Morgunblaðið - 03.10.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2000 43'
Ólafur Örn, einn Hollvætta, Magnea í skólanefnd og Elísa-
bet Gunnarsdóttir í afmælisnefnd.
Byggingar MI frá vinstri: íþróttahús, bóknámshús, heimavist (og kennsla) og
verkmenntahús á Torfnesi.
Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn
Daði, Ólafur, Ingibjörn og Björn (og Gunnar rétt ókominn) í txma í rafeindatækni hjá Gylfa Gunnarssyni.
blaðinu 30. september (bls. 14) var
afmælishátíð MÍ haldin á laugar-
daginn í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Þar flutti Bjöm Bjarnason mennta-
málaráðherra ávarp. Hann sagði
m.a. frá sterkum áhuga í MÍ á upp-
lýsingatækninni og viljanum til að
nýta hana sem best í þágu nem-
enda. Hann sagði einnig frá því að
nýlega væri lokið mati á innra starfi
skólans í samvinnu menntamála-
ráðuneytis, kennara, nemenda og
óhlutdrægra sérfræðinga. „Eg tel,
að skóhnn geti unað vel við niður-
stöðu matsins," sagði Bjöm. „Þar
er sagt, að margir góðir og metnað-
arfullir kennarar starfi við skólann
og vinnuaðstaða innan veggja hans
jafnt fyrir kennara og nemendur sé
á við hið besta í landinu. í samfélagi
skólans sé sterk vitund um mikil-
vægi menntunar og nauðsyn þess
að hlúa að skólanum og starf Holl-
vætta sé góð vísbending um þetta
en góður andi ríki innan skólans og
nemendur og starfsmenn séu vel-
viljaðir í garð hans og sýni honum
hollustu. Þessi jákvæðu ummæli
sýna að byggt er á traustum granni
þegar lögð era á ráðin um framtíð
Menntaskólans á ísafirði á þessum
tímamótum því að í skólastarfi má
aldrei leggja árar í bát heldur verða
menn sífellt að líta til framtíðar með
ákveðin markmið í huga.“ Mennta-
málaráðherra nefndi einnig að skól-
inn nyti þess að vera nálægur blóm-
legri menningarstarfsemi á Isafirði,
„einkum á sviði tónlistar, leiklistar
og myndlistai- auk þess sem íþrótta-
aðstaða er hér góð, skíðasvæði ein-
stakt og þetta nýja íþróttahús
stendur við hlið bóknámshúss skól-
ans“.
Hvernig auka má
möguleika nemenda í MÍ
Bjöi-n Teitsson flutti stutt ágrip
af sögu skólans á hátíðinni, en hann
var skipaður skólameistari MI árið
1979. Hann segir að skólinn standi
ágætlega núna og sé í góðu sam-
bandi við byggðina. Skólinn sé einn-
ig í góðum tengslum við atvinnulíf-
ið. „Það er erfitt að segja til um
framtíðina," segir Björn Teitsson.
„En á meðan samfélagið stefnir
áfram á braut þjónustu og upplýs-
inga leggjum við áherslu á áfram-
haldandi tölvuvæðingu skólans."
Bjöm nefnir samstarf við bæði Há-
skólann á Akureyri og Verk-
menntaskólann á Akureyri um
fjamám. Tíu nemendur á Vestfjörð-
um stunda t.a.m. hjúkranarfi-æði
við háskólann á vegum Fræðslu-
miðstöðvar Vestfjarða, m.a. með að-
stoð fjarfundabúnaðar í MI. Einnig
er hópur í nútímafræðum sem er
nýtt nám á vegum Háskólans á Ak-
ureyri og Háskóla íslands.
Björn er stjórnarformaður
Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða en
námskeið á vegum hennar era m.a. í
húsakynnum MI og þar er önnur
tenging við háskólalífið. Hann segir
þar af leiðandi þýðingu skólans fyr-
ir Vestfirði vera mikla. „Mennta-
skólinn hefur verið til mikils gagns
fyrir svæðið," segir hann, og nefnir
keppnina um háskólamenntaða
menn. Stúdentar frá MÍ era líklegri
til að koma aftur heim en þeir sem
fara strax við sextán ára aldur til
skólavistar á öðram svæðum.
„Nokkrir kennarar við skólann eru
til dæmis stúdentar héðan,“ segir
Bjöm.
Helsti ógnvaldur skólans er,
þrátt fyrir að nemendafjöldi sé í
sögulegu hámarki, fólksflóttinn frá
Vestfjörðum. Haldi flóttinn áfram
þurfa skólamenn að horfa fram á al-
varlega tilvistarkreppu.
Menntaskólinn á Isafirði er einn-
ig verknámsskóli eins og fram kem-
ur hér í annarri grein. Nefna má
tveggja ára málmiðnaðardeild sem
Tryggvi Sigtryggsson stjórnar í
verknámshúsinu og vélstjómar-
braut undir stjóm Guðmundar Ein-
arssonar. Granndeild rafiðna er svo
undir stjórn Gylfa Gunnarssonar.-^v
Þá má nefna matartæknibraut og
sjúkraliðabraut.
Samfélagið fylgist vel með
starfi Menntaskólans
Undanfarið hefur minna borið á
því að ungt fólk á menntaskólaaldri
á skólasvæði MI sæki í aðra skóla
og hafa nokkrir þeirra sem það hafa
gert snúið aftur heim. En sagt er að
samfélagið sem skólinn sprettur úr
hafi ávallt fylgst vel með gengi skól-
ans. Magnea Guðmundsdóttir, full-
trái Fjórðungssambands sveitarfé-
laganna í skólanefnd MI og
varaformaður hennar, telur að skól-
inn sé góður og að nemendum líði
almennt vel í honum. „Samfélagið . ,
fylgist vel með honum og veitir '
þarft aðhald með uppbyggilegri og
jákvæðri gagnrýni.
Magnea segir að vel hafi tekist að
halda í kennara við skólann og
ávallt hafi verið þrýstingur á að
vera með margar námsleiðir. Hún
segir að núna séu breyttir tímar
fyrir heimavistina, því aðeins tíu
nemendur era á henni þetta skóla-
ár. Finna þurfi henni því nýtt hlut-
verk.
Menntaskólinn á ísafirði á holla
vini og hafa þeir kallað sig Holl- ■ r
vætti MÍ. Ólafur Öm Ólafsson hót-
elstjóri er meðal þeirra. Hann hefur
meðal annars unnið að því að búa
Gamla apótekið undir að verða fé-
lagsmiðstöð ungs fólks á Isafirði,
meðal annars nemenda við MI.
Gamla apótekið er í miðbænum og
þar er núna m.a. kaffistofa, bilijard-
herbergi, tölvustofa, útvarpsstöð og
leikherbergi.
Menntaskólinn á Isafirði hefur
fengið nýtt merki en það hannaði
Högni Sigurþórsson á Flateyri.
Merkið á að kalla fram jákvæðar
kenndir og er í tveimur útgáfum,
annað í lit en hitt svarthvítt. Litur-
inn er gulur sem táknar gleði sem
er undirstrikuð með brosboganum. t ,f
Framtíðin er vissulega öllum óviss,
en í MI hefur verið ákveðið að búa
sig undir hana með björtum vilja.
Árelía Oddbjörnsdóttir á öðru ári á rnála- og
sainfélagsbi-aut í Menntaskólanum á ísafii-ði
og Ingólfur Hallgrímsson á þriðja ári á
tölvu- og hagfi-æðibraut voru íi-ufluð af
blaðanxanni Moi-gunblaðins þegar þau sátu
yfir frönsku á ágætu bókasafni skólans, sem
Guðný ísleifsdóttir sér um, en hún útskrif-
aðist úr MÍ árið 1976 ásamt manni sínum
Jóni Reyní Sigurvinssyni, aðstoðarskóla-
stjóra MÍ.
Árelía og Ingólfur búa í Bolungai-vfk og
fax-a ineð nitunnl á iniIIi. Þau staðfesta þann
grun blaðamanns að í MÍ sé góður andi. „Hér
þekkjast allir vegna þess að við erum ekki
svo mörg. Sambandið við kennarana er einn-
ig persónulegi-a en tíðkast í skólum í stórum
bæjarfélögum," segjaþau.
Fékigslífið í MÍ er gott að þeirra mat.i. Þau
nefna íþróttamót, heimsóknir milli skóla,
Góður andi
í skólanum
svokölluð mctakvöld og síðast en ekki síst
Sólrisuhátíð sem nemendur standa fyrir í
bæjarfélaginu í marsmánuði.
Leikfélagiö í MÍ er einnig nefnt en það
hefur oft staðið fyrir uppsetningu leikrita í
fullri lengd á Sólrisuhátíð. Blaðamaður hitti
skömmu síðar Vigdísi Jakobsdóttur teik-
stjóra sem var að æfa leikþátt með hópi nem-
enda, byggðan á brotum úr sögu skólans.
Leikþátturinn var sýndur við góðar undir-
tektir á afmælishátíðinni 30. september.
Formaður nemendaráðs á þessu skólaári
er Skúli Þórðarson, ritari er Jón Friðgeir Jó-
hannsson og Vilborg Guðrún Sigurðardóttir
er gjaldkeri. Skúli er bjartsýnn á félagslífið í
vetur. Hann nefnir að við skólann ííðkist að
velja sprellikarl, sem sjái um íþróttavið-
burði. Núna er sprellikarlinn Freysteinn
Gislason. Einnig er valinn inenningarviti og
það er Gunnar Pétur Garðarsson. Hlutverk
menningarvita er m.a. að hafa umsjón með
vikudagskrá Sólrisuhátíðar.
Af öðrum viðburðuin nefnir Skúli skóla-
böllin, utanbæjarferðir, árshátíð, ræðu-
keppni, menningarkvöld o.fl.
Hann r.egir að nemendur (aki þátt í hátíð-
inni í dag, 3. október, m.a. með skrúðgöngu
um bæinn og skoðunarferð f húsið þar sem
starfsemi MI byrjaði, Gatnla barnaskólann.
Vigdís, fremst. til vinstri, stjórnaði þessum leikurum skólans á afmælishátíðinni.
Árelía og Ingólfur gh'ma við frönsku á bókasafninu.
Vísindaferð MÍ
3. og 4. árs nemar Menntaskól-
ans á ísafirði fara í náttúru-
fræðiferð inn í ísafjarðardjúp
fimmtudaginn 5. október nk.
Þeir gista í Reykjanesi og fara í
Hveravík í heitar lindir og
gamla sundlaug til að taka sýni.
6. okt. fara þeir í Kaldalón og
ætla t.d. að kveikja í grillkolum
við skriðjökulinn. Þennan dag
er einnig farið í kirkjugarðinn í
Unaðsdal og gengið til kirkju
hjá séra Baldri Vilhelmssyni.
Fararstjórar eru Helga
Friðriksdóttir og Jón Reynir
Sigui-vinsson.
-5
■ Enskunám í Englandi
Bjóðum enskunám við einn viitasta mála-
skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði
og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og
eldri og viðskiptaensku.
Unglingaskóli í júlí og ágúst. "7 j
Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir,
sími 862 6825 eftir kl. 18.00.
GJAFABRJÓSTAHÖLD
Meðgöngufatnaður í úrvali
Þumalína, Pósthússtræti 13
V