Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Níu mánaða uppgjör Þróunarfélagsins Hagnaður eykst verulega Hlutafjárútboð Telenor Ósló. Morgunblaðið. ÚTBOÐSGENGI á bréfum í Tele- nor í desember verður um 80 norsk- ar krónur, að því er fram kemur í Dagens Næríngsliv og Aítenposten. Markmiðið er að fá einstaklinga til að fjárfesta í Telenor með þvi að bjóða hlutabréfapakka undir 50 þús- und íslenskum krónum. Innan skamms verður hrundið af stað auglýsingaherferð á vegum Telenor til að fá sem flesta Norðmenn til að fjárfesta í félaginu. Reynsla sænska símafélagsins Telia af útboði veldur Telenor erfiðleikum. Um ein milljón Svía keypti hlutabréf í Telia á geng- inu 85. Nú fjórum mánuðum seinna er gengið um 63 krónur. ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. skilaði 1.465 milljón króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður eftir skatta nemur 1,025 milljarði króna. Raunávöxtun hlutabréfa í eigu félagsins nam 63,1% á ársgrundvelli en nafnávöxt- un hlutabréfa Þróunarfélagsins sem skráð eru á aðallista Verðbréfa- þingsins nam 71,1%. Til samanburð- ar má nefna að heildarvísitala aðal- listans stóð í stað á tímabilinu að mótteknum arði meðtöldum. Geng- ishagnaður hlutabréfa nam alls 1,7 milljörðúm króna og þar af er inn- leystur hagnaður vegna sölu hluta- bréfa 438 milljónir og óinnleystur gengishagnaður 1,27 milljarðar. Á tímabilinu keypti Þróunarfélag- ið hlutabréf fyrir 2,86 milljarða en seldi bréf fyrir 2,5 milljarða. Geng- istap vegna skuldabréfaeignar nam 31 milljón króna og er það að fullu fært til gjalda. Eigið fé nær fjórir milljarðar Eignir Þróunarfélagsins námu liðlega sjö milljörðum í lok tímabils- ins, þar af er hlutabréfaeign 5,8 milljarðar en skuldabréfaeign 1,24 milljarðar. Eigið fé félagsins nemui- nær 3,9 milljörðum en það svarar til 55% af heildareignum félagsins. Langtímaskuldir félagsins nema 1,55 milljörðum. Hlutafé Þróunarfé- lagsins er 1,1 milljarður og er félag- ið skráð á aðallista Verðbréfaþings- ins. Stærsta einstaka eign félagsins er um 26% hlutur í Opnum kerfum en gengi bréfa Opinna kerfa hækkaði verulega á tímabilinu. Sameining Sparisjóða á Vest- fjörðum samþykkt STOFNFJÁREIGENDUR Eyra- sparisjóðs samþykktu um helgina að sameinast þremur öðrum sparisjóð- um á Vestfjörðum, þ.e. Sparisjóði Þingeyrar, Sparisjóði Önundarfjarð- ar og Sparisjóði Súðavíkui’. Með sameiningu þessara sparisjóða verð- ur eftir einn sparisjóður á Vestfjörð- um með átta útibúum og verður hann kallaður Sparisjóður Vestfirð- inga. Hilmar Jónsson, sparisjóðs- stjóri Eyrasparisjóðs, sagði að fjöldi útibúa ætti ekki að breytast við sam- einingu, en að minnsta kosti fems konar ávinningur yrði af samein- ingu. í fyrsta lagi væri jákvætt að hafa meira eigið fé, í annan stað hlyt- ist af þessu nokkur hagræðing, í þriðja lagi yrði auðveldara að fá láns- fé á fjármagnsmarkaðinum og loks væri hægt að þjóna stærri fyrirtækj- um. í gærkvöldi héldu sparisjóðir Þingeyrar, Önundarfjarðar og Súða- víkur fund þar sem borið var undir atkvæði stofnfjáreigenda hvort af sameiningunni ætti að verða. Að sögn Eiríks Finns Greipssonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Flateyr- ar, var sameiningin samþykk nánast einróma og munu sparisjóðirnh- nú skipa fulltrúa í sérstaka undirbún- ingsnefnd en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hver verður sparisjóðsstjóri hins nýja sparisjóðs. --------------------- • • Ossur kaupir stoðtækja- fyrirtæki ÖSSUR hf. hefur undirritað viljayf- irlýsingu um kaup á öllum hlutabréf- um í bandaríska fyrirtækinu Cent- ury XXII Innovations Inc., en fyrirtækið hefur hannað og framleitt stoðtæki fyrir þá sem misst hafa fæt- ur við hné. Fyrirtækið hefur m.a. fengið viðurkenningu fyrir hönnun sína á Total Rnee vökvahnjáliðum, en þessir gervihnjáliðir passa vel við gervifætur sem framleiddir eru af FlexFoot fyrirtækinu, sem Össur keypti fyrr á þessu ári. Stefnt er að því að undirritun kaupsamnings fari fram 1. desember nk., hafi þá öllum skilyrðum verið fullnægt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Össuri hf. Einnig kemur þar fram að vegna stöðunnar í samningum kaupenda og seljenda sé ekki hægt að greina frá kaupverði Century XXII á þessu stigi málsins. Allar slíkar upplýsing- ar munu hins vegar liggja íyrir á hluthafafundi sem haldinn verður hjá Össuri hf. í nóvember. ------é-4-4----- Danfoss kaupir íslenska skálann FYRIRTÆKIÐ Daníbss hefur keypt sýningarskála íslands á heimssýningunni Expo-2000 í Hannover í Þýskalandi. Skálinn er femingslaga stálgrind, 20 metrar á hlið, þakinn bláum dúld og á sýning- unni hefur verið sírennsli vatns niður hliðar ferningsins. Danfoss mun að sýningu lokinni setja skálann í geymslu þar til end- anleg ákvörðun hefur verið tekin um staðsetningu hans. Á meðan verður unnið að því að hanna það sem í skál- anum á að vera, en hann á að vera hluti af tæknigarði Danfoss. Yfirmönnum Danfoss var afhent- ur skálinn formlega um síðustu helgi. Samkvæmt upplýsingum fyr- irtækisins var kaupverðið 5 milljónir danskra króna, eða jafnvirði tæpra 50 milljóna íslenskra króna. á i ' W f jggggr ÆSm| W Æm ■ A . f / Ut i*' á. ÉjlÍllJÉ® wt Ráðstefna um rafræna viðskiptahætti - „e-business' 3. nóvember nk. í íslenska kvikmyndaverinu Fyrirtækin Teymi, PricewaterhouseCoopers, Skýrr, Opin kerfi, Netverslun íslands og Upplýsingaveita íslands standa að ráðstefnunni um e-business, eða það sem á íslensku hefur verið kallað rafrænir viðskiptahættir. Ráðstefnan er sérstaklega ætluð stjómendum fyrirtækja og stofnana og verða fyrirlesarar íslenskir og erlendir sérfræðingar á sviði rafrænna viðskiptahátta. Dagskrá ráðstefnunnar 3. nóvember: 9:00 - 9:10 9:10 - 9:55 9:55 -10:40 10:40 -11:00 11:00 -11:45 11:45 -12:00 12:00 -13:00 13:00 -14:00 Inngangsorð Frosti Bergsson, stjómarformaður. Rafrænir viðskiptahættir Frans Páll Sigurðsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs PwC og Per Christian Christensen, sölustjóri CRM hjá Teymi hf. Nokkur dæmi um gott gengi við notkun Oracle Jan-Willem Holleman, PwC Hollandi. Kaffihlé Gildi rafrænna viðskiptahátta fyrir samskiptastjómun (CRM) Susanne Christoph, Solutíons Sales Manager, Oracle DK Samantekt Hádegisverður Intemetið breytir öllu... líka fyrirtækinu þínu Francis Veldeman, Vice President of Applicatíons & Intemet Solutíons, Oracle EMEA 14:00 -15:00 15:00 15:15 • 15:15 ■ 15:45 15:45 -16:15 16:15 -16:30 16:30 -18:00 Framtíð rafrænna viðskiptahátta Alexander Nikovski, PwC London Kaffihlé Rafrænir viðskiptahættir ... samþáttun ... einföldun Frands Veldeman, Vice President of Applicatíons & Intemet Solutíons, Oracle EMEA Fyrstu skrefin í átt að rafrænum viðskiptaháttum Frans Páll Sigurðsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs PwC og Jón Sigurðsson, sölustjóri Finandals og B/I hjá Teymi hf. Samantekt og lokaorð Hanastél og sýning á The e-Business Company Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.e-business.is og þar fást allar nánari upplýsingar. Einnig er hægt að skrá sig í sima 550 2500. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 1. nóvember. Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.e-business.is PricewaTerhouseÍoopers § SkwL OPIN KERFIHF Onueo •': ' MiOtUN umfiiNOA m netis teymi mm.m —i—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.