Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 1

Morgunblaðið - 03.10.2000, Side 1
226. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörðustu átökin milli Israela og Palestínumanna í mörg ár Albright boðar fund með Barak og Arafat Amman, Gaza-borg, Genf, Jerúsalem, Sameinuðu þjóðunum, Washington. AFP, AP. Reuters Palestínumenn, sem féllu í átökum við fsraelska hermenn á Gaza-svæð- inu, bornir til grrafar í gær. AÐ minnsta kosti fimmtán manns létust í átökum Palestínumanna og ísraela í dag, flestir þeirra Palest- ínumenn. Eftir fímm daga óeirðir á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu hafa þá ekki færri en 56 beðið bana, þar af þrjú börn, og um þúsund manns hafa særst. Eru þetta hörðustu átökin sem brotist hafa út á sjálfstjórnarsvæðunum í mörg ár. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að hún myndi eiga fund með Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í París á miðviku- dag, til að ræða ástandið í Mið- Austurlöndum og reyna að stuðla að friði. Palestínskir mótmælendur lögðu eld að húsum í nokkrum borgum á sjálfstjórnarsvæðunum og í norður- hluta ísraels í gær og köstuðu steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum. A nokkr- um stöðum skutu mótmælendur að hermönnum með hríðskotarifflum. ísraelski herinn sendi skriðdreka og þyrlur á vettvang til að dreifa mótmælendunum. ísraelsstjórn hvatti yfirvöld í Palestínu til að binda tafarlaust enda á óeirðirnar. „Þeir sem trúa því að ofbeldi sé áhrifarík aðferð í samningaviðræðunum hafa rangt fyrir sér,“ segir í yfirlýsingu stjórn- arinnar. Palestínumenn drógu Isra- ela hins vegar til ábyrgðar og sögðu hernám þeirra í Palestínu vera or- sök vandans. Palestínskir lögreglu- menn hafa reynst tregir til að kveða mótmælin niður þar sem þeir óttast að landar þeirra muni álíta þá sam- verkamenn ísraela. Enn frekari hvati til að halda friðarferlinu áfram Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá því að hann hefði rætt við Barak og Arafat símleiðis í gær og hvatt þá til að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að lægja öldurnar. Annan sagðist hafa miklar áhyggjur af ástandinu, en kvaðst vona að óeirðirnar hefðu ekki áhrif á friðarviðræður þjóð- anna. „Raunar ætti þetta að vera okkur ennþá frekari hvati, enn önn- ur ástæða ef þess er þörf, til að halda friðarferlinu áfram,“ sagði Annan á fréttamannafundi í Genf. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi einnig við Barak og Arafat í gær og sagði að bandarískir emb- ættismenn reyndu hvað þeir gætu til að miðla málum. Madeleine Al- bright sagði á fréttamannafundi í París að deilur ísraela og Palest- ínumanna þyrfti að leysa við samn- ingaborðið en ekki á götum úti og sagði atburði síðustu daga sérstak- lega sorglega í ljósí þess að deilu- aðilarnir væru „mjög nálægt“ því að ná samkomulagi. Yngsta fórnarlambið átján mánaða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi til að ræða ástandið í Mið-Austurlöndum. Fundurinn var haldinn að ósk Pal- estínumanna, sem fóru þess á leit að ráðið hvetti Israela til að kalla hersveitir sínar á brott frá Muster- ishæðinni í Jerúsalem og til að hefja rannsókn á orsökum átakanna. Óeirðirnar hófust á fimmtudag þegar Palestínumenn mótmæltu heimsókn harðlínumannsins Ariels Sharons, leiðtoga Likud-flokksins, á Musterishæðina í Jerúsalem. Yngsta fórnarlamb átakanna er átján mánaða gömul palestínsk stúlka, sem var borin til grafar í gær, en bifreið sem hún var farþegi í varð fyrir skotum ísraelskra landnema á Vesturbakkanum á sunnudagskvöld. ■ Leiðtogar/28 Tíu ár frá sameiningu Þýzkalands Deilt um hverjum beri heið- urinn Berlin. AFP, Reuters. ÞESS er minnzt í dag, að rétt tíu ár eru liðin frá formlegri sameiningu Þýzkalands. Agreiningur um hvem- ig túlka beri atburði sameiningarárs- ins og árangurinn sem náðst hefur þennan fyrsta áratug sameinaðs Þýzkalands hefur verið áberandi á þessum tímamótum. Forystumenn í þýzkum stjómmálum hafa deilt um það opinberlega undanfarna daga, hver fylkingin hafi lagt mest af mörkum til að gera sameininguna mögulega. Og samkvæmt niður- stöðum nýrrar skoðanakönnunar em færri en annar hver Austur- Þjóðverji ánægðir með það lýðræðis- kerfi sem þeir hafa nú haft einn ára- tug til að venjast. Helmut Kohl, sem vann sér inn viðurnefnið „kanzlari sameiningar- innar“ fyrii- markvissa stefnu sína í þeim málum fyrir tíu ámm en hefur síðustu tíu mánuði þurft að berjast fyrir pólitískum orðstír sínum vegna leynireikningahneykslisins svokall- aða, hefur tekið dýpst í árinni í þeim orðaskiptum sem þýzkir stjórnmála- foringjar hafa átt undanfarna daga vegna sameiningarafmælisins. Gerhard Schröder kanzlari sagði hins vegar að sameiningarafmælið 3. október væri „sízt af öllu tilefni til að gera tilraun til að slá sér á flokks- pólitískum nótum upp á því sem áunnizt hefði með hinni friðsamlegu byltingu í Austur-Þýzkalandi". ■ Sundruð þjóð/38-39 Trudeau vottuð virðing Montreal. AP. LEST sem flutti jarðneskar leif- ar Pierre Elliott Trudeau, fyrr- verandi forsætisráðherra Kan- ada, kom í gær til Montreal frá höfuðborginni Ottawa. Tmdeau lést sl. fimmtudag, áttræður að aldri, en hann var forsætisráð- herra í samanlagt 15 ár. Þúsundir manna vora við brautarstöðina í gær, en talið er að um 60.000 manns hafi um helgina mætt á Þinghæðina í Ottawa til að sýna Trudeau hinstu virðingu sína. Fjöldi fólks safnaðist saman við svonefndan Aldarloga í Ottawa í gær, þar sem komið hefur verið fyrir skreytingum til að heiðra leið- togann látna. Meðal þeirra var Margaret Tmdeau, fyrrverandi eiginkona hans, en þau skildu 1977. Hún hneig niður í grasið við logann og grét hátt, og vinur hennar hjálpaði henni á fætur og á brott. Þau hjón eignuðust þrjá syni, en einn þeirra lést af slysföram fyrir tveimur ámm. ■ Kom til/28 Slobodan Milosevic ræðst á stjornarandstöðuna í sjónvarpsávarpi Fjöldamótmæli í Serbíu Belgrad, Moskva, Pans. AFP, AP. HUNDRUÐ þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngum og verkföll- um víðs vegar um Serbíu í gær, til að þrýsta á Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta að segja af sér. Milosevic réðst harkalega að stjórnarandstöðunni í sjónvarps- ávarpi í gær, og gerði lýðum ljóst að hann hefði ekki í hyggju að viður- kenna ósigur áður en önnur umferð forsetakosninganna færi fram. Milosevic sakaði pólitíska and- stæðinga sína um að ganga erinda vestrænna ríkja og sagði að „Júgó- slavía myndi óhjákvæmilega liðast í sundur" ef þeir kæmust til valda. „Okkar stefna tryggir frið, en þeirra [leiðir til] átaka og ófriðar," sagði forsetinn og bætti því við að hann teldi það skyldu sína að „vara þjóðina við afleiðingunum". Milos- evic hafði ekki komið fram í sjón- varpi frá kosningunum í síðustu viku, en stjórnarandstöðuleiðtoginn Zoran Djindjic lýsti ræðu forsetans sem „augljósri ógnun við þjóðina." Allsherjarverkfall Mikill fjöldi Serba lagði niður vinnu í gær, á fyrsta degi alls- herjarverkfalls sem stjórnarand- staðan boðaði til í því skyni að knýja á um afsögn Milosevic. Umferð stöðvaðist í Belgrad og í fleiri borgum, almenningssamgöng- ur lágu víða niðri og vegartálmum var komið upp á þjóðvegum. Verka- menn í tveimur stærstu kolanámum Serbíu lögðu niður vinnu og var áhrifa vinnustöðvunarinnar þegar tekið að gæta í gær. Kennarar tóku víða þátt í verkfallinu og serbneska veðurstofan tilkynnti að veðurspár yrðu ekki gefnar út fyrr en Milosev- ic hefði játað ósigur sinn. Þá kröfð- ust 86 starfsmenn ríkisútvarpsins í Belgrad þess að útvarpsstöðin hætti að draga taum forsetans í fréttaflutningi og dagskrárgerð. Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælum í fæðingarbæ Slobodans Milosevic, Pozarevac. Um 40 þúsund manns mótmæltu í Novi Sad, næst stærstu borg lands- ins, og svipaður fjöldi fagnaði Voj- islav Kostunica, sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, í bænum Cacak. Verkfallið hafði minni áhrif í Belgrad en víða annars staðar, en AP Yfir 40 þúsund stuðningsmenn sijórnarandstöðunnar tóku þátt í mót- mælum gegn Milosevic í borginni Cacak í gærkvöldi. stjórnvöld lokuðu þar óháðum fjöl- miðlum og reyndu að hindra mót- mælaaðgerðir. Frekari aðgerðir eru þó boðaðar í höfuðborginni og eiga þær að ná hámarki á fimmtudag. ■ Forsetahjónin/30 MORGUNBLAÐIÐ 3. OKTÓBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.