Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 45
PENINGAMARKAÐURINN/FRÉTTIR
Herjólfsmenn fengu að sjá hluta af
gögnum Vegagerðarinnar
Vöktu fleiri spurn-
ingar en svör
EFTIR að ljóst varð að Vegagerðin
gekk til samninga við Samskip um
rekstur Herjólfs frá næstu áramót-
um, létu forráðamenn Herjólfs hf. af
þeirri kröfu sinni að fá fullan að-
gang að gögnum Vegagerðarinnar
vegna kostnaðaráætlunar í útboð-
inu.
Magnús Jónasson, framkvæmda-
stjóri Herjólfs, sagði við Morgun-
blaðið að þeir hefðu fengið að sjá
hluta af gögnunum en það hefði vak-
ið fleiri spurningar hjá þeim en svör
fengust við. Þegar óskað hefði verið
eftir frekari gögnum hefði Vega-
gerðin neitað, þar sem gögnin
byggðust að öðru leyti á mati þeirra
og skoðunum.
„Við reyndum á tveimur fundum
með þeim að afla þessara gagna en
Fiskmarkaðir
MORGUNBLAÐINU bárust
ekki upplýsingar frá fiskmörk-
uðum í gær vegna tæknilegra
örðugleika en unnið er að því að
sameina tölvukerfi fiskmarkað-
anna. Því eru ekki birtar tölur
frá fiskmörkuðum í blaðinu í
dag. Beðist er velvirðingar á
þessu.
því miður tókst ekki að fá botn í það
mál. Nú er málið dautt þar sem
Vegagerðin er búin að skrifa undir
samning við Samskip. Við sjáum
ekki að við getum aðhafst neitt frek-
ar,“ sagði Magnús.
Hann sagði að sá hluti gagnanna
sem Vegagerðin lét í hendur stjórn-
enda Herjólfs hefði sýnt þeim að
kostnaðaráætlun hefði verið óraun-
hæf og engan veginn í samræmi við
veruleikann sem Herjólfur hf. lifði
við.
„Tölurnar voru bara alltof lágar,
miðað við staðreyndir. Það voru
þarna stórir hlutir sem við bara ráð-
um ekkert við. Við ráðum ekki
samningum starfsfólks, ráðum ekki
við samninga um olíuverð, við ráð-
um ekki við opinber gjöld og svo
framvegis. Ég fæ ekki séð að Sam-
skip geti sloppið við að borga starfs-
mönnum sínum laun eða borga
hafnargjöld og önnur opinber
gjöld,“ sagði Magnús.
Starfsfólki sagt upp
Aðspurður hvað tæki við hjá fyr-
irtækinu sagði Magnús það með öllu
óráðið. Það eina sem lægi fyrir væri
að segja upp starfsfólkinu, formsins
vegna, þar sem frá áramótum yrði
Herjólfur hf. ekki með skiparekstur
lengur.
LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA
Evrópa Lokagildi breyt.%
Úrvalsvísitala aðallista 1.421,10 -1,56
FTSE100 6.388,40 0,34
DAX í Frankfurt 6.935,95 0,27
CAC 40 i París 6.296,84 0,45
OMXÍStokkhólmi 1.151,67 -0,62
FTSE NOREX 30 samnorræn 1.391,20 -0,97
Bandaríkin
DowJones 10.835,77 2,31
Nasdaq 3.191,33 -2,65
S&P500 1,398,65 1,38
Asía
Nikkei 225 ÍTókýó 14.464,56 -0,81
HangSengíHongKong 14.799,90 -0,69
Viðskipti með hlutabréf
deCODE á Nasdaq 20,0625 0,93
deCODE á Easdaq 20,75 -1,20
VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGIÍSLANDS
30.10.2000
Kvótategund Viöskipta- Vióskipta- Hæsta kaup- Lægsta sölu- Kaupmagn Sölumagn Vegiö Vegió sölu- Slöasta
magn (kg) verö(kr) tilboó (kr) tilboð (kr) eftir(kg) eftir(kg) kaup- verö (kr) meðalv.
verð (kr) (kr)
Þorskur 24.400 103,74 102,00 102,99 85.000 85.298 99,88 105,34 103,82
Ýsa 25.970 86,08 86,66 11.040 0 86,11 85,27
Ufsi 1.500 33,16 32,94 0 29.148 32,95 34,00
Karfi 3.000 40,49 39,98 0 9.709 40,08 39,99
Steinbítur 34,00 0 6.712 34,37 35,30
Grálúða 2 93,00 96,00 98,00 29.998 15.700 96,00 98,00 96,00
Skarkoli 1.290 104,50 104,50 110,00 8.710 10.000 104,50 110,00 104,83
Þykkvalúra 60,00 75,00 10.000 5.598 60,00 75,00 65,00
Sandkoli 18,00 21,21 10.000 15.000 18,00 21,21 21,00
Úthafsrækja 15.000 30,50 25,00 35,00 4.000 152.674 25,00 52,49 35,28
Ekki voru tilboö í aörar tegundir
ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA
Meöalávöxtun síöasta úboös hjá Lánasýslu ríkisins
Ríkisvíxlar 17. ágúst '00 Ávöxtun í% Br. frá síðasta útb.
3mán. RV00-0817 11,30 0,66
5-6 mán. RV00-1018 11,36 0,31
11-12 mán.RV01-0418 Ríkisbréf sept. 2000
RB03-1010/K0 Spariskírteini áskrift 11,52 -0,21
5 ár 6,00
Áskrifendur greiöa 100 kr. afgreiöslugjald mánaöarlega.
Framsóknarmenn á Norðurlandi vestra og Vesturlandi
Innganga í ESB útilokuð
við núverandi aðstæður
í SAMEIGINLEGRI stjórnmála-
ályktun sem samþykkt vai' á kjör-
dæmisþingi framsóknarmanna á
Noi'ðurlandi vestra og Vesturlandi,
sem haldið var um helgina, er lýst
stuðningi við það starf sem nú er unn-
ið innan flokksins með það að mark-
miði að skilgreina stöðu Islands gagn-
vait Evrópusambandinu. „Þingið
telur þó að ekki komi til greina að
ganga í Evrópusambandið við þær
aðstæður sem nú ríkja,“ segir í
stjómmálaályktun þingsins.
Stækkun kjördæma kallar á
bættar sanigöngur
Kjördæmisþingið var haldið á
Reykjum í Hrútafirði á laugardag og
sunnudag að viðstöddum nokkrum
gestum af Vestfjörðum en rætt var
m.a. ítarlega á þinginu um stofnun
nýs kjördæmasambands vegna
breyttrar kjördæmaskipunar.
í ályktun þingsins er bent á að
stækkun kjördæma kalli á bættar
samgöngur innan norðvesturkjör-
dæmisins.
I stjómmálalyktun þingsins er
fagnað þeim árangri sem Framsókn-
arflokkurinn hafi náð í núverandi rík-
isstjómarsamstarfi.
í umfjöllun um einstaka mála-
flokka er m.a. lögð áhersla á að for-
gangsmál opinberrar þjónustu séu að
sjá um velferðaiTnál og stjómsýslu og
að íslendingum beri skylda til að
mynda öryggisnet um þá sem af ýms-
um orsökum mega sín minna í samfé-
laginu. „Afkoma aldraðra og öryrkja
er misjöfn eins og annarra hópa í
samfélaginu. Leggja ber áherslu á að
kjör þessara hópa verði leiðrétt,“ seg-
ir m.a. í stjórnmálaályktuninni.
Fagnar þingið þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á barnabóta-
kei'finu en brýnt er fyrir foi'ystu
flokksins að standa vörð um þau mál-
efni í núverandi ríkisstjórnarsam-
starfi sem flokkurinn lagði áherslu á.
fyrii' síðustu kosningar.
Áfengiskaupaaldur verði sam-
ræmdur sjálfræðisaldri
í sérstakri ályktun þingsins er því
beint til stjórnvalda að áfengiskaupa-
aldur verði samræmdur sjálf- og for-
ræðisaldri.
Loks skorar þingið á framkvæmda-
stjóm flokksins að gera byggðamál
að sérmáli næsta flokksþings.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Allir í leikfimi hjá SS
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
ÞAÐ var lett yfir starfsfólki Slátur-
félags Suðurlands á Hvolsvelli þeg-
ar það tók nokkrar léttar leikfimi-
æfingar í matsal fyrirtækisins
undir stjórn Auðar Ólafsdóttur
sjúkraþjálfara. Hún kynnti nýtt æf-
ingaprógram sem fyrirtækið
Heilsuvernd ehf. hefur sett saman
FÉLAG framhaldsskólanema stend-
ur nú fyrir undirskriftasöfnun meðal
félagsmanna sinna vegna yfirvofandi
verkfalls kennara sem boðað hefur
verið 7. nóvember næstkomandi og að
sögn Steinunnar Völu Sigfúsdóttur,
formanns Félags fi’amhaldsskóla-
nema, hefur söfnunin gengið afar vel.
„Við eigum eftir að taka heildar-
fjöldann saman, en í skólanum mín-
um, Menntaskólanum við Hamrahlíð,
þar sem eru 900 nemendur, hafa til
dæmis safnast 600 undirskriftir.
Við tökum þá afstöðu að styðja
kennara í baráttunni fyrir bættum
kjörum þannig að það verði eftirsókn-
arvert að vera framhaldsskólakenn-
arij“ segir Steinunn Vala.
I texta þeim sem nemendur skrifa
undh' er þess krafist að stjórnvöld
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garða-
bæ efnir til opins fræðslufundar fyi-ir
forráðamenn nemenda skólans svo
og íbúa Garðabæjar og Bessa-
staðahepps.
Ásdís Halla Bragadótth- bæjar-
stjóri kemur á fundinn ásamt Berg-
ljótu Sigurbjörnsdóttur félagsmála-
og gefíð út fyrir SS. Auður kallar
þetta hléleikfími en meiningin er að
tvisvar á dag verði gert hlé á vinn-
unni í nokkrar mínútur og að allir
fari í létta leikfími. Auður sagði
starfsfólkið hafa mikla þörf fyrir
slíka leikfimi því vinnuálag væri
mikið og hreyfíngar oft einhæfar.
„semji nú þegar við kennara til að
tryggja áfallalaust skólahald og koma
í veg fyrir hugsanlegar tafir á námi
nemendá'. Jafnframt er lýst yfir
stuðningi við kröfur kennara um bætt
launakjör.
Verkfallshópar nemenda
Auk undirskriftasöfnunarinnar
hafa framhaldsskólanemendur hafið
undh'búningsvinnu sem miðar fyrst
og fremst að því að tryggja að upp-
lýsingar um gang mála komist hratt
og vel til skila til allra nemenda, komi
til verkfalls. „Við höfum hvatt for-
menn nemendafélaga til að koma á fót
sérstökum verkfallshópum innan
skólanna, sem taka við öllum upplýs-
ingum um stöðu mála og koma þeim
til nemenda."
fulltrúa og Áslaugu Huldu Jóns-
dóttur, formanni stai'fshóps Gai'ða-
bæjai' um vímuvarnir. Fundarefni er
forvarnir í Garðabæ.
Fundurinn verður haldinn þriðju-
daginn 31. október nk. í húsakynnum
skólans og hefst hann kl. 20 og lýkur
kl. 22. Kaffi og meðlæti í boði skólans.
Öld frá
stofnun j
Mjólkur-
skólans
ÖLD er liðin síðan danski mjólkur-
fræðingurinn Hans J. Grönfeldt hóf
fyrstur manna kennslu í mjólkur-
fræðum hérlendis því hinn 1. nóvem-
ber árið 1900 tók Mjólkurskólinn á
Hvanneyri til starfa. í tilefni aldar-
minningar Mjólkurskólans heldur
Bjarni Guðmundsson, prófessor við!
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri, fyi-irlestur um skólann mið-
vikudaginn 1. nóvember nk.
I fyrirlestrinum verður fjallað um
aðdraganda stofnunar Mjólkurskól-
ans, starfið í skólanum og helstu
áhrif hans. Fyrirlesturinn verður
haldinn í matsal Landbúnaðarhá-
skólans og hefst kl. 20.30. Öllum er
heimill ókeypis aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
í fréttatilkynningu segir: Það var
Búnaðarfélags Islands sem stofnaði
skólann og rak hann. Mjólkurskólinn
átti eftir að starfa um árabil og hafa
mikil áhrif á framvindu mjólkur-
vinnslu í landinu, bæði með ráðgjaf-
arstarfi Grönfeldts skólastjóra og
rjómabússtýrunum sem hann
menntaði og réðust til starfa hjá
rjómabúum víða um land. Rjóma-
búin voru drjúgur tekjugjafi margra
sveita á fyrstu árum 20. aldarinnar
og brautryðjendur mjólkuriðnaðar
nútímans.
Stofnun Mjólkurskólans var einn
fyrsti liðurinn í nýsköpun mjólkur-
vinnslu hér á landi, jafnframt því að
vera einn fyrsti áfanginn í starfs-
menntun kvenna á íslandi. Mjólk-
urskólinn starfaði í þrjú ár á Hvann-
eyri en haustið 1903 brann hús hans
til grunna. Þá var skólinn fluttur var
til Reykjavíkur, í kjallarann að Aðal-
stræti 18, en mjaltaæfingar fóru
fram í fjósi Þórhallar biskups Bjarny
arsonai- í Laufási. I Reykjavík átti
Mjólkurskólinn aðeins fáa starfs-
mánuði því hann var fluttur að Hvít-
árvöllum árið 1904. Þar var hann
rekinn allt til 1918 að hann lagðist af
í kjölfar dvínandi aðsóknar og breyt-
inga á smjörmarkaði. Nær 200 stúlk-
ur stunduðu nám við Mjólkurskól-
ann á starfstíma hans.
----------------
Ekið á hross á
Þingvallavegi.
PALLBÍL var ekið inn í hóp hesta á
Þingvallavegi við Seljabrekku
snemma sunnudagsmorguns en
hestarnir voru lausir utan girðingar.
Tvö hross drápust við áreksturinn en
ekki urðu slys á fólki.
Óhappið varð um kl. 7.30 og því
dimmt og mun ökumaðurinn ekki
hafa séð hrossin fyrr en um seinan. .
Undirskriftasöfnun framhaldsskóla-
nemenda vegna yfírvofandi verkfalls
Lýsa yfir stuðn-
ingi við kennara
Opinn fræðslufundur um
forvarnir í Garðabæ