Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 67 ------------ '—............u FRÉTTIR Guðmundur Pétursson, fráfarandi Umdæmisstjóri (f.v.) og kona hans Bára Hansdóttir, Anna Konráðsdóttir, umdæmisstjórafrú og Gísii H. Árnason, umdæmisstjóri fyrir starfsárið 2000-2001. Umdæmisstjóra- skipti urðu 1. október. Styrktarsjóður Kiwanis á Islandi og í Færeyjum Athugasemd til hunda- eigenda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi R. Dýrmundssyni, landnýtingarráðu- nauti Bændasamtaka íslands: „í Morgunblaðinu laugardaginn 29. október á bls. 2 er frétt um að lausir hundar valdi vandræðum í Heiðmörk. Þar er m.a. haft eftir Vigni Sigurðs- syni, umsjónarmanni Heiðmerkur, að „við Lögbergsrétt og á Hólmsheiði séu t.d. aðgengileg svæði íyrir hunda- eigendur". Hér mun reyndar átt við Fossvallarétt sem er lögrétt fyrir Reykjavík, Kópavog og Seltjamar- nes. Eitt er víst að þessi svæði henta ekki fyrir lausa hunda. Fyrir ofan Fossvallarétt er fé í högum allt frá júní til október ár hvert og skammt ofan við réttina eru haustbeitarhólf fjáreigenda þar sem lausir hundar mega alls eldd vera á ferð. A öllum árstímum er þar einnig útivistarfólk á ferð líkt og í Heiðmörkinni. í Hólmsheiðinni er Fjárborg, fjár- húsa- og hesthúsahverfi, þar sem lausir hundar eiga ekki heldur heima. Þar er einnig mikil umferð útivistar- fólks, ekki sist hestamanna, og hund- ar ættu ekki að ganga þar lausir frek- ar en í Heiðmörkinni eða í nágrenni Fossvallaréttar. Rétt er að minna á að þótt al- mannaréttur til umferðar um land af ýmsu tagi sé mjög rúmur sbr. Nátt- úruvemdarlög nr. 44/1999 eiga hund- ar ekki að ganga lausir í búfjárhögum né á öðram stöðum þar sem þeir geta traflað fólk sem stundar útivist af ýmsu tagi. Slíkt fer einfaldlega ekki saman eins og reynslan í Heiðmörk hefur sýnt. Hundaeigendur þurfa að sjálfsögðu aðstöðu til að viðra hunda sína en það er ekki sama hvar hún er.“ KIWANISHREYFINGIN á íslandi og í Færeyjum hélt sitt árlega landsþing (umdæmisþing) í Reykjanesbæ síðustu helgina í ágúst og var þar fjallað um árang- ur og framtíðarsýn samtakanna. Á þessu þingi var stofnaður sér- stakur styrktarsjóður fyir um- dæmið ísland og Færeyjar. Sjóður þessi mun styrkja þau verkefni sem skjótra úrlausna þarf við með fjárframlögum. Verkefni af þessu tagi geta komið til vegna náttúrurhamfara, slysa eða ann- arra ófyrirséðra atvika, segir í fréttatilkynningu. Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna fiskeld- is í sjókvíum LANDVERND hefur sent frá sér eftirfarand yfirlýsingu: ,Á fundi stjórnar Landvemdar 26. október sl. var fjallað um fyrirliggj- andi áform um eldi á norskum laxi í sjókvíum hér við land. Stjómin sam- þykkti eftirfarandi yfirlýsingu: Stjóm Landverndar beinir þeim tilmælum til viðkomandi stjórnvalda að sýnd verði aðgát við athugun á umsóknum um leyfisveitingar fyrir laxeldi í sjókvíum við strendur ís- lands. I þessu sambandi vill stjómin vekja athygli á eftirfarandi atriðum: í samræmi við ákvæði samningsins um líffræðilega fjölbreytni ber íslenskum stjómvöldum að varast framkvæmd- ir sem geta skaðað fjölbreytileika í lifríki landsins. í þessu sambandi vís- ar stjómin til 41. gr. laga um náttúra- vemd um innflutning lifandi fram- andi lífvera. Veiðar á villtum íslenskum laxi era ákaflega mikilvægur þáttur í afkomu fjölmargrar bænda og ekki má stofna afkomu þeirra í hættu, þar sem það kynni að hafa afar neikvæð áhrif á þróun búsetu víða á landsbyggðinni. Stjóm Landvemdar telur að ekkff skuli heimila laxeldi í sjó nema sýna megi fram á að henni fylgi hvorki hætta á erfðablöndun við íslenska laxastofna né aukin sjúkdómahætta." ------K-*------- Burtfluttir Snæfellingar með árshátíð FÉLAG Snæfellinga og Hnappdælaí í Reykjavík er félagsskapur burt- fluttra Snæfellinga og annarra þeirra sem tengjast Snæfellsnesi á einhvem hátt. Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 4. nóv- ember í Akoges-salnum, Sóltúni 3, Reykjavík. Von er á góðum gestum að vestan til að skemmta. Að þessu sinni mun Ólína Gunnlaugsdóttir, Hellnum, syngja og leika og Ólöf Ól- afsdóttir, Stykkishólmi, fer með gamanmál. Heiðursgestir á sam- komunni verða Skúli Alexandersson og kona hans, Hrefna Magnúsdóttir, Hellissandi. Veislustjóri verður Kol- brún Björnsdóttir frá Ólafsvík. I Jgpanaarts HEIMSPEKKTIR GÆÐA VARAHLUTIR fyrir japanska og kóreska bíla INNKÖLLUN Stjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar hfv kt. 630169-2249, gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga um hlutafélög, nr. 2/1995, hefur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi mánudaginn 5. febrúar 2001 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum frá H-000568 og í samfelldri röð nú H-002024. Bréfin eru gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. á Hnífsdalsbryggju, 410 Hnífsdal. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskrán- ingu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Gæta skal þess að reiknings- stofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Verð- bréfaskráningu íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hnífsdal, 9. október 2000. F. h. stjórnar Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.