Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBE R 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kosningarnar fórnar- lamb eigin velgengni Gríðarlegar raðir voru við kjörstaði um allt Kosovo á laugardag í fyrstu frjálsu kosning- unum þar. Var bágu skipulagi og mikilli kjörsókn kennt um en þær voru engu að síður sagðar hafa farið heiðarlega fram, segir Urður Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Urður Ólafur Örn fylgist með framkvæmd kosninga í þorpi í Kosovo. ÞRÁTT fyrir að ýmislegt hafi miður farið við framkvæmd fyrstu frjálsu kosninganna í Kosovo á laugardag er það mat Evrópuráðsins að þær hafl verið að alþjóðlegum kröfum. Bæði Evrópuráðið og KACI, óháð samtök Kosovo-AIbana, sem bæði fylgdust með kjörinu, hafa bent á alvarlega galla við skipulagningu kosninganna sem hafi komið svo beriega í ljós vegna hinnar miklu kosningaþátt- töku. „Kosningamar urðu fómar- lamb eigin velgengni,“ sagði í yfirlýs- ingu Evrópuráðsins. Sárafá tilvik, um 1%, vom um hótanir og andrúmsloft- ið að jafnaði rólegt og yfirvegað. í skýrslu KACI segir að skipulagn- ing sveitarstjómarkosninganna hafi verið ,4 besta falli léleg og í versta falli ekki uppíyllt kröfur“. Jeff Fisher, yf- irmaður kosningadeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem sá um framkvæmd kosninganna, viðurkenndi að að ýmsu mætti finna en sagði að gagnrýnin væri „of hörð“. Aðalumkvörtunarefnið í kosning- unum var hversu seinleg kosningin var. Þess vom dæmi að fólk hefði beð- ið allt upp í sjö klukkustundir eftir því að kjósa, algengt var tvær til fjórar klukkustundir. Kosningin sjálf tók langan tíma, reiknað hafði verið um einni mínútu á hvem kjósanda, miðað við að ríflega 700 manns væm í hverri kjördeild. Það tók hvem kjósanda nær því 10-15 mínútur að kjósa, vegna erfiðleika við að finna það á listum, vegna þess hve flókin sjálf kosningin var og þess hve margir þurftu á aðstoð að halda, t.d. vegna aldurs og ólæsis. Gríðarlegar raðir mynduðust við kjörstaði og kenndi Evrópuráðið því um að of margar kjördeildir hefðu verið á hverjum stað. Algengt var að 7.000 manns ættu að kjósa á sama stað. Raðir vom illa skipulagðar, troðningur var mikill á sumum stöð- um og á einum stað brotnuðu rúður og loka varð kjörstað tímabundið. Þá gagnrýna Evrópuráðið og KACI, þeir fyrrnefndu höfðu um 1.000 eftirlits- menn og KACI um 350 eftirlitsmenn, lögreglu og her fyrir að hafa ekki næga stjóm á fjöldanum. Víða var mikil ringulreið innan dyra, t.d. gekk mörgum erfiðlega að komast að því hvar þeir áttu að kjósa og þeir sem ekki vom á kjörlista máttu láta sig hafa tvöfalda bið. Það var til marks um þetta að eiginkona Ibrahims Rugova, leiðtoga LDK, var sagt að hún væri ekki á kjörskrá og kaus því ekki með eiginmanni sínum. Við nánari athugun kom í ljós að hún var á skrá. Kosið fram yfir miðnætti Kosning hvorki hófst né lauk á réttum tíma. Hún átti að hefjast kl. 7 og tókst það á sumum stöðum en á öðmm vom tafir allt upp í þijár klukkustundir. Ástæðan margþætt, einkum bágt skipulag er koma átti kjörgögnum á kjörstaði en það varð að gera í lögreglufylgd. Þá skilaði inn- lent starfsfólk sér seint og illa, svo í mörgum tilvikum varð að ráða fólk á staðnum. Ljóst var um kl. 19, þegar loka átti kjörstöðum, að það yrði ekki hægt, þar sem langar raðir vom enn við meirihluta þeirra. Hafði því verið lýst yfir fyrr um daginn að kjörstöðum yrði haldið opnum þar til þeir sem vom í röð kl. 19 hefðu kosið. Þetta komst þó alls ekki alltaf til skiia, að sögn Rolands Bless, talsmanns ÖSE, og skapaði það óvissu hjá kjósendum. Margir vissu ekki að kjörstaðir yrðu áfram opnir fyrr en eftir kl. sjö en þá hafði sumum þeirra verið lokað þar sem engar raðh vora við þá. Þá vom sögusagnir á kreiki um að aftur yrði opnað á sunnudag. Fullyrti KACI að vegna þessa hefðu fjölmargir ekki getað kosið. Kjörstöðum var lokað seint og um síðir, allnokkrir vom opnir til mið- nættis og örfáir til kl. 1 um nóttina. Auk skipulagningar gagnrýndi KACI reynsluleysi starfsfólks, sagði það oft og tíðum hafa haft takmark- aða vitneskju um hlutverk sitt og ein- stök atriði. Þá hafi starfsmenn í taln- inganniðstöðinni verið með penna, sem þó er bannað vegna hættunar á því að þeir ógildi atkvæði óviljandi. Að síðustu má nefna þá gagnrýni KACI að flutningur viðkvæmra gagna hafi ekki verið að reglum þar sem lögregla hafi ekki alltaf verið við- stödd. Hins vegar fullyrti Roland Bless að engum kjörkössum hefði verið stolið. Jeff Fisher sagði að vissulega hefðu komið upp vandamál við fram- kvæmdina en sagði að ekki mætti gleyma þeirri staðreynd að kosning- arnar'hefðu farið vel fram, að engin alvarleg tilvik hefðu komið upp um ógnanir, hótanir eða ofbeldi, fram- kvæmdin hefði farið heiðarlega fram og farið að reglum og að líklega hefði ekki verið fylgst eins náið með nokkr- um kosningum á nokkmm stað í Austur-Evrópu. „Okkur tókst að leysa þau vandamál sem komu upp og þótt allar þær ábendingar sem háfa verið settar fram séu réttar, skyldum við hafa það í huga sem ekki fór úr- skeiðis." Langur vinnudagur Þrátt fyrir troðning og bið á flest- um kjörstöðum sýndu kjósendur í Kosovo mikla þolinmæði og fjölmarg- ir þeirra kjósenda sem Morgunblaðið ræddi við kváðust reiðubúnir að bíða alla nóttina ef því væri að skipta. „Fólk var óskaplega glatt yfir því að geta loksins kosið í frjálsum kosning- um,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson en hann var einn af ijóram Islendingum sem stýrðu kjördeildum og talningu. Ólafur var í bænum Klina en auk hans vom þeir Ólafur Harðarson pró- fessor og Áuðunn Atlason starfsmað- ur utanríkisráðuneytisins í nágranna- þorpum í vesturhluta Kosovo. Hrafnhildur Sverrisdóttir var í Prist- ina. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir ábyrgðinni sem þessu fylgir áður en við lögðum af stað en þetta hefur ver- ið mjög athyglisvert," segir Ólafur Örn. Vinnudagur hans reyndist lang- ur og strangur, hann vaknaði kl. 4 um nóttina til að geta opnað kjörstað kl. 7 og tókst það þótt ekki bærast öll gögn, t.d. vantaði enn talningargögn er Morgunblaðið heimsótti hann um eftirmiðdaginn. Ólafur Öm lokaði sín- um kjörstað kl. 20.30, nafni hans skömmu síðar en Auðunn mátti sitja við fram yfir miðnætti og telja til að verða kl. 5 um morguninn. Á ýmsu gekk eins og áður hefur verið lýst og að sögn Auðuns biðu um 500 manns fyrir utan Iqörstaðinn í þorpinu Zverke kl. 19. Ákveðið var að halda honum opnum og sagði Auðunn greinilegt að þegar það hefði borist út, hefði fólki verið smalað á kjörstað. Á miðnætti var staðnum lokað er hlé varð á straumnum, og þeii' sem inni vom kusu. „Þetta gekk vel, þrátt fyrir allan seinaganginn og skort á skipulagn- ingu. En það sagði mér fólk sem hef- ur starfað við kosningar víðs vegar um heim að þessar hefðu verið þær erfiðustu í framkvæmd," sagði Ólafur Harðarson. Þremenningamir vom sammála um að vinnan við kosningarnar hefði verið mikil lífsreynsla, vegna þess hve vel þeim hefði verið tekið og vegna þess hve mikilvægar kosningamar væra fólki. „Þorpið sem ég var í var um margt verið eins og að ferðast aft- ur í tímann,“sagði Auðunn. „Engu að síður skildi fólk vel þessa lýðræðis- legu aðgerð og trúði á hana. Og það var óskaplega áhugavert að fá að taka þátt í því.“ Kosningarnar fyrst og fremst sigur fólksins Langflestir eru sammála um að nýafstaðnar kosning- ar í Kosovo hafí verið fyrsta stóra æfíng íbúanna í lýð- ræði og mikilvægt skref í lýðræðisátt fyrir héraðið. Nú reyni á sigurvegarana að fara vel með það vald sem þeim sé gefíð. „ÞESSAR kosningar em fyrst og fremst sigur fólksins og þær em fyrsta skrefið í lýðræðisátt. Við höfum sýnt að við eigum framtíðina fyrir okkur í lýðræði," segir Blerim Shala, ritstjóri dagblaðsins Zeri (Rödd), skáld og óháður stjómmálamaður, en hann átti m.a. sæti í samninganefnd Albana í Rambouillet-viðræð- unum. Shala, eins og aðrir stjómmálaskýrend- ur og embættismenn sem Morgunblaðið ræddi við, segir kosningamar fyrst og fremst hafa verið mikilvægt skref í lýðræðisátt og það sé mikið til undir vilja LDK, yfirlýstum sigurveg- ara kosninganna, komið hvort leitað verði sam- starfs við aðra flokka og flokkurinn sýni þar með í verki vilja sinn til að taka lýðræðislegar ákvarðanir. Menn greinir hins vegar á um möguleika sveitarstjórnanna til að láta að sér kveða og áhrifin á næstu kosningar, sem flestir gera nú ráð fyrir að verði á fyrrihluta næsta árs. Áhrifa kosninganna gætir mun víðar en í sveitarfélögunum, þau hafa áhrif á næstu kosningar, spurninguna um sjálfstæði og lýð- ræðisumbætur í Kosovo. Ef Frjálslyndur demókrataflokkur Rugova hefur unnið hrein- an meirihluta eins og fyrstu tölur benda til reynir á flokksmenn hans í einstökum kjör- dæmum að hafa samráð og samvinnu við aðra flokka, segja vestrænir stjómarerindrekar. Efasemdir um vald sveitarstjórnanna Umboðið til bæjar- og sveitarstjómanna er til tveggja ára. Nú tekur við það verkefni að mynda þær, mynda starfhæfa meirihluta og hefja störf; sýna að þeir hafist að. Vald sveitar- stjómanna er þó takmarkað þar sem æðsta valdið verður eftir sem áður alþjóðlegur sveit- arstjóri skipaður af Sameinuðu þjóðunum. Honum er ekki ætlað að hafa bein afskipti af stjómun sveitarfélagsins en getur gripið inn í ef hann telur þörf krefja. Menn greinir hins vegar á um möguleika sveitarstjómanna til að fá einhverju áorkað. „Sigurvegaramir eiga talsverða möguleika á að koma hlutum í framkvæmd. Þeir geta haft áhrif á t.d. rekstur skóla og sjúkrahúsa, og munu fá nægt fé á fjárlögum þessa og næsta árs til framkvæmda. Það fer hins vegar mest eftir hveiju og einu sveitarfélagi hvemig geng- ur, hvort flokkarnir geta unnið saman og hvort stjómkerfið sem fyrir hendi er í sveitarfélag- inu virkar,“ segir vestrænn stjórnarerindreki. Blerim Shala hefur hins vegar takmarkaða trú á raunvemlegum völdum sveitarstjóm- anna og að vel gangi að setja þær upp. Telur hann að réttast væri að ganga að nýju til sveit- arstjómarkosninga þegar þingkosningar verða haldnar, væntanlega á næsta ári. „Marg- ir hafa lofað upp í ermina á sér, flokkamir hafa haft uppi stór orð um hvað þeir ætli að takast á við. Sumir lofuðu t.d. að bæta úr rafmagns- og vatnsmálum, nokkuð sem er ekki innan vald- sviðs þeirra," segir Shala. Á það er hins vegar bent að LDK, óopinber sigurvegari kosning- anna, hafi verið hvað hófsamastur hvað loforð varðar. Hreinn meirihluti hættulegur Enginn velkist í vafa um að sigurvegari kosninganna er Ibrahim Rugova, fremur en flokkur hans. Hann er tákn stöðugleika og ör- yggis í augum meirihluta Kosovo-Albana og nýtur þess enn að um og yfir 90% þjóðarinnar studdu hann í óopinbem forsetakosningunum 1991 og 1998. „Nú er fylgið komið niður í um 60% og mun fara niður á við. Eg tel útilokað að flokkurinn hljóti nokkurn tíma aftur jafnmörg atkvæði, enda eins gott, hreinn meirihluti get- ur reynst hættulegur. Við leitum ekki þess stöðugleika sem fæst með einum flokki við völd. Stuðningurinn sem LDK hlaut gefur honum ekki ótakmarkað umboð þjóðarinnar," segir Shala. PDK, sem er stærstur flokkanna sem spmttu upp úr UCK, á hins vegar enn langt í land með að ná LDK að vinsældum. Shala seg- ir að PDK hafi í raun aldrei átt sér sigurvon, þótt flokknum hafi vaxið fiskur um hrygg. Þá hafi ýmis tilvik um ógnanir í garð pólitískra andstæðinga ekki bætt úr skák. Ekki er búLst við að stuðningsmenn þeirra flokka sem töpuðu grípi til ofbeldis eins og ótt- ast var fýrirfram. Hins vegar er óljóst hvaða áhrif úrslitin munu hafa innan flokkanna, ekki er óhklegt að einhver höfuð fjúki er ósigur er Ijós. Er þetta talið eiga jafn vel við um smærri flokka sem og þá sem tengjast UCK, fyrrver- andi Frelsisher Kosovo. „Það verður t.d. afar áhugavert að sjá hvaða áhrif þetta hefur á stöðu Hashim Thaci, leiðtoga PDK,“ segir háttsettur vestrænn diplómat í Kosovo. Þingkosningar og þjóðaratkvæði „Næsta skref em þing- og forsetakosningar, við þurfum sterkt þing og ríkisstjórn. Það er ekki nóg að hafa einn mann til að sameina okk- ur og stjóma. Þótt Rugova sé vinsæll á hann sér marga óvildarmenn," segir Blerim Shala. Hann segir kosningarnar sönnun þess að Kosovo-búar fagni lýðræðinu og séu reiðubún- ir að axla ábyrgð. Hins vegar merki hann ákveðna tregðu hjá Sameinuðu þjóðunum til að leysa upp þau stjórntæki sem þær hafi sett upp og boða til þingkosninga. „í raun ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu, manntal hefur farið fram, fyrstu kosningamar hafa verið haldnar. Það er ekki eftir neinu að bíða. Vissu- lega þarf að ákveða til hvaða stofnana verður kosið en þetta liggur allt fyrir í Rambouillet- samkomulaginu, sem Albanar féllust á og und- irrituðu, svo hvers vegna ekki að nota það?“ segir Shala. „Það sem hefur tafið okkur er að ólíkt öðram þjóðum í Austur-Evrópu höfum við leitað stuðnings Vesturlanda við íyrirætlanir okkar áður en við látum til skarar skríða," segir Shala. Þar vísar hann bæði til þingkosninga og þeirrar óskar Albana að ganga til þjóðar- atkvæðis um sjálfstæði. Nú virðist sem leiðir Bandaríkjanna og Evrópu sé að skilja í síðamefnda málinu, bandarískur embættismaður í Pristina lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn væm reiðu- búnir að styðja óskir Albana. „Reynslan hér á Balkanskaga sýnir að án Bandaríkjamanna er ekki hægt að leysa neitt," segir Shala. Hátt- settur evrópskur stjómarerindreki varar hins vegar við því að lagður sé of mikill sldlningur í orð hins ónefnda bandaríska starfsbróður. Shala segir að ekki sé hægt að halda aftur af vilja þjóðarinnar en vai’ar þó við því að of geyst verði farið. „Þetta verður að gerast skref fyrir skref, það má ekki flýta þessu ferli um of. Ég vona að það eigi líka við um afstöðu Vestur- landa til Serba, ekki má hrapa að ákvörðunum þar. Það væm skelfileg mistök ef Vesturlönd héldu að Serbar ættu rétt á því að stjóma Kosovo á ný.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.