Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
MP ! BIO
----------------------
fyferiff&tt U ífmntítö Kfpméu»nmrr
Hluthafafundur MP BIO hf.
Hluthafafundur í hlutafélaginu MP BIO hf. verður haldinn
fimmtudaginn 9. nóvember í Sunnusal, Hótel Sögu,
Reykjavík, kl. 16:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Breyting á samþykktum.
■ Breyting vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa.
■ Varamaður í stjórn.
• Ýmsar orðalagsbreytingar á samþykktum sem hafa
ekki í för með sér breytingar á efnisreglum.
2. Stjórnarkjör.
3. Kynning á flárfestingum félagsins og nýjum
framkvæmdastjóra.
4. Væntanlegt hlutafjárútboð.
5. Kaupréttir til stjórnarmanna.
6. Önnurmál.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu verða til sýnis fyrir
hluthafa á skrifstofu félagsins að Garðastræti 38, Reykjavík,
viku fyrir hluthafafund.
Stjórn MP BIO hf.
Topp 10 miðað við ávöxtun síðustu 12 mánaða
Sæti Umsjón Sjóður Ávöxíun jj
1. Frjálsi Frjálsi - Hátækni og heilsa 55,9%
2. B.í. Franisækiii aíþjóða tiíutabréfa^óciumn 45 4%
3. V.Í.B. Sjóour 10 45,3%
4. Frjálsi Frjálsi - Norður Ameríka 44,9%
5. í..8ndsbréf íslensM fjáísjoðunnn 42.3%
6. B.í. Afbjóða hiuíabféfa^óðurínn 41.4%
7. Frjálsi Frjálsi - Evrópa 41,1%
8. Ksupþina LuXrCaÍObal EqiJfiy Cteas 39,7%
9. Frjálsi Frjálsi - Aiþjóðleg hlutabróf 36,4%
10. i Frjálsi Frjálsi - Nýir markaðir, ný tækifæri 35,9%
Nafnávöxtun 30.9.99 - 30.9.00. Upptýsingar frá Lánstraustl hf. (www.lt.is).
i
i
Yöruskiptin í september
óhagstæð um 4,7 milljarða
FLUTTAR voru út vörur fyrir 12,4
milljarða króna í septembermánuði
og inn fyrir 17,1 milljarð króna fob.
Vöruskiptin í september voru því
óhagstæð um tæpa 4,7 milljarða en í
september í fyrra voru þau óhag-
stæð um 4,6 milljarða á föstu gengi.
I tilkynningu Hagstofu Islands
kemur fram að fyrstu níu mánuði
ársins voru fluttar út vörur fyrir
109.6 milljarða króna en inn fyrir
137.6 milljarða króna fob. Halli var
því á vöruskiptunum við útlönd sem
nam 28 milljörðum króna en á sama
tíma árið áður voru þau óhagstæð
um 19 milljarða á föstu gengi.
Fyrstu níu mánuði ársins var vör-
uskiptajöfnuðurinn því ní milljörð-
um króna óhagstæðari en á sama
tíma í fyrra.
Meira flutt út af iðnaðarvörum
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
níu mánuði ársins var 5,9 milljörð-
um eða 6% meira á föstu gengi en á
sama tíma árið áður eða hátt í 107
milljarðar króna.. Aukningin stafar
af útflutningi iðnaðarvöru, aðallega
áli, en á móti kemur að á síðasta ári
var seld úr landi farþegaþota en
engin sambærileg sala hefur átt sér
stað það sem af er þessu ári. Sjáv-
arafurðir voru 65% alls útflutnings
og var verðmæti þeirra 1% meira en
á sama tíma árið áður.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
níu mánuði ársins var 14,9 milljörð-
um eða 12% meira á föstu gengi en
á sama tíma árið áður eða alls 126,5
milljarðar króna. Rösklega þriðj-
ungur þessarar aukningar stafar af
verðhækkun á eldsneyti. Að öðru
leyti má aðallega rekja vöxtinn til
aukins innflutnings á hrávörum og
rekstrarvörum, flutningatækjum og
neysluvörum.
Verðmæti innflutnings og útflutnings ^ ;
jan. - Sept. 1999 Og 2000 1999 2000 Breytingá
(fob virði í milljónum króna)_jan. - sept. jan. - sept. fðstu gengi*
Útflutningur alls (fob)
Sjávarafurðir
Landbúnaðarafurðir
Iðnaðarvörur
Ál
Kísiljárn
Aðrar vörur
Skip og flugvélar
Innflutningur alls (fob)
Matvörur og drykkjarvörur
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.
Óunnar
Unnar
Eldsneyti og smurolíur
Óunnið eldsneyti
Bensín, þ.m.t. flugvélabensín
Annað unnið eldsn. og smuroliur
Fjárfestingarvörur
Flutningatæki
Fólksbílar
Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.)
Skip
Flugvélar
Neysluvörur ót.a.
Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur)
Vöruskiptajöfnuður
106.812 109.626,4 +5,7%
72.970,2 71.794,6 +1,4%
1.527,0 1.746,6 +17,8%
26.740.6 33.939,7 +30,7%
16.504.6 21.560,7 +34,6%
2.193.9 2.723,6 +27,9%
5.574.9 2.145,5 -60,4%
4.459.8 652,5 -84,9%
126.434,1 137.632,6 +12,1%
11.284,5 11.309,0 +3,2%
28.707.1 31.384,4 +12,6%
1.102.4 1.352,4 +26,4%
27.604,8 30,032,0 +12,1%
6.552.8 12.551,3 +97,3%
168,9 281,6 +71,7%
1.397,2 2.938,6 +116,6%
4.986.7 9.331,1 +92,7%
31.451.7 30.985,1 +1,5%
24.893.2 26.379,7 +9,2%
10.887,1 9.972,0 -5,6%
2.718.8 3.803,1 +44,1%
4.526,1 4.854,2 +25,2%
3.403.4 3.937,4 +19,2%
23.366.7 24.890,7 +9,7%
178,2 132,3 -23,5%
19.049 -28.006
Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð ertends gjaldeyris
í janúar-september 2000 2,9% lægra en sömu mánuði árið áður. Hdmild: HAGSTOFAISLANDS
Ný Glóra, hugbimaðralaiisn
fyrir SAXESS-viðskiptakerfið
MENS Mentis hugbúnaðarlausnir
hf. hefur undanfarna mánuði unnið
að nýrri og endurbættri útgáfu hug-
búnaðar, sem nefnist Glóra. Þessi
nýja útgáfa Glórunnar mun nýtast
öllum sem nýta sér SAXESS-kerfið
og hún er jafnframt fyrir alla mark-
aði sem SAXESS styður. Með nýju
útgáfunni á Glóru er um að ræða
nýja virkni í hugbúnaðinum í sam-
ræmi við breyttar aðstæður á mark-
aði. Ný Glóra verður boðin á íslandi,
í Danmörku og Svíþjóð enda vinnur
hún upplýsingar úr SAXESS kerfinu
sem notað er á fjármálamörkuðum
þessara landa. Jón Helgi Egilsson,
framkvæmdastjóri Mens Mentis,
segir að nýju hugbúnaðarlausnir fyr-
irtækisms nýtist nú fyrir markað
sem sé um 70 sinnum stærri en áður.
„Þannig er NOREX-samstarfið ekki
eingöngu framför fyrir íslenskan
fjármálamarkað heldur ekki síður
framför fyrir íslensk hugbúnaðar-
fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í
lausnum fyrir fjármálamarkaðinn.
Islensk hugbúnaðarhús, sem hingað
til hafa þjónað innlendum markaði,
eru nú í raun að vinna á alþjóðlegum
markaði, sem þýðir hvort tveggja í
senn aukna samkeppni og aukna
möguleika til vaxtar,“ segir Jón
Helgi.
Glóra hugbúnaðarlausn er sam-
heiti yfir safn verkfæra til greining-
ar og upplýsingagjafar á verðbréfa-
markaði. Hugbúnaðurinn tengist
gagnagrunnum, bakvinnslukerfum
og öðrum kerfum á sjálfvirkan hátt
og hann getur auk þess framkvæmt
útreikninga með formúlusöfnum
sem sækja upplýsingar í kerfin.
Ligga ligga lá!
5 af 10 bestu hlutabréfasjóðunum eru hjá okkur
Samstarf okkar við Fidelity Investments, stærsta eignaumsýslu-
fyrirtæki heims, er þegar farið að bera ríkulegan ávöxt. M.v. 12
mánaða ávöxtunartölur höfum við á okkar snærum 5 af 10 bestu
hlutabréfasjóðum landsins.
Fréttir á Netinu vji> mbl.is
ALLTAf= e/TTH\SA£) /VÝT7
Rádstefna ICEPRO, nefndar um rafræn vidskipti,
á Crand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 31. október kl. 13:00 - 15:30
Öryggi rafrænna viðskipta,
sjónarmið og kröfur ríkis og atvinnulífs
Dagskrá:
Er allt vænt sem er rafrænt?
Albert Olafsson, viðskiptafræðingur,
starfar við endurskoðun upplýsingakerfa hjá Ríkisendurskoðun
Rafræn skírteini, rafræn viðskipti
Guðlaugur Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Auðkennis hf.
Hlé
Traust og öryggi á vefnum
Jónas Sverrisson, ráðgjafi í öryggismálum upplýsingakerfa hjá KPMG
Lagaleg sjónarmið varðandi öryggi rafrænna viðskipta
Tryggvi Axelsson, lögfræðingur hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyd
Að loknum erindum verða umræður og fyrirspurnir
Fundarstjóri: Arnaldur F. Axfjörð, forstöðumaður ráðgjafar hjá Áliti hf.
Kaffiveitingar
Aðgangseyrir er kr. 1.000
Þátttaka tilkynnist í síma 510 7100 ICEPRO
eða icepro@chamber.is nefnd um rafræn viðskipti