Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 49 MINNINGAR PALINA SIGURBJÖRT MA GNÚSDÓTTIR + Pálína Sigur- björt Magnús- dóttir fæddist 3. nóv- ember 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seltjarnar- neskirkju 30. októ- ber. Elsku amma Palla okkar. Við kveðjum þig með hlýju og söknuði og viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Við munum ávallt geyma þær á sér- stökum stað í hjörtum okkar. Nú er erfiðum veikindum þínum lokið og vonandi líður þér vel núna. Þú ert komin til elsku afa Dóra, sem lést aðeins 14 mánuðum á undan þér. Eg sendi þér kæra kveðju, nú erkominlífsinsnótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfínn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi minningu ömmu og afa. Baldur Páll, Linda Björk, Davíð og Karen. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver, sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja“. (Jóh. 11:25-26). Elsku amma Palla. Nú ertu komin til guðs og búin að hitta afa Dóra, sem þú varst búin að sakna svo mikið. Við söknum þín mikið og það er svo sárt að missa þig, en við vitum að þér líður vel núna og þú ert laus við öll veikindi þín og að þú verður alltaf hjá okkur. Við eigum svo margar góðar minningar um þig og þær hjálpa okkur í gegnum sorg- ina. Þú varst alltaf svo góð og hlý og þú hugsaðir svo vel um alla. Þú vildir ekki að neinn færi svangur heim til sín eftir heim- sókn hjá þér, þannig að alltaf þegar við komum í heimsókn voru dregn- ar fram kræsingar, jafnvel þótt okkur lang- aði ekki í og værum ekki svöng. Við skyld- um nú fá okkur smá í gogginn. Það var alltaf svo gaman að koma í heim- sókn til þín og spjalla við þig því þú hafðir frá svo mörgu að segja. Kallið er komið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hþota skalt. (V. Briem.) Hvíldu í friði, elsku amma Palla okkar. Við munum aldrei gleyma þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnastþér. (Ingibjörg Sig.) Þín bamabörn María Ósk og Amar Freyr. Elsku Palla mín. Mig langai- til þess að kveðja þig og í rauninni Dóra líka þar sem svo stutt var á milli brottferðar ykkar. Ég vil þakka ykk- ur fyrir það hversu góð þið voruð mér í æsku. Ég var raunar oft á tíð- um meir á ykkar heimili en mínu eig- in og naut þá sömu réttinda og um- hyggju og ykkar eigin börn, en á viðkvæmum tíma í lífi mínu hafði það ákaflega mikið að segja að eiga ykk- ur og Magga að sem góða vini. Af- ganginn fel ég í bæn minni um kæra endurfundi ykkar Dóra og votta KOLFINNA PÉTURSDÓTTIR + Kolfinna Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 5. mars 1996. Hún lést á Barnaspítala Hrings- ins Landspftala 16. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 23. október. Þú varst ekki nema eins og hálfs árs þeg- ar þú byrjaðir að koma til mín og vera í nokkra daga í senn í hverjum mánuði. Ég féll strax fyrir stóru brúnu augun- um þínum og fallega brosinu. Og ég var ekki ein í aðdáendahópnum því þú heillaðir fjölskyldu mína og vini upp úr skónum. Þú leist út fyr- ir að vera svo lítil og brothætt en ég var ekki lengi að komast að því að þú vildir helst láta hnoðast og ærslast með þig, það líkaði þér best. Við vorum alltaf á ein- hverju flakki og minn- ist ég þar helst allra göngutúranna okkar og heimsóknanna hingað og þangað. Að fara í sund þótti þér líka alveg æðislegt enda leið Jþér svo vel í vatninu. Ég man hvað þú varst montin með þig í sundi hjá henni Ágústu þegar þú gast farið í kaf og komst skælbrosandi upp úr vatninu. Síðasta árið hitti ég þig sjaldnar en þó áttum við saman góðar stundir í Álfalandinu. Ég trúi því að þér líði vel núna elsku Kolfinna mín og bið Guð að geyma þig. Sofðu rótt. Anna Sigríður (Anna Sigga). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins i bréfsíma6691116, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Magga og systkinum, mökum og barnabörnum samúð mína og virð- ingu. Bjami Þór. Elsku amma mín, núna ert þú komin til Guðs, þar líður þér vel. Ég gisti oft hjá þér og þá fórum við alltaf með bænir og skiptumst á að segja hvor annarri sögur. En núna ert þú engill á himnum og vakir yfir mér. Það var alltaf gott að koma til þín og þú vildir aldrei að ég færi aftur fyrr en ég var búin að fá einhvern mat eða einhverskonar gotterí. Það var alltaf svo gott að vera í návist þinni ég mun varðveita allar þær minningar. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól,ogþerratárin( kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom,líf,erævinþver, kom,eilífð, bakviðtárin. (V. Briem.) Kristín Helga. Elsku amma mín, nú ert þú komin til Guðs og hefur fengið að öðlast friðinn. Nú hefur þú hitt afa sem þú saknaðir svo mikið. Þú sem reyndist honum svo vel í hans veikindum eins og þú reyndist öllum alltaf. Ég á eftir að sakna þín svo mikið og þú átt eftir að eiga stóran stað í hjarta mínu alla ævi. Þú varst orðin mjög veik og seinustu dagana sá ég að þetta hafi verið best fyrir þig. Amma mín, þú varst alveg frábær og það verður erf- itt að sætta sig við að þú og afi séuð bæði farin á svona stuttum tíma. En ég get huggað mig við góðar minn- ingar og verið þakklát fyrir þann mikia tíma sem við eyddum saman. Til dæmis man ég eftir því þegar við fórum saman heim til þín, ég úr leikskólanum og þú úr vinnunni. Þá fengum við okkur að borða og hvíld- r ’ z H H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H H H H H H H H H H H H H H H H (IIIIXIIIIIIII1X1 Varanleg minning 6f meitlub ístein. S S.HELGASONHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@Vortex.is um okkur gjarnan, ég átti erfitt með að liggja kyrr og þá sagðir þú mér að hlusta á vindinn úti og þá sofnaði ég, síðan stuttu seinna kom afi heim í góðu skapi eins og alltaf og þú byrj- aðir að elda kvöldmatinn. Á hverjum degi fóruð þið út með Tinna, út í Suðurnes eða á Geirsnef og þar fékk hann að leika lausum hala. En ég er viss um að nú leikið þið þrjú lausum hala hjá Guði. Það var alltaf jafngott að koma til ykkar og fá kex og alls konar gotterí. Þegar ég kom var gjarnan smurt brauð ofan í mig og ég varð að borða allt til þess að ykkur liði vel og vin- konum mínum fannst alltaf jafngam- an að koma til ykkar eins og öllum öðnim. Á jólunum hittumst við heima hjá ykkur og þá var hlustað á messu og borðaður alveg yndislegur matur, jólasúpan góða í forrétt og svo var borinn fram svínahamborgarhrygg- ur, eftir það voru allir mjög saddh’. Síðan voru teknir upp pakkarnir og þá var kátt á hjalla og allir hlógu mikið. Þegar ég fermdist í apríl fannst mér mjög vænt um að þú hefðir verið komin heim af spítalanum og að þú skyldir treysta þér að koma í ferm- inguna mína og vera með mér á þess- um stóra degi. Ég þakka þér fyrir að hafa verið mér góð og náin í fjórtán ár, elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Pálína Sigurbjört. r Palla er dáin eftir löng og ströng veikindi. Maðurinn hennar, Halldór, lést fyrir rúmu ári. Hjá þeim hjónum var engin lognmolla, þar vai’ mikið að gera enda stórt heimili þar sem börnin voru sex.Við hjónin leigðum hjá þeim í tvö ár en þá bjuggu þau í Steinnesi sem stendur við Mela- braut. Þarna var gott að vera með börn því þau voru svo frjals, þetta var eins og að búa í sveit. Á 45 árum hefur margt breyst. Oft voru erfiðir kaflar í lífi Pöllu því Dóri var sjúklingur í mörg ár og má segja að líf hans hafi stundum hangið á bláþræði. Þessu fylgdi mik- ið andlegt álag og það sýndi sig að Palla átti yfir mikilli fórnfýsi og styrk að ráða. Þau hjónin áttu yfir miklu barnaláni að fagna og er það mikill auður. Hún var góð mamma og gat oft verið meyr yfir því sem bágt var. Börnin stóðu sterk og sameinuð við foreldra sína á erfiðum stundum. Palla og Dóri áttu margar góðar stundir með fjölskyldu sinni á lífs- leiðinni og er margs að minnast hjá stórum systkinahópi þegar hugurinn leitar til baka, þær minningar geym- ir hver og einn. Við viljum þakka fyrir samveru^ stundirnar sem við áttum í gegnum árin. Guð blessi minningu Pöllu og Dóra. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (Tómas Guðm.) Kæri Gummi, Maggi, Elli, Gunn- steinn, Sólveig, Halldór og fjölskyld- ur ykkar, við sendum ykkur hlýjar kveðjur, • Elisa og Jóhann. + Útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS KRISTINS STEINSSONAR, Árskógum 6, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Sigurður Steinn Jónsson, Yolande Jónsson, Logi Þórir Jónsson, Helga Lára Hólm, Smári Jónsson, Vilma Valeriano, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, GUNNARS ÓSKARSSONAR, Asparfelli 6, Reykjavík. Jakobina Kristjánsdóttir, Henný Ósk Gunnarsdóttir, Vala Kolbrún Reynisdóttir, Gunnar Þór Berg Traustason, óskirður Traustason. + Við þökkum öllum, sem heiðrað hafa minningu eiginkonu minnar og móður okkar, SIGURLAUGAR AÐALSTEINSDÓTTUR, síðan hún lést á heimili sínu laugardaginn 21. október síðastliðinn. Sigurlaug var jarð- sungin frá Áskirkju fimmtudaginn 26. október. Þökkum einnig af alhug veittan stuðning og samúðarkveðjur. Eggert Jónsson, Tómas Guðni Eggertsson, Eiríkur Áki Eggertsson. .............................. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.