Morgunblaðið - 16.06.2000, Side 67

Morgunblaðið - 16.06.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK MYNDBONP Hamslaus neyslumenning Morgunmatur hinna sigursælu (Breakfast of Champions) Gamanmynd ★★% Leikstjórn og handrit: Alan Ru- dolph. Byggt á skáldsögu Kurt Vonnegut. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Albert Finney, Nick Nolte og Barbara Hershey. (109 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. ÞEIR SEM kjósa röklegt sam- hengi umfram annað í kvikmyndum ættu ekki að taka Morgunmat hinna sigursælu á leigu. Um er að ræða áhugaverða aðlög- im á samnefndri skáldsögu rithöf- undarins Vonnegut frá árinu 1973. í sögunni, sem miðl- að er samviskusam- lega í kvikmynda- útgáfunni, er deilt á hamslausa neyslu- menningu Bandaríkja samtímans. Sagan á sér stað í ímyndaðri borg, Midland City, þar sem bílasölumað- urinn Dwayne Hoover (Willis) er lif- andi goðsögn meðal samborgara sinna. Hann auglýsir vöru sína í röð vinsælla sjónvarpsauglýsinga og sel- ur grimmt því allir vilja eignast nýjan bfl. En Hoover er að missa trúna á ævistarfíð og leitar meðal annars á náðir vísindasagnahöfundarins Kil- gore Trout (Finney) í leit að svörum við lífsgátunni. Leikstjórinn Alan Rudolph reynir ekkert að skafa utan af furðulegheitum skáldsögunnar, þvert á móti þjappar hann sem mestu hann má í hina tveggja tíma löngu kvikmynd sem fyrir vikið verður ein furðuferð frá upphafi til enda. Frá- bært leikaralið myndarinnar tekur heilshugar þátt í vitleysisganginum og eru þeir Willis og Nolte þar fremstir í flokki. Myndin er því bráð- fyndin en tekst engu að síður að halda utan um kjamann í ádeilu Vonneguts. Heiða Jóhannsdóttir FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 67 Við erum flutt... Nýti sjíuaiuúíiíier o 3 0 3200 Fasteignir á Netinu mbl.is Verð nú aðeins 1290.000 Sjálfskiptur - Bensín eöa Dísil Einstakur fjölskyldu- og ferðabíll! KIA Carnival er sannkallaður Ijölnotabíll. Hann tekurallt að sjö manns ísæti. Að innan má sveigja hann að þörfum flestra, hvort sem þeir eru einir á ferð eða með stórfjöl- skylduna og allt hennar hafurtask. Sætunum ersnúið, rennt og raðað á hvem þann veg sem heppilegastur þykir hverju sinni. Það spillirsíðan ekki fyrir að rennihurðimar að aftan eru tvær. Stærð bilsins, kraftur vélarinnar og öryggisbúnaðurinn genrKIA Carnival að ákaflega heillandi ferðabíl, um leið og lipurð hans og fjöt- breyttur staðalbúnaðurinn búa hann kostum hins ríkulega fólksbíls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.