Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN KRIS TDÓRSS ON + Sveinn Krist- dói'sson fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 27. mars 1943. Hann varð bráð- kvaddur á skauta- svellinu í Laugardal 18. október síðastlið- inn og fór útfor hans fram frá Bústaða- kirkju 26. október. Þegar mér barst sú barinafregn að Sveinn bakari vinur minn væri látinn þyrmdi yfir mig og minningar frá æskudögum okkar runnu fyrir hug- skotssjónum mínum. Þar sannaðist að sumir eru kall- aðir allt of fljótt yfir móðuna miklu og ekki gerir dauðinn boð á undan sér né fer í manngreinarálit. Þetta var ótímabær brottför finnst okkur sem eftir stöndum. Við ólumst upp á Akureyri, nánar tiltekið rétt innan við bæinn, hann á Galtalæk en ég í Litla-Garði. Fjöl- skyldur okkar höfðu flust austan úr Þistilfirði og Þórshöfn í lok stríðs- ins, þar sem við vorum fæddir og v-(,r mikill samgangur milli heimila okkar. Við systkinin í Litla-Garði vorum mörg á sama aldri og börnin á Galtalæk, auk þess voru frændur mínir í Háteigi á sama aldri. Það gaf augaleið að margt var brallað á þessum árum þegar ungir og hraustir drengir fengu útrás í leik og starfi, en vinna við heimilin var snar þáttur í lífi unglinga tD sveita í þá daga. Nokkrum árum seinna fluttu for- eldrar Sveins, þau Kristdór og Ebba, út í bæ, eins og við kölluðum . það, í Hafnarstræti 2 og síðar byggðu þau sér einbýlishús við Að- alstræti þar sem Iistfengi og smekk- vísi húsmóðurinnar bar heimilinu fagurt vitni. Þar var jafnan gott að koma. A unglingsárum sínum fór Sveinn í sveit að Engihlíð í Öxnadal og var þar í nokkur ár. Þegar hann kom í bæinn aftur, m.a. til að fara í Gagnfræðaskólann, endurnýjaðist okkar vinátta sem hefur haldist síðan. Fljótlega eftir skólagöngu bauðst honum náms- samningur í bakaraiðn hjá Brauð- gerð Kristjáns. Það var mikið gæfu- spor fyrir Svein, þar sameinaði hann listfengi sína og ódrepandi dugnað sem átti eftir að fleyta hon- um langt í sinni iðn. Á námsárum sínum hóf hann þátttöku í íþróttum og þar náðum við vel saman. Aðal- áhugamál okkar voru skautahlaup og íshokkí. Margar ferðir fórum við saman að leita að nothæfum ís til að æfa á og keppa. Áður en lagt var af stað var að jafnaði komið við hjá Dalla í Aðalstræti 64 og málin rædd og horfur skoðaðar. Þegar Skauta- félag Akureyrar eignaðist aðstöðu á Krókeyri fór mikill tími og orka í koma upp viðúnandi aðstöðu. Þetta var tími sem við sáum ekki eftir og mikið var skrafað um tækni og æf- ingar. Það kom fljótt í ljós að Sveinn var góðum hæfileikum gæddur til íþrótta og hafði það jjfcapferli sem fleytti honum fram- xyrir flesta jafnaldra sína á æfingum og í keppni. Ég held að ég sé ekki að ýkja né halla á neinn þegar ég fullyrði að hann var með bestu íshokkíleikmönnum sem ísland hefur alið til þessa. Áð sjálfsögu voru aðrar íþróttir stundað- ar og var Sveinn vel liðtækur í flestu sem hann tók sér fyrir hendur, t.d. lék hann með meistaraflokki ÍBA í knattspymu og siðar með FRAM í Reykjavík. 1963 flutti ég suður og þá skildi leiðir um tíma en nokkru seinna þegar Hótel Loftleið- ir hóf starfsemi sína var Sveinn ráð- inn þar sem bakarameistari. Þar fékk hótelið frábæran starfskraft en við sem höfðum verið að reyna að safna saman áhugasömum íshokkí- spilurum töldum að okkar fengur væri meiri. Þegar hér er komið hafði Sveinn kvænst Sigríði Viktorsdóttur frá Grenivík og átt með henni soninn Arnar Þór sem var augasteinninn á heimilinu. Með fjölskyldum okkar tókst góð vinátta og áttum við ásamt fjölskyldu Kristjáns Jóhanns margar góðar stundir heima í Álf- heimum sem rifjast upp á stundum sem þessum. Það var alltaf jafn- sjálfsagt að heimsækja Svein og Siggu ef farið var út að keyra eða kalla á þau ef eitthvað var um að vera. Ég ætla ekki að fara nánar út í skautamálin hér í Reykjavík, það verður gert í grein frá félögunum sem stóðu að endurreisn Skautafé- lags Reykjavíkur. En okkar áhugamál voru skautar og íshokkí og er að sjálfsögðu margs að minnast af þeim vettvangi þar sem Sveinn var oftast miðpunkturinn. Þegar Sveinn og Sigga ákváðu að slíta samvistir var það okkur hjón- um mikið áfall því okkur fannst þau eiga svo vel saman. En svona er líf- ið. Ég vil að lokum færa Kristínu móður Sveins, eða Ebbu eins og við kölluðum hana að jafnaði, innileg- ustu samúðarkveður. Guð blessi þig. Ennfremur sendi ég systkinum Sveins, þeim Gerði, Stefáni, Óla, Gunnari og Rúnari og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur frá systkin- unum frá Litla-Garði. Arnar minn, við hjónin færum þér, fjölskyldu þinni og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng sem vildi vel vei-m- ir. Guð gefi ykkur styrk um ókomna tíð. Ágúst B. Karlsson. Það var mér mikið áfall þegar hringt var í mig miðvikudagsmorg- uninn 18. október sl. og mér tjáð að Sveinn bákari hefði kvatt þennan heim kvöldið áður. Hann sem hafði um hádegisbilið þann dag setið við eldhúsborðið hjá okkur, fullur af hinum gamla eld- móði sem við höfðum þekkt hjá hon- um á árum áður. Sveinn hafði hringt til okkar fyrr um morguninn vegna ííps: Vesturhlíá 2 Þegar andlát ber að höndum Sími 551 1266 www.utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar, Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu vió útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. W ÚTFARARSTOFA ' KIRKJUGARÐANNA EHF, Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistaíólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja fréttar sem hann hafði heyrt, trúði ekki og vildi því fá söguna frá fyrstu hendi. Að undanförnu sagðist hann hafa verið í líkamsrækt og væri því í toppformi og ætlaði sér að leika einn íshokkíleik um kvöldið með „old boys“, enda var íshokkí sú íþróttagrein sem hann hafði stund- að frá unga aldri. Sveinn var aldrei meðalmaður í einu né neinu og gaf sig allan í þá hluti sem hann tók sér fyrir hendur. Við ræddum um margt frá liðnum árum og hann tal- aði um framtíðarplön sín, um bakarí í Kaliforníu o.fl. Þá kom í ljós „Sveinninn" eins og við þekktum hann best, baráttumaður utan vallar sem innan og ekki tilbúinn að gefast upp þó að móti blési. Lífið hafði ekki alltaf farið mjúkum höndum um hann, hvort heldur var í hans einka- lífi né rekstri. Ég kynntist Sveini fyrst er ég byrjaði að sitja fundi hjá Lands- sambandi bakarameistara, þá sem bakarameistari hjá KÞ Húsavík. Það var svo ekki fyrr en vorið 1984, er ég hafði keypt Efnagerð Laugarness og hóf innflutning og sölu á hráefnum og vélum til bak- ara, sem nánari kynni urðu með okkur. Nokkrar ferðir fórum við saman bæði með öðrum bökurum á bakarasýningar eða tveir einir til að skoða vélar eða innréttingar í þær mörgu sölubúðir sem hann opnaði. Kynntist ég þá ógleymanlegum manni, stórbrotnum persónuleika er engum gleymist sem af honum hafði kynni. Hann mátti ekkert aumt sjá og var ævinlega manna fyrstur til að rétta fram hjálparhönd. Þar skiptu peningar eða fyrirhöfn ekki máli. Eitt sinn er við vorum á sýn- ingu erlendis og fórum á djassstað ásamt fleiri félögum gengum við framhjá útigangsmanni, sem sat og spilaði á harmonikku. Hópurinn stansaði og hlýddi á hann um stund. Þarna stóð Sveinn og óskaði eftir hverju laginu á fætur öðru og lét peningaseðla falla um leið í húfu mannsins. Það var ekki fyrr en löngu eftir að allir félagarnir voru farnir að ég fékk hann til að halda áfram ferð okkar. Svo mjög fann hann til með þessum ólánssama manni. Sveinn var án efa einn af okkar bestu fagmönnum og brautryðjandi í þeirri miklu framþróun sem átti sér stað í faginu á níunda áratugn- um. Hann var óhræddur við að byrja með nýjungar, hvort sem um var að ræða í matarbrauðum, kondi- torvinnu eða nýjustu vélum og tækj- um í bakaríið. Hann var einn sá færasti sem ég veit um í sykursuðuvinnu. Mér er í minni eftirlíking af Hótel Loftleið- um, sem hann gerði er hann vann þar í brauðgerðinni, einnig Hótel Valhöll og fleiri verk sem hann vann úr bræddum/blásnum sykri. Oft hvessti í kringum Svein og sagði hann mönnum meiningu sína umbúðalaust. Ég svaraði honum við okkar fyrstu kynni með svipuðum hætti. Það kunni hann að meta og upp úr því hófst með okkur vinátta sem stóð alla tíð þó sambandið hafi ekki verið eins náið og við hefðum óskað eftir að hann hætti rekstri. Fyrir þá sem ekki þekktu Svein virtist hann hrjúfur og stóð þeim stuggur af honum, en vinur var hann þeim sem komust inn fyrir skelina. Hann vildi allt fyrir þá gera því undir niðri sló eitt það hlýjasta hjarta sem ég hef kynnst í gegnum árin. Um leið og við kveðjum góðan vin þökkum við samfylgd og vináttu í gegnum árin. Við viljum senda öll- um aðstandendum og vinum samúð- arkveðjur. Megi sá styrkur sem hann sýndi í gegnum líf sitt vera ykkur stoð á þessum erfiðu tímum. Evert og Sigríður. Fyrir hönd Landssambands bak- arameistara langar mig að kveðja góðan mann og frumkvöðul í stétt- inni. Sveinn kom með ferska strauma inn í bakaragreinina. Fyrir utan að vera listamaður í kökugerð og skreytingum, var Sveinn alltaf hress og skemmtilegur og aldrei neitt vesen, og hann lét heyra í sér. Sveinn átti einn stærsta þátt í stóru afmælistertunni, þegar Reykjavík vai-ð 200 ára. Sveinn var duglegur og lyfti faginu á hærra plan, bæði hvað varðar brauð og kökur. Því vil ég þakka Sveini fyrir samfylgdina á liðnum árum og allt sem hann gerði fyrir bakarastéttina, einnig vil ég flytja aðstandendum samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Landssambands bak- arameistara, Guðni Chr. Andreasen formaður. Sveinn fæddist og ólst upp í Inn- bænum á Akureyri. Þar má segja að hafi löngum verið Mekka skauta- íþróttarinnar hér á landi og því nærtækt fyrir Svein og æskufélaga hans að tengjast þeirri íþróttagrein traustum böndum strax í barnæsku. Sveinn stundaði skautaíþróttir, bæði hraðhlaup og ísknattleik, með- an hann bjó á Akureyri. Hann var mikill eldhugi og lagði á sig ómælda fyrirhöfn við að hreinsa svellið með félögum sínum, þegar þörf var á, til að komast á skauta. Og hann var einnig oft á tíðum leiðtoginn sem vísaði veginn fyrii- félaga sína. Eftir að Sveinn fluttist til Reykja- víkur, rúmlega tvítugur að aldri, var hann lengst af í forystusveit þeirra sem unnu að uppbyggingu ísknatt- leiks á höfuðborgarsvæðinu en þar voru skautamenn að taka fyrstu skrefin á þeirri braut. Sveinn var óþreytandi við að byggja upp tengslin milli ísknattleiksliðanna í Reykjavík og á Akureyri og varð þannig einn frumkvöðlanna í ís- knattleik á Islandi. I keppnum milli Akureyringa og Reykvíkinga á þeim árum reyndist Sveinn oft erfiður mótherji fyrri fé- laga sinna. En Sveinn hafði alltaf mjög sterkar taugar til fæðingarbæjar síns, kom oft í heimsókn og fylgdist vel með því sem þar var að gerast. Um leið og við kveðjum góðan vin og félaga sendum við eftirlifandi fjölskyldu og ættingjum Sveins inni- legar samúðarkveðjur okkar við þetta skyndilega fráfall hans. Skautafélag Akureyrar. SIGURÐUR OSKAR JÓNSSON + Sigurður Óskar Jónsson bakara- meistari fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1921. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 16. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvog- skirkju 27. október. Elsku hjartans pabbi minn. Ég var hjá þér sein- ustu stundirnar á dán- arbeði. Það fór um hug minn flæði tilfinninga_ sem í senn voru erfiðar og ljúfar. Ég kvaddi þig með trega í hjarta en jafnframt miklu þakklæti fyrir persónuleika þinn sem svo mörgum var hulinn. Ég man eftir þér fallegum og glæsileg- um ungum manni, fullum af lífs- þrótti, metnaði og krafti. Þú varst hetja. Til margra ára stundaði pabbi fótbolta með KR. Þú sóttir skíði af miklum dug, allir frímúrarafundirnir þínir, allt er þetta svo ferskt í minn- ingunni. Hvað ég var stolt af þér. Persónuleiki þinn var einstakur fyrir svo margra hluta sakir. Listrænir hæfíleikar þínir eru eftirtektarverðir en almenningur fékk því miður aldrei notið þeirra með þér. Hógvær með eindæmum og gafst til þeirra sem minna máttu sín. Þú varst ekki maðurinn sem sótti í sviðsljósið eða gekk um götur Reykjavíkur og hreykti sér, það var ekki þinn stfll. Andleg- ur þroski þinn gerði þig ekki síst að þeim heimsmanni sem þú varst. Það sem ég hafði mest dálæti á í fari þínu var það að í huga þínum voru allir meðbræður, enginn var yfir annan hafinn, alltaf jákvætt spjall um náungann, aldrei niðrandi orð um nokkra manneskju. Það er svo margt sem er fólgið í þroska og greind sérhvers manns. Við vissum bæði að þess vegna lá leið okkar hér ájörðinni inn í framhalds- lífið. Það er ómetanlegur áfangi sem okkur nýtist vel í öðrum heimkynn- um. Jón Símonarson og pabbi ráku bakaríið á Bræðraborgarstíg 16 og hafði pabbi verið þar sleitulaust frá þvl hann var ungur drengur. I þá tíð var ekki spurt: „Hvað langar þig að læra, Diddi minn?“ Það var aldrei nein spurning, þarna skyldi hann starfa. Og það gerði hann með mikl- um glæsibrag. Hann var í forystu á sínu sviði. Hann varð bakarameistari úti í Danmörku, lærði kondítorí- grein, þau svignuðu ósjaldan, borðin um dagana af kræsingum. Það voru ekki bara terturnar hans heldur öll þau listaverk sem hann bjó til úr öllu því sem hann komst yfir. Pabbi tók stóra ákvörðun á árunum 1967-8 er hann lét endurinnrétta stóru búðina sína, þar fékk ég að njóta þess með honum, þar sem ég var starfandi öll sumur frá tólf ára aldri, íyrst baka til við þrif en seinna tóku verslunar- störfin við. Allir laugardagar sem og sunnudagar voru yndislegir í þá daga, biðraðir lengst út á götu og í nógu að snúast. Handtökin voru mörg og gleðileg, bæði fyrir pabba sem og okkur hin sem afgi'eiddum. Pabbi var aldrei þessi dæmigerði viðskiptamaður, enda lá hugur hans alla tíð til málaralistar, en í þá daga vissi fólk ekki betur og var framtíð hans löngu afráðin af öðrum. Ein af mörgum minningum sem ég á var þegar pabbi sýndi sinn innri mann í verki, eins og svo oft áður. Afi Jón Sím þurfti að fara í hjartaígræðslu til Danmerkur og pabþi fylgdi honum út. Á þessum ái'um bjó ég þarna úti, pabbi kom og sótti mig og fór með mig um götur Kaupmannaháfnar. Ég var svo stolt af þessum glæsilega og góða manni. Við settumst inn á matsölustað, fengum okkur gott að borða og töluðum um lífið og tilver- una. Þarna kynntist ég fyrir alvöru mínum elskulega föður; andagift hans, hversu vel hann var að sér á svo mörgum sviðum og síðast en ekki síst hans eðlislægu sköpunargáfu. Dagur var kominn að kveldi, við kvöddumst. Þetta var einn af þess- urrulögum sem ég aldrei gleymi. Ég kveð þig að sinni, elsku pabbi minn, endurfundirnir eru tilhlökkun- arefni. í gegnum göngin miklu við fórum öll uns að ljósinu skæra kemur er upprisan nálgast, við vitum öll þar ríkir kærleikur, ást og friður. (E.S.) Þín ástkær dóttir, Edda Sigurðardóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.