Morgunblaðið - 31.10.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.10.2000, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gamla gistiheimilið tekur til starfa eftir endurbyggingu gamla elliheimilisins EIGENDUR gamla elliheimilisins á ísafirði gerðu húsið upp á met- tíma í vor og Ferðaþjónusta Mar- grétar og Guðna opnaði þar gott gistiheimili undir nafninu Gamla gistihúsið. Þótt lítill tími hafi gef- ist til kynningar og markaðssetn- ingar var töluvert að gera í sum- ar og bundnar eru vonir við að viðskiptin fari vaxandi. Sjúkrahús var reist við Spítala- götu, nú Mánagötu 5, á Isafirði á árinu 1896. Er þetta talið fyrsta sjúkrahúsið á staðnum þótt ófull- kominni sjúkrahúsaðstöðu hafi tveimur eða þremur árum áður verið komið upp í Fischershúsi. Viðurinn í húsið var fluttur inn frá Danmörku. Þegar nýtt sjúkrahús var byggt árið 1925, húsið sem nú er kallað gamla sjúkrahúsið, var sjúkrahúsinu frá 1896 breytt í elliheimili og þjón- aði því hlutverki til ársins 1990. Hjónin Margrét Jónsdóttir og Guðni Geir Jóhannesson keyptu gamla elliheimilið á árinu 1993. „Það kom til greina hjá okkur að opna þar gistiheimili. Atvinnu- ástand var gott og það fór svo að við leiguðum herbergi til fólks sem var að vinna hér. Síðar inn- réttuðum við okkur íbúð á neðri hæðinni og bjuggum þar í nokkur ár en leigðum frá okkur herberg- in á efri hæðinni," segir Guðni Geir. Eftir að þau fluttu í annað hús reyndu þau að selja gamla elliheimilið en tókst ekki. Vaknaði upp með brjálæðislega hugmynd Þau hjónin hafa rekið Ferða- þjónustu Margrétar og Guðna (FMG) í mörg ár, buðu meðal annars upp á rútuferðir á skíða- svæðin og voru með veitingar og gistingu í skíðaskálum. Þótt þau hafi verið að mestu hætt þessari starfsemi var nafnið á fyrirtæk- inu í símaskránni. „Það var alltaf verið að hringja í okkur til að spyrja um gistingu þannig að okkur virtist vera þörf á auknu gistiplássi. Svo vaknaði Guðni upp með þessa brjálæðislegu hug- mynd einn morgun í mars, að endurbyggja húsið sem gistiheim- ili. Mér leist ekki vel á þetta en það var ekki hægt að koma vitinu fyrir hann svo að ég Iét til leið- ast,“ segir Margrét. Þau gengu í það verk að rífa allt innan úr húsinu og endur- byggja. Margrét segist hafa tekið gistihúshugmyndina endanlega í sátt þegar lag fór að komast á húsið aftur. Guðni segir að gamla elliheimilið hafi reynst verr farið elliheimili, Eigend- urnir segja Helga Bjarnasyni að þeir ætli að vinna upp lágt verð á gistingunni _______með góðri________ nýtingu hússins. en hann átti von á, nauðsynlegt hafi verið að henda öllu út af efri hæðinni, allt út í ysta vegg. Þá hafi gólfið verið rifið upp enda hafi það verið einangrað með mold. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt hannaði endurbygginguna. Húsið er friðað að utan og þurfti að taka tillit til þess. Inni var einnig tekið mið af upprunalegu útliti hússins eins og unnt var en jafn- framt var ákveðið að standa þannig að verki að húsið stæðist ýtrustu öryggiskröfur, meðal annars vegna brunavarna. I Gamla gistihúsinu eru tíu herbergi sem taka alls 19 gesti. Handlaugar eru inni á öllum her- bergjum en salerni og bað eru sameiginleg. Aftur á móti er sjónvarp og sími á öllum her- bergjum auk þess sem möguleiki verður að tengja þar tölvur. FMG hefur komið sér upp heimasíðu (www.gistihus.is) og þar er hægt að bóka gistingu. Telur Guðni að fyrirtækið sé fyrsta gistihúsið hér á landi sem býður upp á raf- rænar bókanir. „Við vildum geta boðið ódýra gistingu en hafa þó eins mikil þægindi og unnt væri,“ segir Guðni. I gæðamati ferðamálaráðs ættu ekki að þurfa að líða mikið fyrir það að hafa þessa aðstöðu ekki inni á herbergi. „Við gátum innréttað húsið þannig að bað væri á hverju her- bergi en ákváðum að fara aðra leið. Hér á staðnum er hótel með ákveðna þjónustu. Það er nauð- synlegt og hefur sjálfsagt ekki of mikið fyrir sig. Hér eru líka gisti- heimili en okkur fannst vanta þetta millistig, gott og vel útbúið gistiheimili sem fólk gæti notað án þess að setja sig á hausinn," segir Guðni. Hann hefur ekið fólksflutningabifreið, ók til dæm- is í nokkur sumur með ferðahópa um landið, og segist hafa tekið mið af eigin reynslu við ákvörðun um fyrirkomulag gistihússins. „Ég hef grun um að margir hafi farið offari í verðlagningu gistingar og fæli fólkið frá. Við ætlum að vinna þetta á lágu verði en vonumst til að bæta það upp með góðri nýtingu," segir hann. Eigendur Gamla gistihússins gera sér ekki vonir um mikil við- skipti utan sumarmánaðanna, ekki frekar en önnur gistiheimili og hótel á Iandsbyggðinni. Þau eru þó ákveðin í að hafa opið allt árið og segir Margrét að dálítið hafi verið að gera það sem af er vetri. Ætluðu að einbeita sér að næsta sumri Endurbygging hússins tók tvo og hálfan mánuð. Gamla gistihús- ið var opnað 30. júní og var tölu- vert að gera í sumar þótt lítill tími hafi gefist til undirbúnings og kynningar á starfseminni. „Við ætluðum alltaf að láta þetta ráðast fyrsta sumarið, taka þá lausaumferð sem byðist en ein- beita okkur að næsta sumri. Þrátt fyrir þetta var ótrúlega mikið að gera í júlí og ágúst. Veðrið var sérstaklega gott og margir á ferðinni. Það hafa því öll hótel og gistihús haft nóg. Viðskiptavinir okkar hafa verið ánægðir og þetta hefur spurst vel út,“ segir Margrét. Framkvæmdum er ekki lokið. Neðri hæð hússins á að gera að- gengilega fyrir fatlaða og er vinna við lagfæringar hafin. Segj- ast þau hafa uppgötvað að á svæðið vanti alveg gistiaðstöðu fyrir fatlaða. Þá er áformað að setja upp garðskála við húsið. Þar verður morgunmaturinn framreiddur og einu herbergi bætt við inni í hús- inu. Fyrirhugað er að ljúka þess- um framkvæmdum fyrir vorið. Vinna upp lágt verð með góðri nýtingu Gistiheimili hefur ver- ið opnað í sögufrægu -------------- húsi á Isafirði, fyrsta sjúkrahúsi staðarins sem síðar þjónaði sem Morgunblaðið/Helgi Bjamason Margrét Jónsdóttir og Guðni Geir Jóhannesson taka á móti gestum á tröppum Gamla gistihússins á Isafirði. Gamla gistihúsið á fsafirði var áður kallað gamla elliheimilið og þar áð- ur gamla sjúkrahúsið en nafnið hefur breyst eftir notkun hússins. fékk Gamla gistihúsið tvær stjörnur af tveimur mögulegum. Nóttin í Gamla gistihúsinu kostar 2.500 kr. á manninn, án morgunverðar. Einnig er unnt að fá morgunmat. Spurð að því hvort ekki hefði verið hagkvæmara að bjóða upp á herbergi með baði til að fá meira út úr hverju herbergi segja Margrét og Guðni að vissulega vilji margir ferðamenn, einkum efnaðri útlendingar, fá herbergi með baði en þeir vilji helst ekki borga aukalega fyrir það. Þau taka fram að alls staðar sé stutt í baðherbergi og baðsloppar á öll- um herbergjum þannig að gestir Málstofa um umhverf- ismat vegna Kára- hnjúkavirkjunar MÁLSTOFA í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor HI verður haldin miðvikudaginn 1. nóvember í stofu 157 í húsi verkfræðideildar við Hjarðar- haga. Málstofan hefst kl. 16.15 og lýkur um 18.15. Nýlega hafa orðið mikilvægar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, þar sem lögð er áhersla á að byrjað sé á undirbúningi mats- áætlunar og vinsun lykilatriða eins fljótt og unnt er eftir að hugmynd að framkvæmd er komin fram. Umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar verður unnið samkvæmt þessum nýju lögum og munu fyrirlesarar kynna stöðu mála. Fyrirlesarar verða sex sem flytja munu stutt erindi hver um sinn þátt málsins en þeir eru eftirfarandi. Pétur Ingólfsson, verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun, fjallar um tilhögun mannvirkja Kára- hnjúkavirkjunar. Síðan tekur við Sigurður St. Arnalds, verk- fræðingur hjá Hönnun, og skýr- ir skipulag og stöðu matsvinn- unnar. Næsta erindi heldur sænskur umhverfisfræðingur, Helena Dahlgren, frá fyrirtæk- inu VBB VIAK, sem er til ráð- gjafar í matsvinnunni og mun hún fjalla um aðferðafræði og alþjóðlegan samanburð. Fjórði fyrirlesarinn er Gísli Gíslason, landslagsarktitekt hjá Landmótun og mun hann fjalla um skipulag svæðisins. Fimmti fyrirlesarinn er Sig- urður Þórðarson, verkfræðingur hjá VST, og mun hann fjalla um tæknileg umhverfisáhrif. Síðasta erindið flytur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fugla- fræðingur hjá Náttúrufræðist- ofnun og fjallar um áhrif væntanlegra framkvæmda á náttúrufar. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður. Fund- arstjóri er Jónas Elíasson pró- fessor. Fjöldi í Óháða söfnuðinum orðinn nærri 2.200 manns Tvöföldun meðlima í söfnuðinum á fímm árum í ÓHÁÐA söfnuðurinn í Reykjavík eru nú tæplega 2.200 manns og hefur fjöldi safnaðarmeðlima tvöfaldast frá árinu 1995 er séra Pétur Þorsteinsson, núverandi prestur safnaðarins, tók við. Séra Pétur segir að stefnt hafi verið að því að ná þessu marki á kristni- tökuárinu 2000. „Við settum okkur þetta mark fyrir nokkrum árum og létum þess getið í fréttabréfi okkar að við stefndum að því að ná tvö þúsund manns í söfnuðinn árið 2000,“ sagði sr. Pétur í samtali við Morg- unblaðið og gat þess að þessi stefna hefði allt eins verið sett fram sem glens. „Það mátti kannski reikna með því að þetta gengi varla eftir en með því að bjóða vinum, vandamönnum og velunnurum, skólafélögum og öðr- um þá hefur fjölgað nokkuð ört þessi ár.“ Nokkur fækkun hafði orðið í söfnuðinum allmörg árin á undan, og segir Pétur skýringuna m.a. þá að safnaðarmeðlimir hafi orðið að búa í Reykjavík eða Kópavogi. Frá árinu 1992 er búseta hins vegar frjáls. Pétur segir að jafnframt þessari fjölgun í söfnuðinum hafi meðalaldurinn lækkað nokkuð og þannig gangi t.d. mun fleiri ferm- ingarbörn til spurninga í vetur en áður eða 18. Hefur hann þann háttinn á að börnin hittast til skiptis heima hjá einhverju þeirra á laugardagseftirmiðdegi. Börnin æfa söng fyrir fermingarveisluna „Ég tek gítarinn með og við höf- um svona æskulýðsfundaform á þessum stundum. Krakkarnir skella veitingum á borð og æfa sig þannig fyi’ir fermingarveisluna í vor!“ Með auknum fjölda safnaðarmeðlima hefur starfshlut- fall sr. Péturs einnig verið aukið en starfið var fyrst hálft en er nú 75%. Auk. þess- er hann-i íjórð- ungsstarfi hjá Elliheimilinu Grund. „Ég er æskulýðsfulltrúi á Grund og er hér fast þrjá morgna í viku og kann vel við það og geri ráð fyrir að halda þeirri stöðu áfram," segir prestur. Gúllasguðsþjónusta og gönguguðsþjónusta Pétur Þorsteinsson segir starfið í Óháða söfnuðinum með hefð- bundnu sniði en á vorin er jafnan svonefnd gúllasguðsþjónusta. Org- anisti kirkjunnar er ungverskur og hefur hann séð um að útvega réttu kryddblönduna í réttinn. Þá er einnig gönguguðsþjónusta í lok vetrarstarfsins. „Þá messum við hér að morgni og höldum síðan í langreið út fyrir borgina í góðan fimm til sex tíma göngutúr og endum síðan í lamba- læri og sundi og sánu, þannig að þetta getur orðið 14 tíma törn,“ segir Pétur og gerir fastlega ráð fyrir að þessir föstu liðir verði á dagskránni næsta..vor........
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.