Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ L FRETTIR Ólympíuskákmótið í Istanbúl hafíð Karlasveitin fékk skell í annarri Istanbúl, Morgunblaðið 34. ólympíuskákmótið var sett hér í Istanbúl á laugardaginn. Teflt er í nýrri ráðstefnumiðstöð og umgjörð mótsins öll hin glæsilegasta, enda leggja Tyrkir áherslu á að sýna hvers þeir eru megnugir í skipulagn- ingu stórviðburða; þeir eru meðal umsækjenda um Ólympíuleikana ár- ið 2008 og þurfa því að sanna sig í augum umheimsins. Þátttökuþjóðir eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr; í opnum flokki tefla alls 129 og er sú íslenska nr. 47 þegar raðað er eftir meðalstigum. Þessar sveitir eru stigahæstar: 1. Rússland, 2. England, 3. Ungverja- land, 4. Kína, 5. Israel, 6. Úkraína, 7. Bandaríkin, 8. Búlgaría. í kvenna- flokki tefla 85 sveitir og er íslenska sveitin nr. 63 í styrkleikaröðinni. Stigahæstu sveitirnar eru: 1. Kína, 2. Georgía, 3. Rússland, 4. Úkraína, 5. Júgóslavía. Eins og áður sagði er umgjörð og aðstæður á skákstað með besta móti, einnig er vel búið að keppendum á góðum hótelum. Sjálft mótshaldið hefur þó gengið fremur erfíðlega í upphafi; tímasetningar standast illa og tæknimál eru í nokkrum ólestri. Þannig höfðu mótshaldarar lofað því að allr skákirnar yrðu sendar beint út á Netinu, en ráða bersýnilega ekki við svo viðamikið verkefni, enda er sá tæknibúnaður sem notaður er við beinar útsendingar af þessu tagi mjög viðkvæmur. l.umferð einsog við mátti búast Það var stór stund fyrir íslenskar skákkonur þegar íslenska kvenna- sveitin settist að tafli eftir 16 ára hlé á ólympíumóti. Andstæðingamir voru ekki af verri endanum, með tvo stór- meistara innaborðs; Guðfríður Lilja- Botsari 0-1 Harpa-Makropoulpou 0-1 Aldís-Fakhiridou I/2-V2 Þær Lilja og Harpa náðu ekki að sýna mikið viðnám, enda við ofurefli að etja. Al- dís barðist mjög vel og var lagin við að flækja taflið fyrir andstæðingi sín- um. Báðar lentu í miklu tímahraki og svo virtist sem Aldís hefði fallið á tíma. Andstæðingur hennar hafði þó ekki skrifað alla leiki sína eins og skylda ber til og var ágreiningur um leilq'afjöldann. Eftir nokkurt stapp kom jafnteflisboð úr grísku herbúð- umferð unum sem var þakksamlega þegið. Staðan á borðinu var óljós en miklu skipti fyrir íslensku sveitina að kom- ast á blað í fyrstu viðureigninni og verður hálfur vinningur gegn þessu sterka liði að teljast mjög gott. Karlasveitin tefldi gegn E1 Salva- dor og vann öruggan sigur, 3V2-V2. Andstæðingur Helga Ólafssonar tefldi stíft upp á jafntefli með hvítu og uppskar það. Þeir Jón Viktor, Jón Garðar og Stefán unnu allir sannfær- andi sigur á andstæðingum sínum. Þarna var sá síðastnefndi að tefla sína fyrstu skák á ólympíumóti fyrir íslands hönd. Vonbrigði í annarri umferð Eftir sigurinn á E1 Salvador var ljóst að íslenska sveitin fengi sterka andstæðinga. Svisslendingar tefla fram tveimur Rússum og er annar þeirra vel þekktur heima á Fróni. Þrátt fyrir vænlegar stöður fengu okkar menn skell; Hannes-Kortsnoj 0-1 Þröstur-Milov V2-V2 Jón Viktor- Gallagher V2-V2 Stefán-Jenni 0-1 Vissulega voru andstæðingarnir stigahærri á öllum borðum, en engu síður óþarflega stórt tap. Skák Hannesar var æsispennandi eins og sjá má hér á eftir. Þröstur vann peð, en tókst ekki að nýta sér það til vinn- ings. Stefán eyddi miklum tíma og lenti í þrengingum gegn Jenni. Hann féll áður en 40 leikja markinu var náð, en var þá með tapað tafl. Um tíma leit út fyrir enn stærra tap, en Jón Viktor hélt jöfnu í erfiðri stöðu. Skákin birtist hér á eftir. Stúlkumar máttu aftur sætta sig við tap gegn mjög keppnisreyndu skosku liði: Harpa-Milligan0-1 Ás- laug-RutherfordO-1 Aldís-Lang V2-V2 Enn var það Aldís sem bjargaði sveitinni frá stærra tapi. í þetta sinn áttu stúlkurnar þó ágæta möguleika á betri úrslitum. Harpa missti af vænlegri leið í byijun og lenti í erfiðri vöm. Aslaug jafnaði taflið ömgglega með svörtu og var að snúa því sér í vil þegar hún lék slæmum afleik og tap- aði. Aldís lenti í þrengingum en varð- ist djarflega og sú skoska sá sér þann kost vænstan að taka þráskák. Skákir 1. umferð, 2. borð: Hvítt: Jón Vikt- or Gunnarsson Svart: Jorge Iraheta Sikileyjarvöm 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0-0 9. Bc4 Bd7 10. h4 Da5 11. 0-0-0 Hfc8 12. Bb3 Re5 13. Kbl Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. Rb3 Dc7 16. Bd4 Be6 17. h5 Hc8 18. h6I? - Jón Viktor velur óvenjulegan leik. Hvítur reynir oftast að opna h- línuna til sóknar fyrir menn sína. 18. - Bh8 19. Hhel a5 20. e5! Re8? Svartur varð að leika 20. dxe5 o.s.frv. 21. exd6 Rxd6 22. Bxh8 Kxh8 23. Rd4 Db6 Svartur hótar að drepa riddarann á c3. 24. Df4! H8c5?! Það er erfitt að benda á haldgóða vörn fyrir svart við hótunum hvíts um að drepa á e6. 25. Hxe6! Hf5 Svartur lék þennan leik samstundis, þannig að hann hef- ur augljóslega treyst á hann til varn- ar. Hann má ekki drepa hrókinn, vegna 26. Df8+ mát. Jón Viktor hafði hins vegar séð lengra og lék án umhugsunar 26. Dxd6!! - Óvenjufalleg lokastaða. Svartur gafst upp, þvi það má hvorki drepa drottninguna né hrókinn vegna máts í borðinu. Eftir 26. - Dxd6 27. Hxd6 exd6 28. Rxf5 vinnur hvítur auðveldlega. 2. umferð, 1. borð: Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Hannes Hh'far Stefánsson Enski leikurinn 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. d3 Bb7 4. e4 d6 5. Rc3 g6 6. g3 Bg7 7. Bg2 c5 8. 0-0 0-0 9. Rg5 Rc6 10. f4 e6 Kortsnoj hefur byggt stöðu sína upp á óvenjulegan máta eins og hann gerir oft. Hann er að vanda í vígaham og leggur til at- lögu, enda þarf hann að hefna ósig- ursins á Reykjavíkurskákmótinu í vor. 11. f5?! De7 12. Bf4 Rd4 13. g4 Rd7 14. Rf3 exf5 15. gxf5 gxf5 16. Rxd4 Bxd4 17. Khl Kh8 18. exf5 Bxg2+ 19. Kxg2 Hg8+ 20. Bg3 Hae8 21. Dd2 Rf6 22. Hael Db7+ 23. Kh3 - Hannes á betri stöðu, en tíminn er orðinn naumur. 23. —Hxel 24. Dxel Dd7 25. Bh4 Rg4 26. Rd5 h5 27. Dd2 f6 28. Bg3 Dh7 29. Bxd6 Dg7 30. De2 - Tíma- hrakið er í algleymingi og nú verða Hannesi á mistök. Hann hefði átt að leika 30. - Dg5 í stöðunni. 30. —Kh7? 31. De7 Dxe7 32. Bxe7 Hg5? Tapleikurinn. Eftir 32. - Kg7 hefði Hannes varla verið í taphættu, þótt hann eigi peði minna. 33. Kh4 Hg7 34. Bf8 Hg8 35. Bd6 Re3 36. Rxe3 Bxe3 37. Kxh5 Hg5+ 38. Kh4 Hg2 39. Hel Bg5+ 40. Kh5 og Hannes féll á tíma, áður en hann náði að ljúka við leikinn 40. Bh6. Staða hans er orðin töpuð, þvi að hann á tveim peðum minna, án þess að eiga nokkurt mótspil. 2. umferð, 3. borð: Hvítt: Joseph Gallagher Svart: Jón Viktor Gunn- arsson Kóngsbragð 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 Re7!? Það er spauglaust að tefla Kóngsbragði gegn Gallagh- er, sem hefur skrifað bók um byrjun- ina. Jón Viktor tekur þá skynsam- legu ákvörðun að velja óvenjulegt afbrigði. Það fór líka svo, að það var enski Svisslendingurinn, sem þurfti að hugsa mikið í byrjuninni. 4. d4 d5 5. De2 Rg6 6. h4 h5 7. Rc3 dxe4 8. Dxe4+ De7 9. Re5 Rxe5 10. Rd5! - Jón Viktor er kominn í vand- ræði, en hann finnur einu leiðina út úr þeim. 10. —Rd3+! 11. cxd3 Dxe4+ 12. dxe4 Bd6 13. e5 c6 14. Rf6+ gxf6 15. exd6 Be6 16. Bxf4 Rd7 17. Be2 Rb6 18. Kd2 Rd5 19. Bh2 Kd7 20. Bf3 Rb6 21. b3 - 21. -Rc8? Eftir 21. - a5I, til að binda hvíta hrókinn á a- línunni, og síðan uppskipti á hvítu biskupunum með Be6-d5 á svartur hartnær unnið ta.fl. 22. Hacl Rxd6 23. Hc5! Bg4 24. Bxg4+ hxg4 25. Bxd6 Kxd6 26. Hf5 Hh6 27. Hhfl Ke6 28. g3 Hd8 29. Ke3 Hd6 30. Ke4 b6 31. b4 Ke7 32. a4 Hh8 33. H5f4 Hg8 34. Hdl Hd5 35. b5 Hd6 36. bxc6 Hxc6 37. d5 Hc3 38. Hd3 Hc5! 39. Kf5 Hd8 40. Hfd4 b5 41. axb5 Hxb5 42. Kxg4 a5 43. Kf5 a4! 44. Ke4 Ha5 45. Ha3 Kf8 46. d6 Ha6 47. d7 Ha7 48. Haxa4 Hxa4 49. Hxa4 Hxd7 50. Kf5 Hd6 51. Hg4 Ke7 52. He4+ Kf8 53. Hg4 Ha6 54. Hc4 Kg7 55. Kg4 Hal 56. Hf4 Hhl? Eftir 56. - Ha5 eru engir efriðleikai’ í vörninni fyrir svart. 57. Kf5 Hal 58. Hg4+ Kf8 59. Kxf6 Ha6+ 60. Kf5 Ha5+ 61. Kf4 f6 62. Kf3 Kf7 63. Hd4 Kg6 64. g4 Hal 65. h5+ Kh6 66. Hd8 Kg7 67. Hd7+ Kh6 68. Hf7 Hfl+ 69. Ke4?! - Eftir 69. Ke3 Kg5 70. Hg7+ Kh6 71. Hg6+ Kh7 72. Ke4 hefði vörnin get- að orðið erfið fyrir Jón Viktor. 69. - Hf2 70. Kd5? Hf4 71. Ke6 > Hxg4 72. Hxf6+ Kxh5 og keppendur sömdu um jafntefli. 1 Áskell Örn Kárason, Bragi Kristjánsson Héraðsdómur Yesturlands fiallar um ágTeining- um forsjá barns Urskurður barnavernd- arnefndar ógiltur HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur ógilt úrskurð bamavemdarnefnd- ar Akraness og Bamavemdarráðs Islands sem svipti foreldra forsjá dóttur sinnar. Úrskurðurinn byggð- ist m.a. á þeirri forsendu að stúlkan hefði sætt kynferðislegri áreitni af hálfu foðurins, en héraðsdómur telur að málið hafi ekki verið nægilega vel rannsakað af hálfu bamaverndar- nefndar 0 g að ekki hafi verið fullreynt að vægari úrræði hefðu dugað. Bæj- arráð Akraness hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Faðir stúlkunnar var árið 1996 kærður fyrir kynferðislegt samneyti við stúlkuna, sem þá var sex ára. Hann var fundinn sekur í héraðsdómi og dæmur í átta mánaða óskilorðs- bundið fangelsi. Hæstiréttur breytti refsingunni í tólf mánaða fengelsi, en öll refsingin var skilorðsbundin í fimm ár. Árið 1999 var aftur gefin út ákæra á manninn og að þessu sinni fyrir kynferðislega áreitni. Hann var hins vegar sýknaður í héraðsdómi og var dómnum ekki áfrýjað. 25. janúar sl. svipti bamaverndar- nefnd Akraness foreldra stúlkunnar forræði yfir dóttur sinni. Úrskurður- inn var kærður til Barnavemdarráðs en þar var hann staðfestur 26. apríl. í rökstuðningi bamavemdar- nefndar segir að nefndin hafi frá ár- inu 1995 ítrekað veitt foreldram stúlkunnar tækifæri til að sýna í verki að þau gætu búið henni öruggt umhverfi. Vísað er til greinargerðar sálfræðings sem taldi eftir að hafa rætt ítarlega við stúlkuna „að hún sýndi ýmis einkenni sem algeng eru meðal barna sem sætt hafa kynferðis- legu ofbeldi í langan tíma“. Nefndin taldi að þess vegna væri nauðsynlegt „að skapa baminu að- stæður til að þroskast og dafna í því öryggi og við þær aðstæður sem bamið eigi rétt á. Forsjárréttur stefnenda takmarkist við þau réttindi bamsins að. njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða og að alast upp án þess að lifa í ótta við kynferðislegt of- beldi“. Lögfræðingur foreldra stúlkunnar byggði kröfu sína um ógildingu úr- skurðar bamaverndamefndar á því að rannsóknarskyldu úrskurðaraðila hefði ekki verið fullnægt. Annarra og vægari úrræða hafi ekki verið neytt í málinu. Niðurstaða málsins í heild hafi verið andstæð hagsmunum barnsins. Ekki hafi verið sýnt fram á vanrækslu foreldranna enda séu fleiri böm á heimili þeirra og engar at- hugasemdir gerðar vegna þeirra. Stúlkan sé afar tengd foreldram sín- um og vilji flytjast til þeirra að nýju. Faðirinn sýknaður íhéraðsdómi í dómi Héraðsdóms Vesturlands er bent á að dómur Hæstaréttar frá 1997 hafi ekki orðið tilefni til þess að barnaverndamefnd svipti foreldrana forsjá enda hefði forsjársvipting ver- ið í ósamræmi við ummæli dómsins. Jafnframt er bent á að Héraðsdómur Vesturlands hafi sýknað manninn af seinni ákæranni. í úrskurði Bama- vemdarráðs sé hins vegar vitnað ítar- lega í mat sálfræðings á trúverðug- leika stúlkunnar, en ekkert vikið að mati Héraðsdóms Vesturlands á sömu atriðum. Minnt er á þá grand- vallarreglu íslensks sakamálaréttar- fars að sakaður maður skuli teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð. Ekki sé hægt að byggja forsjársvipt- ingu á þeim ásökunum sem maðurinn var sýknaður af í héraðsdómi. í dómnum er bent á að engin heild- stæð meðferðaráætlun hafi verið gerð af hálfu barnavemdarnefndar. Aðgerðir og þau úrræði sem gripið hafi verið til virðist hafa verið „brota- kennd og ósamræmd". Ekki hafi ver- ið sýnt fram á það af hálfu bama- vemdaryfirvalda að ekki hafi verið hægt að grípa til annarra úrræða en að svipta foreldra forsjá barnsins. Einn dómenda af þremur skilaði séráliti og taldi að staðfesta hefði átt úrskurð barnaverndarnefndar og Bamaverndarráðs. Hann vísaði til álits sálfræðings sem mat forsjár- hæfni foreldranna. Málinu áfrýjað til Hæstaréttar Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, sagði að ákveðið hefði verið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „Það era þrjú meginrök fyrir áfrýj- uninni. í fyrsta lagi fjallar málið um mjög mikilsverða hluti sem snúa að stjórnsýslu bamaverndarnefnda og Barnaverndarráðs. í öðra lagi er þarna farið inn á annars vegar mat a sönnunai’byrði gagnvart ákvörðun- | um barnavemdarnefndar og hins j vegar sakamat í refsimálum. Við telj- | um mikilvægt að það fái umfjöllun F Hæstaréttar. í þriðja lagi er barna- vemdarnefnd og Bamavemdarráði falinn í lögum fullnaðarúrskurður þessara mála með ákveðnum vinnu- brögðum sem nú er snúið við í hér- aðsdómi. Okkur ftnnst mikilvægt að Hæstiréttur kveði upp úr með hvern- ig með skuli farið,“ sagði Gísli. Stúlkan hefur verið á forsjárheim- k ili undanfarin misseri. Gísli sagði að | engin breyting yrði þar á meðan beð- j ið væri eftir dómi Hæstaréttar. pfflÍWiMBiÍ .........................................»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.