan
stóra lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum
niðurstöðumar. Hitt lyfið, Galantam-
ine, kom upphaflega frá læknum við
spítala í New York, sem höfðu sam-
band við okkur vegna þess árangurs
sem við höfðum náð með Tacrine. Við
höfðum þannig skapað okkur nafn og
orðstír sem fyrirtæki sem getur tek-
ið hugmynd og breytt henni í mark-
aðshæfa vöra.“
James Murray segir að það taki oft
um 3 til 5 ár að þróa og fá leyfi fyrir
nýju lyfi, sem hefur verið rannsakað
og prófað á rannsóknarstofum há-
skóla. Þar geti rannsóknir hafa stað-
ið yfir í eitt til tvö ár. „Þetta er þó oft-
ast skemmri tími en þróun nýrra
lyfja hjá stóra lyfjafyrirtækjunum
tekur, þar sem unnið er að öllu ferl-
inu, þ.e. hugmyndunum í byrjun,
rannsóknum, þróunum og markaðs-
setningu. Sá ferill tekur oft um ára-
tug.“ Hann segir að áður en leyfi fáist
fyrir nýjum lyfjum verði öll hugsan-
leg hliðaráhrif að hafa verið könnuð
og oftast þurfi jafnvel 5-6.000 sjúkl-
inga til að ljúka rannsóknum. Kostn-
aður við slíkar rannsóknir sé gríða-
rlegur. „I flestum tilvikmn þurfa
stóra lyfjafyrirtækin því að koma að
rannsóknum nýrra lyfja, a.m.k. á síð-
ari stigunum, þegar lyfin era prófuð
á sjúklingum. En þó era sum svið
læknavísindanna þar sem hægt er að
vinna að framþróun lyfja á annan
hátt. Þannig er því til dæmis háttað
með rannsóknina sem verið er að
vinna að í Háskólanum í Southamp-
ton og við komum að. Hún gengur út
á að finna lyf við höfuðáverkum. Ef
sú rannsókn tekst vel þá verður nið-
urstaðan lyf sem verður tiltölulega
einfalt mál að koma á markað, því
það eru í raun fáir læknarsem vinna
á þessu sviði og í samanþurði við anh-
að einnig fáir sjúklingar. Væntanlega
mun verða hægt að selja það lyf í
gegnum Netið. Við getum'þá vonandi
sjálfir annast markaðssétningu á lyf-
inu og stóra lyfjafyrirtækin þurfa þá
ekki að koma þar að.“
Að sögn James Murray er mis-
munur á aðstöðu lítilla lyijafyrir-
tækja. Hið hefðbundna litla fyrirtæki
tekur fyrir eitt verkefni í einu og
vinnur að því í langan tíma. „Mörg
fyrirtæki hafa fallið á þessu, því ef
eitthvað er að þeirri hugmynd sem
fyrirtækið vinnur að, þá fellur fyrir-
tækið með hugmyndinni. Okkar fyr-
irtæki vinnur öðravísi því við tökum
fjögur og jafnvel fimm verkefni frá
mismunandi háskólum og dreifum
þannig áhættunni. Hugsanlega
munu aðeins eitt eða tvö verkefn-
anna sem við eram að vinna að verða
að markaðsvöra, en líkumar eru
miklu meiri en ef við væram einungis
að vinna að einu verkefni. Margir
þeirra sem standa að litlum fyrir-
tækjum, sem hafa orðið til út frá góð-
um rannsóknum eða hugmyndum í
tenslum við rannsóknarstofur há-
skóla, hafa ekki þá reynslu og þekk-
ingu sem við höfum af þróun og
markaðssetningu. Þar era því enn
fleiri tækifæri fyrir okkur, til að
vinna með svona litlum fyrirtækjum.
Vandamál miðlungsstórra lyfjafyrir-
tækja eru oft að þau hafa ekki
nokkra rannsóknaraðstöðu. Þau eru
því háð þvi að eiga samvinnu við fyr-
irtæki eins og okkar sem er í tengsl-
um við rannsóknaraðila. Stóra lyfja-
fyrirtækin era hins vegar farin að
eiga við meiri og meiri vandamál að
stríða. Þau era orðin svo stór að þau
þurfa stöðugt á nýjum lyfjum að
halda til að setja á markaðinn, til að
geta tryggt hluthöfum þann hagnað
sem þeir vilja fá. En þetta er nánast
ómögulegt fyrir þau. Við eigum því
einnig möguleika á þessu sviði, þ.e.
að koma framleiðslu þeirra rann-
sókna sem við eram að vinna að til
stóra fyrirtækjanna. Málið er nefni-
lega það að stóra fyrirtækin hafa sitt
eigið rannsóknarlið og þangað beina
þau auðvitað kröftum sínum. En
læknavísindin breytast svo hratt að
miklar líkur era á að rannsóknarlið
úreldist á kannski 4-5 áram. Við get-
um hins vegar fært okkur á milli
rannsóknarstofa og rannsóknarliða."
Heimsókn til að upplýsa
íslenska fjárfesta
Að sögn James Murray var
tilgangurinn með heimsókn hans
hingað til lands að hitta íslenska fjár-
festa, upplýsa þá um hver staðan er
hjá Hunter-Fleming og hvert ætlun-
in er að fyrirtækið stefni. Hann segir
að að því verði stefnt að fyrirtækið
verði skráð á verðbréfamarkaðnum í
Lundúnum en áður þurfi að auka
hlutafé þess um 10 milljón sterlings-
pund. Hunter-Fleming hafi nægjan-
legt fjármagn til að halda áfram þró-
un þeirra verkefna sem unnið er að í
þeim háskólum sem era í samstarfi
við fyrirtækið en ætlunin sé ekki að
nema staðar heldur halda áfram og
vinna að fleiri verkefnum. Hann seg-
ist hafa tjáð íslensku fjárfestunum að
þegar fyrirtækið muni þurfa aukið
fjármagn í framtíðinni verði leitað til
þeirra og einstaklinga í Bretlandi Og
á meginlandi Evrópu. Þá sé hugsan-
legt að tekið verði upp samstarf við
fyrirtæki á þessu sviði sem hafi
möguleika á að útvega hluta þess
fjármagns sem á þurfi að halda. Jam-
es Murray segir að um 50-60 í slend-
ingar hafi mætt á fundinn. „Ég gat
ekki fundið annað en að þeir hafi ver-
ið -ánægðir með það sem þeir
heyrðu," segir James Murray að lok-
um.
Ægir Birgisson hjá íslandsbanka-
FB A hf. segir að íslensku hluthafarn-
ir í Hunter-Fleming séu um 80 tals-
ins. FBA hafi ekki lagt mat á fyrir-
tækið né á verðlagningu hlutabréfa
þess heldur samið um að bjóða hluta
af viðskiptamannahópi FBA á fund
með fulltrúum Hunter-Fleming. Sá
fundur hafi verið haldinn og FBA
hafi síðan tekið við pöntunum á hlut-
um og séð um frágang á þeim málum.
Ríkisvíxlar f markflokknm
Útboð föstudaginn 16. júní
í dag 16. júní kl. 11:00 mun fara fram útboð á rfldsvíxlum hjá Lánasýslu rflásins. Að
þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 6 og 12 mánaða rfldsvíxla en að öðru leyti eru
skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum.
í boði verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum:
Flokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna tilboða
RF00-0919 19.september 2000 3 mónuðir 0 3.000.-
RVOO-1219 19.desember 2000 6 mónuðir 900 1.000,-
RV01-0619 19. júm 2001 12 mónuðir 0 1.000,-
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvíxlarmr verða seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í
ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð
tilboðsms sé ekki lægri en 20 milljónir.
Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum,
fjárfestingalánasjóðum, verðbréfkfyrirtækj um,
verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og
tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í
*Milljónir króna
meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki
S00.000 krónur. Öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að
hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00,
fostudaginn 16. júní 2000. Útboðsskilmálar,
önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
era veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í
síma 562 4070.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgau 6. 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: S62 6068
www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is