Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.10.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ tír kvikmyndinni Ógeð og ofsi. Hreinskilnir andkerfissinnar KVIKMYNDIR Háskólabíó ÓGEÐ OG OFSI (THE FILTH AND THE FURY) ★ ★★ Leikstjóri: Julian Temple. Channel Four Films 2000. HEIMILDARMYND þessi er um það hvemig pönksveitin Sex Pistols varð til upp úr fátaekt og vonleysi verkamannastéttar Englands átt- unda áratugarins. Hvemig hljóm- sveitarmeðlimimir, og þá sérstaklega Johnny Rotten og Sid Vicious, stork- uðu ráðandi íhaldsöflum með ögrandi framkomu sinni, lífsstíl og tónlist. Myndin er gerð úr gömlu myndefni frá tónleikum, sjónvarpsviðtölum og nýjum viðtölum við eftirlifandi með- limi sveítarinnar ásamt gömlu viðtali við Sid sem lést af of stóram eitur- lyfjaskammti. Saga sveitarinnar er rakin og það sem einkennir alla frá- sögn er hreinskilni, bæði af hendi sveitarmanna og leikstjórans. Engin rómantík, eftirsjá eða dýrkun er til staðar og það gerir myndina mjög sterka. Með alls konar myndbrotum úr bresku samfélagi og sjónvarpi tíma- bilsins tekst höfundi að skapa bæði rétta andann og ringulreiðina sem ríkti innan sveitarinnar og meðal stjórnmálamanna sem íyrtust við sveitinni án þess að spyrja sig upp úr hvað samfélagi hún væri sprottin. Þetta er vel gerð og margslungin heimildarmynd sem skýrir ekld bara frá pönkinu, stórmerkilegu fyrirbæri í sögu Bretlands sem breiddi úr sér til allra átta, heldur frá ýmsum mannlegum og samfélagslegum hlut- um. Fyrir gamla pönkara gerist það vart unaðslegra en að sitja í myrkr- inu og finna hvemig rödd Johnny Rotten hjjómar eins og af himnum: „I am an Antichrist" um leið og myndin byrjar. Minningunum rignir. Hildur Loftsdóttir C- 2 § Q CL 2 1 UJ Q O c- O Uj Q O DEVELOP 10 NAGLAVÖRUR KYNNING DEVELOP 10 er einnig fáanlegt í verslunum Lyfju í Hafnarfirði, Kópavogi og Grindavík. dPb IVFJA DEVELOP 10 DEVELOP 10 DEVELOP 10 o o "O o o § 5 T3 Yfirvegað verk lt e g n b o g i n n FERÐALAG FELICIU (FELICIA’S JOURNEY) Leikstjóm pgliandrit: Atom Egoyan. Aðalhlutverk: Bob Hosk- ins, Elaine Cassidy, Gerard Mc- Soley, Peter McDonald og Arsinée Khajian. FERÐALAG Feliciu er byggt á skáldsögu eftir William Trevor og hefur Egoyan tekist mjög vel til við að umsemja söguna fyrir skjáinn og skapa mjög sérstakt og yfirvegað kvikmyndaverk. Felicia er sautján ára írsk stúlka. Hún á í sálarstríði þar sem kærast- inn er farinn til Englands, og hún sit- ur eftir með barn í maganum. Hún leggur af stað að leita hans og hittir fyrir Hilditch nokkurn, einmana pip- arsvein með ástríðu fyrir mat og matargerð. Hann á líka í sínu sálar- stríði og er ekki allur þar sem hann er séður. Elaine Cassidy og Bob Hoskins, aðalleikarai- myndarinnar, era væg- ast sagt stórkostleg í hlutverkum sínum. Bæði era þau með eindæm- um tráverðug auk þess sem samleik- ur þeirra er frábær. Eiginkona leik- stjórans, Arsinée Khajian, leikur móður Hilditch og hún er mjög skemmtileg. Egoyan hefur fullkomna stjórn á því sem hann er að gera og hefur imm KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK Leiðin til fyrirgefn- ingar II í ó b o r g i n „THE STRAIGHT STORY“ ★ ★>/2 Leikstjóri: David Lynch. Handrit: Joan Roach, Mary Sweeney. Tón- list: Angelo Badalamenti. Aðal- hlutverk: Richard Farnsworth og Sissy Spacek. Bandaríkin/ Frakkland/Bretland. DAVID Lynch er þekktur sem einn frumlegasti leikstjóri Banda- ríkjanna, einkum fyrir glæpahroll- vekjur sínar, sem stundum virðast ekki af þessum heimi. Því kemur það nokkuð á óvart að í þessari nýjustu mynd hans, The Straight Story, vottar hvorki fyrir óeðli né glæp heldur er sögð sönn sagan af gömlum manni, Alvin Straight, sem ferðaðist vikum saman á sláttuvélinni sinni til að geta heils- að upp á bróður sinn. Þeir höfðu ekki talast við í áratug eða meira vegna rifrildis en Alvin vildi ekki kveðja þennan heim ósáttur við bróður sinn og lagði því í hina hægu langferð. Ur því gerir Lynch einhverja bestu mynd sem gerð hefur verið nokkru sinni um fyrirgefninguna jafnvel þótt hún sé ekki um neitt annað en ferðalag mannsins. Hún er einstaklega sönn í einfaldleika sínum og minnir söguefnið og hin einfalda uppbygging, gamalmenni í vegamynd, á Börn náttúrannar. Sá aldni heiðursleikari Richard Farnsworth leikur hinn stirðfætta Alvin og er góðmennskan en líka þrjóskan uppmáluð. Hvar sem hann kemur skilur hann eftir góð- semi og hjartahlýju og á jafnvel ráð handa fólki sem á vegi hans verður svo stundum getur hann komið fram í hlutverki frelsandi engils. Og rétt eins og hann reynist öðra fólki hjálpsamur mætir hann ekki öðram en miskunnsömum Samverjum. Fólk er boðið og búið að verða honum til hjálpar og verð- ur að segjast eins og er að það eitt er ákveðinn léttir að fá vegamynd frá Bandaríkjunum þar sem ekki eru framin tuttugu blóðug morð. Sissy Spacek fer með lítið en mikilvægt hlutverk dóttur Alvins, sem heima situr, og klárar sig vel af þvi. Myndin fjallar að einhverju leyti um einsemdina, það er enginn meira einn en gamli maðurinn á sláttuvélinni, og sorgleg saga dótt- urinnar undirstrikar þessa einsemd með sérlega hófstilltum hætti. Lynch hefur einnig gert hálf- gerðan nútímavestra úr ferðalagi mannsins, um þennan einmana kú- reka á sveitavegunum á sléttum Miðvesturríkja Bandaríkjanna. Ferðin er- í sjálfu sér viðburða- snauð en þó felst í henni allt líf mannsins eins og við sjáum það í samskiptum hans við annað fólk, í gömlu andliti Farnsworth og í leið- inni löngu og hægu inn í fyrir- gefninguna. Arnaldur Indriðason Sykurlaus mynd Háskólabíó SÆT MYND - (SWEET MOVIE) ★ Leikstjóri og handritshöfundur Dusan Makavejev. Kanada/ Frakkland/Þýskaland 1975. ALLT í einu er Dusan Makavejev orðinn snillingur. Það má víst ekki minna vera þegar gestir Kvik- myndahátíðar eiga í hlut. Um stöðu hans í kvikmyndaheiminum má sjálfsagt deila, hitt er naglfast að maðurinn er hugmyndaríkur furðu- fugl sem á að baki fáar, sérstæðar og misjafnar myndir. Nokkrar góð- ar og eftirminnilegar, eins og Mont- enegro; aðrar vondar og eftirminni- legar, eins og Sweet Movie. Sjálfsagt rembast einhverjir við að bera á hana lof og verði þeim að góðu. Það örlar á frískum hugmynd- um og umhugsunarverðum pólitísk- um boðskap, en allt kafnar í yfir- drifnum sóðaskap, sem höfundi virðist ómissandi. Jafnvel tjáningar- máti Johns Waters virkar pempíu- legur við hliðina á úrgangsást Serb- ans, sem ber allt annað ofurliði. Sæbjörn Valdimarsson tír kvikmyndinni Ferðalag Feliciu. skapað sérlega yfirvegað kvik- myndaverk þar sem hann teymir áhorfendur um huga og sál tveggja ólíkra mannvera. Þessi hægi en þokkafulli ryþmi er sérstakur fyrir sögu af þessu tagi, og er hér fléttað- ur saman við góða og áhrifaríka framsamda tónlist og fallega írska þjóðlagatónlist. Lýsingin og sviðs- hönnun öll hin fallegasta, í stíl við öll fagmannlegheitin. Það er helst að mér hafi fundist endirinn aðeins úr samhengi, en það er ekkert sem skaðar formfagra og áhugaverða kvikmynd. Hildur Loftsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.