Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Að segja hálfan sannleikann TILEFNI þess að ég set hér nokkrar lín- ur fram er fréttaskýr- ing sem birt var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. október þar sem segir: „Víða farið að ganga , mjög á kvóta vegna Terliverka“. í þessari fréttskýringu upplýsir Þórir Haraldsson, að- stoðarmaður heil- brigðisráðherra, um stöðu sjúkrahúsanna í landinu varðandi kvóta ferliverka sem þeim hafi verið úthlut- að. Bendir hann á að ekki væru nákvæmar upplýsingar til um stöðuna í landinu í heild; „en ráðuneytið vissi til þess að á ein- hverjum stöðum hefði verið farið dálítið geyst í að nýta þessar heim- ildir“. Staðreynd málsins er reyndar .^ins og fram kemur í skýringunni að Tryggingastofnun hefur fram til ársins í fyrra greitt sérstaklega fyrir þessi ferliverk, sem unnin eru af sérfræðingum á stofnunum eða rannsóknaraðgerðir og smærri skurðaðgerðir. Sú breyting varð hins vegar á að í stað þess að Tryggingarstofnun greiddi sjúkra- húsunum fyrir verkin, var þeim út- hlutað tilteknum kvóta vegna þess- ara verka; „sem miðaðist við það magn verka sem unnin höfðu verið áður á viðkomandi sjúkrastofum og var kvótinn ákveðinn rýmilega," að sögn Þóris Haraldssonar. Þetta væri nú gott og blessað ef það ætti við í reynd. í niðurlagi greinarinnar segir Þórir: „Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir að einhverjar stofnanir standa nokkuð tæpt í þessum efnum, en hversu tæpt er ekki hægt að segja til um að svo komnu máli.“ Hér er best að sannleikurinn komi í ljós svo að enginn þurfi að velkjast í vafa um hvernig staðan er hjá stofnun eins og Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Það er búið að loka fyrir öll ferliverk og forstöðulæknir hefur orðið að grípa til þess ráðs að senda öllum sjúkl- -jngum bréf þar sem hann biður sjúklinga um að leita annað, þar sem kvótinn sem úthlutað var til ferliverkanna sé búinn. Þegar spurt er af hverju kvótinn sé búinn kem- ur í ljós að einingum til ferliverka til Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað var ekki úthlutað í ljósi neinnar reynslu eða alls ekki m.t.t. þess fjölda verka sem unnin höfðu verið áður. Forstöðulæknir stofnunarinnar sendi ráðuneytinu skýrslu með áætluðum fjölda ferliverka þar sem hann tók mið af þeim verkum sem unnin höfðu verið á árinu, með hliðsjón af aukningu til árs- loka. Allt þetta miðaðist við að ekki lá fyrir næg reynsla fyrir mefð ferliverkin, en miðað við að hægt yrði að halda uppi sambærilegri þjónustu út árið og mæta vaxandi eftirspurn í bættri þjónustu sjúkrahússins. Hið sanna i málinu er það að af þeim rétt rúmlega 60.000 einingum sem forstöðulækn- ir áætlaði fengust aðeins rúml. 30.000 einingar í upphafi ársins. Þetta kallar aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra að; „kvótinn sé ákvarðaður rýmilega". Vegna þessa var ljóst að ekki yrði hægt að veita sérfræðiþjónustu út árið og nú á haustmánuðum hefur verið lokað. Þessi þjónusta hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi sjúkra- hússins, og margir sérfræðingar hafa komið austur og lagt fram góða og mikla þjónustu sem nú liggur niðri. Þessi viljum við mót- mæla og teljum okkur eiga rétt á fullri þjónustu út árið, þar sem kvóti ferliverka var skertur en ekki veittur rýmilega. Ég vil benda á að með þessari skerðingu eininga til ferliverka til sjúkrahússins eykst óöryggi íbúanna til muna. f Nes- kaupstað er rekið stórt sjúkrahús sem þjónar öllu Austurlandi. Mikil uppbygging og endurnýjun hefur átt sér stað á stofnuninni og hún veitt góða þjónustu og mikið öryggi fyrir íbúana sem koma víða að. Nú er svo komið að þeir verða að leita burt og sækja um langan veg til Reykjavíkur eða Akureyrar með tilheyrandi kostnaði, vinnutapi og ýmsum útgjöldum. Ekki er hægt að sjá að neinn Sigurður Rúnar Ragnarsson Nokkur spennandi fyrirtæki 1. Bíla- og vagnaþjónustufyrirtæki, sem hefur fjölbreytilega starfsemi og hefur gengið mjög vel. Verkefni ávallt fyrirliggjandi. Viðgerðir á stórum bílum og tengivögnum. Mikið af tækjum fylgja með. Laust strax af sérstökum ástæðum. 2. Framköllunarfyrirtæki í fullum gangi til sölu sem gengur mjög vel og hefur margar hliðargreinar til aukatekna. Selst vegna veikinda. Mikið að gera og góðar tekjur fyrir áhugasaman mann. 3. Gott innifyrirtæki fyrir lagtækan mann. Þjónustuiðngrein sem allir geta og mikið af vélum til að auðvelda starfið. Næg verkefni. Starf fyrir einn til tvo aðila, jafnvel hjón. 4. Framleiðslufyrirtæki í járniðnaði. Gott til uppfyllingar fyrir verk- stæði eða jafnvel sjálftætt. Nægur markaður. Nýjar vélar. 5. Myndbandsspólur ásamt innréttingum og tölvu til sölu og flutn- ings. Nýjar og gamlar spólur. Tilvalið til viðbótar í söluturn eða sjálfstæða myndbandaleigu. Laust strax. 6. Splunkunýr söluturn og skyndibitastaður, sá glæsilegasti á land- inu. Öll tæki ný og þau fullkomnustu. Mikil velta enda frábærlega staðsettur. Tvær bílalúgur. Öll aðstaða eins og hún gerist best. Fullkomin myndbandaleiga með dýrustu forritum og nýjustu spól- unum. Risa unglingaskóli í kallfæri. Framtíðarstaður. 10 ára leigu- samningur. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUOURVE R I SIMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Heilbrigðismál Af þeim rétt rúmlega 60.000 einingum sem forstöðulæknir áætlaði fengust aðeins rúml. 30.000 einingar, segir Sigurður Rúnar Ragn- arsson. Þetta kallar aðstoðarmaður heil- brigðisráðherra að „kvótinn sé ákvarðaður rýmilega“. sparnaður verði við þetta þar sem, ferðakostnaður er greiddur að fullu af Tryggingastofnun. Þurfa læknar nú að skrifa vottorð í stað þess að skoða sjúklingana og er sárt að sjá á eftir því fólki sem þarfnast lækn- ingar en getur ekki fengið hana í heimabyggð. Margir hafa orðið að breyta verulega sínum högum til að geta fengið þá rannsókn eða aðgerð sem þeir töldu sig geta fengið hjá viðkomandi sérfræðingi hér í Nes- kaupstað. Hér er betra að sannleik- urinn komi allur fram í þessum efn- um. Vegna sérstöðu sjúkrahússins hér verður að bæta úr þessu ástandi strax og veita stofnuninni nægar einingar til áramóta svo hægt verði að sinna öllum þeim ferli-verkum sem íbúar svæðisins hafa treyst á. A næsta ári verði svo ferliverkum úthlutað rýmilega í fullu samræmi við forstöðulækni stofnunarinnar sem metur þörfina af fyllstu samviskusemi. Ljóst er að stofnunin þarf að sækja mun harðar fram á næsta ári til að fá sérfræðikvóta sinn viðurkenndan og við sem íbúar svæðisins munum fylgjast vel með málum á komandi tíð um úthlutun ráðuneytisins til þessara verka. Austfirðingar munu ekki taka þessu með þögninni, né láta hvað sem er yfir sig ganga. Höfundur er sóknarprestur og for- maður Hollvinasamtaka l'jórdungs- sjúkrahússins í Neskaupstað. VIVEIMTY BERND BERGER Nýjar vörur JOSS Laugavegi 20, sími 562 6062. Er vinnutími kennara lengri en annarra? OFT heyrist því hald- ið íram að kennarar vinni styttri vinnudag en aðrar stéttir. Þeir séu komnir heim úr vinnu á miðjum dögum og að auki eigi þeir frí um jól og páska og allt sumarið. En hvemig er þessu farið? Skólinn er aðal- vinnustaður kennara en þeir vinna líka veruleg- an hluta af starfi sínu heima og oft er mikil vinna eftir þótt kennar- inn sé kominn heim. Vinnutímaskilgrein- ing kennara er allflókin m.a. vegna þess að skólar eru ekki starfandi allan ársins hring. Þetta þýðir að kennarar skila lengri vinnu- degi en aðrir launþegar meðan skóla- starf er í gangi en álagið er minna ut- an eiginlegs starfstíma skólanna. 1.800 vinnustundir á ári Samkvæmt grunnskólalögum er reglulegur starfstími grunnskóla 9 mánuðir og eiga skóladagar nemenda ekki að vera færri en 170 á ári. Til við- bótar þessum 170 kennsludögum (34 vikum) koma 5 svokallaðir bundnir vinnudagar kennara (1 vika). Þetta eru því samtals 176 vinnudagar sem skiptast á tímabilið 1. september til 31. maí, eða samtals 35 vikur. Athugið að inni í þessum 35 vikum teljast eng- ir almennir Mdagar! Samkvæmt gildandi vinnutímaskil- greiningu í kjarasamningi er vinnu- dagur grunnskólakennara í fullu starfi 9,15 klukkustundir og vinnuvik- an 45,77 klukkustundir. A 35 vikum skilar kennarinn 1.602 klukkustund- um í vinnu. Til viðbótar kemur svo vinna utan starfstíma skóla, samtals 198 klukkustundir. Þar er annars vegar um að ræða 150 klukkustundir vegna undirbúnings og endurmenn- tunar og hins vegar 48 klukkustundir sem eru bundnir vinnudagar í júní og ágúst. Samtals er því árlegur vinnu- tími kennara 1.800 klukkustundir eða hinn sami og annarra launþega í land- inu. Taflan sýnir skiptingu vikulegs vinnutíma kennara í fullu starfí með 28 kennslustunda kennsluskyldu á viku. vikumar 45 á ári og hef- ur þá ekki verið gert ráð fyrir neinu sumarleyfi né almennum lög- bundnum frídögum. Að sjálfsögðu ávinna kennarar sér rétt til sumarleyfis á sama hátt og aðrir opinberir starfsmenn. Sumarleyf- ið getur verið allt að 30 virkum dögum, eða 6 vikum. Þeim sex vikum þarf að bæta við áður- nefndar 45 vikur og þá eru vinnuvikumar í ár- inu orðnar 51. Eins og áður er vikið að er í þessum útreikn- ingi ekki tekið tillit til neinna al- mennra Mdaga. Öllum má vera ljóst að allt að tólf Mdagar á ári, þ.e. Kennsla Um jól og páska eru kennarar sendir í frí, segir Helgi E. Helga- son. Það er ekki viðbót- arfrí heldur í reynd hluti af sumarleyfi. nýársdagur, skírdagur, fostudagur- inn langi, annar í páskum, sumardag- urinn fyrsti, uppstigningardagur, 1. maí, annai- í hvítasunnu, 17. júní, frí- dagur verslunarmanna, jóladagur og annar í jólum, rúmast ekki í þeirri einu viku sem nú er eftir af árinu. Frí- dagar umfram fimm skerða því í raun eiginlegt sumarM' þeirra kennara sem rétt eiga á lengstu orlofi nema að minnsta kosti einni heilli viku sé bætt við árið! „Sumarfrí“ að vetri Um jól og páska era kennarar sendir í M. Þetta er ekki viðbótarfrí fyrir þá heldur má segja að það sé í reynd hluti af sumarleyfi. Þegar öðr- um launþegum er gert að fara í sum- arfrí að vetri fá þeir 25% lengingu á fríinu. Kennarar fá ekkert slíkt álag þegar þeir em sendir í „sumarfrí" um jól og páska. Helgi E. Helgason Virkir vikudagar Klst. á dag Klst. á viku Kennsla 3,73 18,67 Frímínútur 0,56 2,80 Kaffitímar 0,58 2,92 Bundið af skólastjórum 0,60 3,00 Viðvera kennara í skóla 1,02 5,11 Undirbúningur kennslu 2,66 13,27 Samtals: 9,15 klst. 45,77 klst. 40 vinnuvikur á 35 vikum Eins og áður segir skila grunn- skólakennarar 45,77 klukkustunda vinnu á viku í 35 vikur á starfstíma skóla. Það er nákvæmlega jafnmikið og aðrir launþegar skila á 40 vikum með 40 stunda vinnuviku. Til viðbótar þessu kemur 5 vikna vinna kennara utan starfstíma skóla. Að þeim meðreiknuðum verða vinnu- Eins og bent var á í upphafi starfa skólar ekki allan ársins hring og af þeim sökum dreifist vinnutími kenn- ara á allt annan hátt en hjá öðmm launþegum en það er fráleitt að halda því fram að árlegur vinnutími kenn- ara sé styttri en annarra launþega. Höfundur er upplýsinga- og kynningarfulltrúi Kennara- sambands íslands. www.postlistinn.is athuga jólagjafir!!! Islenski Póstlistinn sími 557 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.