Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ
70 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
I' .................
Dýraglens
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
ALL RI6HT,TR00P5..A5 U)E
HEAP off into THE U)ILP,
WHO CAN TELL ME UJHAT U)E
5H0ULPD0IF LUEGET L05T?
Jæja piltar, þar sem við höldu nú
til fjalla, hver getur þá sagt mér
hvað við gerum ef við villumst?
Nei, uppreisn er
ekki með á blaði.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík S Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Þankagangur
Frá Mörthu Ingimarsdóttur:
JÆJA, þá er okkur eldri borgurum
ljóst af hverjum við lifum ekki á
launum okkar. Stöð 2 fékk Pétur
Blöndal í „Svar óskast“ 6. okt. sl. Svo
mörg voru þau orð.
Væri Pétur ekki til í að sýna okk-
ur svart á hvítu á hverju velsæld
okkar byggist og gera það á manna-
máli, því ef ég skildi hann rétt, þá
hefur á sl. 5 árum verið mulið undir
okkur af slíku örlæti að mál sé komið
að við lokum á okkur munninum og
þökkum pent fyrir.
Honum ætti nú ekki að verða
skotaskuld úr því, enda klár náungi
með mikið viðskiptavit. Eitt verð ég
að upplýsa hann og alþjóð um, að
mér hefur alla jafna líkað vel hans
málflutningur, rökfastur maður, en
nú er bleik brugðið. Ég skil ekki al-
veg þá umræðu sem átti sér stað
þarna á Stöð 2.
Og því er spurningin sú, hvernig
má það vera að ríkið geti hirt af mér
og sjálfsagt mörgum öðrum um-
samdar hækkanir á eftirlaunin, eins
og gerðist hjá mér 1. sept. sl.? I
mars sl. hækkuðu launin um einn
launaflokk og er mér kunnugt um að
þetta var gert skv. samningi og þar
af leiðandi eðlilegt að mér yrði
greidd þessi hækkun á eftirlaunin.
Eftirlaunin eru rúm 48% af launa-
tekjum og ég get fullvissað Pétur um
að það vora engin ráðherralaun sem
ég vann fyrir heldur innan við
100.000 á mánuði brúttó. Og því spyr
ég, hvernig er þetta hægt? Jú, það
er víst löglegt, en er það ekki sið-
laust?
Hvernig litist nú öðrum launþeg-
um á, ef þeiira laun yrðu nú skert
eftir undirritun samninga, vegna
þess að launin væru of há og viðkom-
andi búinn að fá nóg, að mati emb-
ættismanna ríkisins? Að minnsta
kosti hlýtur það að vera hugsunin
þegar að eldri borgurum kemur. Því
er það augljóst að embættismenn
þjóðarinnar hafa ákveðið að heildar-
laun eldri borgara, sem líka taka
laun frá Tryggingastofnun ríkisins,
megi ekki vera hærri en frá 48-95
þúsund á mánuði brúttó og ef því
yrði breytt, færi landið á hausinn.
Endilega útskýrið fyrir okkur
eldri borgurum þessa lands hvað
hefur gerst sl. 5 ár, sem gerir það að
verkum að við lifum í vellystingum
praktuglega.
Svar óskast.
MARTHAINGIMARSDÓTTIR,
Suðurvangi 12, Hafnarfirði.
t,;.
Áhættan eykst ef við notum farsíma í akstri.
Tekur þú áhættu
í umferðinni?
Frá ungum ökumönnum í ökuskóla
Sjóvár-Almennra:
VIÐ ERUM ungir ökumenn sem
sóttu umferðarskóla Sjóvár-Al-
mennra í Reykjavík í október. Við
veltum fyrir okkur hvers vegna ungt
fólk er að taka áhættu í umferðinni
og hvernig við getum dregið úr slíkri
hegðun. Við viljum benda ykkur,
kæru jafnaldrar, á nokkur atriði sem
skipt geta sköpum í þessu efni.
Við teljum að ungir karlmenn séu
oftast að taka áhættu í umferðinni og
oft er það vegna kjánaskapar. Þeir
eru hugsanlega með minnimáttar-
kennd sem birtist í því formi að sýn-
ast fyrir öðrum. Þeir eru ekki bara
að leika sér að eigin lífi heldur okkar
líka. Stundum getur þetta verið til að
ganga í augun á hinu kyninu. Stelp-
urnar staðhæfa hins vegar að þær
vilji ekki fara upp í bíl þeirra sem
hræða úr þeim líftóruna.
Við hvetjum því alla til að forðast
eins og þeir geta alla áhættu.
Ökum aldrei undir áhrifum áfeng-
is eða annarra vimuefna. Ölvun og
akstur eiga aldrei saman og rann-
sóknir segja okkur að við unga fólkið
séum í meiri áhættuhópi hvað varðar
ölvunarakstur og um leið er áfengi
fljótara að sljóvga okkur og gera
okkur að lakari ökumönnum.
Áhættan eykst ef við notum far-
síma í akstri.
Við skulum forðast hraðakstur og
fylgja reglum um umferðarhraða.
Notum alltaf bílbelti, líka á stuttum
leiðum.
Verum vakandi við stýrið. Virðum
allar umferðarreglur og aldrei að
aka yfir á rauðu ljósi.
Ungum ökumönnum hættir oft til
að láta mana sig, sérstaklega ef
margir jafnaldrar eru í bílunum.
Látum ekki mana okkur. Það yrðum
við sem þyrftum að bera alla ábyrgð
ef eitthvað kæmi upp á.
Með kveðju frá ungum ökumönn-
um í ökuskóla Sjóvár-Almennra í
Reykjavík í október.
EINAR GUÐMUNDSSON,
forvarnafulltrúi
Sjóvár-Aimennra.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.