Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 59
r
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 59
i
1
i
Starfsmenntun
- ávinningur
og ábyrgð
STARFSMENNTARÁÐ og
Mennt munu í lok nóvember í fyrsta
sinn veita sérstök verðlaun þeim sem
hafa unnið framúrskarandi starf á
sviði starfsmenntunar. Þetta gefur
tilefni til að líta á ávinn-
ing af starfsmenntun í
atvinnulífinu og ábyrgð
á henni.
Framboð starfs-
menntunar, bæði innan
og utan opinbera skóla-
kerfisins, hefur stór-
aukist undanfarin ár.
Endurmenntunar-
stofnun HÍ, endur-
menntunarstofnanir
iðnaðarins og fleiri aðil-
ar hafa leitast við að
sinna þörfum atvinnu-
lífsins fyrir menntun
sem ekki er að finna
innan opinbera skóla-
kerfisins. Að auki hafa
nýir aðilar, ráðgjafaríyrirtæki og
fraeðslustofnanir tengdar skólum
(t.d. Símennt Háskólans í Reykja-
vík), komið fram og keppast um að
sinna þörfum einstaklinga og fyrir-
tækja fyrir menntun.
Hvað veldur þessari mennta-
sprengingu? Er þetta tískubylgja
sem mun fjara út? Margt bendir til
að svo sé ekki heldur að hún eigi sér
ákveðnar forsendur, ólíkar því sem
við höfum þekkt til þessa.
Auknar tækniframfarir hafa fækk-
að einföldum störfum með litla fram-
leiðni en fjölgað flóknum og verð-
mætum störfum. Hér er um að ræða
hraðvaxandi umbreytingu sem ekki
sér fyrir endann á. Fyiirtæki fjár-
festa í tækjabúnaði og breyttum
framleiðsluháttum til að bæta sam-
keppnisstöðuna og til að ná auknum
hagnaði. En tæknilausnirnar og ráð-
gjöfin bjarga fáu ein og sér. Ef mann-
legi þátturinn, þ.e. breyting á hegðun
fólks og vinnulagi, fylgir ekki í kjöl-
farið er allt unnið fyrir gýg.
Samtök atvinnulífsins hafa lýst því
yfir að stórauka þurfi framleiðni hér á
landi á næstu árum. Hagvöxturinn á
Islandi undanfaiin ár hefur að mestu
verið borinn uppi af fjölgun vinnu-
stunda. Vinnumarkaðurinn er full-
nýttur sem sést best af nánast ómark-
tæku atvinnuleysisstigi, 0,9%. Sam-
kvæmt upplýsingum frá SA hefur
menntunarstig vinnandi fólks lækkað
hér á landi frá 1995 vegna þess að at-
vinnuþátttaka þeirra sem eingöngu
hafa lokið grunnnámi hefur aukist.
Freistandi er að líta á að auka megi
framleiðni þessa vinnuafls með mai-k-
vissri menntun og þjálfun.
Aukin menntun, ekki síst endur- og
eftirmenntun, kemur þeim fyrirtæly-
um helst til góða sem þurfa að reiða
sig á breytta tækni í auknum mæli. I
þessum fyrirtækjum er nauðsynlegt
að starfsfólk með grunnmenntun sé
reiðubúið að tileinka sér nýjar og
stundum flóknar vinnuaðferðir sem
um leið skila aukinni framleiðni á
vinnustund. Hér mætast gamli og nýi
tíminn.
Ástæða er til að vekja athygli á því
að tækifæri mai-gra fyrirtækja til að
sigra í samkeppni felast í rétt mennt-
uðu og þjálfuðu starfsfólki. Þetta sjá
stjórnendur og þess vegna fjölgar
þeim fyrirtækjum sem marka sér
stefnu í menntamálum. Ekki er hægt
að ætlast til að opinbera skólakerfið,
eins og það hefur verið rekið, sé fært
um að svara nýjustu kröfum atvinnu-
lífsins á hveijum tíma um endur- og
eftirmenntun starfsfólks. Því munu
menntastofnanir utan opinbera geir-
ans bjóða áfram fyrirtækjum þjón-
ustu á því sviði.
Meiri menntun hjá fyrirtækjum er
ekki aðeins æskileg, heldur beinlínis
óhjákvæmileg. Fyrirtæki, sem ekki
eru reiðubúin til að laga framleiðslu-
hætti sína að nýjum háttum, eiga erf-
iðara en ella með að vera í sam-
keppni. Fyi'irtæki, sem leggja fram
ákveðna menntastefnu í anda eigin
markmiðs og fylgja henni eftir gagn-
vart starfsfólki sínu, eru hins vegar
að bæta margt í einu. Þau styrkja sig
í samkeppni. Þau auka gæði. Þau
auka eigin framleiðni. Þau lyfta stöðu
eigin atvinnugreinar.
Þau skapa fleiri verð-
mæt störf. Þau eiga
beinlínis þátt í því að
auka hagsæld í landinu.
Ábyrgð stjómvalda á
framgangi menntunar
fyrir atvinnulífið hlýtur
að vera nokkur. Binda
má vonir við að breyttar
rekstrarforsendur
framhaldsskóla og há-
skóla leiði af sér vaxandi
þjónustu skóla, bæði við
einstaklinga og atvinnu-
líf. Hvemig sem hið op-
inbera skólakerfi þróast
em stjómvöld samt
meðábyrg í þróun
menntunar fyrir atvinnulífið utan hins
opinbera skólakerfis. Með rökum má
segja að atvinnulífið hafi í vaxandi
mæli axlað þar ábyrgð sem ekki liggur
á herðum þess eins. Miklfr fjármunir
em lagðir til stai'fsmenntunar utan
Símenntun
Astæða er til að vekja
athygli á því, segir Ingi
Bogi Bogason, að tæki-
færi margra fyrirtækja
til að sigra í samkeppni
liggja í rétt menntuðu
og þjálfuðu starfsfólki.
hins opinbera skólakerfis hér á landi.
Einstakar atvinnugreinar og fyrir-
tæki leggja í vaxandi mæli fram fjár-
muni í endurmenntun starfsfólks. En
atvinnulífinu er ekki aðeins í mun að
mennta starfsfólk sitt heldur vinna at-
vinnugreinar og fyiirtæki mai-kvisst
að því að beina ungu fólki í nám sem
kemur fyrirtækjum til góða. T.d. hafa
Samtök iðnaðarins í þessum tilgangi
sett á fót upplýsingavefinn idnadur.is í
samvinnu við sérfræðinga, m.a.
Námsráðgjöfvið HI.
Nokkrar spurningar
I þessu samhengi er rétt að spyrja:
Hver ber ábyrgð á starfsmenntun í
atvinnulífinu? Em það fyrirtækin,
einstaklingarnir eða menntakerfið?
Eflaust bera hér allir nokkra ábyrgð.
Fyrirtæki og einstaklingar hafa að
undanförnu sýnt vaxandi framkvæði
í starfsmenntun vegna þess að mikið
liggur við. Fyrirtækin vilja lifa af í
samkeppni og starfsfólk vill betri
störf og hærri laun.
Ábyrgð menntakerfisins er óljós-
ari. Spyija má hvort ekki þurfi að
vinna hraðar að því að skýra ábyrgð
menntakerfisins á starfsmenntun.
Hvers vegna ætti ríkið t.d. að greiða
nám þess sem lýkur starfsmenntun í
ríkisreknum starfsmenntaskóla en
ekki hins sem lýkur hliðstæðu námi
hjá fræðslustofnun, rekinni af félaga-
samtökum? Eða: Hvers vegna skyldi
ríkið greiða fyrir nám blikk-
smíðanemenda meðan þeir em innan
fjögurra veggja skóla en fyrirtækj-
um látið slíkt eftir meðan þeir era í
vinnustaðaþjálfun?
Er ekki hlutverk hins opinbera
fyrst og fremst að staðfesta markmið
menntunar og sjá til þess að fjár-
munir, sem varið er til hennar, nýtist
sem best til að ná markmiðunum?
Einu má þá gilda hver vinnur verkið,
opinber skólastofnun eða skóli rek-
inn af félagasamtökum. Gæði og verð
eiga að vera eini mælikvarðinn.
Höfundur er nwnnlafulltrúi
Samtnka iðnaðarins og situr i
starfsmenntaráði fyrir Samtök
atvimmlffsins.
Ingi Bogi
Bogason
Strangar gæðakröfur
til lyfjafyrirtækja
FLEST höfum við
einhvern tímann farið í
apótek og keypt lyf.
Þeir sem eldri em
muna þá tíð þegar lyfin
vora framleidd í apót-
ekinu, en stórstígar
framfaiir hafa átt sér
stað í lyfjaframleiðslu
frá þeim tíma. Nú hafa
lyfin á sér blæ iðnaðar-
framleiðslu sem fáan-
leg er í tilbúnum neyt-
endapakkningum
nútímasamfélags.
Þegar við kaupum
lyf er okkur líklega
ekki ofariega í huga
framleiðslu- og dreif-
ingarferlið sem liggur að baki þeim,
eða öli sú vinna lyfjafyrirtækjanna
sem liggur til grandvallar þróun
hvers lyfs. Eigi að síður er þetta ferli
mjög mikilvægt enda eigum við mik-
ið undfr því að lyf verki eins og til er
ætlast og séu ekki skaðleg við rétta
notkun. Til dæmis verða þau augljós-
lega að innihalda rétt efni í réttu
magni. Vestrænar þjóðir hafa komið
upp viðamiklu öryggisneti til að
tryggja hagsmuni sjúklinga og á
Evrópska efnahagssvæðinu, og þar
með á Islandi, gilda um lyf reglur
sem lýsa má með einkunnarorðunum
„gæði, öryggi, verkun". Miklar kröf-
ur era gerðar til fyrirtækja sem þróa
og framleiða lyf. Flest lyfin eru
framleidd í háþróuðum lyfjaverk-
smiðjum sem lúta öflugu innra eftir-
liti sem og opinberu eftirliti. Allt
miðast þetta að því að tryggja að
ekki fari á markað önnur lyf en þau
sem standast ýtrustu
gæða- og öryggiskröf-
ur.
Hagsmunir
sjúklinga
Hagsmunum sjúkl-
inga er best borgið með
því að miklar kröfur
séu gerðar til lyfja-
framleiðenda. Til dæm-
is má öllum ljóst vera
hvaða afleiðingar það
getur haft í för með sér
ef fyllsta öryggis er
ekki gætt við fram-
leiðslu lyfja á borð við
ungbarnabóluefni, sem
notuð eru handa heil-
um kynslóðum. En ítarlegar, opin-
berar kröfur ná sem betur fer miklu
lengra en til lyfjaframleiðendanna. I
eðli sínu era lyf vandmeðfarin vara
og til lítils að tryggja gæði þeirra út
úr verksmiðjunni nema jafnframt sé
tryggt að gæðin haldist óskert allt til
sjúklingsins og í þann tíma sem hann
notar lyfin. í ljósi þessa era gerðar
miklar kröfur til þeiraa sem annast
dreifingu lyfja í heildsölu og smásölu
og ábyrgð þeirra er mikil.
Fyrirtæki sem annast innflutning
og dreifingu lyfja verða að tryggja
að ekki fari hér á markað önnur lyf
en þau sem uppfylla gæðakröfur og
aflað er frá viðurkenndum birgjum.
Þeim er gert skylt að starfrækja
gæðakerfi og sýna fram á að þær
miklu kröfur sem gerðar era til
slíkra fyrirtækja séu uppfylltar. Lyf
verður t.d. að geyma við rétt skilyrði,
m.a. hvað varðar hita, raka og birtu
Lyf
Flest lyfín, segír Jó-
hann M. Lenharðsson,
eru framleidd í háþróuð-
um lyfjaverksmiðjum.
og sjúklingar verða að fá upplýsing-
ar um rétta notkun og meðhöndlun
lyfjanna.
Itarlegri upplýsingar
Ýmsum ráðum er beitt til að
tryggja að sjúklingar fái sem bestar
upplýsingar um lyf sem þeir nota.
Lyfjafræðingar í apótekum hafa t.d.
þá lagalegu skyldu að upplýsa um
rétta notkun og meðferð lyfja. Lyfja-
framleiðendum er jafnframt gert
skylt að afhenda skriflegar upplýs-
ingar með lyfjum og jafnvel á litlum
markaði eins og Islandi eiga slíkar
upplýsingar að sjálfsögðu að vera á
íslensku. Skriflegar upplýsingar
fylgja nú þegar mörgum lyfjum sem’C'
hér eru á markaði og innan fárra ára
munu þær fylgja nánast öllum lyfj-
um.
Hér að framan hefur í mjög stuttu
máli verið fjallað um mikilvægi þess
að gerðar séu ítarlegar og strangar
kröfur til þeirra sem framleiða lyf og
dreifa þeim. Það er hagur sjúklinga
og þjóðfélagsins alls að áfram verði
haldið á sömu braut og hvergi slakað
á hvað öryggi varðar.
Höfundur er lyfjafræðingur.
%
í
JóhannM.
Lenharðsson
Vórðu- og Námufélagar fá 50% afslátt af miðaverði.
Landsbankinn
TDE 2000, danshátíð Menningarborga Evrópu árið 2000
í Borgarleikhúsinu, 31. október til 2. nóvember.
Listamenn og dansflokkar frá Avignon, Bergen, Bologna, Prag og Reykjavík.
Trans Dance Europe 2000
Miðvikudagur 1. nóvember kl. 20:00
Cecilie Undeman Steen frá Bergen
'iSO'57 56780 eftir Ina Christel Johannessen
Domino Dance Company frá Prag
LoVe, TheyColl It eftir Lenka Ottova
Bohemia Family Project frá Prag
Gwes eftir ian Kodet