Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AP
Fallandi haustlauf
Hvernig
verður
barna-
bók til?
SÍUNG, félag barnabókahöf-
unda og Börn og bækur -
Islandsdeild Ibby standa fyrir
bókakaffi á Súfistanum í kvöld
kl. 20.15.
Fram fer umfjöllun, upplest-
ur og kaffispjall með yfirskrift-
ina Hvernig verður barnabók
til? Sex höfundar fjalla um nýj-
ustu bækur sínar.
Höfundarnir Þoi*valdur Þor-
steinsson, Guðrún Hannesdótt-
ir, Jón Hjartarson, Ki-istín
Helga Gunnarsdóttir, Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson og
Yrsa Sigurðardóttir munu
meðal annars leitast við að
svara þessum spurningum:
Hvernig er efnið vahð? Fyrir
hvern er skrifað? Á að flokka
lesendur eftir aldri? Hvemig
fer hugmyndavinna fram?
ÞEGAR haustlaufin falla er heiti
ballettsins sem hér er fluttur af
dönsurum frá ballett Washington-
borgar.
Danshópurinn er þessa dagana
staddur á Kúbu ásamt stjórnanda
sínum, Septme Webre, og er það í
fyrsta skipti frá því kommúnista-
stjórnin á Kúbu tók við stjórntaum-
unum sem flokkur bandarískra
ballettdansara sýnir listir sínar á
eyjunni.
Félag háskólakvenna
Heldur leikhúsnám-
skeið um Medeu
Jón Viðar Kristján Geirlaug
Jónsson Árnason Þorvaldsdóttir
FÉLAG íslenskra háskóla-
kvenna fer aftur af stað með
námskeiðið „Að njóta leiklist-
ar“ undir stjóm dr. Jóns Viðars
Jónssonar leikhúsfræðings. I
þetta sinn er námskeiðið í sam-
starfi við leikfélagið Fljúgandi
fiska sem 17. nóvember
frumsýnir gríska harmleikinn
Medeu eftir Evripídes í þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar.
Námskeiðið hefst 2. nóvem-
ber, þrjú fimmtudagskvöld verða fyr-
irlestrar þar sem fjallað verður um
gríska menningu, gríska goðafræði
og grískt leikhús til foma. Rætt verð-
ur um mismunandi túlkun Medeugoð-
sagnarinnar í óperum, leikbókmenn-
tum og kvikmyndum. Boðið verður
upp á íyrirlestur um sálfræði með
skfrskotun í verkið og farið verður á
æfingar og sýningu. í lokin verða pall-
borðsumræður og boðið upp á gríska
veislu í Þingholti á Hótel Holti.
„Hér er á ferðinni ný leikgerð og
óvenjuleg aðferð við að færa foman
sígildan harmleik til nútíðar. Medea
er magnþranginn fjölskylduharm-
leikur um blinda ást, botnlaust hatur,
svik, afbrýði, hefnd ogmorð. Sagan er
tímalaust uppgjör og átök hjóna sem
vekur spumingar um það hversu
langt er réttlætanlegt að ganga til að
hefna fyrir svívirta ást. I hatrömmu
stríði kynjanna verða börnin jafnt
valdatæki sem fórnarlömb," segir
Geirlaug Þorvaldsdóttir, for-
maðm’ Félags háskólakvenna
sem stendur að námskeiðinu.
„Við eram mjög ánægð með að
hafa gengið í samstarf við
Fljúgandi fiska um þetta nám-
skeið í haust því allt bendir til
þess að hér sé í boði mjög
spennandi og framsækin sýn-
ing. Mikil vinna hefur verið
lögð í undirbúning hennar af
hálfu Þóreyjar Sigþórsdóttur
leikkonu og leikstjórans Hilmars
Oddssonar.
Þau hafa ásamt sínu fólki unnið
lengi að þessu verkefni með stuðningi
Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu árið 2000 og einnig með styrk
frá Evrópusambandinu."
Námskeiðið ,Að njóta leiklistar"
hefur verið í boði frá haustinu 1995.
Upplýsingar og innritun er hjá for-
manni félagsins, Gefrlaugu Þorvalds-
dóttur, í síma 899-3746.
Langdreginn
Rachmaninov
TQ]\LIST
Geislaplötur
RACHMANINOV
Sergei Rachmaninov: Sinfónía nr. 2
í e-moll op. 27. Hljómsveitarstjóri:
Rico Saccani. Hljómsveit: Sinfón-
íuhljómsveit íslands. Hljóðritun:
Tónleikaupptaka í' Háskólabíói 11.
og 12. nóvember 1999. Útgáfa: Ars-
is Classics AC 99032. Heildarlengd:
54’25. Verð: kr. 1.999.
ÞRÁTT fyrir þá margvíslegu erf-
iðleika sem Sergei Rachmaninov
(1873-1943) átti við að stríða í upp-
hafi tónskáldaferils síns varð hann
eitt af megintónskáldum sögunnar.
Fyrsta sinfónían hans hlaut slæmar
viðtökur þegar hún var frumflutt
1897 (sem reyndar er illskiljanlegt
því verkið er piýðilegt) og árin eftir
þessa misheppnuðu framraun ein-
kenndust af litlu sjálfstrausti og
þunglyndi hjá Rachmaninov. Sem
betur fer þurfti meira til að slökkva
sköpunarkraft snillingsins. Mörg
tónverka hans era framúrskarandi
góð og með vinsælustu tónsmíðum
sinnar tegundar og nægir að nefna
píanókonsertana fjóra, Rapsódíuna
um stef eftir Paganini og prelúd-
íurnar 24 fyrir píanó. Ekki má
gleyma Sinfónísku dönsunum sem
vora síðasta hljómsveitarverk
Rachmaninovs og að margra áliti
hans besta verk.
E-moll Sinfónían nr. 2 getur varla
talist til þess besta sem Rachmanin-
ov samdi en samt eru vinsældfr
hennar talsverðar og nýjar hljóðrit-
anir skjóta reglulega upp kollinum.
Nú síðast upptaka Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands undir stjórn aðal-
hljómsveitarstjóra hennar, Ricos
Saccanis. Þetta er þunglyndislegt
verk (þótt tarantella lokaþáttarins
létti andrúmsloftið nokkuð), stefja-
efnið er nokkuð dæmigert fyrir
Rachmaninov, breiðar, langar og of-
urrómantískar laglínur sem gjarnan
ramba á barmi velsæmisins. En
megingalli verksins finnst mér vera
að það virkar alltof langt og
upphafskaflinn ætlar bókstaflega
aldrei að taka enda. Innihaldið rétt-
lætir engan veginn lengdina, sem er
reyndar ekki svo óvenjuleg fyrir
rómantíska sinfóníu - hjá Saccani
tekur verkið rúmar 54 mínútur.
Sumar af þessum síðrómantísku sin-
fóníum era miklu lengi’i - og það án
þess að virka langdregnar. Þótt
hraðaval Saccanis sé rétt ofan við
meðallag - ég hef reyndar heyrt
verkið spilað miklu hraðar og líka
miklu hægar - þá er ekki sama ann-
ars vegar hraði og hins vegar
snerpa. Verkið er keyrt miskunnar-
laust áfram og málað afar sterkum
litum, en lítið dokað við og neistann
finnst mér vanta. Þetta er ólíkt því
sem maður verður oft vitni að á tón-
leikum Saceanis þai’ sem hann nýtur
sín best í þessum stóru hljómsveit-
ai’verkum síðrómantíkurínnar og
nýklassíkurinnar. Þess vegna veldur
þessi hljóðritun nokkram vonbrigð-
um. Hægi kaflinn, Adagio, er satt að
segja ansi væminn í meðförum
Saccanis. Sírópsleðja Rachmaninovs
í þessum kafla er glerhál og hér fell-
ur hljómsveitarstjórinn kylliflatur.
Einleiksstef klarínettunnar í upp-
hafi kaflans er mjög fallega leikið,
laust við væmni og alls ekki í sam-
ræmi við þá hysteríu sem mögnuð er
upp þegar á kaflann líður. Besti
hluti verksins er snaggaralegur
skersókaflinn, allegi’o molto, sem er
nokkuð vel mótaður í þessarí hljóð-
ritun. Marshluti kaflans er skemmti-
lega saminn og inniheldur stefjabrot
sem Rachmaninov notaði á ný í Sin-
fónísku dönsunum (1940). Þarna
tekst Saccani og SI langbest upp og
sem betur fer koma stunur hljóm-
sveitarstjórans í þessum kafla ekki
að sök þegar hlustað er í hátölurum
- en þær eru mjög greinilegar þegar
hlustað er með heyrnartólum. í
lokakaflanum kallar Rachmaninov
til sögunnar stefjaefni úr fyrri köfl-
unum og ætlast vafalaust til þess að
nokkur gáski fylgi tarantelluryþm-
anum. Því miður ber hér lítið á gleð-
inni og þessa túlkun Saccanis ein-
kennir of mikil keyrsla og of lítill
„sjarmi“.
Upptakan á verkinu er þurrari en
maður hefur átt að venjast í nýleg-
um hljóðritunum SI í Háskólabíói
þar sem tæknimönnum hefur jafnan
tekist að ná ótrúlega góðum árangri
þrátt fyrir slæmar aðstæður. En
þessi hljóðritun var gerð á tónleik-
um og sjálfsagt breytir fullur salur
áheyrenda hljóðmyndinni.
Valdemar Pálsson
ÞORSTEINN frá Hamri hefur sent frá sér
nýja ljóðabók sem ber nafnið Vetrarmynd-
in. Hugleiðingar um lífið og hversdagsleik-
ann setja svip á bókina, en í henni er líka
trúarlegur strengur í einum tveimur ljóðum
og þá vitnar Þorsteinn í fræg ummæli Plat-
ons um skáldin og skáldskapinn. En sem
kunnugt er taldi Platon skáldskapinn
háskalegan og spilla fólki. I annarri og
þriðju bók Ríkisins ræðst Platon harkalega
á skáldin, rekur þvætting sem frá þeim
kemur og færir fyrir því rök að skáldin
skuli útlæg ger úr fyrirmyndarríkinu.
„Já, ég er svo sem ekki þaullesinn í Plat-
on en einhvem veginn fannst mér við eiga
þarna að grípa þessa tilvitnun í Ríkið um
skáldin, sem Platon geldur hinn alkunna
varhuga við,“segir Þorsteinn. „Fyrir skáld
er ekkert rúm í ríki Platons, að minnsta
kosti þurfa þau strangt aðhald að hans mati
og þetta hefur svo sem verið reynt og reifað
oft síðar, eins og við vitum, og geflð gæfu-
Iega raun eða hitt þó heldur! Það er ónýtur
skáldskapur sem ekki hlítir frjálsri sam-
visku þess sem hann semur. En líklega var
nú Platon einkanlega að hugsa um leik-
skáldin, sem skipuðu svo mikið rúm hjá
Grikkjum. Það var ekki sama hvað lagt var í
munn hetjum og guðum, sem síðan leysti úr
læðingi bældar hvatir og hrærði hjörtun.“
I athugasemd í lok bókarinnar segir þú
að fímm Ijóð hafi frá byrjun átt auðsæja
samleið, Augnablikið, Eða var það feigðin,
Afdrif, Fótmál og Máninn líður, dragi til sín
í sameiningu sitt lítið af hverju úr Álfareið
Heines og Jónasar Hallgrímssonar ásamt
sögunni af djáknanum á Myrká?
„Rauði þráðurinn I þessum flmm kvæðum
Forsögn hvísl-
að úr kvistum
og máske fleirum þar í grennd eru hughrif,
maðurinn er alltaf á valdi einhverskonar
geðhrifa til góðs eða ills. Hvort sem hann
stendur úti ítunglsljósi, stend-
ur út við skóg eða ætlar á jóla-
ball með kærustunni eins og
djákninn á Myrká. Ég læt þetta
nægja um þessi kvæði, þau eiga
augljóslega saman. Þau eru
ekki öll ort nákvæmlega um
sama leyti en einhvern veginn
áttu þau samleið."
Síðasta Ijóðið í bókinni, Skóg-
arbörnin, kallast á við Ijóðið um
skáldin?
„Já, þessi skógarlíking er
mér ákaflega töm í ýmsum sam-
böndum. f fyrra kvæðinu um
skáldin, Þau, kemur fyrir:
Þau skunduðu ung
á skógu, bera þess menjar
uð huí'íi rmirgii hindina
táldregin elt
Þarna er náttúrlega orðið hind dálitið tví-
rætt því hind getur bæði merkt skógarhind
eða fegurð. Þetta er fornt orð yfir fegurð,
hind. Þannig að þarna hefur þetta tvíræða
merkingu."
Og skógurinn er þá ef til vill mannlíflð
sjálft?
„I þessu tilfelli koma skáldin úr skóginum
og hafa sína hentisemi meðan
bjart er og hverfa síðan.
Hversu mikil spor sem þau
skilja svo eftir sig? Það er svo
annað mál. Kannski eru þau
eins og skráð í vatn eða sand.
Annars er það eiginlega svik
við kvæðin að tala mikið um
þau umfram það sem þau
segja sjálf.“
Þá er í bókinni ljóð um höf-
und Heimskringlu og Snorra
-Eddu?
„Já, mér hefur alltaf þótt
fallegt að þessi tvö verk sem
hann á nokkurn veginn með
vissu, skuli hefjast svona á
þessum orðum: Almáttugur
guð/ - og - Kringla heimsins/.
Þetta er bæði stórt og tært.
Stór og tær upphafsorð.“
Síðan er það Förunauturinn, og það er
skáldskapurinn sjálfur eða hvað? Fylginaut-
urinn sem aldrei yfirgefur skáldið?
„Ég er alveg til með að játa það að það sé
Þorsteinn
frá Hamri
hann.“ Ljóðin í bókinni hafa ekki komið fyr-
ir sjónir Iesenda áður?
„Það er eitt kvæði sem hefur verið flutt
opinberlega úr þessu, ekkert prentað en
þetta er kvæði sem heitir Játning um líf. Ég
las það upp í vor í tengslum við opnun Lista-
hátíðar. I því kvæði og í Rökkurhelginni til
dæmis og þeim kvæðum er ákveðinn streng-
ur. Það vottar dálítið fyrir honum í bókinni;
hugrenningum um hversdagsleikann. Mér v
finnst eftir því að líður á ævina að ég skynji
sífellt betur töfra hans og það hvaða töfrum
hann getur búið yfir. Þetta sem fólk kallar
gráan hversdagsleikann, hvað hann býr oft
yfir miklum töfrum. Mér er nær að halda að
ef við komum ekki auga á, eða finnum ekki
ljósan punkt í hversdagsleikanum og hann
sé okkur bara til leiðinda, þá sé það okkar
sök að sjá ekki yfir hverju hann býr. Bara
það sem getur borið fyrir mann á hvers-
dagslegri göngu, að mæta manni eða að
veita einhverju fallegu athygli, jafnvel vind-
strók eða sjá eitthvað glampa í trjálundi.
Hversdagsleikinn er mesta undrið. Við
megum gjarnan leiða hugann að því hversu
dýrðlegt, það er að lifa og það að eiga þetta
líf með skilningarvitin opin. Og eiga þetta
allt til að njóta.“
Skógarbörnin
Enn er leikbjart.
Nú læðast fram úr þykkninu
skógarbörnin
og skrafa um stund í hljóði,
hverfa brott þegar dimmir
en draga áðurísandinn
nafnstafi sína
handa nótt og flóði.
(Ljóð úr Vetrarmyndinni)