Morgunblaðið - 31.10.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.10.2000, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grænlandsþorskur meö einkenni um íslenskan uppruna: Sjómönnum Ijóst að þorskurinn er íslenskur - segir Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi skipstjóri ..Sjómönnuni hefur alltaf veriö ljóst aö þorskur viö Grænland er af íslenskum uppruna.," segir Guöjón A. Kristjánsson. alþingis- maður og fyrrverandi skipstjóri. um vaxandi þorskgegnd viö ■sijmMp 3 O, <3> C Ck^ Brottkastaður ljúfurinn, þetta er fslendingur, þekkirðu ekki fánann? ■i '’qfHjErtJstk Góða skemmtun... erunf1!^ umhverfisvæn nútímaleg og alltaf leiðandi. Við spöruðum 30 tonn af pappír og erum fyrst til þess að setja húsgagnavörulista á netið! Nýi vörulistinn Húsgögn 2000-2001 er kominn úti netútgáfu, og hefur bæst við stóran húsgagnavef okkar sem spannar nú nokkur hundruð síður. Kíktu á vAvw.husgagnahollin.is og sjáðu það nýjasta í húsgögnum, hönnun, samsetningu og litum. wWrnm oæsE Koma norrænna tónlistarskólamanna Kynna sér ís- lenskt tónlistarlíf Gylfi Gunnarsson * MORGUN koma hingað í heimsókn norrænir tón- listarskólastjórar og kenn- arar í námsferð. Tónlistar- mennirnir verða hér fram á sunnudag. Undh’búning að komu þeirra hefur ann- ast stjóm STS (Samtaka tónlistarskólastjóra) og á Gylfi Gunnarsson tónlist- arskólastjóri sæti í stjóm þeirra samtaka. Hann var spurður um markmið þess- arar heimsóknar. „Þarna era á ferð annars vegar norrænir tón- listarskólastjórar sem eru í félaginu Samtök tónlistar- skólastjóra, NMR (Nord- isk Musikskolelederraat) og hins vegar norrænir tónlistarkennarar NMPU (Nordisk musikpedagogisk un- ion). Tilgangurinn með ferð þessa fólks hingað er að það kynnist ís- lensku tónlistarlífi, tónlistarskól- um og því sem við höfum upp á að bjóða í kennslu og tónleikum.“ - Hvað er þetta margt fólk? „Við eigum von á tuttugu og fimm manns. Það mun halda til á City hótel og dvelja hér fram á sunnudag.“ - Hvernig er dagskráin ? „Við byrjum á að fara í móttöku á vegum Reykjavíkurborgar í Höfða, síðar um kvöldið munum við fara á ballettsýningu á vegum Reykjavíkur - menningarborgar 2000. Daginn eftir verður kynnis- ferð um Reykjavík og endað í Hallgrímskirkju þar sem hið glæsilega orgel verður skoðað og hlustað á fyrirlestur Harðar Ás- kelssonar. Við munum heimsækja Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Seltjarnamess og verðum á sinfóníutónleikum á fimmtudagskvöld. Á föstudags- morgun föram við í Bláa lónið, heimsækjum tónlistarskóla Reykjanesbæjar, lítum inn hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, hlýðum á tónleika í Salnum í Kópavogi og endum á djasstón- leikum í Tónlistarskóla FIH. Þar á eftir verður Kristín Stefánsdótt- ir með fyrirlestur um nýútkomna námskrá fyrir tónlistarskóla. Á laugardag föram við að Gullfossi og Geysi, fundað verður seinni hluta dags og haldið upp á 20 ára afmæli NMR um kvöldið." -Er langt síðan íslendingar urðu félagsmenn í þessum sam- tökum? „NMPU eru mun eldri samtök en NMR. íslendingar hafa lengi tekið þátt í þeim fyrrnefndu og vora með frá upphafi í NMR.“ - Hvert er markmiðið með sam- starfíþessara tveggja félaga? „Formlegt samstarf félaganna hófst síðla árs 1998 og markmiðið með samstarfinu er í raun tvíþætt. Það er að stuðla að eflingu og auknum skilningi á mikilvægi list- rænnar upplifunar og gildi list- náms og að auka þátt Norður- landa á þessu sviði á alþjóðavettvangi.“ - Hvemig hyggist þið ná þcssum mark- miðum? „Það á að gera með sameiginlegum náms- ferðum og tónlistarhá- tíðum, nemenda- og kennaraskiptum og virkri þátt- töku í alþjóðlegum samtökum tónlistarappalenda. Við höfum gert ýmislegt að undanförnu, m.a. vorum við með ráðstefnu um tón- listarkennslu almennt sem haldin var í Finnlandi í maí sl. Það sem er framundan er námsstefna sem haldin verður í Færeyjum árið 2001 og einnig munu samtökin ► Gylfí Gunnarsson fæddist á Seyðisfirði 5. september 1950. Hann lauk gagnfræðaprófi og síðan prófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur árið 1974 sem tón- menntakennari. Hann stundaði framhaldsnám í danska kennara- háskólanum í Kaupmannahöfn 1980 til 1981 og starfaði sem skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði til ársins 1983 en er nú starfandi skólastjóri Tónlist- arskóla Seltjarnarness. Hann hefur átt sæti í stjórn STS (Sam- tök tónlistarskólastjóra). Gylfi er kvæntur Sólborgu Sumar- liðadóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur og einn son á Gylfi að auki. taka þátt í námsstefnu sem haldin verður í Bergen 2002 og í nánustu framtíð er stefnt að tónlistarhátíð í Kópavogi í lok júní 2003.“ - Er tónlistarkennsla með svip- uðu móti á öllum Norðurlöndun- um? „Hún er mjög svipuð en þó er áherslumunur. Löndin era komin misjafnlega langt, Finnar eru t.d. mjög framarlega í allri tónlistar- kennslu, Danir og Svíar hafa í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á rytmíska tónlist en miklu seinna var farið út í slíkt hér með stofnun Tónlistarskóla FIH. Hvert land er svo auðvitað með sín sérkenni að öðra leyti.“ - Er tónlistarsköpun stór þátt- urí starfí tónlistarskólanna? „Það má segja að með útkomu nýrrar námskrár verði þessu starfi sinnt betur en hingað til. I framtíðinni verður skv. nám- skránni lögð meiri áhersla á skap- andi starf nemenda, svo sem að leika af fingram fram (snarstefjun - improvisation).“ -Eru iaunakjör tónlistarkenn- ara svipuð á Norðurlöndunum? „Eg veit að við hér á Islandi er- um eftirbátar annarra á Norður- löndum að þessu leyti en hve miklu munar veit ég ekki gjörla. Hins vegar veit ég að við tónlistar- kennarar hér eram mun verr launaðir en grunn- og framhaldsskólakennar- ar. Árið 1970 vora laun- in hliðstæð en síðan höfum við dregist aftur úr og er munurinn nú allt að 25%.“ - En hvernig er búið að starfí tónlistarskóla hér miðað við annars staðar á Norðurlöndum? „Alrnennt sagt er búið vel að tónlistarskólum á íslandi. Hins vegar er þróunin sú að með ein- setningu grunnskóla færist starf tónlistarkennara meira og meira á síðari hluta dagsins. Menn kenna sumir frá kl. 15 og langt fram á kvöld.“ Samtök nor- ræna tónlist- arskólastjóra halda hér upp á tuttugu ára afmæli sitt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.