Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 15 FRÉTTIR Fjármálaráðherra um 15 milljarða erlent lán ríkisins á gjalddaga á næsta ári Líklegast að tekið verði niftt erlent lán UM 15 milljarða króna erlent lán ríkissjóðs fellur á gjalddaga á næsta ári. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í erindi á kynningarfundi SPRON sl. fimmtudag að meta þyrfti með tilliti til gjaldeyrisstöð- unnar hvort skynsamlegt væri að greiða lánið upp eða taka nýtt lán á móti, því ekki mætti íþyngja gjald- eyrisstöðunni, ef gjaldeyrisforðinn væri þröngur, með því að greiða lán- ið upp. I samtali við Morgunblaðið taldi Geir líklegast, eins og staðan væri í dag, að nýtt erlent lán yrði tekið á móti, líkt og gert hefði verið á þessu ári. I því fælist ekki nettó- skuldaaukning, heldur fjármögnun afborgana eldri lána. Ríkissjóði byð- ust hagstæð kjör og fjármögnun er- lendis væri auðveld. „Það er ekki búið að ganga frá þessu en við reiknum með að halda fund í nóvember og upplýsa markað- inn um þetta, ákvarðanir verða tekn- ar í ljósi aðstæðna, meðal annars með tilliti til gjaldeyrisstöðunnar," sagði fjármálaráðherra. Haft var eftir Arna Maríassyni, forstöðumanni gjaldeyris- og af- leiðuviðskipta Búnaðarbankans, á föstudag, að nokkur óvissa ríkti um hvaða lán ríkissjóður ætlaði að greiða upp á næstunni, en ákvarðan- ir stjórnvalda um það gætu skipt máli varðandi stöðu krónunnar. Hætt væri við að það myndi veikja krónuna enn frekar ef ríkissjóður greiddi upp mikið af erlendum lán- um á næstunni en hún gæti styrkst ef ákvörðun yrði tekin um að bíða með þær greiðslur. Fjármálaráðherra sagði við Morg- unblaðið að ekki mætti líta á þessi mál sem vandamál. Þetta væri eitt af skipulagsmálunum sem vörðuðu ráð- stöfun lánsfjárafgangsins. Vega þyrfti og meta hvað ætti að greiða upp af innlendum og erlendum lán- um. Geir sagðist hafa útskýrt þetta fyrir talsmönnum fyrirtækja á fjár- málamarkaði. Astæðulaust væri að gera veður út af þessu. Ekki væri hægt að ætlast til þess að öll atriðin lægju ljós fyrir við framlagningu fjárlagafrumvarps í október. Stefn- an í heild sinni væri klár. Meta þarf vandlega hversu langt er hyggilegt að ganga Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ríkið verði hverju sinni að meta gaum- gæfilega hvernig það greiðir niður lán sín. „Áhrifin á gjaldeyrismarkaðina eru eitt af þeim atriðum sem skipta ákaflega miklu máli í því sambandi. Það er augljóst að atriði eins og t.d. hversu miklar fjárfestingar Islend- inga eru erlendis í hlutabéfum og verðbréfum getur haft áhrif á hvað verður mikil eftirspurn eftir gjald- eyri á gjaldeyrismörkuðum. Það er eðlilegt að ríkið meti þess vegna á hverjum tíma hversu langt er hyggi- legt að ganga í endurgreiðslu er- lendra lána ríkisins," sagði Þórður. Hann benti einnig á að mikið hefði borið á því í umræðunni hvort ríkinu bæri að segja nákvæmlega til um það fyi-irfram hvað það hygðist gera í þessum efnum. „Ég held hins vegar að það sé aldrei hægt að taka slíkar ákvarðanir og lýsa þeim yfu- alveg afdráttarlaust fyrirfram. Ríkið hlýt- ur hverju sinni að skoða málin í stærra samhengi,“ segir Þórður. Þess má geta að auk 15 millj- arðanna sem falla á ríkissjóð á næsta ári vegna erlendra lána hefðu 8 mill- jarðar til viðbótar fallið á ríkið vegna Leifsstöðvar, hefði hlutafélag um rekstur stöðvarinnar ekki verið stofnað. Mun félagið taka yfir þessa upphæð og fjármagna afborgun hennar. Eldsvoðiá Egilsstöðum Einbýlis- hús mikið skemmt EINBÝLISHÚS á Furuvöllum 1 á Egilsstöðum skemmdist talsvert í bruna á laugardag- skvöld. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en ver- ið var að flytja úr húsinu og því lítið sem ekkert af innbúi inn- andyra. Allt bendir til að kvikn- að hafi í út frá uppþvottavél í eldhúsi hússins. Slökkviliðið á Egilsstöðum fékk tilkynningu um eldinn klukkan 21:51 og skömmu síðar voru slökkviliðsmenn komnir á vettvang. Eldur logaði þá í eld- húsinnréttingu. Að sögn slökkviliðsins var mikill hiti og reykur í húsinu. Reykköfurum gekk þó vel að slökkva eldinn. Miklar skemmdir urðu á húsinu af völdum reyks og hita. Eldur- inn brenndi í sundur vatnslögn úr plasti og varð talsvert vatn- stjón af þeim völdum. Lögreglan á Egilsstöðum fer með rannsókn á eldsupptökum. Akstur utan vegar Ráðstefna um landupplýsingar og landupplýsingakerfí Staðlagerð og samræm- ing ofarlega á baugi Morgunblaðið/Asdís Haldin var sýning þar sem ráðstefnugestir gátu kynnst því nýjasta sem er að gerast í tækni, framleiðslu og búnaði á sviði landupplýsingakerfa. VEGFARANDI sem átti leið hjá Helgarfelli á Öxarfjarðarheiði tók þessa mynd af utanvegaakstri. Hjólförin sem sjást á myndinni SAMKEPPNISTOFNUN hefur ákvarðað að takmarkanir þær sem greiðslukortafyrirtækin Greiðslu- miðlun hf. (Visa-ísland) og Kredit- kort hf. (Europay) beittu á úttektar- heimildum korthafa á nektar- dansstöðum hafi skaðleg áhrif á samkeppni samkvæmt samkeppnis- lögum. I desember árið 1999 tóku greiðslukortafyrirtækin ákvörðun um að takmarka úttektarheimldir á umræddum stöðum. Aðgerðirnar miðuðust við að ekki væri hægt að taka út meira en 50 þúsund krónur á hvert almennt greiðslukort á sólar- hring, en 75 þúsund á svokölluð gull- og viðskiptakort. Samkeppnisstofnun vísar í 17. gr. samkeppnislaga og með heimild úr þeim lögum beinir samkeppnisráð því til fyrirtækjanna tveggja að fella úr gildi ofangreindar takmarkanir, eru ein af mörgum í brckkunni og greinilegt að margir hafa leik- ið sama leikinn og ökumaður jeppans sem sést hér á myndinni. sem gripið var til á grundvelli hins samkeppnishamlandi samráðs og skal það gert fyrir 15. nóvember næstkomandi. Að mati samkeppnisráðs er kjarni þessa máls sá að greiðslukortafyrir- tækin höfðu samráð um takmarkanir á úttektarheimildum á nektardans- stöðum í stað þess að bregðast við sjálfstætt og á eigin forsendum. Að mati ráðsins er það þessu máli óvið- komandi hvort þau hafi hvort um sig haft á grundvelli samninga heimild til umræddra aðgerða eða hvort ákvæði viðkomandi samninga eða beiting þeirra sé í samræmi við sam- keppnislög. Ráðið telur hins vegar að aðgerðir hvors greiðslukortafyrirækis fyrir sig í kjölfar þessa máls geti komið til athugunar á grundvelli 17. og 20. gr. samkeppnislaga, t.d. á grundvelli kæru greiðsluviðtakenda. UM 230 gestir sóttu þriggja daga norræna ráðstefnu um landupplýs- ingar og landupplýsingakerfi sem lauk í Reykjavík á laugardag. Rúm- lega helmingur gestanna var af er- lendu bergi brotinn en ráðstefnan var haldin á vegum GI Norden, Nor- rænna samtaka á sviði landupplýs- inga, og LÍSU, samtaka um land- upplýsingar á íslandi. Landupplýsingakerfi er heiti yfir þá ýmsu gagnagrunna sem tengjast staðsetningu og fela í sér notkun, framleiðslu og miðlun ýmissa land- fræðilegra gagna. Er með landupp- lýsingakerfi hægt að samræma gögn frá ólíkum svæðum, tengja töflur og texta við kortagrunna og meðhöndla gögnin á ýmsan hátt. Að sögn Lars Gisow, forseta GI Norden, er meiningin með árlegum ráðstefnum samtakanna að skiptast á skoðunum og kynna sér þær nýj- ungar sem hæst ber í hverju landi. „Það skiptir miklu máli að vita hvað aðrir eru að gera á þessu sviði og ekki síður að koma á fót góðum tengslum við kollega á hinum Norð- urlöndunum," segir hann. „Við eig- um við sömu erfiðleika að stríða í starfi okkar og getum því oft fundið lausn á þeim í sameiningu." Unnið að gerð flokkunar- lista fyrir allt Island Ýmissa grasa gætti á ráðstefnunni en alls voru flutt 42 erindi um notkun landupplýsinga og landupplýsinga- kerfa á ýmsum sviðum, m.a. um um- hverfi, náttúruvá og neyðarþjónustu, lagnir, samgöngur og staðla. Jófríður Guðmundsdóttir, Land- mælingum íslands, kynnti á föstu- dag gerð flokkunarlista fyrir allt Is- land um áþreifanlega þætti eins og vegi og náttúru. í þessu felst, að sögn Jófríðar, að sé t.d. verið að tala um gróðurkort þurfi menn að gefa mýri, svo dæmi sé tekið, tiltekið tákn í kortagerðinni. Flokkunarlistinn eigi að tryggja að þegar aðrir fari að gera kort skilji þeir að viðkomandi tákn á við um mýri, en fari ekki að búa til sitt eigið tákn og þannig valda því að margs konar ólík tákn séu til í íslenskum kortagrunnum um sama hlutinn. Orða megi þetta þannig að verið sé að móta umferðarreglurnar fyrir landfræðilega kortagerð. Verið sé að búa til staðla enda sé nauðsynlegt að samhæfa og samræma hlutina, til að ein stofnun geti notað kort annarra þurfi að vera notast við sömu staðla við gerð þeirra. Vinna að gerð staðla um skráningu heimilisfanga Aðferðir við skráningu heimilis- fanga voru viðfangsefni Johns L. Wells, sérfræðings hjá IPC Techno- logy, í fyrirlestri sem hann flutti á ráðstefnunni. Wells sagði í samtali við Morgunblaðið að í heimi póst- flutninga væru margir sem teldu tíma til kominn að búa til fullkomna staðla um skráningu heimilisfanga enda væri öryggi og hraði póstsend- inga ekki sem skyldi. Sérstakt staðlaráð sem starfar á vettvangi Evrópusambandsins hefur nú það verkefni að móta nýjar tillög- ur í þessu sambandi. Felur þetta t.d. í sér gerð staðla um það hvort húsn- úmer skuli koma á undan götuheit- inu eða öfugt, en þessu er ólíkt hátt- að í t.d. Belgíu og Frakklandi. Wells tekur hins vegar fram að hér sé einkum um að ræða póstsend- ingar milli fyrirtækja og rafrænan flutning bréfa og bendir hann á í þessu sambandi að 85% allra bréfa eigi uppruna sinn í fyrirtækjum og stofnunum. Þessi mál snerti því ekki beinlínis almenna bréfritara, a.m.k. ekki enn. Með aukinni tölvuvæðingu gæti það þó gerst, þ.e. með aukinni notkun heimilisfangagagnabanka á Netinu eða sem innbyggðir væru í tölvu viðkomandi. Jeppi valt á Kísilvegi JEPPABIFREIÐ valt á Kísilvegi og lenti utan vegar skammt frá bænum Geitafelli í Reykjahverfi um hádegið á sunnudag. Ökumað- ur jeppans missti stjórn á honum í lausamöl með þeim afleiðingum að jeppinn valt, fór eina veltu og hafnaði á hjólunum utan vegar. Tveir menn voru í bílnum. Öku- maðurinn var með höfuðáverka og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Húsavík en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Að sögn lög- reglunnar á Húsavík er jeppinn mikið skemmdur og líklega ónýt- ur. Samráð korta- fy r irtækj anna var óheimilt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.