Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 51 + Helgi Þorláksson fæddist í Múla- koti á Síðu 31. októ- ber 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. október síðastlið- inn og fór útfór hans fram frá Langholts- kirkju 30. október. Látinn er eftir erfið veikindi Helgi Þor- láksson fyrrverandi skólastjóri í Voga- skóla, Reykjavík. Hann var fæddur í Múlakoti á Síðu á öðr- um áratug aldarinnar sem er að renna út, og hefur því eins og aðrir sem nú eru að kveðja, lifað mesta breytingaskeið í sögu einnar þjóðar. Hann var barn síns tíma, mótaður af göfugum hugsjónum aldamóta- mannanna sem vildu gefa íslandi allt og rækta land og lýð. Helgi hafði mjög sterk tengsl við átthag- ana, dvaldi þar lengri eða skemmri tíma á hverju einasta sumri. Hann hefur vafalítið mótast af tign skaft- fellskrar náttúru, með víðáttu sand- anna og tign fjallanna daglega fyrir augum. Ekki síður hefur mannlíf þar eystra mótað hug sveinsins unga, ásamt frásögnum af erfiðri baráttu kynslóðanna við óvægin náttúruöfl, ótrúlegu þolgæði og seiglu á löngum ferðalögum, var- kárni og aðgæslu þegar tefla þurfti á tvær hættur í skaftfellsku vötnun- um eða þegar menn völdu frekar að fara á jökli ofan upptaka stórfljót- anna, þar sem dauða djúpar sprung- ur hljóða við hvert fótmál. Ýmislegt af þessu þekkti Helgi Þorláksson af eigin reynslu sem ungur maður í sveitinni. En hugurinn stóð ekki til bústarfa, heldur lá leiðin suður eins- og svo margra annarra ungra manna fyrr og síðar. Helgi lauk prófum frá Mennta- skólanum í Reykjavík og á sama tíma prófi frá Kennaraskólanum. En „nám“ hans endaði aldrei. Hann var sífellt að efla menntun sína og þekkingu á þeim vettvangi sem varð hans ævistarf. Hann sótti námskeið, fór í ótal kynnisferðir til annaira landa og hafði yndi af að draga sam- an þekkingu sína og reynslu og miðla öðrum af þeim brunni. Helgi var afar fjölhæfur maður að upplagi, afburða námsmaður, söng- maður ágætur og orgelleikari enda átti tónlistin ríkan þátt í hugarheimi hans. Félagsmálamaður var hann mikill, sat í ótal nefndum og ráðum og veitti ýmsum félögum forustu. En hann kaus að helga fræðslustar- finu krafta sína að mestu. Helgi var kennari í Vestmannaeyjum og á Akranesi, kennari og síðar yfir- kennari í nokkur ár við Gagnfræða- skóla Austurbæjar, en hans verður þó líklega minnst í huga flestra sem skólastjóra í Vogaskóla, Reykjavík, sem tók til starfa skömmu fyrir 1960 í nýbyggðu og ört vaxandi hverfi. En Vogaskóli átti síðar eftir að verða einn stærsti skóli landsins með ellefu árganga innan veggja og yfir 1.700 nemendur samtals. Kynni mín af Helga Þorlákssyni hófust vorið 1960. Ég hafði þá lokið námi í Kennaraskólanum og var að leita eftir starfi. Ég hafði heyrt um þennan mann, sem hafði verið ráð- inn skólastjóri í nýja hverfisskólan- um. Eftir lýsingum að dæma fannst mér sem við ættum ýmislegt sam- eiginlegt, ekki síst áhuga á tónlist og söngmennt, enda hafði ég beðið einn af lærifeðrum mínum í kenn- aranáminu, Ingólf Guðbrandsson þáverandi námsstjóra í söng- kennslu, að leggja mér lið í viðræð- um við væntanlegan húsbónda. Ekki er að orðlengja það að samn- ingar tókust á þeim fundi og sam- starf okkar Helga Þorlákssonar varaði í rúm 30 ár og bar þar aldrei skugga á. Starf skólastjórans var erfitt á þeim tíma ekki síður en í dag, og stundum vanþakklátt. Vandamál tengd mannlegum samskiptum voru þau sömu og aðbúnaður hvað varðar húsnæði og kennslu- gögn stóð óralangt að baki því sem er í dag og þykir þó mörgum á skorta. Hverfið var að byggjast upp mjög hratt, nemendum fjölgaði ört, en hús- næðið stækkaði frekar hægt. Og það stóð á endum að þegar skól- inn var fullbyggður fór nemendum að fækka með sama hraða og hann hafði vaxið ára- tuginn áður. Þrátt fyr- ir þessa erfiðleika reyndi Helgi að innleiða ýmsa þætti í skólastarfið, sem nú þykja sjálf- sagðir hlutir en voru það ekki fyrir 40 árum. Má þar nefna valgreina- kerfi, þar sem nemendur gátu valið námsgreinar eftir áhuga og framtíð- aráætlunum. Mér er afar minnisstætt þegar sú afstaða kom upp í eina skiptið á samstarfsferli okkar, að við þurft- um að sitja hvor sínum megin samn- ingaborðsins, ef svo mætti segja, án þess að um grundvallarágreining væri að ræða. A þeim tíma var ekki talið sjálfsagt að nemendur yfirleitt fengju næringu í skólanum, hefðu jafnvel ekki með sér nesti, því mörgum áhugasömum fagkennar- anum fannst það tímasóun að leggja niður kennslu í 15-20 mínútur á meðan nestis var neytt. Helgi hafði mikil kynni af skólum erlendis og vildi koma á ýmsu úr starfsháttum þeirra í skólunum hér heima. Eitt haustið varpaði hann fram þeirri hugmynd að taka upp á stundatöflum sérstakan „nestis- tíma“ fyrir alla aldursflokka nem- enda. Þessar mínútur vildi hann taka að hluta af kennslutíma nem- enda en að hluta af óskilgreindum vinnutíma kennara. En þetta strandaði á „vinnutímaskilgrein- ingu“ kennarastarfsins og kom það í minn hlut að vera í forsvari ásamt öðrum kennurum til að standa fast á réttindum launþegans. Þetta var rætt á mörgum fundum og fór svo að hugsjónin þurfti að víkja. Aldrei varð ég þess var að þessi eða önnur ágreiningsmál hefðu áhrif á vinsam- lega afstöðu skólastjórans til mín eða annarra kennara skólans. Annað atriði langar mig að nefna í fari Helga sem skólastjóra, sem gat verið mér og fleirum til fyrirmynd- ar. Það var hversu gætinn hann var í orðræðu um vandamál nemenda eða fjölskyldna. Skólastjórinn á að sjálfsögðu alltaf að gæta fulls trún- aðar um öll mál er til hans koma og snerta einstaklingana. En stundum er honum trúað sérstaklega fyrir ýmsu sem alþjóð hefur vitað lengi og hverfið talað um. Ég heyrði Helga aldrei leggja neikvætt orð til umræðu um nemanda eða foreldra sem einstaklinga, þótt augljóst væri að hann væri ekki alltaf hrifinn af atferli nemenda eða skoðunum for- eldris á nauðsynlegum aðgerðum. En að sjálfsögðu sættu gerðir hans aðfinnslum eins og allra sem þurfa að taka ákvörðun í vandasömum úr- lausnarefnum. Eitt af því ánægjulegasta sem ég minnist frá löngu samstarfi er vinna Helga Þorlákssonar við undirbún- ing jólaskemmtana í Vogaskóla. Eftir að hann hætti störfum sem skólastjóri vorið 1981 hélt hann áfram skv. minni beiðni að aðstoða við uppsetningu helgileiks fyrir jól- in. Þar naut hann sín til fullnustu sem kennari og leikstjóri, þjálfaði nemendur í framsögn og söng og var, eins og hann sagði oft sjálfur, fyrsti boðberi þess að jólin væru að nálgast. Það fór því svo að við hætt- um öllum afskiptum af málefnum Vogaskóla um sama leyti. Nú er veturinn kominn og senn líður að jólum. Lokið er langri og farsælli ævi samferðamanns og hann leystur frá öllum þi-autum. Mig langar að enda þessi kveðjuorð með tveim vísum úr kvæðinu Haust- kvöld eftir listaskáldið Steingrím Thorsteinsson. Elli þú ert ekki þung anda guði kærum: fögursálerávalltung undir silfurhærum. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmivefmigþínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. Ég votta fjölskyldu Helga Þor- lákssonar, eiginkonu hans, Gunn- þóru Kristmundsdóttur, og sex mannvænlegum börnum einlæga samúð mína. Megi Helgi Þorláksson fyrrverandi skólastjóri Vogaskóla, Reykjavík, hvíla í friði. Guðmundur Guðbrandsson fyrrv. skólastjóri Vogaskóla. Helgi Þorláksson hefur nú kvatt þetta jarðsvið. Mig langar til að votta honum virðingu mína með nokkrum kveðjuorðum og þakka honum kynnin góðu. Það var haust- ið 1959 sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Hann gerðist skólastjóri við Vogaskóla og ég kennari þar. Þetta var gott skólahverfi, Vogahverfi. Þarna bjó indælt fólk sem lét sér annt um skóla sinn. Helga þótti reglulega vænt um Vogahverfi og hafði mikinn metnað fyrir skólann. Hann var ákaflega góður skólastjóri og frábær kennari. íslenskan var hans uppáhalds kennslugrein. Ást- sæll var hann mjög af nemendum sínum og hafði sérstaklega gott lag á að ná til þeirra. Helgi var gæddur þeim dýrmætu kennarakostum að hafa yndi af að fræðast og fræða aðra. Ræðumaður var hann prýði; legur og sagði skemmtilega frá. í ferðalögum var hann góður leið- sögumaður og kom þá best í ljós hin mikla þekking hans á landi og þjóð. Ég minnist skólaferðalags okkar með fyrstu gagnfræða Vogaskóla vorið 1963. Þá var farið á heimaslóð- ir Helga í Vestur-Skaftafellssýslu. Þessi þriggja daga ferð er mér ógleymanleg og ein af bestu ferðum mínum. Helgi virtist þekkja nöfn allra staða og rakti sögu þeirra. Þá var þekking hans á gróðri, fuglalífi og bergtegundum ekki síðri. Og þegar ég hitti þessa gömlu, góðu nemendur mína löngu löngu seinna þá minnast þeir ferðarinnar með Helga. Einu sinni eða tvisvar á sumri fóru þau hjónin, Helgi og Gunnþóra, austur að Múlakoti á Síðu, en þar áttu þau sumarhús og dvöldu þar oft vikum saman. Til þeirra ferða hlakkaði Helgi alltaf fjarska mikið og dvölin þar var honum mikilvæg. Þau nutu þess, hjónin, að ferðast saman bæði innalands og erlendis og ánægjulegt var að hlusta á þau segja frá ferðum sínum. Helgi lýsti staðháttum svo greinilega að mér fannst oft eins og ég hefði verið þar á ferð. Heilsu Helga hrakaði síðustu ár- in. Hann fékk heilablóðfall vorið 1999 og þurfti að dvelja á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og síðar á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum. Hann átti erfitt með að tjá sig. Það þarf ekki að efast um að þessi þung- bæru veikindi hafa reynst hinum sístarfandi manni erfið en hann mælti aldrei æðruorð og sýndi öll- um alúð og hlýju sem til hans komu. Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa kynnst þessum ágæta manni og starfað hjá honum í Voga- skóla. Þar var gott að vera því að þar var góðu fólki að mæta. Þá þakka ég hinar mörgu ánægjulegu stundir á heimili Helga og Gunn- þóru. En nú eru leiðarlok. Það er orðið langt síðan að það var haust árið 1959. Hröð er förin örskömm dvöl ááningarstað. Verumþvíhljóð, hver snerting er kveðja i hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson.) Blessuð sé minning Helga Þor- lákssonar. Hjörtur Guðmundsson. Með Helga Þorlákssyni er horf- inn góður maður sem var kennari af Guðs náð. Fyrir hartnær 45 árum var Helgi aðalkennari í bekknum okkar þá tvo vetur sem ég var í Gaggó Aust. Svo var það ca 32 árum síðar að inn í verslunina á Vegamót- um kemur virðulegur ferðaklæddur maður að versla, og þar hófust kynnin á ný. Ótrúlegt, hann mundi eftir stelp- unni sem kom úr Þykkvabænum og var í bekknum hans fyrir margt löngu. Hann og Gunnþóra voru að koma austan af Síðu úr sælureitnum sín- um. Upp frá þessu komu þau oft við til að spjalla og voru það góðar stundir. Síðast þegar ég sá Helga treysti hann sér ekki út úr bílnum og fór ég út og áttum við fróðlegt samtal. Ég vil þakka alla vinsemd og tryggð og kynnin við Gunnþóru sem er gull af manni. Ég vil senda Gunnþóru samúðar- kveðjur, eins Þorkatli og Helgu sem og öðrum ástvinum. Helga kveð ég með þökk og virð- ingu. Pálína S. Kristinsdóttir. Enn er einn einn góðvinur geng- inn. Við slíkt setur menn hljóða og menn verða hugsi þeir er eftir standa - skarð er fyrir skildi. Fyrstu kynni min og minningar um Helga Þorláksson eru frá skóla- stjóra- og kennaraþingum, sem við sátum. Þar greip hann athygli mína þegar í stað. Það sópaði að honum, og reyndar leiftraði af honum áhuginn og ákafinn, er hann flutti mál sitt með skarpri glöggskyggni, málefnalegri rökfestu og sannfær- ingarkrafti. Á þessum mannfundum var hann áberandi áhrifamikill og stefnu- markandi persónuleiki. Oft þurfti að taka þétt á í meðferð mála, en réttsýnn var hann, jafnan reiðu- búinn að meta, meðtaka og viður- kenna það, sem gott kom frá öðrum, þótt andstæðir væru, og honum þótti sýnt að horfði til umbóta. Hann var traustur málsvari kennsluhugsjónarinnar sem oft og eðlilega bar á góma með okkur sem starfs- og stéttarfélögum, auk þess sem hann var mikill skólamaður sjálfur og tók menntamálin alvar- lega. Kjarna þeirra viðræðna dró hann oft saman á þennan hátt: „Kennslu- starfið er hugsjón," sagði hann, „mikilvægast og öriagaríkast allra starfa næst á eftir því sem fram fer á heimilinu sjálfu. Á heimilinu er grundvöllurinn lagður og stefnan mörkuð fyrir framtíðina. Síðan tek- ur skólinn við þessu mikilvæga verki, og ætti kennslustarfið því að metast í ljósi þess mikilvægis. Við verðum að gera miklar kröfur til okkar sjálfra, og kennslustaðallinn verður að vera sem hæstur. Þar má aldrei slá af né selja ódýru verði. Við erum skuldbundnir gagnvart nemendum okkar og samfélaginu öllu“... Þessu fylgdi jafnan djúp og íhugul þögn. Hvert sinn, er hann tók flugið þannig, endurlifði ég í fyrstu snert- inguna við hann, sem nefnt er hér að framan, þegar eldhuginn geisaði. En þannig var hann heill og óskipt- ur gegnum allt skólastarf sitt. Tónlistin skipaði háan sess í hug- arheimi Helga. Þar var hann einnig næmur, heill og hugði hátt. Á því sviði, tónlistarsviðinu, bærðust einnig með okkur samhljóma strengir. Um tólf ára skeið var hann organ- isti í kirkjunni sinni, Langholts- kirkjunni, það var því ekki langsótt hugsun að fá hann sem stjórnanda og undirleikara, þegar stofnaður var kór eftirlaunakennara. Þá söngsveit leiddi hann fyrstu skrefin, nálega eitt og hálft ár, en varð þó frá að hverfa af heilsufarsástæðum. Hér lágu leiðir okkar saman og kynnin urðu enn nánari með því ég var beðinn að taka stjórn kórsins að mér. „Nánari kynni,“ segi ég, vegna þess, að ekkert tengir hug og til- finningar svo náið sem tónlistin. Þar hitti ég þá aftur sama, næma tilfinn- ingaheita, „góða drenginn“, sem hreif mig strax á fyrsta skóla- mannaþinginu. Hann var enn hinn sami. HELGI ÞORLÁKSSON Eftir að ég tók við kórnum kom hann á nokkrar æfingar, tók sér stöðu og söng af innlifun með geisl- andi gleði. Svo fór þó að hann fékk eigi haldið áfram. En þegar við; gengum út af æfingunni, sem hann ‘ var seinast með okkur, tók hann mig afsíðis og sagði með gleðibland- inn klökkva í augum: „Vinur. Það er ekkert sem göfgar menn og samein- ar eins og söngurinn. Láttu þau syngja áfram.“ Fjarverandi fylgdist hann með kórnum sínum og gladdist yfir vel- gengni hans. Sem fyrsti stjórnandi var hann faðir þessa kórs, sem nú ber nafnið „EKKÓ“, (Eftirlauna- kennarakórinn) EKKÓ. Kæra Gunnþóra og aðrir ástvinir. Ásamt eigin innilegri samúð og*; þökk fyrir allt, sem hann var okkur, sendi ég sama hugarþel, þakkir og kveðjur frá EKKO - kórnum hans. Hér er góður drengur genginn. Minningaheimurinn er litríkur og fagur. Látið hann yfirskyggja allt annað. Blessuð sé minning Helga. Guð styrki ykkur og vemdi. Jón Hjörleifur Jónsson, EKKÓ. Við Helgi Þorláksson hittumst stundum seinni árin og tókum þá gjarnan tal saman. Oft við innkaup í Austurveri við Háaleitisbraut, sem Guð má vita hvaða nafn ber nú í við- skiptasviptingum samtímans. Hanrí í var ótrúlega minnugur á nöfn gam- alla nemenda, jafnvel þótt hartnær hálf öld væri síðan þeir nutu hand- leiðslu hans. Haustið 1952 tók hann við sund- urleitum hópi úr ýmsum skólum til að kenna okkur íslensku - og söng í 1. bekk A í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Helgi Þorláksson var ekki strangur kennari, en hann hafði þannig fas og framkomu að hann hafði fyrirhafnarlausa stjórn á bekknum og vakti hjá okkur ekki bara áhuga heldur og virðingu fyrirú vönduðu máli. Ég skynjaði seinna að hann kenndi okkur líka ýmislegt fleira bæði beint og óbeint eins og bestu kennarar jafnan gera - kannski svolítið í mannasiðum og mannlegum samskiptum. Sá sem þetta ritar var ekki sér- legur áhugamaður um lærdóm á þessum árum. Og væri maður illa lesinn - ólesinn, sat maður fyrir kennaranum við upphaf tímans og afsakaði sig til að vera öruggur um að verða ekki tekinn upp. Þetta gerði undirritaður alloft, eða þang- að til Helgi sagði hæglátlega: Þú ert nú farinn að afsaka þig nokkuð oft, Eiður minn. Annað sagði hann ekki. En þetta var líka í síðasta sinn sen>‘ ég afsakaði mig. Annað atvik kemur í hugann. Eft- ir dansæfingu í skólanum, lands- prófsárið 1955 fann ég ekki frakk- ann minn í fatageymslunni og hélt að honum hefði verið stolið eða hann tekinn í misgripum. Fór því upp á kennarastofu og rakti raunir mínar. Á þeim árum áttu menn nefnilega ekki margar yfirhafnir. Helgi kom þá með frakka sem ég kannaðist við sem minn. Dró hann hálfflösku brennivíns ugp úr frakkavasanum og spurði : „Átt þú þetta?“ Ég sór og sárt við lagði að svo væri ekki, sem satt var. Eftir að hafa spurt mig meira og horft fast á mig að mér fannst sagði hann: „Ég trúit þér.“ Þar með var málinu lokið. Ekki stórvægilegt atvik, sem þó hefur setið fast í minningunni. Helgi Þorláksson kenndi okkur líka söng, en undirritaður var þar ekki mjög virkur þátttakandi enda margt annað betur gefið en lagvísi og söngrödd. En fyrir það er ég Helga ævinlega þakklátur í hjarta mínu að hafa sýnt þá gæsku á söng- prófi að gefa mér 7,5 fyrir að syngja „Heyrið vella á heiðum hveri.“ Mér til efs að það hafi verið að verðleik- um. Hann hefur vísast tekið viljann fyrir verkið. < 1 Góðir kennarar hafa ótrúlega mikil áhrif á mótunarárum unglinga milli tektar og tvítugs. Helgi Þor- láksson var einn slíkra. Að leiðar- lokum þakka ég honum leiðsögnina. Hún hefur dugað vel. Aðstandendum hans votta ég innilega samúð. Eiður Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.