Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 3---------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FINNUR FINNSSON + Finnur fæddist á ísafírði 29. jan- úar 1923. Hann lést á líknardeild Land- spítala, Landakoti, mánudaginn 23. október síðastliðinn. Faðir hans var Finn- ur Jónsson, f. 28.9. 1894, d. 30.12. 1951, póstmeistari á Isa- fírði, síðar fram- kvæmdastjóri, al- þingismaður og félags- og dóms- málaráðherra. Móð- ir Finns var Auður Sigurgeirsdóttir, f. 2.4. 1888, d. 20.6. 1935, húsmóðir á ísafírði. Seinni kona Finns var Magnea S. Magnúsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík. Systkini Finns eru: Þuríður, f. 1915, húsmóðir og fyrrv. skrif- stofumaður, var gift Snorra Hall- grímssyni, prófessor og yfírlækni, sem nú er látinn; Þorgeir Birgir, f. 1917, fyrrv. alþingismaður, kvæntur Arndísi Árnadóttur hús- móður; Ásta, f. 1919, húsmóðir, gift Ragnari Jóhannssyni, skip- stjóra og fyrrv. kaupmanni; Ingi- björg, f. 1921, húsmóðir og skrif- stofumaður á ísafírði, var gift Hrafni Hagalín sem nú er látinn. Finnur kvæntist 13.6. 1947 Maríu Gunnarsdóttur, f. 17.5. 1920, kennara. Hún er dóttir Gunn- ars Kristinssonar vélamanns og Elísa- betar Andrésdóttur frá Blámýrum í Ög- ursveit. Börn Finns og Maríu eru; 1) Auð- unn, f. 19.12. 1947, deildarstjóri, var kvæntur Berit Christ- ensen, börn þeirra eru Anne Berit kvænt Tom ívar og þau eiga Martine og Amilía og Elísabet. Seinni kona Auðuns er Rita Evensen og eiga þau soninn Magnús. 2) Finnur Magni, f. 10.6. 1952, stýrimaður hjá Eimskipafé- lagi Islands, kvæntur Ingibjörgu Baldursdóttur skrifstofumanni, þau eiga Baldur og Maríu. 3) Við- ar, f. 27.8. 1960, vélamaður, í sambúð með Katrínu Þorkelsdótt- ur, leikkonu og á hún soninn Hrafnkel, með Guðlaugu Jóns- dóttur á Viðar soninn Gunnar. 4) Valdís, f. 27.8. 1960, líffræðingur, gift Ólafí Sigurðssyni vélaverk- fræðingi og vélahönnuði, eiga þau synina Hall og Mugg. Finnur ólst upp á ísafirði. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Gagn- fræðaskólanum á fsafirði 1939, fékk sveinsbréf í skipasmíði 1945 og meistarabréf 1951. Finnur lauk einnig prófi úr smíða- og teiknikennaradeildum Handíða og myndlistaskólans árið 1951. Hann var stundakennari við Gagnfræðaskóla Isafjarðar 1947- 49, kennari við Barnaskóla Isa- Ijarðar 1956-58 og kennari við Gagnfræðaskóla Isafjarðar frá 1958-85. Finnur kenndi einnig við Iðnskólann á ísafirði á árun- um 1956-81 og við Langholtsskól- ann í Reykjavfk frá árinu 1986 þar til hann lét af störfum. Finnur var formaður Félags iðnnema á Isafirði frá stofnun þess 1941 og til ársins 1946. Hann var enn- fremur í stjórn Karlakórs ísa- fjarðar í nokkur ár en hann söng með kórnum í yfir 40 ár og einnig Sunnukórnum á Isafírði. Finnur var einnig formaður Knatt- spyrnufélagsins Vestra 1946-50, formaður Félags Alþýðuflokks ísafjarðar um tíma og átti sæti í byggingarnefnd fsaijarðar. Enn- fremur átti Finnur sæti í stjórn Kaupfélags Isfírðinga og var for- maður í skólastjórn Iðnskólans á ísafirði frá 1956-81. Utför Finns fer fram í Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Finnur minn! Með þessum hlýlegu orðum N.Þ. mun ég ætíð minnast þín. Með þakk- læti fyrir öll góðu árin. Hvíl í friði. Þín minning lifír í mínu hjarta, þúmestayndi mérhefurveitt Við áttum framtíð svofagraogbjarta en flestu örlögin geta breytt. Ogþegarkvöldiðer svokyrrtoghþótt, égkveðjusendiþér þigdreymirótt Þín minning lifír í mínu hjarta. Ég mun því bjóða þér góða nótt. (Númi Þorbergsson.) Þín María. Á kveðjustund streyma fram minningar um einstakan föður sem ^pmeð árunum varð minn besti vinur. Minningar mínar tengdar æsku- og unglingsárunum á ísafirði eiga allar það sameiginlegt að nálægð þín hverju sinni gerir þær sterkar og bjartar. I gegnum starf þitt sem kennari og virkur þátttakandi í félagsmálum þekktir þú fjölda fólks. Það gat því verið hálfgerð þraut fyrir stutta fæt- ur að ganga með þér niður aðalgöt- una á Isafirði því það tók svo langan tíma. Oft hefði ég getað þrammað nokkrar ferðir fram og tilbaka eftir götunni meðan þú stóðst í sömu sporum og spjallaðir við vini og kunningja. Með þetta myndbrot í huga skynjaði ég seinna meir ein- lægan áhuga þinn á fólki, mannlífi og þjóðmálum og alltaf varstu tilbúinn að ræða málefni líðandi stundar. I minningunni hafðir þú alltaf tíma fyrir mig og hin síðari ár fyrir strákana mína tvo, Hall og Mugg. Þeim reyndist þú besti afi í heimi, alltaf boðinn og búinn að sinna þeim. Uppátæki þín í leikjum ykkar á milli féllu vel í kramið hjá strákunum og fuku öll mín boð og bönn út í veður og vind á slíkum stundum. En það var ekki bara galsi sem einkenndi samskiptin þín við þá heldur áttuð þið margar rólegar stundir saman, ekki síst við að teikna. Myndlist átti stóran þátt í lífi þínu. Sú gleði og inn- lifun sem birtist hjá þér er þú hafðir stund til að teikna og/eða mála virtist gefa þér kraft og styrk. Vandvirkn- ina sem fylgdi þér alla tíð má einkum sjá í teikningum þínum af gömlum húsum fyrir vestan en sum þeirra eru nú friðuð. Að leiðarlokum kveð ég einstakan föður sem með sínu ljúfa viðmóti og rólyndi varð minn besti vinur. Fyrir hönd móður minnar og bræðra þökkum við starfsfólki Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins, Landspítala v/Hringbraut og líknardeildarinnar á Landakoti fyrir hlýhug og umönnun í veikind- um Finns. Valdís Finnsdóttir. Ég sakna afa mikið. Ég var hepp- inn að eiga hann. Við gerðum allt mögulegt saman t.d. spiluðum, teiknuðum og oft vorum við í fót- bolta. Afi var alltaf til staðar þegar ég þurfti á honum að halda. Alltaf þegar mér leiddist og hafði ekkert að gera þá var eins og afi fylgdist með mér og hringdi í mig og við skelltum okkur saman á bíó. Ég vona að afa líði vel núna og megi góður guð geyma hann. Hallur Ólafsson. í dag verður til grafar borinn Finnur Finnsson, kennari frá Isa- firði. Ennþá einn úr hópi gamalla og góðra vina; traustur félagi, sam- ferðamaður frá því fyrst ég man, fjölskylduvinur og ötull stuðnings- maður. Þeim fer nú óðum fækkandi, sem svip settu á Isafjörð bemsku- og uppvaxtarára minna og studdu við bak mitt fyrstu sporin sem þingmað- ur Vestfirðinga. Finnur Finnsson og eiginkona hans, María Gunnarsdóttir, voru á meðal besta vinafólks foreldra minna vestur á ísafirði. Það var á þeim árum þegar mikill samgangur var á milli vinafólks og fjölskyldna þeirra - þegar maður var manns gaman og vinátta var tjáð bæði í orði og verki. Þau hjónin, María og Finn- ur, voru tíðir gestir á heimili foreldra minna og við kærkomnir gestir á heimili þeirra. Man ég enn vel eftir því, hve vel okkur var ávallt tekið af þeim hjónum - fyrst í litlu íbúðinni þeirra við Pólgötuna á ísafirði, síðan uppi á Hlíðarvegi og loks í glæsilegu íbúðarhúsi þeirra hjóna við Engja- veg, en þar reistu þau sér einbýlis- hús og bjuggu sér glæsilegt heimili þar til í upphafi níunda áratugarins er þau fluttu búferlum frá ísafirði til Reykjavíkur. María var samkennari föður míns allt frá því hann fluttist til ísafjarðar í upphafi fimmta áratugarins og hóf kennslustörf við bamaskólann á ísa- firði og framundir það að hann lét af skólastjóm árið 1983. Einvalalið kennara, sem flestir vom á sama aldri, vora þá að störf- um við skólann undir skólastjóm Björns Jónssonar. Maria, Friðrik Jónasson, Sigurður Ólafsson, Jón H. Guðmundsson og fleiri. Vinátta tókst með þeim og fjölskyldum þeirra, samgangur var mikill og gagnkvæm- ar heimsóknir og gestaboð. Var þá oft glatt á hjalla og fólk skemmti sér við spjall og saklausa leiki, sem við, bönin, voram þátttakendur í. Veröld, sem var og lifir nú aðeins í minning- unni - en ég efast um að fólk sé nú nokkra nær nema síður sé að höndla Iífshamingjuna þrátt fyrir öll þau tækifæri til tómstundastarfs og skemmtana, sem ekki þekktust þá þegar fólk þurfti að hafa ofan af fyrir sér sjálft, maður var manns gaman og milli vina lágu gagnvegir. Á þess- um áram hafði Finnur iðn sína að starfi, en hann var lærður skipa- smiður. Síðar gerðist hann kennari við Gagnfræðaskólann á ísafirði þai- sem hann kenndi m.a. handavinnu, en Finnur var ekki aðeins góður smiður heldur einnig listfengur; teiknaði, skar út og brenndi og var auk þess bæði góður söngmaður og meira en liðtækur fimleikamaður. Finnur var sonur Finns Jónsson- ar, alþingismanns og ráðherra og eins af nafnkenndustu framkvöðlum jafnaðarstefnunnar á íslandi. Hann sór sig snemma í ættina. Var ætíð al- þýðuflokksmaður og verkalýðssinni, mjög jafnréttissinnaður og sparaði sig hvergi þá og þegar liðveislu var þörf. Þau hjónin vora meðal þeirra, sem mynduðu kjamann í Alþýðuflokkn- um á Isafirði en þar má segja að hafi verið valinn maður í hveiju rúmi. Einlæg vinátta þeirra hjóna, Maríu og hans, og ódeigur stuðningur þeirra við mig allt frá fyrstu tíð eru ómetanleg og verða aldrei að fullu þökkuð. Líf þeirra var þó ekki neinn dans á rósum. María, sem var og er einstak- lega glæsileg kona, veiktist alvarlega er hún hafði alið tvíburana Valdísi og Viðar - en fyrir áttu þau hjónin tvo syni; Auðun og Finn Magna. Svo alvarleg vora veikindi hennar að um hríð var tvísýnt um líf hennar, hún missti málið og hreyfigetuna og má nærri geta hvílíkt áfall það hefur verið fyrii- hana, sem ekki var aðeins fjörag og kát og í blóma lífsins held- ur einnig frábærlega atorkusöm, íþróttakona mikil og leikfimikennari. Með fádæma þreki og lífsþrótti tókst henni að mestu leyti að vinna bug á sínum erfiðu veikindum, hún tók á ný við kennslustörfum og var með bestu kennuram, sem Isfirðingar hafa átt. Finnur var konu sinni stoð og stytta í allri þessari löngu og ströngu baráttu og var svo allt til hans hinstu stundar en veikindi Mar- íu á blómaskeiði lífs hennar hafa nú dregið úr henni þróttinn á efri áram. Þau hjónin vora alla tíð einstaklega samrýnd og veittu hvort öðru mikinn styrk. Hin síðari árin hér í Reykjavík þjuggu þau hjónin í þjónustuíbúð að Árkógum 8, góðri og fallegri íbúð í nýju háhýsi þar sem vel fór um þau. íbúð þeirra hjóna er í næsta ná- grenni við mig og hitti ég þau oft á förnum vegi - þó fyrst og fremst Finn nú upp á síðkastið því María datt og slasaðist við heimilisstörf fyrir nokkra síðan og hefur þurft að dveljast langdvölum á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum síðan. Síðast hitti ég Finn fyrir tæpum tveimur mánuðum í verslunarmið- stöð hér í Breiðholtinu og var þá mjög af honum dregið. Mér var þá kunnugt um að hann hafði tekið þau veikindi, sem honum hafa nú orðið að aldurtUa. Ég hafði hitt hann áður nokkram sinnum eftir að meðferð hófst og hafði hann þá haft góðar vonir en nú þótti mér sem honum virtist að öll von væri úti. Við tókum tal saman og spjölluðum saman dá- góða stund en svo kvaddi hann með orðunum: „Ég held að nú sé ekki langt eftir.“ Þessi áður svo frísklegi, kviki, fjörmikli og myndarlegi maður var ekki lengur nema skugginn af sjálfum sér. Þetta var í síðasta sinni sem fundum okkar bar saman. Og nú er hann genginn á vit feðra sinna eftir síðustu lotuna, sem mun hafa reynst honum erfið. Góður vin- ur er genginn; trygglyndur vinur, sem er hvíldinni feginn. Fyrir fjöl- skyldu hans er það mikill missir, ekki síst fyrir konuna hans sem hann hafði svo lengi og vel barist með í gegnum lífsins ólgusjói. Finni Finns- syni fylgja kveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni yfir móðuna miklu. Þú varst okkur kær og góður vinur. Minningin um þig lifir. Við vottum eiginkonu þinni, börnum og fjöl- skyldu þinni allri einlæga samúð. Sighvatur Björgvinsson. RÁÐHÚSBLÓM Opið frá kl. 10-21 alla Jaga. BAMKASTRÆTI 4 SÍIVII S51 6S90 Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. UTFARARÞJÓNUSTAN EHF Persónuleg þjónusta m Höfum undirbúið og séð um útfarir 'L ■■w ?# § : aj fyrir landsmenn í 10 dr. Sími 567 9110 & 893 8638 RúnarGeirmundsson Sigurður Rúnarsson www.utfarir.is utfarir@utfarir.is úifarars^óri útfararstjóri SIGURBJORG GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigurbjörg Guð- rún Guðjónsdútt- ir fæddist í Reykja- vík 12. mars 1920. Hún lést á líknar- deild Landakotsspit- ala 17. október síð- astliðinn og fór útfor hennar frani frá Fossvogskapellu 26. október. Elsku amma okkar. Það er ótrúlegt að þú, amma, sem hefur ver- ið svo fastur punktur í tilverunni okkar allra ævi, sért farin frá okkur. Þagar þú heim- sóttir okkur önnur hver jól og ára- mót, áttum við góðar stundir með fjölskyldu okkar og þá vora þessar hátíðir fullkomnar. Þegar þú komst og passaðir okkur var alltaf svo gaman hjá okkur, þú vaknaðir alltaf svo snemma þegar vont var veður til að gefa okkur heitt kakó og hafðir góðann morg- unverð svo við færum ekki svöng í skólann. Svo á kvöldin þegar við vorum að fara að sofa fórstu með okkur yfir bænirnar. Það var alltaf svo gaman þegar við komum til þín til Reykjavíkur þegar við vorum lítil og það var fastur punktur hjá okk- ur að fara æniður á Tjörnina til að gefa öndunum brauð og fara svo í göngutúr í miðbænum. Þegar við fórum að eldast þá gátum við farið að tala við þig um fótbolta og hundabolta því þú vissir svo mikið umþað og átti þér uppáhalds félag sem var Fram. Síðustu jól fengum við þau slæmu tíðindi þegar við ætluðum að fara að ná í þig til að vera með þér yfir hátíirnar, þú varst orðin veik og varst farin á sjúkrahús. Við fundum fyrir tómleikanum sem var þarna þessa hátíð. Þú stóst þig vel í þínum veikindum. Við getum ekki lýst því hvað þú varst ánægð þegar þú fluttir í þjónustuíbúð á Dalbraut og fékkst alla þá umönnun sem þú þurftir. Þér leið þar vel. Þú varst alltaf stór hluti í lífi okkar og þú gafst þér alltaf tíma til að ræða um hjartans mál og gefa okkur leiðsögn og hreina ást þegar það þurfti. Elsku amma, við munum aldei geta fyllilega þakkað þér fyrir allt sem þú hefur veitt okkur og kennt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kolbrún Ósk og Finnbogi Vikar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.