Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hópurinn sem íjallaði um atvinnulíf og viðskiptatækifæri var íjölmennastur á ráðstefnunni Eyjar 2010. Fj ölmargar hugmyndir um samfélag framtíðar Á ráðstefnunni Eyjar 2010 ræddu Eyjamenn um framtíð byggðar í Vestmannaeyjum og leiðir til að fá ungt fólk til að búa þar áfram eða flytja aftur heim. Rúnar Pálmason hlýddi á hugmyndir um efl- ingu atvinnulífs, menntunar o.fl. í Eyjum. Meðal þeirra var loftpúðaskip til lands, ferðamenn til Surtseyjar og einkavæðing Sjúkrahússins. FJÖLDI Vestmannaeyinga sótti ráð- stefnuna Eyjar 2010 sem haldin var í Týsheimilinu á laugardaginn. Nafnið er dregið af því markmiði sem Eyja- menn hafa sett sér f'yrir árið 2010 sem er að hafa íjölgað íbúum eyjunnar úr um 4.500 í 5.200 á einum áratug. Áður en gos hófst í Vestmannaeyjum í jan- úar 1973 bjuggu þar 5.200 manns. Síðan hefur íbúatala aldrei náð sömu hæðum og Eyjamönnum búsettum í Vestmannaeyjum hefur heldur fækk- að undanfarin ár. Markmið ráðstefnunnar var að fá ungt fólk til að ræða hverskonar sam- félag þyrfti að skapa í Vestmannaeyj- um til þess að það myndi vilja búa þar áfram. Ráðstefnunni var ætlað að vera umræðugrundvöllur fyrir fólk á aldrinum 20-35 ára um stöðu og fram- tíð Vestmannaeyja. Ráðstefnan fór að miklu leyti fram í hópastarfi þar sem Vestmannaeying- ar ræddu málin en undirbúningur fyiir hópastarfið hófst snemma í haust. Frummælendur fluttu einnig erindi. Meðal þeirra hugmynda sem komu fram á ráðstefnunni var að nota loftpúðaskip til flutninga milli Eyja og Bakkafjöru „þangað til göngin koma“ eins og niðurstöður hópsins hljóðuðu. Slíkar ferðir myndu aðeins taka um 20 mínútur. Þá var stungið upp á því að Sjúkra- húsið í Vestmannaeyjum yrði fyrsta einkavædda sjúkrahúsið í landinu. Sjúkrahúsið gæti t.d. sérhæft sig í hnjáaðgerðum og Vestmannaeyingar boðið upp á endurhæfingu. Hópui'inn sem ræddi samgöngur og ferðamál taldi tímabsert að huga að því að afnema friðun Surtseyjar a.m.k. að einhverju leyti. Surtsey væri einstök og mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það þyrfti vart meira en lítinn skika á eyjunni til þess að hægt væri að bjóða ferðamönnum upp á ferðir til eyjarinnar sem telst vera eitt yngsta land í heimi. Sérþekking í sjávarútvegi Sá hópur sem hafði atvinnumál og viðskiptatækifæri á sinni könnu var áberandi stærstur á ráðstefnunni. Niðurstaða þeirra sem í hópnum voru var sú að Vestmannaeyingar ættu að stefna að því að vera fremstir í öllu sem lyti að sjávarútvegi, hvort sem það væru fiskveiðar, framleiðsla veið- arfæra, flæðilínur eða rannsóknir. Þeir bentu á að óvíða á landinu væri jafnmikil sérþekking í sjávarútvegi. Bjóða þyrfti upp á nám og efla rann- sóknir með hjálp innlendra og er- lendra háskóla. Fundarmenn kölluðu einnig eftir því að athugun yrði hafin á fískeldi við Eyjamar og nefndu sumir að Keikó yrði væntanlega ekki eilífur í Kletts- vík. Þar væri upplögð aðstaða fyrir fiskeldi. Þá lagði hópurinn til að efla ferðamál og mætti hugsa sér að út- lendingar og íslendingar gætu dvalið í eyjunum vikum saman. Hópurinn taldi sömuleiðis mikil- vægt að halda áfram uppbyggingu í fjarvinnslutækni. Miklir möguleikar sköpuðust með Ijósleiðaratenginu við öll heimili í Eyjum sem vonandi yrði að veruleika árið 2001. Mannlíf og menning „Hvar er miðbærinn?" var spurt þegar hópurinn sem hafði rætt mann- líf og menningu kynnti sínar helstu niðurstöður. Hópurinn taldi fulla þörf á því miðbær risi í Heimaey. Með því myndi bæjarbragurinn batna til muna. Þá lagði hópurinn m.a. til að menningarhús með söfnum, leiksviði og aðstöðu til tónleikahalda risi sem fyrst. Elliði Vignisson var í forsvari fyrir þann hóp sem ræddi lífsgæði og ný viðhorf þar sem fólk um tvítugt var í meirihluta. Hann sagði Ijóst að Vest- mannaeyingar væru með eindæmum skemmtilegir. Það vantaði hinsvegar vettvang fyrir þá til að koma oftar saman. „Það er til lítils að vera skemmtileg en vera svo bara skemmtileg ein heima. Það er meira gaman þegar margir skemmtilegir koma saman,“ sagði Elliði. Hann bætti því við að í litlu samfélagi væri hætt við að ein neikvæð rödd yrði áberandi og gæti brotið mikið niður. Það væri líka ákveðin neikvæðni fólgin í því hve fólk væri hrætt við framtíðina. Slíkt ætti við fjárfesta jafnt sem íbúa. „Ungt fólk er hrætt um að bömin þeirra flytji héðan. Enn yngra fólk sem ekki er komið með böm hefur áhyggjur af því að það þurfi að koma sér burt áður en allt hrynur," sagði Elliði. Styrkur Vestamannaeyja fælist t.d. í samkennd íbúa, minni áherslu á neyslu en t.d. á höfuðborg- arsvæðinu, stórkostlegri náttúru og skemmtilegu mannlífi og menningu. Hópurinn komst að þeirri niðm-- stöðu að góð störf og möguleiki til frama væm nauðsynlegar en ekki nægjanlegar forsendur fyrir búsetu í Vestmannaeyjum. Meðal frammælenda á ráðstefn- unni var Ámi Sigfússon, forstjóri Tæknivals. Hann ræddi m.a. um þá möguleika sem felast í upplýsinga- tækni. Ami taldi víst að Eyjamenn hefðu mikla möguleika, m.a. með því að gerast undirverktakar fyrir stærri hugbúnaðarhús eða sjá um úrvinnslu gagna fyrir fyrirtæki í öðrum tíma- beltum. Vestmannaeyingar þyrftu að tæknivæðast og það hratt. Brátt yrði tekinn í notkun nýr ljósleiðari sem gæti gerbylt möguleikum Eyjamanna til að nýta sér hina nýju tækni. „Stakkó eða Stoke?“ sagði Ami og spurði hvort það gæti verið að fjár- festar í Vestmannaeyjum hefðu van- trú á fjárfestingu í heimabyggð. Árni sagði Eyjamenn þurfa að byggja upp innviði áhugaverðs samfélags. Til þess þyrfti m.a. að bæta menntun en Ami taldi heimamenn ekki sýna nægt frumkvæði í því að gera menntun betri og fjölbreyttari. Snæbjörn Guðni Valtýsson og Davið Guðmundsson telja hug- búnaðargerð í Vestmannaeyjum eiga framtíðina fyrir sér. Hugbún- aðarfram- leiðsla VESTMANNAEYINGAR eru í fremstu röð varðandi tölvunotkun og netvæðingu fyrirtælqa að sögn þeirra Davíðs Guðmundssonar og Snæbjöms Guðna Valtýssonar hjá Tölvun ehf. Þeir benda m.a. á að helstu stoftianir bæjarins hafa verið nettengdar frá árinu 1996. Þá var lagður ljósleiðari til Bæjar- veitnanna og örbylgjusambandi komið á við ráðhúsið. Frystihúsin hafi þar að auki verið fljót að taka tölvutæknina í súia þjónustu en 13 ár eru síðan frystUiúsin tengdust. Davíð stofnaði Tölvun ásamt Að- alheiði Jensdóttur eiginkonu sinni árið 1993. Davíð var áður yfirmaður tölvudeildar Samfrosts í Vestmanna- eyjum. Frá upphafi hefur Tölvun því unnið mikið fyrir sjávarútvegsfyrir- tæki. „Við höfum verið e.k. tölvu- deild frystihúsanna í mörg ár. Við erum með starfskrafta sem hafa í 25 ár verið í tölvuvinnslu fyrir frysti- húsin. Það er því gríðarleg þekking innandyra," segir Davíð sem telur þetta vera helsta styrk fyrirtækisins. Hjá Tölvun ehf. í Vestmaimaeyj- um starfa nú 11 manns en fyrirtækið hyggst nú setja á laggirnar hugbún- aðardeild. Samningar hafa náðst við Tölvumyndir hf. um að Tölvun starfi sem undirverktaki að forritun fyrir viðskiptavini Tölvumynda. Davíð segir möguleika smærri tölvufyrir- tækja út á landi helst felast í því að taka að sér smærri verkefni fyrir stóru hugbúnaðarhúsin. Draumaumhverfi í Eyjum Guðni segir samstarfið við Tölvu- myndir breyta miklu. „Fram að því var staðan sú að við urðum að hafa verkefni til að fá fólk og við urðum að hafa fólk til að fá verkefni,“ segir Guðjón. Nú eru verkefnin fyrir hendi og hann er bjartsýnn á að sér- menntað starfsfólk vilji vinna í Eyj- um. „Ungt eyjafólk hefur áhuga á tölvum og vill læra þetta. Margir hafa þegar lokið námi og búa í Reykjavík en langar heim, við vitum það.“ Davíð og Guðni segja ekkert því til fyrirstöðu að hugbúnaðar- framleiðsla verði mikil og öflug í Eyjum. Brátt verði komin sam- keppni í Ijósleiðaratengingu sem væntanlega leiði til verðlækkunar á gagnafiulningum. „Mitt líf er hérnau FREYDÍS Vigfúsdóttir og Jóhannes Egilsson eru meðal þeirra ungmenna sem hafa flutt frá Vest- mannaeyjum. Freydís er nemi í líffræði við Há- skóla íslands og Jóhannes lýkur brátt námi í al- þjóðamarkaðsfræði frá Tækniskóla íslands. Þau tóku þátt í vinnu hóps Eyjamanna sem búa á höf- uðborgarsvæðinu. Milli 20-30 manns tóku þátt í starfi hópsins sem lagði upp með þijár spurningar. Hvers vegna ungt fólk fer frá Vestmannaeyjum? Hvers vegna það kemur ekki til baka og hvað hægt er að gera til að fá það til að snúa aftur? Flestir hinna brott- fluttu Eyjamanna nefndu menntun og atvinnumál sem helstu ástæðurnar, vinimir höfðu líka flutt og margir vildu breyta um umhverfi. „Ef atvinnumálin eru í lagi og samgöngurnar þá flytjum við til Eyja,“ sagði Freydís. Fjölbreytt- ara menningarlíf myndi fylgja í kjölfarið. Jóhann- es sagðist þó vart stunda meira menningarlíf í höfuðborginni en í Eyjum, það væri e.t.v. frekar möjguleikinn á því sem væri mikilvægur. í niðurstöðum hópsins er nokkuð rætt um fá- breytt atvinnulíf og lágt kaup sem ástæður fyrir því að hinir brottfluttu flylja ekki til baka. Jó- hannes taldi þó mikilvægt að hafa í huga að það væri talsvert ódýrara að búa í Vestamannaeyjum en á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði væri ódýrara, bensínið dugar lengur á bflana og fólk hefði yfir- leitt mun meiri frítíma. Freydís og Jóhannes sögðust bæði vera tilbúin til að flyljast aftur til Vestmannaeyja ef rétta starfið byðist. Það myndi einnig hafa mikið að segja ef þeim væri gefinn kostur á að vinna á „fastalandinu" en búa í Eyjum. Eyjarnar toga „Það er ekki neikvætt að við fórum frá Eyjum. Það er gott fyrir eyjamar að eiga svona stóran hóp sem leitar sér menntunar og víðsýni og kem- ur til baka með nýjar hugmyndir,“ sagði Freydís. Freydís og Jóhannes voru sammála um að í Eyj- Jóhannes Egilsson og Freydís Vignisdóttir töldu búsetu í Vestmannaeyjum fýsilega ef þeim byðist starf við hæfi. um væri gott að alast upp. Þegar þau stofna fjöl- skyldu myndi sá þáttur vega þungt. Gott ástand í menntamálum væri forsenda þess að hin brott- fluttu ungmenni myndu flytja til Eyja. Það yrði þó líklega nokkur ár þangað til þau flyttu til baka. Fyrst ætla þau þó að ná sér í menntun og reynslu. Að nokkrum árum liðnum gætu þau hugsað sér að snúa til baka. „Öll mín fjölskylda er hérna, mínir vinir. Mitt líf er héma,“ sagði Jó- hannes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.