Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
PRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 41
Hafa allir efni á fartölvu?
Undanfarin þrjú ár
hefur Menntaskólinn á
Akureyri unnið eftir
sérstakri „áastlun um
hagnýtingu upplýs-
ingatækni í kennslu og
námi“ og frá því í jan-
úar 1999 er skólinn
þróunarskóli í upplýs-
ingatækni á vegum
menntamálaráðuneytis
og hlýtur til þess styrk
af hálfu þess.
Meginmarkmið
áætlunarinnar og þró-
unarstarfsins er að
hagnýta upplýsinga-
tækni í öllum náms-
greinum til þess að
bæta skólann og gera kennsluna ár-
angursríkari svo að nemendur geti
náð settum markmiðum í námi sínu
- eða með öðrum orðum að gera góð-
an skóla betri. „Til þess að svo megi
verða þurfti fyrst að koma til öílug-
ur stuðningur við kennara, s.s. með
námskeiðum og leiðbeiningum varð-
andi tækni, hugbúnað og tæki, auk
þess sem kanna þarf kennslufræði
upplýsingatækninnar og þá m.a.
hvemig skynsamlegt er og hag-
kvæmt að nýta upplýsingatækni í
kennslu og námi,“ segir Tryggvi
Gíslason skólameistari. „Nauðsyn-
legt er að undirbúa kennara undir
þetta þróunarstarf því að án kenn-
ara verður ekkert komist. Þá er líka
nauðsynlegt að vita hvert skal halda
því að þeir sem vita ekki hvert þeir
ætla komast aldrei á leiðarenda."
Tryggvi segir að kennarar skólans
hafi sýnt þessu mikinn
áhuga og taka nú 40 af
45 föstum kennurum
skólans beinan þátt í
þróunarstarfinu. „Hef-
ur mikið áunnist í
þessu þróunarstarfi
svo að Menntaskólinn
á Akureyri er ekki al-
leinasta orðinn þróun-
arskóli í upplýsinga-
tækni heldur þróun-
arskóli með stórum
staf. Hefur meiri um-
ræða farið fram í skól-
anum undanfarin ái'
um kennslu og
kennslufræði en
nokkru sinni áður. Ar-
angurinn er því þegar mikill, þótt
enn sé mikið óunnið.“ Eitt af
markmiðum með hagnýtingu upp-
lýsingatækni í kennslu og námi
Menntaskólanum á Akureyri er að
virkja nemendur betur í námi sínu
og gera kennsluna meira lifandi og
árangursríkari. „Þetta er því ekki
fyrst og fremst spurning um tæki og
tól - þótt þau séu nauðsynleg - held-
ur um aðferðir, viðhorf og árangur,“
segir Tryggvi.
„Meðan menntaskólinn er að
marka sér stefnu í upplýsingatækni
verður ekki gerð krafa um að nem-
endur kaupi fartölvur, enda er enn
ekki ljóst hvers konar fartölvur þarf
til skólanáms," segir hann, „að mín-
um dómi er það heldur ekki réttlæt-
anlegt að krefjast þess að nemendur
kaupi kennslutæki sem kosta þá í
reynd 6 til 8 þúsund kónur á mánuði
- eða allt að 100 þúsund krónur á
ári. Með því er verið að ganga í ber-
högg við grundvallarreglur um jafn-
rétti til náms, því að ljóst er að
margir nemendur Menntaskólans á
Akureyri hafa ekki efni á að leggja
fram slíka fjármuni til þess að geta
stundað nám.“ „Því er í Menntaskól-
anum á Akureyri verið að kanna
hvort ekki er unnt að finna fartölvur
sem eru ódýrari en þær sem nú eru
algengastar á almennum markaði.
Síðan verður leitað leiða til þess að
leigja nemendum skólans fartölvur
um lengri eða skemmri tíma. Hefur
komið til tals að gera samning við
kostendur um kaup á fartölvum íyr-
ir skólann, enda þótt ljóst sé að skól-
inn verður sjálfur að leggja fram fé
til kaupanna. Er þá komið að því að
fjárveitingavaldið sýni þessu mikils-
verða máli skilning en áhugi
menntamálaráðherra er mikill á
málinu,“ segir Tryggvi.
Skólinn hefur þegar á að skipa
tveimur tölvustofum, tölvuverum, og
margmiðlunarherbergi með tölvu-
búnaði í bókasafni skólans auk þess
sem skólinn á færanlegt fartölvuver
sem kennarar nota í þróunarstarfi
sínu. „I lok skólaársins verður svo
vonandi unnt að meta stöðuna og
marka frekari spor í átt að settu
markmiði - en upplýsingatækni
snýst ekki fyrst og fremst um tæki
og tól heldur um þekkingu, skilning
og aðferðir, því að upplýsingar, sem
nóg er af, verða ekki að þekkingu
nema fyrir skilning. Það er leiðarijós
Menntaskólans á Akureyri í þessu
máli,“ segir Tryggvi að lokum.
Tryggvi
Gíslason
Upplýsinga-
skrifstofur um
Evrdpumál
IggyggS Umhverfis-
áætlun
Evrópusambandsins auglýsir
eftir umsóknum í eftirfarandi:
► Sjálfbær vatnsbúskapur og
vatnsgæði
► Hnattrænar breytingar á
umhverfi og loftslagi
► Sjálfbært lífríki í hafinu
► Framtíðarborgin og menn-
ingararfur
► Hreinni orkukerfi
► Hrein, samkeppnisfær og
fjölþætt orkuöflun
Umsóknarfrestur er til 15.
febrúar 2000. Nánari upplýs-
ingar er að finna á heimasíðu
RANNÍS (www.rannis.is) eða
í síma 515 5800.
umiðlana.
EES-Vinnumiðlun
Á árlegri
haustráð-
stefnu EES-
Vinnumiðlun-
ar var fjallað
um aukna
samþættingu
við starf
svæðisvinn-
Svæðisvinnumiðl-
anir á Islandi og
EES-Vinnumiðlun tilheyra
kerfi Vinnumálastofnunar.
Þetta á sérstaklega við um
leit að starfsmönnum á
Evrópska efnahagssvæðinu
fyrir atvinnulífið, en með því
að víkka út leitina fæst breið-
ari hópur.
Það sem einkum hefur
gengið vel þetta haust er
ráðningar liðlega 60 Norður-
landabúa til 8 sláturhúsa í öll-
um landshlutum. Einnig sést
vaxandi áhugi á garðyrkju- og
landbúnaðarstörfum á Islandi
einkum meðal Norðurlanda-
búa. Störfum á Islandi sem
kynnt eru á heimasíðu EUR-
ES og birtast á Netinu fer
fjölgandi og verða æ fjöl-
breyttari.
Urvalið má sjá á heimasíð-
unni: www.vinnumalastofnu.is
undir EES-Vinnumiðlun,
EURES.
Upplýsingatækni
ogjafnrétti
„Fartölvuvæðing fram-
haldsskólanna er mál
sem hefur verið mikið í
brennidepli að undan-
förnu,“ sagði Örylgur
Hnefill Örlygsson á
fundi um fartölvur og
nám í Menntaskólanum
á Akureyri 19. okt. sl.
„Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra
heíúr varpað fram aðdá-
unarverðum hugmynd-
um um að gera öllum
framhaldsskólanemum
kleift að stunda nám sitt
með aðstoð fartölvu.
Vandinn er hinsvegar sá að ekki er
veitt nægu fjármagni til verkefnisins.
Tölvumál framhaldsskólanna hafa
nánast verið í fjársvelti og ljóst að þau
em ekki á forgangslista ríkisstjórnar-
innar. Því hefur þurft að bakka mikið
með verkefnið og nú er staðan sú að
nemendum er í sjálfsvald sett, hvort
þeir taki þátt eður ei. Þeir sem kjósa
að vera með þurfa sjálfir að fjár-
magna tölvukaupin og því ljóst að
ekki sitja allir við sama borð. Það fer í
raun eftir efnahag hvers og eins hvort
hann getur fylgt þeirri þróun sem á
sér stað og þannig myndast breitt bil
milli hinna ríku og hinna fátæku.
Óréttlætið er augljóst. Ekki er
hægt að verja það með neinum hætti
að mismuna nemendum á þennan
hátt. Þetta er ekki jafnrétti til náms.
Auk þess er Ijóst að þær fjárfestingar
sem margir nemendur hafa farið út í,
nýtast ekki sem skyldi þegar einungis
hluti nemenda er með fartölvu. Þegar
það eru ekki nema 3-4 í hverjum bekk
sem eru með fartölvu getur kennar-
Örlygur Hnefíll
Örlygsson
inn ekki sniðið nám-
sefnið að fartölvunum.
Upplýsingatækni-
deild MA hefur unnið
mikið og gott starf í því
að koma upp kerfi til að
þjóna fartölvunotend-
um. Áhugi er á að vinna
með nemendum sem
hafa fartölvu miðað við
þeirra þarfir, en það er
hluti af þróunarverk-
efninu.
Sjálfur hef ég ekki
reynslu af notkun far-
tölvu við nám, en ég veit
að þegar ég hef nýtt
borðtölvuna mína við nám hefur það
reynst mér mjög vel. Öll skipulagning
verður einfaldari og námið liggur ein-
hvemveginn betur fyrir mér.
Kostimir ættu að vera flestum ljós-
ir, en það þarf að mínu mati að skipu-
leggja þetta verkefni á annan hátt.
Það má ekki láta það gerast að þeir
skólar sem leggja áherslu á nám með
fartölvu verði einungis fyrir hina efn-
uðu.“
skólar/námskeið
tungumál
■ Enskunám í Englandi
Bjóðum enskunám við einn virtasta mála-
skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði
og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og
eldri og viðskiptaensku.
Unglingaskóli í júlí og ágúst.
Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir,
sími 862 6825 eftirkl. 18.00.
Colostrum
frá
Broddur/Acidophilus
allra meina bót
Vinsælasta
heilsubótin í USA.
Borgarapótek
W5
O
L.
3
Gæöavara
Góð verð