Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 1
250. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið / RAX Israelska rík- isstj órnin fær gálgafrest Jerúsalem. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, sem er í minni- hluta á þingi, fékk nokkurn gálgafrest í gær er þing kom saman en þá lýsti talsmaður Shas, stærsta flokks bókstafstrúaðra gyðinga, því yfir, að flokkurinn myndi verja stjómina falli næsta mánuðinn. Nokkrir tugir Pal- estínumanna særðust í átökum við ísraelska hermenn á Gaza í gær og ísraelskur öryggisvörður var skotinn í Jerúsalem. Tilraunir Baraks til að koma á eins konar þjóðstjóm með Likudflokknum og leiðtoga hans, Ariel Sharon, báru engan árangur á sunnudag þótt fjölmiðlar fullyrði, að Barak hafi sam- þykkt að gefa Sharon neitunarvald í mikilvægum málaflokkum. Sharon segir raunar, að enn sé ekki öll nótt úti, en Shas-flokkurinn kom í veg fyr- ir, að Barak neyddist til að boða strax til nýrra kosninga með því að lýsa yfir stuðningi við stjómina næsta mánuð- inn. Barak sagði í þingræðu sinni, að Israelsstjóm væri reiðubúin að halda friðarviðræðunum áfram en í svipinn virtist sem hún hefði ekki við neinn að ræða. Beindi hann sérstaklega máli sínu til Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, og sagði, að með ofbeldi yrði engu áorkað. Andstæðingar hans á þingi gerðu margir hróp að honum og sökuðu hann um linkind gagnvart Palestínumönnum. Lík tveggja manna, Israela og Pal- estínumanns, fundust á Vesturbakk- anum í gær og skotið vai’ á tvo ísra- elska öryggisverði í Austur-Jerú- salem í gær. Lést annar þeirra. Þá særðust um 30 Palestínumenn í átök- um við ísraelska hermenn á Gaza og þar af einn alvarlega. Fyrsta opinbera heimsókn forseta s Islands til Indlands Delhí. Morgunblaðið. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Ind- lands hófst í gærmorgun að staðar- ti'ma. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lenskur þjóðhöfðingi sækir þetta fjölmennasta lýðræðisríki veraldar heim og Ólafiir Ragnar orðaði það svo í gær, að hann teldi það mikil- vægt tákn um samstarf og vináttu við upphaf 21. aldarinnar, að forseti elsta lýðræðisríkis í heimi heim- sækti forseta þess stærsta. Á mynd- inni eru Ólafur Ragnar, Dorrit Moussaieff, heitkona hans, og for- seti Indlands, K.R. Narayanan (á milli þeirra), að heilsa upp á ind- verska og i'slenska embættismenn eftir að Olafur Ragnar hafði kannað heiðursvörð Indlandsforseta við móttökuathöfnina við forsetahöllina í Delhí. Heimsókn Ólafs Ragnars stendur yfir þar til á fimmtudag. ■ Mikilvægt tákn/42 Rugova sigurvegari kosninganna í Kosovo Thaci sakar flokksmenn Rugova um kosningasvik en viðurkennir úrslitin Pristina. Morgunblaðið. LÝÐRÆÐISLEGI demókrataflokk- urinn, LDK, flokkur Ibrahims Rug- ova, hafði hlotið um 58% atkvæða í fyrstu frjálsu kosningunum, sem fram fóru í Kosovo um helgina, þegar um 81% atkvæða hafði verið talið. Or- yggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÓSE, sem sá um framkvæmd kosn- inganna, lýsti þessu yfir í gærkvöldi. Hashim Thaci, leiðtogi Lýðveldis- flokks Kosovo, PDK, sem hlaut um 27% atkvæða, sagði flokkinn myndu viðurkenna úrslitin en lýsti því jafn- framt yfir, að LDK hefði stundað víð- tæk kosningasvik og haft sigurinn af flokki sínum í sex sveitarfélögum. I raun hefði stuðningurinn við PDK numið um 40% á héraðsvísu. Úrslit úr hefðbundinni talningu í 27 sveitarfélögum af 30, eða um 90%, voru birt í gærkvöld og bar LDK sig- ur úr býtum í ríflega tuttugu sveitar- félögum. PDK sigraði í sex sveitar- félögum. Þriðji var Bandalag um framtíð Kosovo, AAK, flokkur skæru- liðaforingjans Ramush Haradinaj, með tæplega 8% atkvæða. Kjörsókn var um 80%. Enn eru ótalin um 10% atkvæða, utankjörstaðaatkvæði og atkvæði þeirra, sem ekki fundust á kjörskrá en höfðu sannanlega skráð sig. Reyndust þeir síðastnefndu tæp- lega 5%. Lýsti Daan Everts, yfirmað- ur ÖSE í Kosovo, því yfir í gærkvöld, að endanleg úrslit myndu liggja fyrir á morgun, miðvikudag, eða fimmtu- dag í síðasta lagi. Sveitar- og bæjar- stjómir koma saman fyrsta sinni viku eftir að lokaúrslit hafa verið kynnt. Everts viðurkenndi, að vandamál hefðu komið upp við skipulagningu kosninganna en sárafá tilvik hefðu verið um hótanir og ógnanir. „Hvorki kom tíl kosningasvindls né ofbeldis og þar með voru tvö aðalatriði kosning- anna uppfyllt,“ sagði Everts. Munu virða niðurstöður kosninganna Bilal Sherifi, yfirmaður kosninga- eftirlits PDK, sakaði LDK í gær um alvarleg kosningasvik. Sagði hann að flokksmenn LDK, dulbúnir sem starfsmenn ÖSE, hefðu sagt kjósend- um að þeir mættu aðeins kjósa LDK Dæmi hefðu verið um að kjósendum hefði verið hótað, leynileg kosning hefði ekki verið virt og atkvæði greidd PDK hefðu verið lýst ógild í stórum stíl. Fullyrti formaður flokks- ins, Thaci, að PDK hefði í raun hlotið 40% atkvæða. Hann ítrekaði hins veg- ar að flokkurinn myndi virða niður- stöður kosninganna. Bemard Kouchner, yfirmaður stjómar Sam- einuðu þjóðanna í Kosovo, fagnaði þeirri yfirlýsingu Thacis, að úrslitin yrðu virt, og sagði sérskipað kosningaráð myndu rannsaka ásak- anirPDK. ■ Kosningarnar/28 Fárveður í Vestur- Evrópu ÓVEÐRIÐ, sem gengið hefur yfir Bretlandseyjar og Vestur-Evrópu, var heldur að ganga niður í gær en að minnsta kosti níu manns biðu bana af þess völdum. Á Bretlandi lamaðist mestur hluti lestakerfisins vegna flóða, fallinna trjáa og annars braks og sömu sögu var raunar að segja frá Norður-Frakklandi og Belgíu. Þá stöðvuðust ferju- og flugsam- göngur um tíma. Mikið öngþveiti var á vegum og raftnagnsbilanir víðtækar. Þetta er versta veður, sem gert hefur á Bretlandseyjum í meira en áratug, en talsmenn um- hverfissamtaka og sumir veður- fræðingar segja, að búast megi við, að hamfarir af þessu tagi verði æ algengari í framtíðinni vegna gróð- urhúsaáhrifanna eða hækkandi hitastigs á jörðinni. Talsmaður bresku veðurstofunn- ar vildi þó ekki slá neinu föstu en sagði, að vissulega væri talið, að einn af fylgifiskum hækkandi hita- stigs væri meiri öfgar í veðurfarinu. I Danmörku olli veðrið einnig miklum samgöngutruflunum, í Nor- egi urðu sums staðar vatns- skemmdir og í Mið-Svíþjóð kyngdi niður snjó. Myndin sýnir flutningabíl, sem farið hefur út af snæviþöktum vegi á Norður-Englandi. ■ Lamast vegna/27 MORGUNBLAÐIÐ 31. OKTÓBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.