Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Reykjavíkur fyrir umræðukvöldi um
7
Shakespeare á Islandi.
TERRY Gunnell leikhúsfræðingur
stjórnaði umræðum, en aðrir þátt-
takendur voru Guðjón Pedersen,
leikhússtjóri Borgarleikhússins,
Gunnar Stefánsson, gagnrýnandi á
Degi, Ásdís Sigmundsdóttir bók-
menntafræðingur, Kjartan Ragnars-
son leikstjóri og Guðmundur G. Þór-
arinsson verkfræðingur. Var vel
mætt á umræðufundinn, eða um 70
manns, sem bendir til þess að bæði sé
áhugi og þörf fyrir umræðuvettvang
afþessutagi.
Terry Gunnell opnaði umræðurn-
ar með því að spyrja hvers vegna
sýningar á verkum Shakespeares
vektu endurtekið sterk viðbrögð. As-
dís benti á að Shakespeare væri einn
fárra leikskálda sem flestir þekktu,
margir hefðu lesið eitthvert verka
skáldsins og hefðu ákveðnar skoðan-
ir á þeim. Kjartan Ragnarsson sagði
að í raun væri þama svarið komið og
óþarfi að ræða þetta nokkuð meir.
Einnig var bent á að margir áhorf-
endur þekktu til ákveðinna mynda úr
verkunum: Hamlet með hauskúpuna,
Júlía á svölunum eða Lér með lík
Kordelíu í fanginu. Þegar síðan þess-
ar myndir birtast ekki í sýningunum
yrðu margir fyrir vonbrigðum. Al-
mennt voru fundarmenn þó sammála
um að í raun hefðu Shakespeare-sýn-
ingar á íslandi sjaldan vakið miklar
og háværar deilur, ef undan er skilin
sýning Þjóðleikhússins á Lé konungi
1977.
Nokkuð var rætt um trúnað við
textann og leyfi leikhúsa til að breyta
texta, stytta og færa til og velt upp
spumingunni hvenær verkið hættir
að vera eftir Shakespeare og verður
verk leikstjórans eða leikhópsins.
Guðmundur G. Þórarinsson sagði
að þótt hann teldi nauðsynlegt vegna
lengdar að stytta verk Shakespears
fyrir sýningar mættu leikhúsin oftar
taka fram að um leikgerð væri að
ræða þegar um verulegar tilfæringar
væri að ræða.
Ásdís tók fram að við íslendingar
væmm fremur saklaus í meðferð
okkar á Shakespeare, á fyrri öldum
var verkunum oft gjörbreytt, t.d. var
Lér konungur lengi vel látinn enda
hamingjusamlega, en samt var verk-
ið sagt vera eftir Shakespeare. Kjart-
an Ragnarsson sagði leikhús vissu-
lega verða að sýna verkinu trúnað, en
það fælist ekki síst í því að laga verk-
in að samtímanum.
Spurt var hvort við bæram stund-
um of mikla virðingu fyrir Shakespe-
are, hvort lotning okkar fyrir textan-
um væri okkur byrði. Bent var á að
verkin byðu oft upp á mun alþýðlegra
leikhús og kannski væri æskilegt ef
verkin yrðu sett upp þannig að ekki
væri eins mikil gjá milh sviðs og
áhorfenda eins og oft er. Guðjón
Pedersen sagði að kannski hefðum
við ekki komið auga á „Dallasið“ í
verkunum. í raun væru þau eins og
sápuóperar: Persónur era jafn skýr-
ar og Bobby og JR í Dallas; sá vondi,
sá góði o.s.frv., og einnig mætti vel
ímynda sér að þau gætu haldið áfram
endalaust, sjaldan væri um lokaðan
endi að ræða. Sú skoðun kom fram að
of mikil lotning birtist að vissu leyti
einnig í ákveðnu afstöðuleysi áhorf-
enda. Þótt Shakespeare-sýningar
veki stundum sterk viðbrögð dettur
engum í hug að púa eða hrópa bravó,
hvað þá henda skemmdum eplum,
sem tíðkaðist á tímum Shakespeares.
Almennt vora fundarmenn sam-
mála um að verk Shakespeares ættu
fullt erindi til áhorfenda á íslandi í
dag. Guðjón Pedersen nefndi t.d. að í
Lé konungi birtist mjög ákveðin sýn
á valdníðslu og lýðræði, sem einmitt
ætti mjög vel heima í okkar samfé-
lagi.
Nýjar bækur
• Komin er út ný ljóðabók eftir
Hallberg Hallmundsson sem nefnist
Sneiðar - ekki af osti.
Bókin er í sama
sniði og Umhend-
ur sama höfund-
ar, sem út kom
árið 1997. Ení
þetta sinn er
gamanið, sem að
mestu beinist að
málnotkun og
málleysum í
fjölmiðlum,
kannski öllu
grárra en fyrr, satíran beittari. Með
tilliti til efnisins er bókin tileinkuð ís-
lenskri málnefnd.
í fréttatilkynningu segir: „Sneið-
ar - ekki af osti er tíunda ljóðabók
Hallbergs, sem kunnur er fyrir
næsta kaldhæðið viðhorf til manna
og málefna, og hefur stundum sneitt
allhvasst að þeim sem misþyrma
máli og skynsemi. Flestar þær fjólur
sem hann fjallar um hefur hann tínt
upp úr dagblöðunum en sumar líka
af vefsíðum fjölmiðlanna. Ogvissu-
lega kennir þar margra forvitnilegra
grasa.“
Útgefandi: BR Ú. Dreifmg: JPV
forlag. Prentun: Stensill hf. Höfund-
ur myndskreytti. Bókin er 94 blað-
síður og kostar 1.790 krónur.
------*-H-------
Mynd-
listarsýning í
Gerðubergi
HREFNA Sigurðardóttir opnar
myndlistarsýninguna „Hughrif 2“ í
félagsstarfi Gerðubergs á föstudag,
kl. 16. Vinabandið og Gerðubergs-
kórinn syngja og leika við opnunina.
Hrefna er fædd á Þingeyri við
Dýrafjörð árið 1920. Hún hélt sína
fyrstu málverkasýningu í Borgar-
bókasafninu í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi 1993. Þá sýningu kallaði
hún „Hughrif 1“ og er sýningin sem
nú verður opnuð framhald af henni.
Auk þessa hefur Hrefna gefið út
þrjár ljóðabækur.
Hallbcrg Hall-
mundsson
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Draumur á Jónsmessunótt er ein þeirra þriggja Shakespearesýninga
sem nú eru á fjölum leikhúsanna.
Þrjár sýningar á verkum Shakespeares
eru nú á fjölum leikhúsa í Reykjavík;
Lér konungur, Draumur á Jónsmessunótt
og Ofviðrið. Af því tilefni stóð Leikfélag
SAKLAUS MEÐFERÐ
Á SHAKESPEARE
Vísnalög og
flökkulög
TONLIST
HI j « m d i s k a r
ÞVÍLÍK ER ÁSTIN
Kristjana Arngrímsdóttir. Und-
irleik og útsetningar önnuðust
Daníel Þorsteinsson (píanó, har-
móníka, pípuorgel). Jón Rafns-
son (kontrabassi) og Kristján
Eldjárn Þórarinsson (gítarar og
slagverk). Raddsetning í Sjó-
mannavísum er eftir Gunnar
Eiríksson og bakraddir sungu
Kristjana, Kristján Hjartarson
og Hjörleifur Hjartarson, en
hann annaðist ennfremur aðrar
raddsetningar. Upptökur fóru
fram í Dalvíkurkirkju dagana
26.-28. júní 2000 og voru í hönd-
um Sveins Kjartanssonar, sem
annaðist einnig eftirvinnslu með
aðstoð Kristjáns Eldjárns Þórar-
inssonar. Útgefandi er Krislján
Hjariarson. STEF KHCD001
ALLTAF gerist eitthvað til að
gleðja mann í vaxandi skammdeg-
inu, þ.á m. þessi óvænti og „öðra-
vísi“ hljómdiskur.
Kristjana Arngrímsdóttir hef-
ur sungið með Tjarnarkvartettin-
um frá upphafi - „þar lá styrkur-
inn í samhljóminum. Og Kristjana
tranaði sér lítt fram til að sólóa.
En nú getur hún ekki á sér setið
lengur og sprettur fram sem ein-
söngvari,“ stendur þar.
Prógramið er vel valið,
skemmtilegt, óvanalegt (dálítið
„leikhúslegt"), (fjöl)þjóðlegt og
hæfilega látlaust. Vísnalög, ball-
öður (m.a. ein tangóballaða, auð-
vitað finnsk), flökkulög og þjóð-
lög, svo eitthvað sé nefnt. Allt
einstaklega ánægjulegt á að
hlýða, söngurinn stælalaus en
samt með stíl, fallegur og með
karakter; undirleikur við hæfi, í
senn hugmyndaríkur og smekk-
legur. Utsetningarnar eiga sér-
stakt hrós skilið. Öll lögin falleg
og flest dálítið angurvær. Lög
Valgeirs Guðjónssonar era ein-
staklega fallegar og vel gerðar
tónsmíðar í sínum „einfaldleika“,
með þjóðlegan tón (sbr. Vikivaki)
og einsog sniðin fyrir yndislega
texta Jóhannesar úr Kötlum. En,
sumsé, allt harla gott (textar líka)
- og rúmlega það! Raunar finnst
mér engin þörf á að orðlengja
þetta frekar, t.d. með því að taka
eitthvert sérstakt sönglag út úr
heildinni, sem er reyndar mjög
fín, þó að lögin komi héðan og
þaðan. Þetta er áhugaverð og flott
plata og allir aðstandendur eiga
mikið hrós skilið - og þá ekki síst
upptökustjórinn, Sveinn Kjart-
ansson, sem gerir allt frábærlega
vel sem hann kemur nálægt.
Oddur Björnsson
Samfellt samspil
fegurðar
TONLIST
S a I u r i n n
LJÓÐ ATÓNLEIK AR
Þóra Einarsdóttir og Helga Bryn-
dís Magnúsdóttir fluttu söngverk
eftir Wolf, Debussy og R, Strauss.
Sunnudagurinn 29. október 2000.
AÐ TÓNSETJA Ijóð eða búa til lag
við Ijóð hefur á stundum verið stillt
upp sem andstæðum og fjallaði Schu-
mann um þetta atriði. Lagið getur
staðið eitt og sér og er þá fullgerð
tónsmíð, þótt oft sé bætt við hljóm-
styðjandi undirleik. Þegar texti er
tónklæddur verður til samspil texta
og tónlistar, tónlistar sem er bæði
söngrödd og hljóðfærasamleikur og
er þá í raun túlkun á innihaldi textans.
Þetta segir þó ekki alla söguna, því
heildstætt lag getur borið í sér eigind-
ir og blæbrigði, er eiga sér samsvöran
í merkingu textans, eins og heyra má
hjá Schubert. Þar í mót getur sam-
skipan tónferlis og texta staðið á
homum hvert við annað og verið of-
gert um ýmislegt í textanum, svo sem
oft hefur komið fram í umfjöllun um
rómantíska tónlist, að t.d. gamansemi
megi ekki ofgera í látæði, eins og
kemur fyrir í sumum lögum eftir
Strauss og Wolf. Við ljóð Ófelíu er t.d.
ofgert í skringilegu tónferh en það er
skoðun margra, að vitfirring Ófehu
verði þá áhrifaríkust og sárast, þegar
hún syngur sinn firrta texta, bundinn
í saklaust og elskulegt barnalag, upp-
fært með fjarrænum fínleik og án
sjúklegra tilburða.
Á tónleikum Þóra Einarsdóttur og
Helgu Bryndísar Magnúsdóttur í
Salnum sl. sunnudag tókust þær á við
söngverk þeirra snillinga sem, hver
með sínum hætti, glímdu við þá þraut,
að sameina tónhst og texta í því hst-
formi, sem nefnt er lieder, þá Hugo
Wolf, Richard Strauss og Claude
Debussy. Þarna er ekki hamast á
röddinni, heldur verður hún tæki í
margbrotinni túlkun tilfinninga og
leiks og þótt samleikur píanósins geti
á stundum verið snúinn er hann sam-
ofinn tónferh sönglínunnar og á sam-
vist með henni í túlkun textans. Lögin
eftir Wolf vora: Auch kleine dinge, In
dem Schatten meiner loeken, Er ist’s,
Das verlassene Madchen, Begegung
og Nimmersatte Liebe. Af þessum
lögum vora Das verlassene Mádchen
og Begegung aldeilis glæsilega flutt,
fínlegur söngur Þóru í fyrmefnda lag-
inu og leikur Helgu í því síðara, þótt
öh lög Wolfs væra annars mjög vel
flutt.
Gleymdu aríetturnar eftir Deb-
ussy, við texta eftir Paul Verlaine, era
sérlegar stúdíur í notkun blæbrigða,
þar sem túlka skal faðmlag golunnar,
hvemig hringiða vatnsins veltir litlum
steinvölum og sálir elskenda og syrgj-
enda nálgast hlýja nóttina sem ofur-
lágur og auðmjúkur lofsöngur, eins
og heyra má í íýrsta Ijóði Verlaines,
og var einstaklega fallega túlkað af
báðum listakonunum. Leikræn túlk-
unin á laginu Tréhestar var glæsileg
og í tveimur síðustu lögunum, eftir
Debussy, við hin undurfögru kvæði
Grænka og Lífsleiði, sem era ástar-
söngvar en um leið myndlýsing á
vatnshtamyndum, var túlkun Þóru
einstaklega falleg.
Eftir hlé voru eingöngu Ijóðasöngv-
ar eftir Strauss, Ich schwebe (op. 48
nr. 2), Schön sind, doch kalt die
Himmelsterne (op 19 nr. 5), Schlecht-
es Wetter (op. 69 nr. 5), þrjú lög við
ljóð Ófehu úr leikritinu Hamlet eftir
Schakespeare (op. 67 nr. 1-3), tvö lög
úr „Sex ljóðum" op. 68, við kvæði eftir
Brentano, Ich wollt ein Strausslein
binden, nr. 2 og Amor, nr. 6, en öll sex
lögin í op. 68 umritaði Strauss síðar
fyrir hljómsveit. Þarna getur að
heyra afburðatúlkunartækni Strauss,
sem listakonurnar náðu að umskapa í
flutningi sínum, þótt undirrituðum
þyki tónskáldið hafa ofgert í túlkun
hans á sturlun Ófehu og þar af leið-
andi þótt minnst til um flutning Ófel-
íusöngvanna.
Þóra er afburðagóður túlkandi,
ræður yfir mikilli nákvæmni í tónmót-
un, sem ber vott um góða tækni-
kunnáttu og listfengi, er birtist í fal-
legri og látlausri túlkun. Helga
Bryndís Magnúsdóttir átti frábæran
samleik við Þóra og bókstaflega sam-
lagaði blæbrigði píanósins við söng
Þóra á einstaklega fallegan máta svo
að tónleikamir vora eitt samfellt sam-
spil fegurðar.
Jón Ásgeirsson