Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
Robert Redford og Dustin Hoffman sem rannsóknarblaðamennirnir
Woodward og Bernstein í AU The President’s Men.
Fullyrða má að Butch Cassidy and the Sundance Kid marki hátind ferils
þeirra Pauls Newmans og Roberts Redfords.
ROBERT REDFORD
Will Smith og Matt Damon leika aðalhlutverkin í nýjustu mynd Roberts
Redfords, The Legend of Bagger Vance.
NÆSTKOMANDI föstudag, verður
frumsýnd The Legend of Bagger
Vance. Spurst hefur út að vel hafi
tekist til og þessi gamanmynd um
ævintýri golfleikara (Matt Damon)
og kylfusveinsins hans (Will Smith),
á árunum eftir seinna stríð, þyki
einkar líkleg til afreka. Valinn mað-
ur í hverju rúmi, Charlize Theron
leikur með karlpeningnum og sá
sem heldur endunum saman og
stjórnar verkinu er sjálfur Robert
Redford sem er á góðri leið með að
*-verða goðsögn í lifanda lífi.
Fjölbæfur maður, Redford. Hefur
ekki aðeins þetta óborganlega
„Marlboro-manns“-útIit, heldur er
hann þéttur og traustur leikari og
ekki síst reyndist hann stórgóður
leikstjóri er áþað reyndi. Hann var,
ásamt félaga sínum Paul Newman,
ein skærasta sljama áttunda ára-
tugarins, er þeir sátu saman um ára-
bil í efsta sæti vinsældalista karlleik-
ara kvikmyndanna. Náði Newman
aldrei sem leikari en reyndist betri
leikstjóri. Redford er orðinn sjald-
^éður á tjaldinu en er ennþá áhrifa-
maður í kvikmyndaheiminum sem
margverðlaunaður leikstjóri og at-
hyglisverður framleiðandi og bak-
hjarl einnar fremstu, óháðu kvik-
myndahátíðar í heimi. Kenndri við
óðalið hans í Utah, sem aftur er
kennt við frægasta hlutverk hans á
glæsilegum ferli, The Sundance Kid.
Charles Robert Redford fæddist
1937 í Santa Monica, þar sem faðir
hans vann sem endurskoðandi.
Missti móðir sína 17 ára gamall og
átti brösótta æsku. Var m.a. rekinn
úr háskólanámi f Colorado, fyrir
drykkjuskap, en þangað komst hann
á styrk vegna hafnaboltahæfileika.
Þaðan lá lciðin á olíuborpalla í
Mexíkóflóanum þar sem hann vann
um skeið fyrir fari til Evrópu. Þar
hélt hann sig í París og gaf sig út
fyrir að vera listmálari. Lítið hefur
heyrst af þeim hæfileikum síðari ár-
in.
Við heimkomuna reyndi Redford
fyrir sér á Ieiklistarsviðinu í New
York og hóf nám við The American
Academy of Dramativ Arts. Leik-
námið bar þegar árangur árið 1959,
er hann fékk lítið hlutverk í Tall
Story. Hlutverkin uxu með ári
hverju f batnandi verkum. Samhliða
fóru hinum unga leikara að berast
hlutverk í sjónvarpi (eftirminnilegur
í Twilight Zone), og hafnaði að lok-
um í sínu fyrsta kvikmyndahlutverki
í WarHunt(’G2).
Það var hinsvegar næsta aðal-
hlutverk á Broadway, íleikriti Neils
Simon, Barefootin thePark, sem
fyrst vakti athygli á Redford. Hann
hélt til Hollywood 1964, til að fara
með eitt aðalhlutverkið í Situation
Hopeless - But Not Serious, ásamt
Alec Guinnes og Mike Connors. Lítið
eftirminnileg að undanskildu nafn-
inu. Næst fékk Redford aðal-
hlutverkið á móti Nathalie Wood í
Hollywood-dramanu Inside Daisy
Clover. Ari síðar, ’65, kom The
Chase, mynd sem beðið var með
mikilli eftirvæntingu. Byggð á
mögnuðu Suðurríkjadrama um kyn-
þáttafordóma og -misrétti, ástríður,
sekt og sakleysi. Marlon Brando fór
fyrir glæsilegum leikhópi undir
stjórm Arthurs Penn. Myndin olli
engu að síður nokkrum vonbrigðum,
ekki síst aðsóknarlega. Sama máli
gilti um This Property is Condemn-
ed, með Natalie Wood, undir stjórn
Sidneys Pollack. Engin þessara
mynda hlaut náð fyrir augum áhorf-
enda. Nú var Redford boðið hlut-
verkið sem George Segal fór með í
Hver erhræddur við Virginíu Wolf?,
leist greinilega ekki á fyrirtækið (!),
og hélt að hætti Mörlanda í langt sól-
arfrí á Spánarstrendur. Tilboð um
að fara með aðalhlutverkið í kvik-
myndagerð Barefootin the Park, á
móti heitustu leikkonu þessa tíma,
Jame Fonda (hún lék einnig á móti
honum í The Chase), dró Redford til
baka frá Spáni og útkoman varð
fyrsta aðsóknarmynd leikarans.
Redford tókst ekki að fylgja þess-
ari sfðbúnu velgengni eftir. A hinn
bóginn hafnaði hami tveimur aðal-
hlutverkum, og það í ekki ómerkari
myndum en The Graduate og Eose-
mary’s Baby. Nú tók við tímabil að-
gerðaleysis, Redford var orðinn
homreka í kvikmyndborginni, með
aðeins eina gangmynd að baki en því
fleiri mistök og vafasama dóm-
greind í hlutverkavali. Hann var
álitinn vonlaus fjárfesting af fjölda
framleiðenda.
Næsta mynd breytti öllu, enda var
hún engin önnur en tímamótamynd-
in Butch Cassidyand the Sundance
Kid (’69). Setti Redford svo gott sem
á stall ofurstjörnu, en viti menn,
leikarinn gerði heiðarlega tilraun til
að klúðra enn og aftur fengnum hlut
með því að velja sér næsta við-
fangsefni Tell Them Willie Boyis
Here, að mörgu leyti óvenjulega
mynd, sem hvorki gekk lönd né
strönd. DownhiII Racer (’70), var
betri, en féll einnig í grýttan jarðveg
hjá áhorfendum. Verstu mistökin af
þessum þrem var þó Little Fauss
andBig HaJsy (’71). Undirr., sem var
nokkur Redfordaðdáandi þá sem nú,
var þess fullviss á þessum tíma-
punkti að Redford væri búinn að
skjóta sig endanlega í fótinn. Eink-
um eftir næsta „afrek“, sem var enn
ein mistökin, TheHot Rock. Byggð á
milljón dala handriti Williams
Goldman (Butch...), en nú var eng-
inn Newman með á bátnum.
Næstu tvær myndir voru í allt
öðrum gæðaflokki. Jeremiah John-
son og The Candidate eru fram-
úrskarandi góðar þó aðsóknin Iéti á
sér standa. The Way We Were (’73),
kom stjörnunni hinsvegar aftur á
beinu brautina. Ennfrekar The
Sting, sem var aðaljólamyndin það
árið og leiddi þá saman á nýjan leik,
Redford, Newman og leiksljórann
George Roy Hill.
Líkt og fyrri daginn, var Adam
ekki lengi í Paradís. Að loknu einu
sínu farsælasta hlutverki vatt Red-
ford sér í titilhlutverkið í The Great
Gatsby, sem var í alla staði, nema út-
litslega, hreinræktuð mistök. Þeir
Hill unnu saman að The Great
Waldo Pepper (’75), mynd um flug-
kappa úr fyrra stríði, sem hefur of-
anaf fyrir sér í Kreppunni miklu
með flugsýningum. Engir töfrar þar
á ferðinni þó flugatriðin séu nokkuð
mögnuð. Síðar áþví ári kom hins-
vegar spennumyndin The Three
Days of the Condor, ein besta sam-
vinna leikarans og leikstjórans Poll-
acks. Redford hélt sigurgöngunni
áfram með AJI the Prcsident’s Men
ÚTSALA
Höfum opnað
útsölumarkað í kjallaranum.
(’76), eiimi athyglisverðustu mynd
áttunda áratugarins um rannsókn-
arblaðamennina sem stuðluðu að af-
sögn Nixons forseta. Stríðsmyndin
A Bridge to Far (’77), var lítið meira
en risavaxnar umbúðir. Ný Pollack
mynd, The Electric Horseman (’79),
sýndi nýja hlið á bandarísku þjóðfé-
lagi og ekki síður leikaranum sjálf-
um, sem átti góðan dag. Brubaker
(’80), var ágætur fangelsistryllir
undir stjórn Bobs Rafelson.
Redford hafði lengi ætlað að
reyna fyrir sér aftan við tökuvélarn-
ar og greip tækifærið er metsölu-
bókin Ordinary People stóð honum
til boða sem frumraun á leikstjóra-
sviðinu. Utkoman var sigur á öllum
vígstöðvum. Redford vann Oskars-
verðlaunin og myndin var valin
besta myndin.
Þar með fór áhugi Redfords
minnkandi á leiklistarsviðinu. Hætti
störfum við The Verdict (var leystur
af hólmi af Newman í sínu besta
formi). Sást ekki á tjaldinu fyrr en
að fjórum árum liðnum, í The Natur-
al. Prýðismynd um hafnabolta,
íþróttina sem upphaflega kom
stjörnunni á menntaveginn. Ari síð-
ar kom Out of Africa, enn ein mynd
eftir Pollack, sem að þessu sinni
Ijallaði um ævintýralegt líf danska
rithöfundarins Karen Blixen í álf-
unni svörtu. Myndin rakaði að sér
verðlaunum og áhorfendum. Sama
verður ekki sagt um vonbrigðin
Legal Eagles (’86). Redford sneri sér
aftur að leikstjórn, árangurinn var
misjafn, The Milagro Beanfíeld War
stóð ekki undir væntingum og Red-
ford hvarf af sviðinu í nokkur ár.
Árið 1990 komu mistökin Havana
fram á sjónarsviðið og önnur slík,
Sneakers, tveimur ái-um síðar. Þá
þótti Redford nóg komið og vatt sér
íleikstjórastólinn með eftir-
minnilegum árangri. A RiverRuns
Through It, er feikigóð mynd, hans
besta að mi'num dómi. Fjallar um
erfið samskipti feðga, leikinna af
Craig Sheffer, Brad Pitt og Tom
Skerritt, að auki dýrðlega tekin af
Philippe Rousselot. 1993 upplifði
Redford sínar mestu vinsældir um
langt skeið með hörmunginni In-
decent Proposal. Bætti um betur
sem leikstjóri The Quiz Show. Tví-
mælalaust ein besta mynd leikstjór-
ans, segir af hneykslismálum sem
dundu á sjónvarpsþáttagerð vestra
á sjötta áratugnum.
Síðan hefur allt verið frekar á nið-
urleið. Redford var misráðinn í Up
Close and Personal (’96). Vondri og
vandræðalegri mynd um uppgang
sjónvarpsfréttakonu. Síðasta mynd-
in hans, The Horse Whisperer, leið
fyrir leikarann Redford, alltof gam-
allegan fyrir hina mögnuðu Kristin
Scott-Thomas, sem leikstjóri var
hann ívið betri. Á föstudaginn kem-
ur svo í ljós hvort nýja myndin
stendur undir því góða orðspori sem
af henni fer.
Redford er fyrir margt löngu orð-
inn virtur leikari og leikstjóri. Stór-
auðugur maður sem notaði fyrstu
hátekjur sínar, úr Butch..., og The
Sting, til að fjárfesta í íjalllendi í Ut-
ah. Þar reisti hann sér sitt áður-
nefnda draumaathvarf og kom á fót
stórmerkilegri kvikmyndastofnun,
The Sundance Institute, sem þegar
er farið að gera kraftaverk fyrir
óháð kvikmyndagerðarfólk.
Mikill afsláttur
Efni frá 100 kr. m
Efni - heimilisvörur - Dúkar - Handklæði - o.m.fl
Z-brautir & Gluggatjöld
Faxafen 14 | 108 Roykjavik j Simi 525 8200 j Fax 525 8201 j Nelfang www.zeta.is
Sígild myndbönd
BUTCH CASSIDY AND
THE SUNDANCE KID (1969)^^
Frábærlega skemmtilegur, gaman-dramatískur
vestri um flótta tveggja útlaga undan verulega þrjósk-
um laganna verði. Varð klassísk um leið og hún var
sýnd enda dásamleg á mörgum sviðum, enda mynd
sem hollt og gott er að sjá a.m.k. einu sinni á ári. Það
kemur ekki síst til af glettilega góðum samleik New-
mans og Redfords og góðri leikstjórn George Roy
Hills. Það má heldur ekki vanmeta yndislegan hóp
aukaleikara, fyndið og dramatískt handrit William
Goldmans sem er með hans bestu verkum, enda hlaut
hann óskarinn fyrir. Myndin hreppti einnig Óskarinn
fyrir kvikmyndatöku og tónlist.
ALL THE PRESIDENT’S
MEN (1976) ★★★★
Rakin er sagan af því hvernig tveimur rannsóknar-
blaðamönnum á The Washington Post, Carl Bernstein
(Dustin Hoffman) og Bob Woodward (Robert Red-
ford), tókst að vekja þjóðarathygli á þætti nánustu að-
stoðarmanna forsetans í innbrotinu í Watergate-bygg-
inguna, sem á endanum leiddi til afsagnar forsetans.
Með afbrigðum velheppnuð frásögn, skemmtilega
uppbyggð og ágætlega leikin af tveimur vinsælustu
leikurum sinnar kynslóðar. Ein besta mynd Alan J.
Pacula, ein sú besta úr blaðamennskunni sem gerð
hefur verið og mynd sem ekkert er farin að dala þótt
árin líði.
THE STING (1973)
★★★★
Redford og Newman voru reffilegasta tvíeyki sög-
unnar og voru á hátindi ferils síns er þeir gerðu þessa
bráðskemmtilegu mynd um tvo blekkingameistara
sem setja upp veðmálagildru fyrir stórlax (Robert
Shaw), eftir að sá hefur látið drepa einn af félögum
þeirra. Stundum er myndin full góð með sig en hún
svíkur engan um skemmtun. Stjörnurnar tvær eru í
essinu sínu og „ragtime“-tónlistin eftir Scott Joplin er
auðvitað klassík. Myndin hreppti sjö Óskara. Vantar
þó örlítið uppá ofurtöfra Butch...
Sæbjörn Valdimarsson