Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Viðhorf neytenda gagnvart hættu sem stafar af matvælum Fólk telur að öðrum verði frekar meint af matarsjúkdómum Associated Press Það skiptir miklu að upplýsingar um hvort hætta geti stafað af mat- vælum eða ekki komi frá aðilum sem ekki eiga hagsmuna að gæta. Fólk telur áfengi aðeins vera hættulegt í hönd- um annarra og tvítugir karlmenn eru óhræddir við matarsjúkdóma. Bryndís Sveinsdóttir komst að þessu þegar hún ræddi við breska sálfræðinginn dr. Lynn Frewer sem hefur rannsakað viðhorf neytenda gagnvart hættu sem kann að stafa af matvælum. Dr. Frewer var gestur á ráð- stefnu Matvæla- og næringar- fræðafélags íslands fyrir skömmu en þar kynnti hún niðurstöður rannsókna sinna. Eitt af því sem kom fram í erindi Frewer var að einstaklingar virðast skynja hættu af öllum mögulegum hlut- um þannig að öðru fólki stafí meiri hætta af þeim en þeim sjálf- um. Afengisdrykkja er til dæmis eitt af því sem fólk telur mikið vandamál fyrir samfélagið og að hún skapi mikla hættu fyrir ann- að fólk. En þegar fólk á að meta hættuna af áfengisdrykkju fyrir sjálft sig þykir hún ekki mjög hættuleg. Konur hræddari en karlmenn Svipað á við um matarsjúk- dóma, þar telja menn að aðrir séu í mun meiri hættu vegna þeirra en þeir sjálfir. Athygli vekur að konur skynja meiri hættu frá matvælum en karlar. „Já, það er áberandi að konur vilja meira og strangara eftirlit með matvælum en einnig þegar kemur að siðferð- islegum spurningum í sambandi við hve langt á að ganga í notkun nýrrar tækni t.d. þegar erfða- breytt matvæli eru annars vegar. Þá vilja þær fara hægar í sakirn- ar,“ segir Frewer. „Ég held að ein ástæðan fyrir þessu sé að þeim fínnst þær eiga mun minni þátt í stjórnun og ákvarðanatöku varðandi þessi mál. Ég tel að það sé almennt rétt að taka meira til- lit til viðhorfa almennings við ák- varðanatöku í neytendamálum." Hún segir að í rannsókn sinni hafi óvænt komið í ljós einn þjóð- félagshópur sem nánast hefur engar eða mjög litlar áhyggjur af matarsjúkdómum og öðrum hætt- um sem stafa af matvælum - karlmenn um tvítugt. „Þetta eru gjarnan karlar sem eru í háskóla, þeir búa oft nokkrir saman. Hluti af þeirra lífsstíl virðist vera að hafa ekki allt of miklar áhyggjur af hreinlæti í kringum matinn. Þetta er hópur sem ef til vill þyrfti að ná til með fræðslu," seg- ir hún. Hún segir miklu skipta að upp- lýsingar um hvort hætta geti staf- að af matvælum eða ekki komi frá aðilum sem ekki eiga hagsmuna að gæta. „Það sem gerðist með um- ræðuna um erfðabreyttu matvælin í Bretlandi var að upplýsingar sem gáfu til kynna að þau væru örugg og jákvæð virtust koma frá fyrir- tækjum sem myndu græða á fram- leiðslu erfðabreyttra matvæla. Það varð til þess að neytendur skynj- uðu þau enn frekar sem neikvæð." Bretar aftur farnir að borða nautakjöt Neytendur era hins vegar- minna tortryggnir þegar kemur að upplýsingum um hollustu matvara og næringarfræðilegt gildi. „Þar skynja neytendur held- ur ekki hættu sem beinist að sér heldur frekar að öðram, svipað og með áfengið." Fjölmiðlar era að afar áhrifa- miklir þegar kemur að umfjöllun um matvæli að sögn Frewer. „Fréttir af matarsjúkdómum eins og salmonellu hafa mikil áhrif og fólk breytir oft hegðun sinni vegna slíkra frétta. Ljósasta dæmið eru líklega fréttirnar af kúariðunni í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Fólk hætti að kaupa nautakjöt," segir Frewer. Aðspurð hvort áhrifanna af fréttaflutningnum gæti enn segir hún að fólk sé aftur farið að kaupa nautakjöt en engu að síður hafi neysla þess minnkað. „En ef til vill má rekja það til annarra þátta eins og að fólk reynir í minna mæli að borða rautt kjöt af heilsufarsástæðum.“ Heiðarleiki gagnvart neytendum Hvað er besta leiðin til að flytja upplýsingar til neytenda með til- liti til áreiðanleika þeirra og trausts neytenda? „Heimildin sem veitir upplýsingar þarf að vera opin og gagnsæ. Upplýsingarnar verða að fara eftir ákveðinni leið sem neytendur þekkja og það þarf að vera hægt að rekja hana svo þeir geti fengið sem ná- kvæmastar upplýsingar um áhættumat. Þá verður að vera skilyrðislaus heiðarleiki gagnvart neytendum frá stjórnvöldum og öðrum sem veita upplýsingar. Ef þaðkemst upp um síðir að stofnun er ekki heiðarleg verða neytendur reiðir og það getur verið erfitt fyrir stofnanir að ávinna sér aftur traust almennings." Verslunin Eva opnuð að nýju í síðustu viku var verslunin Eva opnuð í Galleri Sautján-húsinu að Laugavegi 91. „Verslunin hefur nú verið sett í nýjan búning en um er að ræða þrjú hundruð fermetra húsnæði á annarri hæð,“ segir Svava Johansen, eigandi NTC hf. „Eins og áður er lögð áhersla á falleg- an og klassískan fatnað frá há- tískumerkjum sem og vandaða skó. í versluninni er því áfram að finna merki eins og Nicole Farhi, DKNY, Gerard Darel, Virmani, Freelance og Bass- otto.“ Aðspurð segir Svava að meðal Morgunblaðið/Ami Sæberg Við opnun Evu. Á myndinni eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, Svava Johansen og Ásgeir Bolli Kristinsson. nýjunga séu merkin Joseph og Paul et Joe í fatnaði og ítöisku merkin Mare og Seller í skó- fatnaði. „Um þessar mundir er mikið af yfirhöfnum í versluninni eins og mokka-, leður- og ullarkápur með og án skinns fyrir vetur- inn.“ Verslunarstjóri Evu er Hólm- fríður Óskarsdóttir sem starfað hefur í versluninni síðastiiðin ár. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 25 OF-VIRKm DAGAR ÍACO Á of-virkum dögum í Aco eru gæðatölvur frá Gateway og LEO á frábæru verði en á hverjum degi er einhverju spennandi bætt við kaupin svo sem tölvuleik, DVD mynd eða prentara. Enginn veit þó fyrirfram hvert viðhengið verður. Líttu inn á virkum dögum í Aco og kynntu þér tilboð dagsins 650 Mhz Pentium III 128 Mb vinnsluminni 20,4 Gb harður diskur DVD drif Soundblaster hljóðkort Creative hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP 17" skjár 56k mótald Windows ME 139.900 800 MHz Pentium III 128 Mb Vinnsluminni 20,4 Gb Harður diskur ■ DVD drif Soundblaster Live hljóðkort Creative hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP - 17" skjár 56k mótald Windows ME 153.900 i cn LEO - - ' 800 Mhz Pentium III - 128 Mb vinnsluminni 20 Gb harður diskur DVD drif Soundblaster hljóðkort Bostin acoustics hátalarar 32 Mb TNT2 skjákort - AGP - 17" skjár 56k mótald 179.900 Gateway 600 MHz Celeron 64 Mb vinnslumlnni 15 Gb haröur diskur ■ 48x geisladrif Creative hátalarar 17" skjár 56k motald 119.900 hugsaðu skapaðu upplifðu Skaftahiíð 24 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.