Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vitundarvakning um vélindabakflæði BAKFLÆÐI í vél- inda er algengur kvilli í bömum líkt og hjá full- orðnum. Flestir for- eldrar kannast við~upp- kastsgusur úr vitum ungra bama, eftir gjafir eða jafnvel á milli mála, og þykir engum mikið. JBúast má við öðm eins á fyrstu vikum eða mánuðum ævinnar, ekki síst ef of mikið er gefið í einu. Yíirleitt em bömin vær og ánægð þrátt fyrir oft kraft- miklar og tilviljana- kenndar spýjur eða gusur, sem geta náð langt út á eldhúsgólf og fylgir slíku töluvert umstang, tíð þrif og fata- skipti. Þessi þreytandi tími er yfir- leitt stuttur og varir í 4-5 mánuði. Gjarnan era uppköstin meiri við neyzlu mjólkur einnar sér og minnka með fjölbreyttari fæðugjöf þótt eng- an veginn sé það einhh'tt. Hér er um ræða „eðlilegt" ástand, sem e.t.v. endurspeglar óþroskaða meltingar- starfsemi ungbams, fljótandi fæðu og vafalaust ekki síst of mikla fæðu- gjöf áhugasamra foreldra. Orðið „vél- indabakflæði“ ber því tæpast að skoðast hér sem sjúkdómslýsing, heldur frekar sem orðtæki yfir eðli- legt athæfi maga og vélinda. Hins vegar telst vélindabakflæði sjúklegt þegar ýmis önnur einkenni era komin til skjalanna á þessum unga aldri svo sem mikil óværð, van- þrif, andarteppuköst, nefstíflur, tíðar kyngingar og það að baminu svelgist tíðum á við gjafir, sem getur valdið því að bamið hætti að anda um styttri eða lengri stund í senn. Slíkt getur einnig átt sér stað án nokkurs sjáan- legs tilefnis. Þessi einkenni öll era al- varleg og þarfnast frek- ari athugunar við. Einkenni vélinda- bakflæðis hjá börnum Uppköst era eitt að- aleinkenni bakflæðis hjá bæði ungum og eldri bömum og með tímanum kvartar bam- ið ósjaldan undan verkjum í kvið eða bijóstkassa. Sífelldur hósti, hæsi og and- remma era einkenni, sem vilja gleymast við mat á bakflæði, og tengsl era á milli asma og vélindabakflæðis hjá nokkram bömum með vélindabakflæði. End- urtekin veikindi, hiti og hósti og síðar lungnabólga era þekkt hjá bömum með vélindabakflæði. Óvenjuleg stelling bams með höfuðið reigt aftur á við, hallað undir flatt eða til hliðar, getur verið einkenni um vélindabak- flæði bæði hjá ungum og eldri böm- um. Með höfuðið í þessari stelhngu finnur bamið minna til bakflæðieink- ennana. Sífelldar kvartanir um verki í ofan- verðum kvið, sérstaklega eftir mál- tíðir, þekkjast vel hjá bömum og rétt er að taka slíkar kvartanir alvarlega. Okkur ber að hafa í huga að bömum vefst oft tunga um tönn við lýsingu á einkennum sínum og reynist t.d. oft erfitt að fá góðar upplýsingar um dæmigerð einkenni, svo sem bijóstsviða og nábít, sem böm fá eins og fullorðnir. Hjá stálpuðum bömum era einkenni oftast „klassísk" og auð- velt að komast að sjúkdómsgreiningu út frá sögu bamsins. Slæm og lang- vinn einkenni gefa til kynna að senni- lega er vélindaslímhúð bólgin að Úlfur Agnarsson Al.t(|nim| opinberra löyaðila á árinn 2000 o(j .tl.ujninu tryyginrj£l|jjai(lti samkv.emt lOcjnm nr. 1 13/1990 L I iMHWnl við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinbena gjalda á árinu 2000 vegna tekna á árinu 1999 og eigna í lok þess árs er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla þeirra laga. Jafnframt er lokið álagningu fjármagnstekjuskatts á lögaðila sem undanþegnir eru skattskyldu samkvæmt 2., 3., 5., 6. og 7. tölul. 4. gr. fyrrgreindra laga, en eiga að greiða fjármagnstekjuskatt í samræmi við ákvæði 3. mgr. 72. gr. laganna. Einnig er lokið álagningu tryggingagjalds vegna greiddra launa á árinu 1999 á alla gjaldskylda aðila, einstaklinga sem lögaðila. álagwlwpnnriirár með gjöldum lögaðila og tryggingagjaldi verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, þriðjudaginn 31. október 2000. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. októbertil 14. nóvemberað báðum dögum meðtöldum. ÁlaenlnoarsoAtar. er sýna álögð opinber gjöld lögaðila og tryggin- gagjald 2000 hafa verið póstlagðir. Kww M*ena «Hra áiaeftra oplnbami g|»M« sem lögaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 2000, sem og kærur vegna álagðs tryggingagjalds 2000 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en fimmtudaginn 30. nóvember 2000. 31. október 2000 Sterttstjémw f Beytyavík, Gewtur StÞÍnþórwon. Sksttstjðrínn í Vet>turtafidsumd@Bmt, Sfefán SKfaWamon, SKattstjónnn i Vestfpriswmdwmi, irta Þ Pétwrtdóttif, Skattstjónnn í Nwéurtsmdswmdatmi vttstra, Bngi Sigutbtöm«tson, SkatWtjérmn i Nerfturtandsumdmmi eystra, Gunnw Karttttton, Skattttfjórinn i Austurtaodsumtimmi, Kart Uurittrson, akattstjnrinn i Suðurtanrittumriatmi, Hrwnn 8vetr»»on, Skatttttjórinn i Vmttmsnnasyjvmt, Ingi T, Bjömmton, Swttstjórinn f Roykjsnssumrimmi, Stgmunriur Stetnnason, Bakflæði Einkenni vélinda- bakflæðis hjá börnum eru misalvarleg og oft lúmsk, segir Úlfur Agn- arsson, og erfítt að átta sig á tengslum þess við einkenni annarra líffærakerfa. meira eða minna leyti. Slíkt finnst ekki síst hjá bömum þar sem sterk fjölskyldusaga er um vélindabak- flæði, en einnig þegar óþol eða of- næmi fyrir mjólk er fyrir hendi, sem er vel þekkt orsök uppkasta og van- þrifa, einkum hjá ungum bömum. Of- næmi fyrir öðram fæðutegundum en mjólk getur og vissulega valdið bak- flæðiseinkennum, svo sem særindum eftir máltíðir, og getur orðið til þess að bamið forðist þær tegundir sem það þolir illa eða ekki, eða jafnvel af- neiti fæðunni alveg. Slæm vélinda- bólga, hvort sem hún er tilkomin vegna bakflæðis eins sér eða ofnæm- is, getur valdið kyngingartregðu, sjaldgæfu einkenni hjá bömum, sem þarfnast sértækrar meðferðar. Það má því Ijóst vera að einkenni vélindabakflæðis hjá bömum era misalvarleg og oft lúmsk og erfitt fyr- ir fólk að átta sig á tengslum þess við einkenni annarra líffærakerfa eins og t.d. við hósta, lungnabólgur, asma, svefntraflanir og lélega matarlyst. Þessi einkenni tengir fólk almennt ekki við vélindabakflæði, en þau era þekkt hjá bömum og gjaman skrifuð á reikning kvefpesta, óþekktar og gikksháttar. Þá ber að minnast þess að fotluð böm fá vélindabakflæði eins og aðrir, bæði oftar og ver en heilbrigð böm og eru orsakir þess flóknar. Miðtauga- kerfisskemmd, aftnyndun á bol og hrygg vegna vöðvasamdrátta ásamt langvarandi legu og minni hreyfi- fæmi skýrir vafalaust ástandið í flestum tilfellum. Meðhöndlun vélindabakflæðis Við meðhöndlun vélindabakflæðis hjá ungum bömum ber að hafa í huga að ástandið er oft tímabundið og sér- stök meðferð því óþörf en í stað þess nægja almennar ráðleggingar svo sem um breytta stellingu í svefni og vöku, t.d. lega á grúfu, tíðari og minni gjafir í senn ásamt því að þykkja fæð- una. Hins vegar er rétt að athuga vel einstakling með einkenni er gætu átt við um vélindabakflæði, og trafla greinilega daglegt líf hans með einum eða öðram hætti og er þá kominn tími til skrafs og ráðagerða hjá lækni, því líklegt er að einhvers konar lyfjameð- ferð og rannsóknir eigi hér rétt á sér. Notuð era að mestu leyti sömu lyf, skurðaðgerðir og úrræði og hjá full- orðnum. Yfirleitt era horfur góðar og 6-12 mánaða meðferð dugar oft, en þar sem bakflæði er þrjóslcur kvilli sem fylgir okkur stundum sem skuggi þarfnast það einnig eftirlits og meðferðar til lengri eða skemmri tíma. Höfundur er sérfræðingur í barna- lækningum og meltingar- og næringarsjúkdómum barna. | TRAMA7 Barnarúm Hlíðasmára 17 s. 564 6610 Kaupskyldan er bundin í lög UNDANFARIÐ hefur mátt lesa í Morgunblaðinu fréttir og greinar um Félags- lega íbúðakerfið og þá sérstaklega hlutverk forkaupsréttar og kaupskyldu. Nokkurs misskiln- ings hefur gætt í um- ræðunni um þessi mál og mun ég lítillega fjalla um það hér. Félagslega íbúða- kerfið hefur tekið miklum breytingum frá því að fyrst var farið að byggja félags- legar íbúðir en engin breyting hefur lfklega verið jafn- mikil og sú sem Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra beitti sér fyrir og tók gildi um áramótin 1998/1999. Ekki ætla ég að rekja það sem í þeirri breytingu fólst annað en að nú gefst fólki sem ekki ræður við kjör á hinum almenna húsnæðis- markaði tækifæri á að fá lánsfé á hagstæðum kjörum til kaupa á hús- næði á almenna markaðnum en er ekki skylt að fara í sérstök „úr- ræði“ sem ríki og sveitarfélög ákveða að sé því við hæfi. Þetta er mikil breyting og í þessu felst mikið frelsi. Þetta frelsi breytir þó ekki því að þau félags- legu lán sem veitt era til kaupa á húsnæði í dag sk. viðbótarlán eru félagslegt úrræði. Vilji löggjafans var og er sá að við- halda félagslegu úr- ræði í húsnæðismálum og var því leið viðbót- arlána farin. Um áramótin 1998 og 1999 urðu því þáttaskil í framkvæmd húsnæðislaga fyrir þá sem kaupa íbúðir eftir þann tíma. Þeir kaupa og selja íbúðir á al- menna markaðnum. Hins vegar er lítil sem engin breyting á því er snýr að þeim sem keyptu íbúðir fyrir gildistíma laganna önnur en að sveitar- félögum er heimilt að neyta ekki forkaupsréttarákvæðis. Hér er nauðsynlegt að staldra við því þetta er eitt af því sem fjall- að hefur verið um í greinum Morg- unblaðsins undanfarið. Það er rétt sem haldið hefur verið fram að sveitarfélög geti fallið frá for- kaupsrétti en það er þeirra ákvörð- un en ekki þess sem á íbúðina. Hann getur einungis óskað eftir því að fallið verði frá forkaupsréttinum en sveitarfélaginu er í sjálfsvald sett hvort það gerir það. Sveitar- félögunum ber að sjá fólki fyrir húsnæði og forkaupsrétturinn var ekki síst hugsaður til að sveitar- félögin hefðu aðgang að húsnæði til að sinna þessu hlutverki sínu. Þá hefur það verið þegjandi samkomu- Gunnar Bragi Sveinsson Nýtt hverfí í Arnarnesvogi í SÍÐASTA laugar- dagsblaði Morgun- blaðsins var birt grein eftir unglegan fram- kvæmdastjóra sem býr í Amamesi. Greinin fjallar um viðtal við undirritaðan í fast- eignablaði sl. þriðju- dag, þar sem talað var um hugmynd mína að nýju hverfi í Amames- vogi. Asmundur Stef- ánsson, höfundurinn, kemur þar fram í tveim mjög ólíkum hlutverk- um: annarsvegar nátt- úraunnandi og -vemd- ari og hinsvegar sem talsmaður og „verndari" íbúa Amar- ness. Vildi ég svara greininni, (þótt mín sé ekki þar getið með nafnil), þar sem ég tel að um rangtúlkun sé að ræða á hugmyndinni, sem gefur lesendum villandi og mjög neikvæða mynd. Engu að síður er grein Ás- mundar mjög áhugaverð sem við- brögð íbúa Garðabæjar, og væri það hið besta mál að fá önnur slík frá íbúum annarra hverfa bæjarins, til þess að framtíðarstefna hans verði mótuð á sem lýðræðislegastan hátt. I búningi náttúraunnandans skrifar Ásmundur texta, sem flestir gætu skrifað undir. Hann er áhyggjufullur vegna ágangs fram- kvæmda á ósnert land, eins og við eram flest. Fuglalíf, sem mjög er kært Islendingum, er honum jafn- kært og öðram, og rétt er, að mjög yrði tómlegt ef það hyrfi af höfuð- borgarsvæðinu. Þess vegna virðir hugmyndin að Steggjartanga allar fjörar í Arnarnesvogi og landmótun sem lögð er til í sjó er aðallega á svæði, þar sem botn hefur nú þegar verið hreyfður. Engin ástæða er til að ætla, að lífsskilyrði fugla verði verri við það en áður, og sýna það dæmi eins og Tjömin í Reykjavík og Grafarvogur, þar sem afar auðugt fuglalíf hefur myndast á síðustu ár- um í landslagi gerðu af mannahönd- um. Hugmyndin gerir ráð fyrir að- stöðu fyrir fugla- skoðun, og gangandi fólk hefur alls staðar aðgang að sjó á svæð- inu, nema að strönd Amarness sjálfs. Staðhæfingar Ás- munds um gerð byggð- ar era hinsvegar rang- ar. Ekki er um fimm hæða byggð að ræða, heldur þriggja hæða að langmestu leyti, og engum hefur dottið í hug að „reisa háhýsi úti í miðjum sjó“. Byggð, sem lögð er til, er því ekki „háreist“, heldur lág og vinaleg. Benda má á, að á Amarnesi eru um 150 hús, en aðeins um 30 þeirra myndu snúa út að nýja bryggju- hverfinu, og í 500 til 800 metra fjar- Garðabær Hugmyndin að Steggj- artanga, segir Björn 01- afs, virðir allar fjörur í Arnarnesvogi. lægð. Myndi mörgum ekki þykja það dónalegt. Hugmynd að nýju hverfi við strönd Garðabæjar er gerð sem samspil byggðar og náttúru, sem við þekkjum af fjölda dæma hérlendis og erlendis. Til þess þarf „mikilvirka verktaka", en mótun slíks hverfis er hvorki þeirra verk einna né lista- verk, sem stekkur út úr höfði arki- tekts, heldur ávöxtur samvinnu fólks, sem stefnir að sama marki. Bryggjuhverfi hafa þann kost að tvinna saman eftirsótta þætti bæjar- lífs, íbúðir og útivist. Bryggjuhverfi í Garðabæ er hugsað þannig, að sem flestir geti notið návistar við sjávar- síðuna, en ekki einungis útvaldir. Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.