Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 73 DAGBOK BRIDS Umsjón Guðmundur I'áll Arnarson Flestum spilurum er illa við að opna á veikum tveimur í hálit með fjórlit í hinum hálitnum. Þessi staðreynd hefur áhrif á spilamennsku suðurs í fimm laufum: Austur gefur; allir á hættu. Norður Norður v (J75 ♦ AK1098 * AK873 Suður A ÁG9 » K9 ♦ 642 * D10962 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar Pass 3 spaðar 4 grönd *Pass 5 lauf Pass Pass Pass Norður sýnir láglitina með stökki sínu í fjögur grönd eftir veika hindrun austurs og taktíska hækk- un vesturs. Suður velur auðvitað laufið og líst bara nokkuð vel á blindan og horfur sínar í fimm laufum. Vestur kemur út með spaða. Suður hendir hjarta úr borði og drepur drottningu austurs með ás. Hver væri nú áætlun lesandans? Fyrsta hugmyndin sem kviknar er að fríspila tíg- ulinn án þess að hleypa austri inn til að spila hjarta í gegnum kónginn. Sem er hægt ef vestur á þrílit. En er það líklegt? Til að byrja með tekur sagnhafi tvisvar tromp og það kemur í ljós að aust- ur á eitt en vestur tvö. Það er þá vitað að austur á sexlit í spaða og eitt lauf. Ef hann er með tvíspil í tígli, þá á hann fjórlit í hjarta. Myndi hann opna á veikum tveimur í spaða með hinn hálitinn líka? Ef sagnhafi reiknar ekki með þeim möguleika, þá reynir hann að finna aðra leið. Og hún er til: Norður Norður » G75 ♦ AK1098 * AK873 Vestur Austur * 10753 * KD8642 » ÁD862 » 1043 ♦ G3 ♦ D75 A G5 A 4 Suður A ÁG9 » K9 ♦ 642 * D10962 Hann trompar spaða tvisvar, tekur ÁK í tígli og spilar síðan hjai’ta á níuna. Vestur getur tekið tvo slagi á hjarta, en neyðist svo til að spila út í tvöfalda eyðu og þá hverf- ur tapslagurinn í tígli heima. Ast er... . að koma blóðrásinni hans á hreyfingu. Arnað heilla QA ÁRA afmæli. í dag, «/U þriðjudaginn 31. október, verður níræð Rakel Jóhannsdóttir. Eiginmaður hennar er Pálmi Guðni Guðnason, fyrrv. vólstjóri. Þau eru búsett í Hrafnistu í Hafnarfirði. rn ÁRA afmæli. í dag, uU þriðjudaginn 31. október, verður fimmtug Drffa Kristjánsdóttir, for- stöðumaður Meðferðar- heimilisins Torfastöðum. Hún og eiginmaður hennar, Ólafur Einarsson, munu taka á móti gestum næst- komandi laugardag, 4. nóv- ember, kl. 19 á heimili þeirra á Torfastöðum. Hlutavelta Morgunblaðið/Júlíus Þessir duglegu drengir, Andri Guðmundsson og Eiður Ey- þórsson, hafa safnað flöskum og dósum og haldið hlutavelt- ur í tvö ár. Afraksturinn er kr. 50.000 sem þeir gáfu til Rauða kross Islands vegna alnæmissöfnunar. SKAK Ilmsjón Ilelgi Áss Grótarsson FYRIR 5 árum bar Garry Kasparov (2.849) sigurorð af Vishy Anand í einvígi um heimsmejstaratitil hins fyrr- nefnda. I undirbúningi sín- um fyrir einvígið lét Kaspar- ov landa sinn Vladimir Kramnik (2.770) yfirfara all- ar skákrannsóknir sínar. Hugsanlega hefur þetta haft töluverð áhrif á gang einvíg- is þeirra Kramniks og Kasparovs sem nú stendur yfir í London þar sem Kramnik fékk ein- stæða sýn í vinnu- brögð lærimeistara síns. í hið minnsta hefur hann pálmann í höndunum þegar einvígið er að taka enda. Staðan er frá einvíginu og stýrði áskorandinn hvítu mönnunum. 15. Bxe6! fxe6 16. Dxe6+ Kh8 16. ... Hf7 tapar strax eftir 17. Re5.17. Dxe7 Bxf3 18. gxf3 Dxd4 19. Rb5! Dxb2 20. Hxc8 Hxc8 21. Rd6 Hb8 22. Rf7+ Kg8 23. De6 Hf8? 23. ... h5 var betri vörn en engu að síður voru sigurmögu- leikar hvíts afar góðir. 24. Rd8+ Kh8 25. De7 og Kasp- arov gafst upp enda yrði hvítum ekki skotaskuld úr því að vinna úr yfirburðum sínum eftir t.d. 25. ... Hxd8 26. Dxd8+ Rg8 27. Dd5. 14. einvígisskák Kaspar- ovs og Kramniks hefst í dag klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Hvítur á leik. LJOÐABROT HÚSMOÐIRIN Við daglega umhyggju alls, iyrir óskir og löngun og þörf að beita sér eins og bezt er unnt og búa undir framtíðarstörf, breiða ástúðar yl og ljós yfir allt sitt starfaskeið, - slík er húsmóður önn. Hún er allra þjónn og alvöld drottning um leið. Þegar mey gefur manni hönd og máttur og ást eru tengd, þegar elskandi hjörtu binda sín bönd í bráð og um ævilengd, þá er heimilisríkið reist. Hún er rós, hún er ljósgjafinn hans og vígir og nærir hinn eilífa eld á altari hjónabands. Sigurður Jónsson. STJÖRNUSPA eltir Frances Urake Afmælisbarn dagsins: Þú ert ákafiega hæfur og sjálfstæður einstaklingur, en sumum finnst framtaks- semi þín keyra um þverbak. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að hreyfa þig meira. Deilur rísa um eignarrétt og þú verður að hafa þig allan við til þess að standa á rétti þínum. Sýndu þolinmæði. Naut (20. apríl - 20. maí) Sýndu ýtrustu varkárni í starfi, því ýmsar hættur leynast handan hornsins. Gamall vinur leitar til þín og á það inni hjá þér að þú hjálpir honum. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) “DA Þú hefur nokkuð svigrúm, þótt þú haldir þig innan settra reglna. Það er óþarfi að ganga of langt og veldur þér bara stökustu vandræð- um. Krabbi ^ (21. júní - 22. júlí) Láttu ekki breytingar fara í taugarnar á þér. Þótt breyt- ingar breytinganna vegna séu lítils virði, eru aðrar sem leiða ótvírætt til framfara. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) SÍÍ Gættu þess í öilum samskipt- um við aðra, að frelsi þitt takmarkast við frelsi þeirra. Reyndu ekki að ganga lengra því það hefnir sín alltaf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <6sL Lífið er ekki alltaf leikur og stundum verður þú að gera fleira en gott þykir. Það er þó engin ástæða til sjálf- svorkunnar þess vegna. (23^sept.-22.okt.) Þótt þú hafir í mörg horn að líta, máttu ekki láta undir höfuð leggjast að gefa þér tíma til þess að sinna þínum nánustu. Það er þér líka end- urnýjun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) '"tÍC Þér hættir til í hita augna- bliksins að missa sjónar á takmarkinu. Reyndu að ná betri tökum á skapi þínu, þannig að það hlaupi ekki með þig í gönur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ífcCr Leyfðu sköpunargáfu þinni að njóta sín og hún mun leiða þig á fræðandi og skemmti- iega stigu, þar á meðal íhug- anir um lífið og tilveruna. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4K Láttu ekki slá ryki í augun á þér um tiigang starfs þíns. Það eru öfundarmenn sem vilja draga úr þér kjarkinn, en þú heidur ótrauður þínu striki. Vatnsberi . (20. jan. -18. febr.) Gættu þess að móðga ekki einhvern með því að halda honum utan við vinafund. Ef einhver vandamál koma upp er best að ræða beint við við- komandi. Fiskar imt (19. feb. - 20. mars) I upphafi skyidi endirinn skoða. Gættu þess að ganga ekki svo harkalega fram að þú eigir á hættu að fá allt saman í hausinn aftur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki bvecrðar á traustum Hjól og línur flugustangir Utsölustaðir: Útilíf Veiðibúð Lalla Vesturröst NYJAR VORUR • Leðurjakkar (rauðir & svartir) • Leðurkápur (þrjár síddir) • Pelskápur • Ullarkápur • Úlpur • Stuttkápur • Alpahúfur (2 stærðir) • Hattar \c#Hl/ISID Mörkinni 6, sími 588 5518 Tvær síddir Opið laugardag frá kl. 10*16 Landlæknisembættið Að lifa með astma Astmi er algengur sjúkdómur og reynist alvarlegur þegar meðferð er ófullnægjandi. Helstu einkenni astma eru mæði, surg fyrir brjósti og hósti. Þau geta komið í köstum jafnvel að næturlagi. Leitaðu læknis ef þú verður þeirra var. • Forðist reykingar og hvers kyns mengun. • Forðist þekkta ofnæmisvalda og kynntu þér hvar rykmaurar leynast á þínu heimili. • Farðu gætilega eftir öndunarfærasýkingar því astmaköst koma þá gjarnan í kjölfarið. • Farðu árlega í inflúensubólusetningu. • Kynntu þér rétta notkun innúðalyfja og láttu meta árangur þinn þar að lútandi. Regluleg mæling öndunargetu metur best árangur astmameðferðar. Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.