Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 43
42 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TVEIR MILUARÐAR TIL HÆKKUNAR BARNABÓTA FJÁRMÁLARÁÐHERRA og utanríkisráðherra tilkynntu fyrir helgi, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að leggja tvo milljarða króna til hækkunar barnabóta næstu þrjú árin. Kostnaðaraukinn fyrir ríkissjóð er um 500 milljónum króna meiri en gert var ráð fyrir við undirritun kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði sl. vor. Sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar hækka bæturnar, dregið er verulega úr skerðingu bóta vegna tekjuteng- ingar, eignatenging barnabóta er afnumin og loks hefur ríkisstjórnin ákveðið að taka upp sem hreina við- bót ótekjutengdar barnabætur fyrir börn undir sjö ára aldri. Samkvæmt þessu munu barnabætur hækka í heild um þriðjung frá því sem nú er. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kynntu þessar breytingar fyrir helgina. Fjármálaráðherra sagði, að meginmarkmiðið með þessum umfangsmiklu breytingum á barnabótakerfinu væri að draga úr tekjutengingu og þær gögnuðust öllu barnafólki að einhverju leyti, en þó fyrst og fremst lágtekjufólki og fólki með millitekjur, svo og ein- stæðum foreldrum sérstaklega. Halldór Ásgrímsson kvað þessa aðgerð gott dæmi um vönduð vinnu- brögð í mikilvægu máli, bæði af hálfu stjórnarflokkanna og í sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins. Hann taldi ótekjutengdar barna- bætur til barna undir sjö ára aldri vera ígildi barnakortanna, sem flokkur hans hefði lagt til á sínum tíma, þ.e. að bætur yrðu ótekju- tengdar. „Við töldum mikilvægt að koma þessu á strax, sér í lagi fyrir yngstu börnin. Það er fólkið, sem er að stofna heimili og byrja að búa, sem nýtur þess. Það er mikil réttar- bót fyrir það fólk. Þarna er réttur barna óháður tekjum foreldranna,“ sagði utanríkisráðherra. Ráðherrarnir bentu og á, að um- bæturnar svöruðu til 3% kaupmátt- araukningar fyrir stóra þjóðfélags- hópa. Ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra með lægstu tekjurnar ykj- ust um 8%. Aðgerðin væri almenn og nýttist öllum, ekki aðeins þeim sem sömdu á almennum vinnumark- aði sl. vor. „Þetta eykur kaupmáttinn hjá öll- um og er af þeim sökum vonandi já- kvætt innlegg í þær kjaraviðræður, sem nú eiga sér stað,“ sagði fjár- málaráðherra. Þessar umbætur ríkisstjórnarinn- ar á barnabótakerfinu eru vissulega ánægjulegar. Ekki verður annað séð en að þær muni bæta hag þeirra lægst launuðu og annars barnafólks eins og að er stefnt. Það er vel við hæfi, að bætt staða ríkissjóðs komi börnum og forráðamönnum þeirra til góða. Markmiðið hlýtur að vera, að allir landsmenn geti notið ávaxta góðærisins, sem einkennt hefur ís- lenzkt efnahagslíf undanfarin ár. OPINBER HEIMSÓKN ÁINDLANDI i OPINBER heimsókn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Is- lands, og heitkonu hans, Dorrit Moussaieff, til Indlands hófst í gær. Með í för er einnig Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, sem eiga mun viðræður við indverska ráðamenn meðan á heimsókninni stendur. Samskipti íslands og Indlands hafa ekki verið mikil til þessa, hvorki á sviði stjórnmála né viðskipta. Fjar- lægðin milli ríkjanna er mikil og þau eru ólík jafnt að stærð sem menning- arlega. Gerðar hafa verið tilraunir til að koma á samstarfi á sviði sjávar- útvegs en þær hafa ekki borið árang- ur til þessa. Þá hefur ekki verið mik- ið um ferðir Islendinga til Indlands en hugsanlega kann að verða breyt- ing á því. Var fyrsta beina flugið til Indlands frá íslandi farið í tengslum við hina opinberu heimsókn. Ólafur Ragnar átti í gær fund með K.R. Naraynan, forseta Indlands, og sagði hann við fjölmiðla við það tæki- færi: „Það er mikill heiður fyrir mig að verða fyrsti forseti Islands til að sækja Indland heim. Ég tel að heim- sókn forseta elsta lýðræðisríkis í heimi til þess stærsta sé mikilvægt tákn um samstarf og vináttu, sér- staklega við dagrenningu 21. aldar- innar, sem við vonum öll að verði öld lýðræðis og mannréttinda fyrir alla. Eg vona líka að meðan á heimsókn- inni stendur getum við komið á sam- böndum á ýmsum sviðum; t.d. upp- lýsingatækni - margir á Islandi eru áhugasamir um að koma á tengslum við Indland á því sviði - og fiskveið- um. Þjóð mín hefur lifað á fiskveiðum öldum saman og hefur náð að byggja upp ein mestu lífsgæði í heiminum, vegna þess sem hafið hefur gefið okkur. Við viljum kanna möguleika á samstarfi við Indverja á því sviði. Umfram allt snertir það taug í hjarta mínu að koma til Indlands aftur, að sjá glæsileika landsins, fjölbreyti- leika mannlífsins og verða vitni að hinni miklu ferð Indverja til þróunar og framfara." Indland er land mikilla andstæðna, einstakrar fegurðar, jafnt sem gífur- legrar fátæktar. Rétt eins og íslend- ingar öðluðust Indverjar ekki sjálf- stæði fyrr en um miðbik tuttugustu aldarinnar. Á þeirri hálfu öld, sem síðan er liðin, hefur þeim tekist að viðhalda lýðræðislegum stjórnar- háttum. Hið indverska lýðræði er vissulega ekki fullkomið en í ljósi íbúafjölda og þeirra ótrúlegu vanda- mála er tengjast fólksfjölguninni og fátækt er ekki annað hægt en dást að því að Indverjar skuli ætíð hafa hald- ið áfram á braut lýðræðisins. Talið er að innan tveggja áratuga verði Indland orðið að fjölmennasta ríki veraldar en á hverju ári fjölgar íbúum um tuttugu milljónir. Það er jákvætt að nú skuli hafa verið tekin skref til að. koma á tengslum við þessa merku þjóð í Suður-Asíu, sem að mati flestra á eftir að gegna mun meira hlutverki á alþjóðavettvangi í framtíðinni en hingað til hefur verið raunin. 4 Ólafur Ragnar Grímsson um opinbera heimsókn forseta elsta lýðræðisríkis heims til þess fjölmennasta Ólafur og Sonja Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, ræddust við. Ólafur og forsætisráðherra Indlands, Vajpayee, ræddust við í gær. Mikilvægt tákn um samstarfog vináttu við upphaf 21. aldar Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Islands, til Indlands hófst í gær- morgun klukkan 9.30 að staðartíma, þegar ✓ klukkan var fjögur að nóttu á Islandi, með móttökuathöfn við forsetahöllina, Rashtr- apati Bhavan, þar sem hann býr meðan á dvölinni í Dehlí stendur. Skapti Hallgríms- son blaðamaður og Ragnar Axelsson ljós- myndari fylgjast með ferðum forsetans í þessu fjölmennasta lýðræðisríki veraldar. EFTIR stutta ökuferð frá einum hluta forsetahall- arinnar til annars komu Ólafur Ragnar Gríms- son og Dorritt Moussaieff, heit- kona hans, að stóru bersvæði við forhlið hallarinnar þar sem opin- ber móttaka fór fram. Þar var Ól- afur Ragnar boðinn velkominn með 21 fallbyssuskoti, forseti Ind- lands, K.R. Narayanan, tók því næst á móti honum, áður en forseti íslands gekk upp á lítið svið sem komið hafði verið fyrir fyrir fram- an höllina, andspænis heiðurs- verðinum. Hljómsveit flughersins lék þá ís- lenska þjóðsönginn og síðan þann indverska, og í kjölfar þess kann- aði Ólafur Ragnar heiðursvörðinn, þar sem saman voru komnir full- trúar sjóhers, landhers og flug- hers. Síðan gekk hann aftur til starfs- bróður síns, Narayanans, sem kynnti Ólaf Ragnar fyrir ýmsu indversku fyrirmenni og forseti íslands kynnti þann indverska fyr- ir sveit sinna manna; m.a. Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, Þorsteini Pálssyni, sendiherra og Sverri Hauki Gunnlaugssyni, ráð- uneytisstjóra. „Það er mikill heiður fyrir mig að verða fyrsti forseti íslands til að sækja Indland heim. Ég tel heimsókn forseta elsta lýðræðis- ríkis í heimi til þess stærsta sé mikilvægt tákn um samstarf og vináttu, sérstaklega við upphaf 21. aldarinnar, sem við vonum öll að verði öld lýðræðis og mannrétt- inda fyrir alla,“ sagði ðlafur Ragn- ar m.a. þegar forsetarnir stöðvuðu andartak hjá blaðamönnum. „Ég vona líka að á meðan á heimsókn- inni stendur getum við komið á samböndum á ýmsum sviðum; t.d. upplýsingatækni - margir á Isl- andi eru áhugasamir um að koma á tengslum við Indland á því sviði - og fiskveiðum. Þjóð mín hefur lif- að á fiskveiðum öldum saman og hefur náð að byggja upp ein mestu lífsgæði í heiminum, vegna þess sem hafið hefur gefið okkur. Við viljum kanna möguleika á sam- starfi við Indverja á því sviði. Um- fram allt snertir það taug í hjarta mínu að koma til Indlands aftur, að sjá glæsileika landsins, fjöl- breytileika mannlífsins og verða vitni að hinni miklu ferð Indverja til þróunar og framfara." Éftir að forsetarnir kvöddust við lpk móttökuathafnarinnar héldu Ólafur Ragnar og fylgdarlið hans að minnismerki um Mahatma Gandi þar sem forseti íslands lagði blómsveig að minnismerkinu um þessa miklu þjóðhetju Ind- verja, sem gjarnan er kallaður faðir þjóðarinnar. Skömmu fynr hádegi hófst fundur forseta íslands, utanríkis- ráðherra og embættismanna með einum ráðherra indversku ríkis- stjórnarinnar, þeim sem fer með málefni byggðar og fátæktar. Eft- ir hádegi hittu forsetinn og fylgd- arlið hans varaforseta landsins og snæddu hádegisverð í boði hans. Hitti leiðtoga stjórnar- andstöðunnar Síðdegis hitti forsetinn Sonju Gandhi, ekkju Rajivs Gandhi, fyrrverandi forsætisráðhera, en hún er nú leiðtogi Congress- flokksins og stjórnarandstöðunn- ar í landinu. Eftir það opnaði hann íslenska kvikmyndahátíð í Dehlí, þar sem sýndar eru fimm myndir eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem er einmitt í för með forsetanum. Opnunarmynd hátíðarinnar í gær var Englar alheimsins og í gærkvöldi var Börn náttúrunnar á dagskrá. í dag verða svo sýndar myndirnar Skytturnar, Cold Fever og Djöflaeyjan. Þetta er í fyrsta skipti sem kvik- myndahátíð með íslenskum mynd- um er haldin á Indlandi og vakti greinilega talsverðan áhuga, því stór salur kvikmyndahússins var þétt setinn. Formaður kvikmyndahátíðar- innar þakkaði Friðrik Þór hlýlega í ávarpi sínu fyrir að hafa gert þessa kvikmyndahátíð mögulega. Hún sagðist viss um að miklar við- ræður ættu sér stað milli þjóð- höfðingjanna en með tilliti til raunverulegs skilnings þjóðanna í milli, fólksins, myndu kvikmyndir Friðriks skapa meiri varanlegri tengsl en nokkuð annað. Upplýsingaráðherra Indlands, einnig kona, átti að vera á ríkis- stjórnarfundi á sama tíma og kvik- myndahátíðin var sett, en tók hana fram yfir. Hún flutti ávarp þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að kvikmyndir væru ekki einungis ákjósanlegar í því skyni að skemmta fólki heldur einnig til miðlunar upplýsinga og ýmiskonar fróðleiks. Besta leiðin til að kynn- ast framandi löndum væri vita- skuld að sækja þau heim, en ekki hefðu allir aðstöðu til þess, af ýms- um ástæðum, m.a. fjárhagslegum - en hér í Indlandi blasir gífurleg fátækt mjög viða við, reyndar svo að með ólíkindum er - og því gætu kvikmyndir komið að mjög góðum notum við það að upplýsa fólk. Ólafur Ragnar Grímsson opnaði síðan hátíðina. „Það er mikilvægur áfangi fyrir okkur Islendinga að færa ykkur menningu okkar með þessum hætti,“ sagði hann meðal annars í ávarpi sínu og bætti við að Friðrik hafi verið menningar- sendiherra íslands á heimsvísu. „Hluti opnunarmyndarinnar er tekinn á forsetasetrinu á íslandi. Þegar ég var í Los Angeles við opnun kvikmyndahátíðar þar, frétti ég að aðstandendum hinnar heimsfrægu sjónvarpsþáttaraðar West Wing [Vesturálman] sem gerist í Hvíta húsinu, hefði meira að segja verið meinað að kíkja inn í Hvíta húsið til að athuga hvort húsgögn og myndir hjá þeim væru raunverulegar. Þetta var í landi frelsisins, Bandaríkjunum. En ég get fullvissað ykkur um að forseta- setrið sem sést í þessari mynd er hið raunverulega," sagði Ólafur Ragnar og þá klappaði fólkið í salnum. „Þannig er hið opna lýð- ræði á íslandi að Friðrik Þór yfir- tók forsetaembættið í nærri því tvo daga meðan hann var að kvik- mynda! Ég varð að sinna vinnu minni í bakherbergjum eða eld- húsinu." Ólafur Ragnar sagði aðeins eitt vandamál hafa komið upp. „Hann kom til mín og bað um mjög mikil- i| Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhendir Samuel Motup- alli, umsjónarmanni Heimilis litlu Ijósanna, gjafabréfið. Halldór færði mun- aðarleysingj aheimili 9 milljónir HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra færði indverska munaðarleysingja- heimilinu Heimili litlu ijósanna 10 þúsund dollara, andvirði um níu milljóna króna, að gjöf frá ráðuneytinu í hádeginu á sunnudag. Umrætt heimili er rekið algjörlega fyrir fslenskt Qármagn, fyrir styrki frá ein- staklingum á vegum ABC- hjálparstarfs, og sagði Halldór við þetta tækifæri að ráðu- neytið hefði viljað nota tæki- færið og leggja svolítið af mörkum til starfseminnar. Heimili litlu Ijósanna var stofnsett 1992 og þar voru að- eins 30 börn í upphafi. Það er í grennd við borgina Madras, og þar búa nú um 1.500 börn. ABC á Indlandi rekur annað heimili fyrir munaðarlaus böm í Madr- as þar sem íbúar eru um 100, enn sem komið er. Starfið á Heimili litlu ljós- anna byggist á kristinni trú. Sóra Samuel Motupalli, stjórnandi barnaheimilisins, tók við gjöf ráðherra í dag og sagði við það tækifæri að yngstu börnin á heimilinu væm þriggja ára og þau elstu 17 til 18 ára. Styrkimir frá íslandi standa undir rekstri heimilisins; börnin njóta húsaskjóls, fæðis, fatnaðar og menntunar. Motupalli sagði það draum sinn að byggður yrði framhaldsskóli í grennd- inni, sem hægt væri að reka með sama hætti - með því ykj- ust tækifæri umræddra barna og unglinga enn frekar til mcnntunar. „Það yrði krist- inni trú á Indlandi til mikillar blessunar ef við gætum opnað háskóla fyrir kristna, en öðr- um yrði vitaskuld hleypt i hann líka,“ sagði Motupalli. vægan fund, sem ég veitti honum að sjálfsögðu. Hann sagðist vera með eina ósk: vildi fá mig til að leika forsetann í myndinni. Eina leið mín til að sleppa við það var að segja við hann; Ériðrik, ég er for- setinn. Hvernig get ég leikið hann? Við ræddum málið alvarlega, en þetta var eina ósk hans sem ég varð að neita - og sagði honum að fá einn af gömlu, virðulegu leikur- unum okkar til að leika forsetann." Ólafur sagðist vonast til að þessi fyrsta kvikmyndahátíð með ís- lenskum kvikmyndum hér á landi yrði upphaf mikilla menningar- samskipta á sviði kvikmynda; list- forms 21. aldarinnar. Eftir ávarp sitt tendraði Ólafur Ragnar eld á sérstökum lampa kvikmyndahátíðarinnar sem komið hafði verið fyrir á sviðinu og tveir fulltrúar hátíðarinnar, auk Þor- steins Pálssonar, sendiherra og Friðriks Þórs, gerðu síðan slíkt hið sama. Fundur með varaforsetanum Undir kvöld áttu forsetinn, utan- ríkisráðherrann og embættismenn stuttan fund með hinum 73 ára Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, á heimili hans í Dehlí. Vert er að geta þess að mynda- tökur voru leyfðar við upphaf allra áðurnefnda funda en blaðamönn- um var ekki leyft að ræða við ind- versku ráðamennina. Dagskrá þessa fyrsta dags opin- berrar heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar lauk svo með hátíðar- kvöldverði í Rashtrapati Bhavan- höll í boði forseta Indlands. Á sunnudag, áður en opinbera heimsóknin hófst, fóru Ólafur Ragnar og fylgdarlið hans í skoð- unarferð um Dehlí. Fyrir hádegi var m.a. farið í stóra verslun/safn, þar sem boðið er upp á alls kyns indverska listmuni og í kjölfar þess hélt hópurinn í hof Bahaia-trúar- flokksins, glæsilega byggingu sem er í laginu eins og lótusblóm. Þar var lesið úr trúarritum og sungið fyrir íslenska hópinn. Að kvöldi sunnudagsins snæddu Ólafur Ragnar og fylgdarlið hans kvöldverð í boði aðalræðismanns íslands á Indlandi, Nand Khemka. Morgunblaðið/Rax Forseti íslands kannar heiðursvörð við upphaf heimsóknar sinnar til Indlands. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 43 " 1 ... .................. U Ný þáttaskil í Evrópu eftir Uffe Ellemann-Jensen © Project Syndicate IBÚAR Belgrad hafa enn einu sinni orðið til þess að valda þáttaskilum í sögu Evrópu. Loksins virðist vera að rofa til eftir áratuga styrjöld á Balkan- skaga. Skýr hugsun, skýr markmið, og - umfram allt - skýr vilji al- mennings er nauðsyn, eigi Evrópa að geta haldið fram á veg. Með til- liti til þessa er mikilvægt að draga réttar ályktanir af neikvæðu svari Dana í nýlegri atkvæðagreiðslu um hvort þeir ættu að taka upp evruna eða ekki. Danir eru ekki andvígari Evrópu en aðrir. Útlendingahatur er ekki útbreiddara í Danmörku en öðrum Evrópulöndum. Það var ekki bara vafasamt bandalag öfgahægrisinna og öfgavinstrisinna, eins og sumir héldu fram, sem hafði evruna und- ir. Neitun Dana verð- ur að skoða sem að- vörun til leiðtoga Evrópu - þeir ættu að fara mun varlegar í sakirnar þegar þeir hefja samræður við kjósendur um evr- ópsk grundvallar- atriði, eins og til dæmis hlutverk Evrópu í að tryggja frið á Balkanskaga. Annars gætu þeir orðið fyrir sömu von- brigðunum og starfs- bræður þeirra í Dan- mörku, þar sem fjórir af hverjum fimm þingmönnum greiddu atkvæði með stefnumáli sem einungis 47% kjós- enda þeirra studdu. Nýleg Eurobarometer-skoðana- könnun rennir stoðum undir þá fullyrðingu mína að Danir séu ekki andvígir Evrópu. Kjósendur í öllum Evrópusambandsríkjum voru spurðir hvort þeir teldu að stækkun sambandsins með inntöku umsókn- arríkja í Austur- og Mið-Evrópu væri forgangsatriði. Hátt í 60 af hundraði Dana voru þessu fylgj- andi. Reyndar var Danmörk efst á listanum. I Frakklandi og Þýska- landi var stuðningurinn einungis um 20%. Ef aðrar ríkisstjórnir fylgja for- dæmi Danmerkur og boða til al- mennra kosninga um evruna munu flestar að líkindum tapa. Ég minn- ist stöðunnar 1992, þegar naumur meirihluti danskra kjósenda (innan við eitt prósent) hafnaði Maast- richt-sáttmálanum. Mitterrand for- seti brást við með því að boða til svipaðrar atkvæðagreiðslu í Frakk- landi til þess að veita sáttmálanum stuðning. Það kom næstum öllum í Frakklandi á óvart að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar fór jafn nærri því að vera „nei“ og hún hafði farið nærri því að vera, já“ í Danmörku. Nú hafa danskir kjósendur enn einu sinni hafnað tillögu ráðandi stjómmálaafla. Það sem fór úr- skeiðis í Danmörku gæti einnig gerst í öðrum löndum. Danskir stjórnmálaleiðtogar gátu ekki sannfært umbjóðendur sína um að líta beri á evruna sem jákvæðan þátt í þróun sameinaðrar og frjálsr- ar Evrópu. Efnahagsleg rök dugðu ekki til að sannfæra þá - hnignun evrunnar gagnvart dollaranum hafði greinilega mikil sálræn áhrif á það hvernig fór. En of lítil áhersla var lögð á pólitísk rök. Efnahags- og myntbandalagið var stofnað áður en Berlínarmúr- inn féll 1989. Þegar ný Evrópa tók að líta dagsins ijós var stofnun sam- eiginlegs gjaldmiðils glæsilegt af- rek hugsjónamanna sem komu auga á möguleika á að styrkja enn tengslin milli Evrópulandanna. Leiðtogar Þýskalands - kynslóð Kohls og Genschers, sem hafði upp- lifað stríðið - höfðu skilning á því að sameinað Þýskaland yrði þvílíkur efnahagsrisi í Evrópu að það myndi óhjákvæmilega leiða til ójafnvægis innan Evrópusambandsins. Því komust þýskir leiðtogar að þeirri niðurstöðu að þeir yrðu að deila með öðrum ráðandi aðstöðu landsins við mörkun gjaldmiðils- stefnu. Hans Dietrich Genscher komst þannig að orði á þessum tíma: „Ef maður vill ekki að Evrópa verði þýsk verður að skapa evrópskt Þýskaland." Þetta var fórn, og henni var ekki vel tekið meðal þýskra kaupsýslumanna. Þeir efuð- ust um vilja og/eða getu annarra Evrópuríkja til að berjast gegn verðbólgu. En þetta gerðu Þjóðverj- ar. Okkur ber öllum að þakka þeim það. Evran hefur lent í miklum byrj- unarörðugleikum, en lofar góðu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að evran skyldi byrja að síga gagnvart dollaranum í ljósi þess mismunar sem er á frammistöðu Ameríku og Evrópu í efnahags- málum. Og það ætti ekki að koma á óvart að markaðirnir hafa látið á það reyna hversu viljugir evrópskir leiðtogar eru til að halda sig á mott- unni þegar gjaldmið- ilsmálin eru annars vegar. íhlutun og stuðningur frá Banda- ríkjunum og Japan nýverið sýndi að evran er komin til að vera og að markaðimir trúa á árangur hennar. Sameiginlegur gjaldmiðill er ein- ungis einn þátturinn í að sameina friðsamlega Evrópu. Þetta er kjarni málsins, en honum var ekki komið nægilega vel til skila við Dani. Þess vegna ber að líta á úrslit atkvæða- greiðslunnar í Danmörku sem að- vörun um að leggja verði allt í söl- urnar til þess að sannfæra Evrópubúa um pólitískt mikilvægi evrunnar - og um mikilvægi þess að stækka bandalagið. Stækkun Evrópusambandsins í austur er stóra verkefnið sem tak- : ast verður á við næstu árin. Að sjálf- sögðu eru lífsskilyrði ekki eins góð í Austur-Evrópu og þau eru vestan- til, en vonin - bæði hjá umsóknar- ríkjunum og ríkjum á Balkanskaga - er sú, að áframhaldandi útbreiðsla lýðræðis og efnahagsumbóta muni leiða til þess að innganga fáist í Evrópusambandið. Stækkunin mun án efa veita „eldri“ lýðræðisríkjunum mögu- leika á nýjum mörkuðum. Hagnað- urinn af þessu mun bæta upp efna- hagslegan kostnað við stækkunina, og meira til. En hið pólitíska mikil- vægi vegur þó enn þyngra en þessi efnahagslegu skynsemisrök. Ef Evrópa verður áfram skipt murr aldrei verða til sú frjálsa og friðsam- lega Evrópa sem stofnendur hennar sáu fyrir sér þegar þeir undirrituðu Rómarsáttmálann. Nýju lýðræðisríkin í Austur- og Mið-Evrópu og Eystrasaltsríkin vilja óð og uppvæg taka þátt í Evrópusambandinu. Hugrakkur mannfjöldinn í Belgrad sýndi fram á vilja Serba til að verða hluti af evrópsku fjölskyldunni. Allir vilja taka þátt í vexti og sameiningu Evrópu þar sem lýðræði og virðing eru ráðandi hugmyndir, en ekW hervald. Danir komu ekki auga á að þetta tengist hlutverki evrunnar. Atburðimir í Belgrad veita nýtt tækifæri til að hefja umræðu, sem hefur verið frestað of lengi, um hin háleitari markmið evrópsks sam- runa. UfTc Ellemann-Jensen er fyrrver- andi utanríkisráðherra Danmerkur? Uffe Ellemann- Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.