Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Grænlandsþorskur meö einkenni um íslenskan uppruna:
Sjómönnum Ijóst að þorskurinn er íslenskur
- segir Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi skipstjóri
..Sjómönnuni hefur alltaf veriö
ljóst aö þorskur viö Grænland er
af íslenskum uppruna.," segir
Guöjón A. Kristjánsson. alþingis-
maður og fyrrverandi skipstjóri.
um vaxandi þorskgegnd viö
■sijmMp
3 O, <3> C Ck^
Brottkastaður ljúfurinn, þetta er fslendingur, þekkirðu ekki fánann?
■i
'’qfHjErtJstk
Góða
skemmtun...
erunf1!^
umhverfisvæn
nútímaleg og alltaf leiðandi. Við spöruðum 30 tonn af pappír
og erum fyrst til þess að setja húsgagnavörulista á netið!
Nýi vörulistinn Húsgögn 2000-2001 er kominn úti netútgáfu,
og hefur bæst við stóran húsgagnavef okkar sem spannar nú
nokkur hundruð síður. Kíktu á vAvw.husgagnahollin.is og sjáðu
það nýjasta í húsgögnum, hönnun, samsetningu og litum.
wWrnm
oæsE
Koma norrænna tónlistarskólamanna
Kynna sér ís-
lenskt tónlistarlíf
Gylfi Gunnarsson
*
MORGUN koma
hingað í heimsókn
norrænir tón-
listarskólastjórar og kenn-
arar í námsferð. Tónlistar-
mennirnir verða hér fram
á sunnudag. Undh’búning
að komu þeirra hefur ann-
ast stjóm STS (Samtaka
tónlistarskólastjóra) og á
Gylfi Gunnarsson tónlist-
arskólastjóri sæti í stjóm
þeirra samtaka. Hann var
spurður um markmið þess-
arar heimsóknar.
„Þarna era á ferð annars
vegar norrænir tón-
listarskólastjórar sem eru í
félaginu Samtök tónlistar-
skólastjóra, NMR (Nord-
isk Musikskolelederraat)
og hins vegar norrænir
tónlistarkennarar NMPU
(Nordisk musikpedagogisk un-
ion). Tilgangurinn með ferð þessa
fólks hingað er að það kynnist ís-
lensku tónlistarlífi, tónlistarskól-
um og því sem við höfum upp á að
bjóða í kennslu og tónleikum.“
- Hvað er þetta margt fólk?
„Við eigum von á tuttugu og
fimm manns. Það mun halda til á
City hótel og dvelja hér fram á
sunnudag.“
- Hvernig er dagskráin ?
„Við byrjum á að fara í móttöku
á vegum Reykjavíkurborgar í
Höfða, síðar um kvöldið munum
við fara á ballettsýningu á vegum
Reykjavíkur - menningarborgar
2000. Daginn eftir verður kynnis-
ferð um Reykjavík og endað í
Hallgrímskirkju þar sem hið
glæsilega orgel verður skoðað og
hlustað á fyrirlestur Harðar Ás-
kelssonar. Við munum heimsækja
Tónlistarskólann í Reykjavík og
Tónlistarskóla Seltjarnamess og
verðum á sinfóníutónleikum á
fimmtudagskvöld. Á föstudags-
morgun föram við í Bláa lónið,
heimsækjum tónlistarskóla
Reykjanesbæjar, lítum inn hjá
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar,
hlýðum á tónleika í Salnum í
Kópavogi og endum á djasstón-
leikum í Tónlistarskóla FIH. Þar
á eftir verður Kristín Stefánsdótt-
ir með fyrirlestur um nýútkomna
námskrá fyrir tónlistarskóla. Á
laugardag föram við að Gullfossi
og Geysi, fundað verður seinni
hluta dags og haldið upp á 20 ára
afmæli NMR um kvöldið."
-Er langt síðan íslendingar
urðu félagsmenn í þessum sam-
tökum?
„NMPU eru mun eldri samtök
en NMR. íslendingar hafa lengi
tekið þátt í þeim fyrrnefndu og
vora með frá upphafi í NMR.“
- Hvert er markmiðið með sam-
starfíþessara tveggja félaga?
„Formlegt samstarf félaganna
hófst síðla árs 1998 og markmiðið
með samstarfinu er í raun tvíþætt.
Það er að stuðla að eflingu og
auknum skilningi á mikilvægi list-
rænnar upplifunar og gildi list-
náms og að auka þátt Norður-
landa á þessu sviði á
alþjóðavettvangi.“
- Hvemig hyggist
þið ná þcssum mark-
miðum?
„Það á að gera með
sameiginlegum náms-
ferðum og tónlistarhá-
tíðum, nemenda- og
kennaraskiptum og virkri þátt-
töku í alþjóðlegum samtökum
tónlistarappalenda. Við höfum
gert ýmislegt að undanförnu, m.a.
vorum við með ráðstefnu um tón-
listarkennslu almennt sem haldin
var í Finnlandi í maí sl. Það sem er
framundan er námsstefna sem
haldin verður í Færeyjum árið
2001 og einnig munu samtökin
► Gylfí Gunnarsson fæddist á
Seyðisfirði 5. september 1950.
Hann lauk gagnfræðaprófi og
síðan prófi frá Tónlistarskóla
Reykjavíkur árið 1974 sem tón-
menntakennari. Hann stundaði
framhaldsnám í danska kennara-
háskólanum í Kaupmannahöfn
1980 til 1981 og starfaði sem
skólastjóri Tónlistarskólans á
Seyðisfirði til ársins 1983 en er
nú starfandi skólastjóri Tónlist-
arskóla Seltjarnarness. Hann
hefur átt sæti í stjórn STS (Sam-
tök tónlistarskólastjóra). Gylfi er
kvæntur Sólborgu Sumar-
liðadóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau tvær dætur og einn son
á Gylfi að auki.
taka þátt í námsstefnu sem haldin
verður í Bergen 2002 og í nánustu
framtíð er stefnt að tónlistarhátíð
í Kópavogi í lok júní 2003.“
- Er tónlistarkennsla með svip-
uðu móti á öllum Norðurlöndun-
um?
„Hún er mjög svipuð en þó er
áherslumunur. Löndin era komin
misjafnlega langt, Finnar eru t.d.
mjög framarlega í allri tónlistar-
kennslu, Danir og Svíar hafa í
gegnum tíðina lagt töluverða
áherslu á rytmíska tónlist en
miklu seinna var farið út í slíkt hér
með stofnun Tónlistarskóla FIH.
Hvert land er svo auðvitað með sín
sérkenni að öðra leyti.“
- Er tónlistarsköpun stór þátt-
urí starfí tónlistarskólanna?
„Það má segja að með útkomu
nýrrar námskrár verði þessu
starfi sinnt betur en hingað til. I
framtíðinni verður skv. nám-
skránni lögð meiri áhersla á skap-
andi starf nemenda, svo sem að
leika af fingram fram (snarstefjun
- improvisation).“
-Eru iaunakjör tónlistarkenn-
ara svipuð á Norðurlöndunum?
„Eg veit að við hér á Islandi er-
um eftirbátar annarra á Norður-
löndum að þessu leyti en hve
miklu munar veit ég ekki gjörla.
Hins vegar veit ég að við tónlistar-
kennarar hér eram mun verr
launaðir en grunn- og
framhaldsskólakennar-
ar. Árið 1970 vora laun-
in hliðstæð en síðan
höfum við dregist aftur
úr og er munurinn nú
allt að 25%.“
- En hvernig er búið
að starfí tónlistarskóla
hér miðað við annars staðar á
Norðurlöndum?
„Alrnennt sagt er búið vel að
tónlistarskólum á íslandi. Hins
vegar er þróunin sú að með ein-
setningu grunnskóla færist starf
tónlistarkennara meira og meira á
síðari hluta dagsins. Menn kenna
sumir frá kl. 15 og langt fram á
kvöld.“
Samtök nor-
ræna tónlist-
arskólastjóra
halda hér upp
á tuttugu ára
afmæli sitt