Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.06.2000, Qupperneq 56
►56 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ímynd fyrirtækja er snúið mál ÍMYND fyrirtælqa hefur verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum að undanförnu. Þar á meðal hefur hún verið rædd sérstaklega í sambandi við stuðning fyrirtækja við menn- ingu, íþróttir og ýmis „göfug“ málefni sem snerta land og þjóð. Imynd fyrirtækja var nýlega rædd í Reykja- - víkurbréfi Morgun- blaðsins tvo sunnudaga í röð sem er dæmi um vaxandi áhuga manna á Þorlákur þessu. Þá hafa rann- Karlsson sóknarmenn og fyrir- tæki sameinast í mörg ár um fjöl- breytilegar athuganir á ímynd fyrirtækja. Tilefni þessarar greinar er fyrirspumir í framhaldi af Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þann 4. júní sl. þar sem vitnað er í könnun Gallup á stuðningi við menn- ingarstarfsemi. Það er ekki nokkrum vafa undir- orpið að ímynd er fyrirtækjum mik- ilvæg. Það sýna rannsóknir. Al- kunna er að tenging stuðnings við - göfugt málefni við fyrirtæki og vör- umerki verður til þess að fyrirtækið og vörumerkið fær jákvæðan sess í huga fólks - jákvæða ímynd. Þá hafa rann- sóknir bæði á Islandi og í útlöndum sýnt að ímynd fyrirtækis teng- ist ánægju og tryggð viðskiptavina þess föst- um böndum. Þá kann góð ímynd að draga að nýja viðskiptavini. Ánægjan og tryggðin hafa síðan bein áhrif á afkomu fyrirtækisins. Því er ljóst að ímynd leikur stórt hlutverk í starfsemi fyrirtækja. Þau þurfa að skipu- leggja og móta hana og hlúa að henni. Jafn- framt þurfa þau að fylgjast með ímyndinni meðal viðskiptavina og al- mennings. Mörg fyrirtæki á Islandi hafa gert þetta skipulega á undan- förnum árum. Meðal annars hafa þau unnið að því að byggja upp þennan umrædda þátt í ímyndinni sem er stuðningur við málefni lands og þjóðar. En hvað er ímynd fyrirtækja? Hvernig má meta hana? Þessum spumingum hafa rannsóknar- og markaðsmenn reynt að svara. Málið er viðameira en svo að hægt sé að gera því tæmandi skil í þessari íuþað^ Imynd Fyrii*tækjum er nauð- synlegt að hafa jákvæða ásýnd, segir Þorlákur Karlsson, I því felst meðal annars að tryggja gæði vöru og þjónustu, sanngjarna verðlagningu og traust orðspor. grein. Hér er því aðeins stiklað á stóru í svörum við þessum spurning- um. Segja má að ímynd sé almennt viðhorf eða tilfinning fólks til fyrir- tækis. Hún byggist á mörgum þátt- um sem fyrirtæki geta haft áhrif á og mótað að miklu leyti í hugum fólks - bæði viðskiptavina og ann- arra markhópa. Segja má að ímynd fyrirtækis sé andlit þess. Það horfir við þeim sem standa fyrir utan. Einn af þáttum ímyndar fyrirtækja er stuðningur þeirra við menningu, Matreiðslu RJÓMI Hann er aðeins 15%! Njóttu þess að borða góðan mat. Prófaðu fituminni ijóma en þó með ekta rjómabragði! Hann er kjörinn til notkunar hversdags við matargerð, með eftirréttum og út í kaffi en hann hentar ekki til þeytingar. Hann er aðeins 15% og hitaeiningarnar eru helmingi færri en í venjulegum rjóma! mr MJÓLKURSAMSALAN www.ms.is íþróttir og önnur svið samfélagsins. Þetta er gert á sýnilegan hátt með fjárstyrkjum, auglýsingum, kostun og fleira. Dæmi um aðra helstu þætti ímyndar eru gæði og verðlagning vöru og þjónustu og hve traust fyrir- tækið er talið. Oft eru mun fleiri þættir metnir sem hluti af ímynd sem krefst viðamikillar ímyndai-- rannsóknar. Gallup metur til dæmis ímynd fyrirtækja með allt frá 3-5 spurningum upp í yfir 30 spurning- ar; allt eftir markmiði rannsóknar og þörfum fyrirtækis. Því er hægt að taka heilshugar undir með skrifara Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins frá 4. júní sl. er hann segir: „Það er áreiðanlega snúið mál að meta „ímynd“ fyrirtækja..." I Reykjavíkurbréfinu er aðeins ein hlið ímyndar rædd; það að styðja göfiig málefni. Þar var vísað í Gall- upkönnun um stuðning fyrirtækja við menningarstarfsemi. Spurt var: „Getur þú nefnt eitt fyrirtæki sem þú manst að styður menningarstarf- semi á íslandi?" Hér er aðeins einn- ar spurningar spurt og því aðeins tekið á einum ímyndarþætti af mörgum. Þar að auki er aðeins spm-t um menningarstarfsemi en ekki um stuðning við líknarstarfsemi, nátt- úruvemd eða íþróttir, svo dæmi séu nefnd. Önnur hlið þessa máls varðar þær aðferðir sem beitt er við að meta ím- ynd fyrirtækja. Ofangreind spurn- ing er sögð opin. Beitt er uppriíjun (recall) þar sem svarandi fær engan stuðning í spurningu (unaided). Rit- ari Reykjavíkurbréfs bendir rétti- lega á að hátt í tveir af hverjum þremur gátu ekki nefnt neitt fyrir- tæki sem styður menningarstarf- semi. Það kemur ekki á óvart þegar spurt er á þennan hátt um svo þröngt málefni. Önnur algeng leið í ímyndarmælingum er að spyrja lok- aðra spuminga. Þar er spurt um ein- stök fyrirtæki og stuðning þeirra með því sem kallað hefur verið kennsl (recognition). Með því að nefna einstök fyrirtæki í spumingu fær svarandi stuðning (aid) - hann er minntur á það sem hann hefur séð eða heyrt. Þannig fjölgar að jafnaði mjög í þeim hópi sem man eftir fyrir- tækjum sem styðja umrædd málefni. Báðum þessum aðferðum er oft- lega beitt í ímyndarrannsóknum og er komin vemleg reynsla á túlkun á mismunandi niðurstöðum aðferð- anna. Treysta má báðum aðferðum um röð á ímynd fyrirtækja innan hefðbundinna skekkjumarka (fyrir- tæki með bestu ímynd, næstbestu o.s.frv.). í könnuninni sem gerð var að umtalsefni í Reykjavíkurbréfinu nefndu um 5% Landssímann og rúmlega 4% Eimskip og vom þessi fyrirtæki efst. Næst komu Flugleiðir með rúmlega 2% og Landsbankinn með tæplega 2%. í þessu sambandi er rétt að benda á að ekkert fyrir- tæki vsir nefnt á nafn í könnuninni áður en kom að opnu spumingunni um fyrirtæki sem styður menningar- starfsemi; öfugt við það sem ritari Reykjavíkurbréfs veltir fyrir sér þann 4. júní sl. Slíkt er einn af horn- steinum vandaðra ímyndarmælinga. Þá vissu svarendur ekki fyrir hvem rannsóknin var gerð. Því er líklegast að fleiri telji að Landssíminn fremur en önnur fyrirtæki styðji við menn- ingarstarfsemi á íslandi. Imynd er snar þáttur í starfsemi og aflcomu margi-a fyrirtækja. Fyr- irtækjum er nauðsynlegt að hafa já- kvæða ásýnd. I því felst meðal ann- ars að tryggja gæði og vöm og þjónustu, sanngjama verðlagningu og traust orðspor. Einn af mikilvæg- um þáttum ímyndar er stuðningur við menningu, íþróttir og fleiri mál- efni lands og þjóðar. Það þarf að koma því á framfæri við almenning að fyrirtæki styridr göfugt málefni. Þannig byggir það meðal annars upp jákvæða ímynd sína. Jafnframt legg- ur það fé í margt þarft málefni sem er mikilvægt í nútímasamfélagi. Slík samvinna er bæði hinum styrkta og þeim sem styrkir til hagsbóta. Höfundur er rannsóknarstjóri Gallup. i ' * 4* / INNLENT Fj ölsky lduhátíð Þroskahjálpar HIN árlega fjölskylduhátíð Lands- samtakanna Þroskahjálpar verður haldin að Steinsstöðum í Skaga- firði dagana 23. - 25. júní nk. Þetta verður í sjötta skipti sem hátíðin er haldin að Steinsstöðum en þar er öll aðstaða mjög góð, gott að- gengi, mjög gott leiksvæði og sundlaug. Fjölskylduhátíðin er kjörinn vettvangur fyrir foreldra og systkini fatlaðra, svo og fatlaða sjálfa, til að kynnast og skemmta sér saman. Svæðið verður opnað kl. 18 föstudaginn 23. júní. Á laugardeginum sér Þroska- hjálp á Suðurnesjum um að stjórna skemmtuninni, m.a. verður farið í leiki, frítt verður á hestbak, grill- veisla um kvöldið og í framhaldi af henni verður sungið og dansað við undirleik harmonikkuleikarans Kristjáns Stefánssonar frá Gil- haga. Varðeldur verður tendraður Hljómtæki Ármúla 38,108 Beykjavíli, Sími: 5B8-5010 um miðnætti. Hátíðinni verður slit- ið í Reykjakirkju á sunnudag. Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn og er innifalin í verðinu gisting í svefnpokaplássi eða á tjaldstæði, grillveisla og afnot af hestum. Reynt verður að útvega þeim sem þess óska far frá Reykjavík. Skráning þátttöku er hjá Þroska- hjálp fyrir 20. júní. -------*-+-+----- Sumarferð Kvennadeildar Rauða kross Islands KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross Islands fer í hina árlegu sumarferð fimmtudag- inn 22. júní. Mæting er í Umferðar- miðstöðinni kl. 8:45 og verður lagt af stað kl. 9:15. Að þessu sinni verður ekið um Kjósarskarð og fyrir Hvalfjörð í Borgames. Eftir stutta dvöl í Borg- amesi verður farið um Norðurárdal og Hvítársíðu að Hraunfossum. Það- an verður haldið að Reykholti þar sem Snorrastofa verður skoðuð, ásamt öðm. Frá Reykholti verður ekið um Geldingadraga áleiðis í Hvalfjörð að Hótel Glym, í Norræna fræðasetrið, þar sem snæddur verð- ur kvöldverður. Að lokum verður haldið heim um Hvalfjarðargöngin. Tilkynnið þátttöku tímanlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.