Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Birting af- niælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar tii birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á rit- stjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðs- ins í Kaupvangsstræti 1, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- v* ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega h'nulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru . - birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrái’. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfeet einnig auðveld í úrvinnslu. HAFDIS SÓLVEIG SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR + Hafdís Sólveig Sveinbjörnsdótt- ir var fædd í Vest- mannaeyjum 27. mars 1958. Hún lést miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Foreldrar Hafdís- ar voru Sveinbjörn Snæbjörnsson sjó- maður frá Patreks- firði og kona hans Matthildur Þórunn Matthíasdóttir, Vest- mannaeyjum. Þau áttu eftirtaiin fimm börn: Sigmar Þór, Grétar Snæbjörn, Guðbjart Bjarka, þá Hafdísi Sólveigu og Þórunni Sveins. Hafdís átti tvö börn, Vilhjálm Magnússon, f. 1975, með Magnúsi Vil- hjálmssyni, en þau slitu samvistum eftir tveggja ára sambúð, og Kolbrúnu Ósk Ól- afsdóttur, f. 1977. Ólafur og Hafdís bjuggu saman frá 1977 til 1985 en þá slitu þau samvistum eftir á(t.a_ ára hjóna- band. Árið 1995 kvæntist Hafdís Guðna Hjartarsyni og iyuggu þau við Boðaslóð í Vest- mannaeyjum. Hafdis Sólveig var jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyj- um, 17. október. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja vinkonu mína, Hafdísi Svein- björnsdóttur. Hafdísi kynnist ég fljótlega eftir að hún flutti til Reykjavíkur frá Vestmanneyjum. Þetta var hrífandi stúlka sem hafði brennandi áhuga á því að þjóna Drottni, vitna um hans máttarverk og vinna sálir fyrir hann. Það var snemma ljóst að lífs- baráttan hafði verið henni erfið. Hún hafði fengið að kynnast mót- læti, áföilum, veikindum og erfið- ieikum ýmiskonar í meira mæli en margur annar. Þrátt fyrir það hafði hún hugmóð og kraft til þess að tak- ast á við lífið og sótti fram. Til Reykjavíkur kom hún nánast með tvær hendur tómar en tókst með miklum dugnaði að festa kaup á íbúð, eignast bíl og fallegt innbú á tiltölulega stuttum tíma. Hafdís gaf Guði dýrðina í þessum efnum sem og öðrum. Oft hafði hún fengið að reyna hvernig Guð blessaði í þeim málum og hún treysti því að svo myndi hann gera áfram. En hún miðlaði öðrum mildilega og ótrúlegt var hvernig hún brást skjótt við þeg- ar neyðin bankaði á hjá einhverjum sem hún þekkti. Ég kom oft á heimili hennar í Hlíðarhjallanum. Hafdís var smekk- manneskja og heimiii hennar var sérlega hlýlegt og fallegt. Hún lagði áherslu á að heimili hennar væri athvarf þar sem fólk sem þyrfti á því að halda fengi og fyndi fyrir snert- ingu frá anda Drottins. Því hún þráði að þjóna honum og var iðin við það verk. Gestrisin var hún og man ég eftir vegiegum matarboðum sem hún hélt þar sem ekkert var til spar- að. Einhverju sinni var ég á leiðinni í söluferð út á land og kom við í Hlíð- arhjallanum snemma morguns tii þess að sækja svefnpoka sem sonur hennar ætlaði að lána mér. Þá beið mín þetta líka vel útilátna morgun- verðarhlaðborð og ég mátti alls ekki hefja för mína án þess að hafa sest þar að snæðingi. Eftir þessa stúlku liggja mörg dýrmæt verk á trúboðsakrinum. Þar sem hún var kunnug þjáningum var hún sérlega næm fyrir því þegar öðrum leið illa og hafði skilning á vanlíðan fólks og erfiðleikum. Þeir eru ófáir vinirnir og vinnufélagar sem hún bauð með sér á samkomur. Hafdís starfaði lengi á Hvítabandinu við Skólavörðustíg og var góður og vel liðinn starfskraftur. Hún var samviskusöm og áreiðanleg og hafði bæði drifkraft og mikið verksvit. Hafdís var trygg og traust vin- kona. Vinátta hennar var einlæg og umhyggjusöm. Þetta var vönduð stúlka og mörgum góðum kostum gædd. Hún vai' skapmikil og þótt stundum gysi upp úr var hún jafnan fús til sátta og við hlógum saman á ný. Ég lærði margt af Hafdísi og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt hana sem vinkonu. I huga mínum lifir minning um stúlku sem átti sín blómaskeið hér á jörðu. Megi Drottinn Jesús hugga og styrkja Villa son hennar og aðra aðstandendur. Þollý Rósmundsdóttir. Mig langar til þess að reyna að koma nokkrum kveðjuorðum frá mér á blað um Hafdísi vinkonu mína, sem nú er farin úr þessum heimi. Það er sárt að sætta sig við það en vegir Guðs eru órannsakan- legir, okkur er ekki ætlað að skilja allt. Eitt er þó víst að allt er í hendi Guðs. Hafdís var yndislegur persónu- leiki og þótt kvöl hennar væri mikii vegna sjúkdóms hennar var alltaf stutt í hinn bjarta, skemmtilega húmor hennar - hún gerði gjarnan grín að sjáifri sér. Hún var geysilega fær í höndunum og var heimili henn- ar skreytt með list hennar. Ég tek dæmi um stofuborðið sem allt var þakið rósum sem hún hafði þurrkað og valið litina saman á svo sérstakan hátt og hafði svo gler yfir. Svona var allt hjá Hafdísi. Ég minnist hennar á einstakan hátt því hún var eins og dóttir mín. Þessi elska gekk í gegnum sára lífs- reynslu sem verður ekki tíunduð hér. Líf hennar var eiginlega mikil sorgarsaga. Ég vil vitna í skáldið Davíð Stefánsson þegai' hann segir: „Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð.“ Hún tjáði mér nokkrum dögum áður en hún dó að hún ætti von á ömmubarni, ég samgladdist henni innilega þegar hún sagði mér frá því. En svo kom fregnin! Hafdís mín var farin, já, farin úr þessum heimi. Þessi frétt og sorgin var hræðileg en Guð græðir öll sár með tíð og tíma. Ég votta ykkur öllum samúð mína, elsku vinir er sárt syrgið í dag. Þér, elsku Guðni, sem stóðst eins og hetja við hlið hennar í veikindunum. Einnig börnum hennar, Villa og Kol- brúnu, svo og systkinum hennar. Ég vil hugga ykkur með þessu fá- tæklega ljóði sem fæddist í mjög miklum veikleika og söknuði: Þegai'kaldirvindar blása blómin fegurst deyja finnur hjartað tíi. En mitt í miðjum stormi hvíslar Guð að okkur að bráðum komi vorið með yndislega rós. Hjartans litla Hafdís ég leyfi tárum streyma um kinnar mínar nú. En brátt mun regnið koma. Skola tárfull augu og sólargeislar minninganna leika um gluggann minn. (Þóra Björk.) Þóra Björk Benediktsdóttir. ÝMISLEGT SELJAKIRKJA Söngfólk óskast í kór Seljakirkju Ýmis spennandi verkefni: Gospeltónleikar, jóla- tónleikar, vortónleikar og söngferð til Banda- ríkjanna í júní. Engin mætingaskylda í messur. Upplýsingar gefur tónlistarstjóri, Gróa Hreins- dóttir, í símum 567 0110 og 557 2826. Sunnudagur 5. nóv. 1. kl. 10.00 Höskuldarvellir — Keilir. Jeppadeildarferð. Skráning á skrifstofunni. 2. kl. 10.30 Kringum Elliðavatn (ný ferð). Gönguferð á um- töluðum slóðum. Mánudagur 6. nóv. kl. 20 Myndakvöld Útivistar í Húna- búð. lUtnnum á aðventuferðir i Bása og Útivistarræktina. Sjá utivist.is □EDDA 6000103119 III Frl 1 AD KFUK Holtavegi Fundur fellur niður vegna boðs í AD KFUM 2. nóvember. www.kfum.is ifl Skyggnilýsing Fimmtudags- kvöldið 2. nóv. kl. 20.30 verður Ingi- björg R. Þengils- dóttir miðill með skyggnilýsinga- fund á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapótek). Húsið opnað kl. 19.30. Miðaverð kr. 1.300. □ HLÍN 6000103119 IVAf DULSPEKI íLIFJÖLNIR 6000103119 I - Tarotlestur — sími 692 0991 Til sölu einbýlishúsalóð! Ca 1000 fm eignarlóð til sölu í Seláshverfi í Árbæ. Áhugasamir sendi fyrirspurn til auglýs- ingadeildar Mbl. með nafni, kennitölu og símanúmeri fyrir 3. okt. nk., merkta: „110". FUISIDIR/ MAMNFAGNAÐUR Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Opinn fræðslufundur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ efnirtil opins fræðslufundarfyrirforráðmenn nemenda skól- ans svo og íbúa Garðabæjar og Bessastaða- hrepps. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar kemur á fundinn ásamt Bergljótu Sigurbjörnsdóttur, félagsmálafulltrúa og Áslaugu Huldu Jónsdóttur, formanni starfs- hóps um vímuvarnir. Fundarefni erforvarnir í Garðabæ. Fundurinn verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 31. okt., í húsakynnum skólans kl. 20.00—22.00. Kaffi og meðlæti í boði skólans. Mætum vel og stundvíslega! Skíðadeild Ármanns Aðalfundur Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Ár- mannsheimilinu við Sóltún þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20.00. Stjórnin. Herrakvöld Vals verður haldið að Hlíðarenda föstudaginn 3. nóvember. Glæsilegur kvöldverður. Ræðumaður kvöldsins. Skemmtiatriði. Húsið opnað kl. 19.00. Valsmenn, fjölmennið og takið með ykkur gesti! TILBOÐ / ÚTBOÐ au Landsvirkjun Útboð Stálmöstur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í stálmöstur fyrir Vatnsfellslínu 1,sem liggja mun frá fyrirhuguðu tengivirki Landsvirkjunar við Vatnsfellsvirkjun að tengivirki við Sigöldu- stöð í samræmi við útboðsgögn VF1-02. Verkið fellst í að leggja til allt efni og vinnu við smíði ásamt heithúðun og afhendingu á 21 stálmastri. Heildarmagn á stáli u.þ.b 148 tonn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudeginum 30. október 2000 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 fyrir hvert eintak. Tilboð verða opnuð þann 16. nóvember nk. kl. 14.00, á skrifstofu Landsvirkjunar, að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.