Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 77
SAMUEL L. JACKSON STILL THE MAN MYNPBONP Ofbeldi og samfélag Vélgengt glóaldin A Clockwork Orange Vísindaskáld- skanur ★★★★ Leikstjórn og handrit: Stanley Kubrick. Byggt á skáldsögu Anthony Burgess. Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, Patrick Magee og Warren Clarck. (137 mín.) Bret- land, 1971. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. VIKUNNAR NAUSICAA íifftis ufwSB mmM ÞESSI kvikmyndaaðlögun Stan- leys Kubrick á samnefndri vísinda- skáldsögu Anthony Burgess, vakti aðdáun og hneyksl- an er hún kom út árið 1971. Kubrick beitti kvikmynda- miðlinum til hins ýtrasta og af mikilli list í framsetningu sinni á umfjöllunar- efni sögunnar, sem felur í sér vanga- veltur um ofbeldi og samfélag. Margir töldu að Kubrick tækist að fjarlægjast ofbeldið og birta það frá gagnrýnu sjónarhorni með einstakri stílfærslu sinni, en aðrir litu svo á að þar væri á ferðinni umdeUan- leg upphafning á ofbeldi. Frægt er t.d. hvernig leikstjórinn lætur fagra eða gleðilega tónlist mæta andstæðu sinni í ljótleika ofbeldisatriðanna. En hvernig sem menn túlka margræða merkingu myndinnar er Vélgengt glóaldin einn af hátindum ferils Kubricks og er samkeppnin hörð þar sem röð af sígildum verkum liggur eftir hann. Erfitt hefur verið fyrir ís- lendinga að nálgast myndina hingað til og er því vel að úr því sé bætt með þessari textuðu útgáfu. Heiða Jóhannsdóttir --------------------- Vind-dal- ar læða Nausicaa of the valley of wind eftir Hayao Miyazaki. Sagan er í fjórum bindum sem hægt er að kaupa sam- an í einu boxi. Fyrsta prentun á ensku er frá 1995 en samansafnið kom nýverið út. Einnig er til samn- efnd teiknimynd frá árinu 1985. VIZ graphic novels gefur út í Evrópu og Bandaríkjunum. Fæst í myndasöguverslun Nexus VI. HVER VAR það sem sagði að ekk- ert fallegt og yndislegt gæti sprottið frá mengun umhverfisins? Hann hafði rangt fyrir sér. Náttúran er eitthvað sem snertir alla einstaklinga og ef maðurinn nær ekki að lifa í sátt og samlyndi með henni mun umhverfi okkar á endan- um taka til örþrifa ráða, svo mikið er vitað. Fegurðin í mengun umhverfis- ins felst í verkum eins og Nausicaa of the valley of the wind, afar umhverfis- vænt ævintýri sem hefði aldrei orðið til ef maðurinn hefði ekki verið jafn dónalegur við náttúruna og raun ber vitni. Þama er stórbrotið verk á ferð og óhætt að segja, án þess að skamm- ast sín, að þama sé á ferð „Hringa- dróttinssaga myndasagnanna". Þar berst prinsessan Nausicaa fyrir því að bjarga því sem bjargað verður í heimi sem er nánast dauður eftir fram- göngu mannsins. En prinsessan er síðasti vonameistinn og lesandinn fær það á tilfinninguna að enn sé von til bóta í okkar eigin heimi, og þar liggur einmitt fegurðin. Japanska höfundinum Hayao Mi- yazaki vantar ekki ímyndunarafhð. Hann sker sig eilítið út frá hinum „hefðbundna japanska" höfundi (ég veit að maður á ekki að segja svona) vegna þess hve óvenjulega mikið hann styðst við talað mál, en yfirleitt er vaninn í Manga myndasögum að leggja höfuð áherslu á hasarinn. Það er því vissara að hafa nægan tíma á höndum sér áður en lagt er í að lesa söguna, þvi verkið er fjórar bækur á lengd og rúmar samtals yfir 1200 blaðsíður. Miyazaki skýrir söguhetju sína eft- ir Fönika prinsessunni úr ævintýram Oddyseifs, stúlkunni sem kom honum til bjargar eftir að hann rak nær dauða en h'fi upp að ströndum Fön- ikueyju. Nausicaa prinsessa, hans Mi- yazakís, erfir ást sína á náttúranni frá prinsessunni í Oddyseifskviðu auk þess sem höfundurinn bætir eigin- leikum japanskra gyðju sem dáði skordýr við persónublöndunina. Nausicaa er prinsessa í dal vindaAfC þar sem, eins og í flestum manna- byggðum í sögunni, er fámenn byggð sem á fullt í fangi við lífsbaráttuna í hinu mengaða umhverfi veraldar sinnar. Allt skóglendi er þakið svepp- um sem gefa frá sér eitrað gró sem gerir mönnun nær ókleift að lifa í þessum ævintýraheim. Risavaxin skordýr era þau einu sem geta lifað án aðstoðar hlífðarbúnaðar. Prinsessan Nausicaa býr yfir fjar- skynjunarhæfileikum og er sú eina sem getur tjáð sig við skordýrin. Hún kemst einnig að því að það era í raun ekki plöntumar sem era eitracku- heldur jarðvegurinn sem þær vaxa í. Með auknum skilningi sínum er hún sú eina sem veit að skordýrin era í raun að hreinsa jarðveginn hægt og rólega og tekur því upp málstað þeirra. Þessi heimur er einnig eitrað- ur af stríði mannana og tekur stúlkan upp blandaða siði úr hverri menningu í þeirri von að barátta hennar nái að sameina mannkynið í friðarhug. Svo er að sjálfssögðu ill öfl sem deila ekki sömi h'fsspeki og söguhetja okkar. Ekki láta lífsanda Nausicaa ykkur sem vind um eyra þjóta. Þvi þama er að finna hina myndarlegustu „dala læðu“. Birgir Örn Steinarsson Hvíta lygi Svindlararnir (Cheaters) D r a in a ★★★ Leikstjóri: John Stockwell. Aðal- hlutverk: Jeff Daniels, Jena Malone. (102 mín.) Bandarikin 2000. Skífan. ÖÍlum leyfð. TAGHeuer S VV I S S M A D E ? I N C E 18 8 0 ;</ :ío itnnnnit uiðsKi JGL.UNNI ntsmonn lá miða á shbh SVINDLARARNIR er byggð á hreint makalausum máh sem komu upp fyrir einum fimm áram í litlum framhaldsskóla í Chicago. Myndin fer af stað eins og allar þessar skóla- myndir þar sem eini hugsjónakennarinn í fátæka skólanum (Daniels) leggur sig allan fram við að hjálpa klárastu krökkunum í próf- keppni sem haldin er milh skólanna. Svo kemur að keppninni og með sitt bíómyndauppeldi heldur maður að allt muni ganga krökkunum í haginn, þau sigri og sigri uns ögurstundu nær undh- lok myndar þegar þau keppa við vonda og ríka skólann og vinna. Það fer hinsvegar öðra nær og mynd- in kemur manni í opna skjöldu þegar standa sig illa og þomast naumlega áfram i keppninni. í örvæntingu ræn- ir einn krakkanna prófsvöranum fyrir aðalkeppnina og kennarinn fellst á að krakkarnir svindh - fastur á því að slík hvít lygi sé af hinu góðu ef hún leiðir til þess að eitthvað verði úr krökkunum. Þetta er einkar áhuga- verð ný sjónvai'psmynd sem tekur á ki'assandi viðfangsefni á vandaðan hátt. Spurningarnar sem vakna eru margar og sumar æði heimspekilegar eins og hvenær lygin á rétt á sér og hvernig kennarinn getur best aðstoð- að nemendur sína. MæU með henni. Skarphéðinn Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.