Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 30
* #0 - ÞRIDJ LÍJAC U K 3- iUKWBJUK' BUUO ERLENT G avtuiifcí UiNtJLiAiiit; { Framtíð Slobodans Milosevic og Serbíu gæti ráðist á næstu dogrim Forsetahjónin sögð deila um hvort þau fari í útlegð Belgrad, Podgorica. The Daily Telegraph, Reuters, AFP. SADDAM Hussein, leiðtogi íraks, hefur sent helstu ráðgjafa sína í öryggismái- um til Belgrad til að aðstoða Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta í baráttunni við stjórnarand- stöðuna. Vestrænir stjórnarerindrekar segja að hópur náinna samstarfs- manna elsta sonar Saddams, Udays, hafi farið með leynd til Belgrad fyrir viku til að hjálpa honum að standast mótmælaaðgerðir stjómarandstöð- unnar vegna deilunnar um forseta- kosningamar fyrir rúmri viku. The Daily Telegraph segir að komið hafi upp ágreiningur milli Milosevic og eiginkonu hans um hvernig bregðast eigi við pólitísku kreppunni í Serbíu. Vestrænir leyniþjónustumenn hafi fengið upp- lýsingar um helgina um að eiginkona forsetans, Mirjana Markovic, leggi nú fast að honum að láta af embætti og flýja land. Milosevic virðist hins vegar vera staðráðinn í að gera allt sem hann getur til að halda völdunum, jafnvel þótt það kunni að kosta hann lífið, en hermt er að eiginkona hans vilji fyrir alla muni afstýra því að þau verði handtekin eða jafnvel tekin af lífi líkt og Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu, og eigin- kona hans, Elena, eftir að honum var steypt af stóli í byltingunni 1989. Takist Markovic að telja eigin- mann sinn á að flýja land er hugsan- legt að þau fái hæli í Rússlandi eða Kína. Ferð írösku embættismann- anna til Belgrad bendir einnig til þess að Saddam kunni að bjóða hjón- unum hæli í írak. Embættismennimir eiga að vera hjónunum innan handar, hvort sem þau ákveða að fara í útlegð eða vera um kyrrt. Þeir hafa áralanga reynslu af því að kveða niður uppreisnartil- raunir andstæðinga Saddams og geta veitt stjórnvöldum í Belgrad ráð um hvernig hægt sé að hafa taumhald á stjórnarandstöðunni og sigra í áróðursstríðinu. Á meðal írösku embættismannanna era Mohammed Zaman innanríkisráð- herra, Hassan al-Tikriti, næstæðsti foringi leyniþjónustunnar, tveir af forystumönnum flokks Saddams og einn af samstarfsmönnum Udays í stofnun sem á að tryggja öryggi for- setans og skipuleggja áróður hans. Ákveði Milosevic og kona hans að fara í útlegð gætu írakarnh’ aðstoð- að við að lauma þeim úr landi og tryggja að þau komist ekki í hendur hermanna Atlantshafsbandalagsins sem hafa fengið fyrirmæli um að handtaka .Milosevic til að hægt verði að sækja hann til saka fyrir stríðs- glæpi. Pútín reynir að miðla málum Óstaðfestar fregnh’ herma að ráðamenn nokkurra Evrópuríkja hafi rætt þann möguleika um helgina að samið yrði við Milosevic um að hann yrði ekki sóttur til saka fyrir stríðsglæpi léti hann af embætti. Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, kvaðst hins vegar vera and- vígur slíku samkomulagi þai- sem það myndi grafa undan stríðsglæpa- dómstólnum í Haag og torvelda hon- um að saksækja þá sem frömdu stríðsglæpi að fyrirmælum forset- ans. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauðst á laugardag til að senda utari- ríkisráðherra sinn, ígor ívanov, til Belgrad til að hafa milligöngu um samningaviðræður við stjómarand- stöðuna. Stjórnvöld í Belgrad svör- uðu ekki tilboðinu og stjómarand- staðan sagði að Milosevic hefði hafnað tilboðinu. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem er í París, Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti og eifflnkona hans eru nú sögð deila um hvort þau eigi að flýja land eða vera um kyrrt í Belgrad til að freista þess að halda völdunum og hætta á að verða handtekin eða jafnvel tekin af lífí. Reuters Slobodan Milosevic við opinbera athöfn í herforingjaskóla í Belgrad um helgina. í ræðu við athöfnina kvaðst hann ekki ætla að láta af embætti. Reuters Mira Markovic, eiginkona Slob- odans Milosevic. fagnaði tillögu Pútíns og embættis- maður í foraneyti hennar sagði að hún vildi að Rússar beittu sér af full- um þunga fyrir því að Milosevie léti af embætti. Þýska stjórnin sagði á sunnudag að Gerhard Shröder, kanslari Þýska- lands, hefði rætt við Pútín í síma og þeir hefðu verið sammála um að for- setaefni stjórnarandstöðunnar, Voj- islav Kostunica, hefði sigrað í kosn- ingunum og úrslitin sýndu að kjósendur í Júgóslavíu vildu pólitísk- ar breytingar. í yfirlýsingu þýsku stjórnarinnar kom þó ekki skýrt fram hvort Rússar litu svo á að Kost- unica hefði fengið memhluta at- kvæðanna. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins, Alexander Jakov- enko, sagði í varfærnislegri yfirlýs- ingu í gær að sú ákvörðun kjör- stjómar Júgóslavíu að láta kjósa aftur milli Milosevic og Kostunica á sunnudag væri í samræmi við lög landsins og byggðist á úrslitum kosninganna. Talsmaðurinn bætti þó við að stjómarandstöðuflokkarnir hefðu vefengt þá fullyrðingu kjör- stjómarinnar að Kostunica hefði ekki náð kjöri og sagði að Júgóslavar þyrftu sjálfir að ákveða hvort telja ætti atkvæðin aftur. Verkfalismenn reknir Milosevic lét engan bilbug á sér finna þótt stjórnarandstaðan hefði hótað að „lama alla Serbíu" með verkföllum og mótmælaaðgerðum. Forsetinn svaraði þessu með því að senda þúsundir lögreglumanna til Belgrad og reka í’íkisstarfsmenn sem höfðu lagt niður vinnu. Tæki í hjóðverum útvarpsstöðvar- innar B92, sem ríkið lagði hald á fyrr á árinu, hafa verið tekin í sundur og flutt írá Belgrad þar sem stjórnvöld óttast að mótmælendur reyni að ná stöðinni á sitt vald. Starfsmenn ríkissjónvarpsins í borginni Novi Sad, sem hófu verkfall á sunnudag, voru reknir, svo og leið- togar verkfallsmanna í kolanámu í Kolubara. Starfsmenn ríkisfjölmiðlana sýna enn mótþróa þrátt fyrir uppsagnirn- ar. 50 blaðamenn dagblaðsins Vec- ernji Novosti í Belgrad kröfðust þess að fá að birta hlutlausar fréttir um ástandið í landinu og starfsmenn rík- isútvarpsins hvöttu til þess að efnt yi’ði til samningaviðræðna fyrir milligöngu erlendra ríkja. Tortryggja leiðtoga stjórnarandstöðunnar Sósíalíski þjóðarflokkurinn í Svartfjallalandi, sem hefur stutt stjórn Milosevic, hefur hótað að snúa baki við stjórninni og standi hann við það missir stjómin meirihluta sinn á júgóslavneska þinginu. Áður hafði þjóðernisöfgamaðurinn Vojislav Seselj, leiðtogi Róttæka flokksins, sagt skilið við Milosevic og sakað hann um kosningasvik. Margir stjómarandstæðingar era þó efins um að mótmælin gegn Mil- osevic beri árangur. Einn kjósenda Kostunica kvaðst óttast að stjórnar- andstaðan hefði þegar klúðrað tæki- færinu til að steypa forsetanum af stóli. „Talið um allsherjarverkfall kann að hljóma vel á Vesturlöndum en hér er helmingur fólksins þegai- án atvinnu,“ sagði hann. „Hinn helm- ingurinn á í mestu erfðileikum með að hafa í sig og á og hefur ekki efni á að leggja niður vinnu.“ Leiðtogar stjómarandstöðunnar hafa verið gagnrýndir fyrir að sýna ekki næga einurð og stefnufestu, Margir mótmælendanna era minn- ugir mótmælanna veturinn 1996 þegar stjómarandstaðan efndi til daglegra fjöldafunda í margai’ vikur til að krefjast þess að ráðamennirnir í Belgrad viðurkenndu sigur hennar í sveitarstjórnakosningum. Milosev- ic hafði að lokum betur í þeirri viður- eign, kom til móts við nokkrar af kröfum stjómarandstöðunnar og mútaði leiðtogum hennar. , jUlir segja að þeir vilji ekki að at- burðirnir árið 1996 gerist aftur,“ sagði einn mótmælendanna. „En all- ir óttast að þetta sé einmitt það sem gerist. Núna er veðrið gott en hverj- ir vilja halda mótmælunum áfram þegar það fer að rigna?“ John Simpson, ritstjóri hjá BBC, segir í grein í The Sunday Telegi-aph að framtíð Milosevic og Serbíu muni ráðast á götunum á næstu dögum og allt geti gerst. Hugsanlegt sé að Serbar flykkist út á göturnar og ör- yggissveitir beiti táragasi og jafnvel byssum til að kveða niður mótmælin. Sá möguleiki sé fyrir hendi að Milos- evic missi völdin og verði handtekinn fyrir glæpi gegn ríkinu. Simpson bætir þó við að það sé jafn líklegt að mótmælin fjari út og Milosevic takist að sannfæra mikil- vægustu bandamenn sína um að hann geti haldið völdunum. Götumótmæli kunna að ráða úrslitum Simpson spáir því að mótmælend- urnir á götunum ráði úrslitum í valdabaráttu Milosevic og stjómar- andstöðunnar. Fólkið þurfi að vera tilbúið að halda baráttunni áfram, jafnvel þótt nokkiir tugir manna kunni að falla, þar til stuðningsmenn Milosevic snúi baki við honum. „Lög- reglumenn munu þá láta sem þeir sjái ekki mótmælin, hermenn neita að skjóta, opinberir starfsmenn leggja niður pennana og týna mikil- vægum skjölum. Einhvem hátt sett- ur maður mun bjóðast til að semja. Eftir það getur allt gerst, forsetinn kann að flýja með þyrlu frá þaki hall- ar sinnar eða verða handtekinn eða gefa sig á vald óvinanna. Hann gæti jafnvel farið í næsta herbergi og tek- ið upp skammbyssu.“ Simpson bætir þó við að svo kunni að fara að mótmælin verði ekki nógu fjölmenn. „Milosevic forseti er enn mjög snjall í því að valda klofningi meðal andstæðinganna; um þriðj- ungur stuðningsmanna stjórnarand- stöðunnar virðist telja að Vojislav Kostunica eigi að gefa kost á sér aft- ur á sunnudaginn kemur.“ Simpson segir að grípi Serbar ekki þetta tækifæri til að steypa Mil- osevic sitji þeir uppi með hann í lang- an tíma. Hann muni óhjákvæmilega sigra á sunnudaginn, enda einn í framboði, og bandamenn hans þjappa sér um hann. Hann geti þá breytt stjómarskránni að eigin vild og haldið völdunum. „En við skulum ekki gleyma því að helstu sérfræðingarnir í málefnum Austur-Þýskalands, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu spáðu því árið 1989 að einræðisherrar þessara landa myndu halda velli,“ skrifaði Simp- son. „En næstu daga sýndi fólkið að þeir höfðu á röngu að standa.“ Falun gong- áhangendur beittir valdi Peking. Reuters, AFP. MÖRG hundruð félagar Falun gong- hreyfingarinnar vora handteknir í ■jölfar mótmæla á Torgi hins himneska friðar á þjóðhátíðardegi Kína á sunnudag. Mótmælin vora ein þau heiftarlegustu á Torginu frá upphafi. Þau era talin bera árang- ursleysi kínverskra stjórnvalda í að þurrka út' Falun gong-hreyfinguna vitni. Hún var bönnuð í júlí í fyrra en félagar í henni hafa staðið fyrir mót- mælum nær daglega síðan. Torg hins himneska friðar var þéttskipað fólki, sem komið var til að fylgjast með hátíðarhöldum, þegar mótmælin hófust snemma á sunnu- dagsmorgun. Lögregla og her beittu þátttakendur valdi, spörkuðu í þá og drógu á hárinu, til að koma þeim af torginu og upp í rútur og vörubíla sem síðan fluttu þá á brott. Eftir um klukkustundar átök rýmdi lögreglan torgið. Hálftíma síðar var farið að hleypa fólki aftur inn á það í tak- mörkuðum hópum. Minniháttar óeh’ðir héldu áfram allan daginn og að sögn vitna hafði lögregla enn af- skipti af þátttakendum í lok dags. Falun gong-hreyfingin var stofn- uð árið 1992. Hún sameinar hug- leiðslu og hefðbundnar kínverskar líkamsæfingar, en kenningar hennar byggjast lauslega á búddisma og taó- isma. Talsmenn hreyfingarinnar sögðu að meðlimir hennar væra um 80 milljónir áður en hún var bönnuð. AP Deilt um kínverska píslarvotta Peking, Páfagarði. Reuters, AFP. ÞETTA veggteppi sem minnir á píslarvætti 120 kínverskra og er- lendra trúboða í Kína hékk utan á Péturskirkjunni í Róm er Jóhannes Páll II páfi tók þá í helgra manna tölu kaþólsku kirkjunnar á sunnu- daginn. Páfi bað í gær um fyrirgefningu á mistökum þeim sem píslarvott- arnir kynnu að hafa gert sig seka um. Beiðni páfa kom í kjölfar harð- orðra mótmæla kínverskra stjórn- valda sem sögðu páfa vera að hefja heimsvaldastefnu Vesturlanda á stall, píslarvottamir hefðu framið „hrikalega glæpi“ gegn kínversku þjóðinni. Tímasetning athafnar- innar fór einnig fyrir brjóstið á Kínverjum, sem héldu upp á 51 árs afmæli alþýðulýðveldisins á sunnu- dag. Píslai’vottarnir dóu á tímabilinu 1648 til 1930, fórnarlömb ofsókna af hálfu Kínveija. Stærstur hluti hópsins lést í upphafi tuttugustu aldarinnar í „Boxara-uppreisninni" svokölluðu, sem samtök Kínverja, gerðu gegn erlendum áhrifum. Kín- verska ríkisfréttastofan Xinhua segir Páfagarð hafa verið að grafa undan kínversku kaþólsku kirkjunni með athöfninni en hún er ekki hluti rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Meðlimir hennar eru fjórar milljónir en helmingi fleiri eru, að sögn Páfagarðs, rómversk- kaþólskir en þeir iðka sína trú í óþökk kínversku stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.