Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 29 Tólf lfk hafa fundist í rússneska kafbátnum Kúrsk Slæmt veður tefur fyrir köfurum Severomorsk. AP. Reuters Kistur með líkum fjög’urra sjóliða í Kúrsk á liðsflutningavögnum við minningarathöfn sem fram fór í flotastöðinni Severomorsk á sunnudag. RUSSNESKUM og norskum köfur- um tókst um helgina að ná átta líkum í viðbót úr flaki kjamorkukafbátsins Kúrsk um helgina þrátt fyrir slæmt veður á staðnum. Að sögn talsmanns rússneska Norðurílotans, Vladímírs Navrotskís, í gær voru líkin átta enn um borð í norska köfunarpallinum Regaliu. Þyrlur gátu ekki náð í þau vegna þess hve veðrið var slæmt. Alls voru 118 manns um borð í Kúrsk sem fórst í ágúst eftir að sprenging varð í vopnarými bátsins sem var um 14 þúsund tonn og eitt af fullkomnustu herskipum Rússa. Bátnum var skipt í vatnsþétt hólf og hefur komið í ljós að 23 skipverjar flúðu inn í aftasta og níunda hólfið eft- ir sprenginguna. Sum líkin voru illa brennd og þykir ljóst að eldtungur frá sprengingunni hafi þeyst aftur eftir skipinu alla leið að sjötta hólfinu. Mennimir 23 hafa að líkindum lifað í nokkrar klukkustundir, ef til vill í sól- arhring áður en þeir létust úr kulda eða dmkknuðu þegar sjórinn fyllti hólfið. Bréfmiði fannst á einu líkinu þar sem skipverjinn lýsir aðstæðum eftir slysið. Fjögur lík Kúrsk-manna, sem náð- ust í liðinni viku, vom flutt til lands á sunnudag. Var haldin tilfinninga- þrungin minningarathöfn um áhöfn Kúrsk í Severomorsk, heimahöfn kaf- bátsins á Kólaskaga við Barentshaf, og tóku þátt í henni fjölskyldur þeirra, háttsettir embættismenn og íbúar á staðnum. Kisturnar, sveipað- ar hvítum og bláum gunnfána flotans með Andrésarkrossinum, vora fluttar á brynvörðum liðsflutningavögnum inn á aðaltorg borgarinnar. Sjóliðar krapu á kné í snjónum og tóku ofan, kveðjutónar heyrðust frá herlúðram um borð í skipum í höfninni. Öll nöfn- in 118 vora lesin upp og tilgreind tign- argráða hvers og eins. „Það er erfitt að hugsa til þess að enginn þeirra muni nokkru sinni koma aftur, enginn þeirra muni aftur stíga aftur inn fyrir heimilisdyrnar, faðma foreldra sína, eiginkonu, bræð- ur, systur," sagði Ivan Sergejev vam- armálaráðherra. Hann táraðist er hann hyllti skipverjana fyrir að hafa þjónað fósturjörðinni „á þessum erf- iðu tímum fyrii’ Rússland". En Vlad- ímír Sedín, sem er liðsforingi um borð í kafbáti, gagnrýndi stjómvöld hart fyrir að láta flotann hröma og fyrir að bjarga ekki félögum hans í Kúrsk. ,Áður fyrr áttum við tæki til björg- unar, við áttum alla skapaða hluti,“ sagði hann. „Hvað varð um þetta allt?“ Málshöfðun gegn norsku tóbaksfyrirtæki Lést áður en skaða- bðtamál- inu lauk Ósló. AP. FYRSTI norski reykingamaðurinn til að höfða skaðabótamál gegn tóbaks- fyrirtæki lést af völdum krabbameins á sunnudag, nokkram dögum áður en héraðsdómstóll átti að kveða upp úrskurð í málinu. Reykingamaðurinn, Robert Lund, lést á heimili sínu í Kyrksæteröra, ná- lægt Þrándheimi, 67 ára að aldri. Lund hafði fengið lungnakrabbamein sem breiddist út í heilann þegar hann , höfðaði mál gegn stærsta tóbaksfyrir- fyrirtæki Noregs, Tiedemanns Tob- akksfabrik. Hann sagði að reykingar hefðu valdið sjúkdómnum og fyrir- tækinu bæri því skylda til að greiða honum bætur. „Eg hef sigrað, hvemig sem þetta fer, því skilaboðin hafa komið skýrt fram: tóbak drepur,“ sagði Lund hálf- um mánuði áður en hann lést. Gert er ráð fyrir því að héraðsdómstóll úr- skurði síðar í vikunni hvort tóbaksfyr- irtækið beri ábyrgð á sjúkdómi Lunds sem hélt áfram að reykja þar til hann lést. Lögmaður Lunds sagði að dauði hans myndi ekki hafa áhrif á úrskurð- inn því málflutningnum hefði lokið 17. október. „Sigri Lund og Tiedemanns áfrýjar úrskurðinum þá tekur fjöl- skylda hans við málshöfðuninni,“ sagði lögmaðurinn. „Ef hann tapar ákveður fjölskylda hans hvort úr- skurðinum verður áftýjað." Komist dómstóllinn að þeÚTÍ niður- stöðu að tóbaksfyrirtækið beri ábyrgð á sjúkdómi Lunds þarf að efna til sér- stakra réttarhalda um hversu háar nikii án útborgunar við afhendingu ▼ lánum í allt að 60 mánuði T fyrsta afborgun í mars 2001 Allir bílar á vetrardekkjum ver&lækkun á notu&um bílum frá Ingvari Helgasyni hf* og Bílheimum ehf- OPIÐ: kl. 9-18 virka daga kl. 10-17 laugardaga SflArlBBÍI Æk'J'kJkI AM Grensásvegi 11 - Sími 588 5300 - www.ih.is - www.bilheimar.is skaðabætur fyrirtækið þurfi að greiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.