Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 47 + Ólafur Helgi Auðunsson fædd- ist í Dalseli í Eyja- fjallasveit 31. desem- ber 1905. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 20. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðlaug Ilelga Ilafliðadóttir, f. 17.1. 1877, d. 28.12. 1941, og Auð- unn Ingvarsson, f. 6.8. 1867, d. 10.5. 1961. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum í Dalseli ásamt ellefu systkinum. Elstur var Markús, sonur Auðuns og fyrri konu hans er lést frá syni sínum ársgömlum, hann ólst upp hjá fóður sínum og seinni konu hans, Guðlaugu. Markús var fædd- ur 16.11. 1898 og lést 28 ára 22.6. 1926. Alsystkini Ólafs eru Guðrún, f. 23.9. 1903, d. 26.10.1994; Leifur, f. 26.2. 1907, d. 9.11. 1978; Haf- steinn, f. 29.9. 1908; Ingigerður Anna, f. 17.9. 1909, d. 16.9. 1987; Hálfdán, f. 30.4. 1911; Margrét, f. 28.5. 1912, d. 12.2. 1972; Sighvatur, f. 1.7. 1913, d. 6.8. 1914; Valdimar, f. 11.12. 1914, d. 23.1. 1990; Konráð, f. 26.9. 1916, d. 28.4. 1999; Guðrún Ingibjörg, f. 2.6. 1918, d. 1.5.1987. Ólafur Helgi var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Guðrún Pálsdóttir, f. 25.7. 1905, d. 27.3. 1998. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra: Hafdís Guðlaug, maki Hilmar Hallvarðsson, d. 9.7. 2000. Þeirra börn:l) Sigrún, maki Bene- dikt Viggó Högnason; þau eiga þrjár dætur. 2) Helga, maki Máni Ásgeirsson; þau eiga tvö börn. 3) Birgitta, maki Guðmundur Magn- ús Sigurðsson, skilin, hún á þnú börn. Fóstursonur Sigríðar og Ól- afs Helga er Aðalbjöm Stein- grímsson; hann á sex börn. Seinni kona Ólafs Helga er Ingibjörg Er- lendsdóttir, f. 9.11. 1915. Sonur þeirra er Friðrik H. Ólafsson. F.k. Soffía Guðrún Ágústsdóttir, böm þeirra: 1) Erlendur Steinar, maki Inga Margrét Birgisdóttir. 2) Ingi- björg Sunna, maki Óðinn Gunnars- son, skilin; þau eiga einn son. S.k. Guðrún Erla Gunnarsdóttir, skilin. Dóttir hennar og fósturdóttir Frið- riks er Elísabet G. Heimilið í Dalseli var stórt og umsvifamikið í þjóðbraut milli vatna. Auðunn var bóndi og kaup- maður og sinnti auk þess samfé- lagsmálum og var þar mjög gest- kvæmt. Systkinin voru öll mjög tónelsk og léku á hljóðfæri og sungu en Auðunn hafði snemma keypt hljóðfæri á heimilið. Auk hefðbundinnar skólagöngu þeirra tíma var alltaf heimiliskennari í Dalseli. Ólafur Helgi fór ungur til Reykjavíkur að læra á og sækja vörubíl sem faðir hans hafði fest kaup á. Var þetta mikil samgöngu- bót í sveitinni og upphaf ferils Ól- afs Helga sem bifreiðarstjóra, fyrst á vörubílum en síðan sem leigubifreiðarstjóra. Ölafur Helgi verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. OLAFUR HELGI AUÐUNSSON Ég hef oft leitt hugann að því hve rík börnin mín eru að hafa haft að- gang að afa og ömmu. Afa og ömmu sem alltaf eru til staðar og alltaf hafa tíma til að tala við þau, segja þeim sögur, kenna þeim ljóð, segja þeim frá sínum eigin uppvaxtarárum og þannig gefið þeim ómetanlegan fjár- sjóð meðferðis út í lífið. Þannig hafa amma og afi á „Háó“ alltaf verið. Ég er þakklát Ólafi fyrir að hafa verið börnunum mínum þessi afi, fyrir að hafa alltaf tekið vel á móti þeim og sýnt þeim afaumhyggju, fyr- ir að hafa tekið þátt í lífi þeirra og glaðst með þeim á sólskinsdögum, fyrir að hafa kennt þeim falleg lög og sungið þau með þeim. Og nú síðustu árin þegar myndaðist vináttusam- band milli hans og Vilhjálms, sonar míns, passaði Ólafur hann og síðan Vilhjálmur afa og þeir hvor annan. Það er skemmtileg mynd í minning- unni þar sem þið sitjið hvor í sínum stól og horfið saman á knattspyrn- una, spenntir en um fram allt glaðir. Ólafur er búinn að standa sig vel og sýna ótrúlegan dugnað i veikind- um sínum. Nú hefur hann fengið hvíld. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera.) Linda Rós. í dag kveð ég hann afa minn, hann var orðinn aldraður maður en ótrú- legur lífsvilji og kraftur gerði honum kleift að búa fram að því síðasta á heimili sínu og Ingibjargar konu sinnar í fjölbýlishúsi uppi á fjórðu hæð. Það er ótrúlegt en á hverjum degi gekk hann niður stigana og upp aft- ur. Hann varð fyrir því óláni að hrasa og brjóta sig mánuði fyrir andlát sitt og átti ekki afturkvæmt af sjúki'a- húsinu. í mínum huga var afi svona eins og afar eiga að vera, hann var einstaklega yndislegur, hlýr og góð- ur maður sem okkur afa- og langafa- börnunum þótti mjög vænt um. Hug- urinn leitar til baka og það eru margar minningar sem skjóta upp kollinum. Hann var iðinn við að fara með okkur í sveitina á sínar æsku- slóðir, þá var lagt af stað snemma morguns og sungið alla leiðina, við systurnar í aftursætinu með brjóst- sykurspokann og afi gætti þess að hver fengi sinn poka. Ég minnist þess að í þessum ferðum fengum við fræðslu um margt sem manni finnst svo ótrúlegt í dag t.d. þegar hann sagði okkur frá því að hann hafi fæðst í moldarkofa sem er erfitt að ímynda sér í þægindum nútímans. Hann var mikill hestamaður og í sveitinni fyrir austan fengum við að kynnast hestunum, það var mikil ánægja sem fylgdi því að fá að fara á bak og afi sá um að teyma hestinn. -Þegar vid_hlónin...eigmiðumst-síðar hesta var það hann sem var manna duglegastur að fylgjast með hvernig gengi. Afi hafði mikinn áhuga á bflum og það má segja að hann hafi getað sameinað áhugamálið starfssviðinu því hann var leigubflstjóri að atvinnu og keyrði bfl þar til hann var 93 ára gamall. Hann velti því mikið fyrir sér hvort bílar í fjölskyldunni væru ör- uggir og ekki fannst honum verra að vita af hvaða tegund þeir væru og hvort þeir eyddu miklu bensíni. Sjálfur keyi-ði hann hér á árum áður alltaf ameríska bfla. í ferðum mínum um landið hefur Þórsmörk alltaf verið minn uppáhaldsstaður og er ég stolt af því að afi skyldi hafa verið sá fyrsti sem fór þangað á bfl. Áfi var fæddur á gamlársdag og því hafa áramótin alltaf tengst hon- um á sérstakan hátt, á hverju ári höf- um við heimsótt hann og Ingibjörgu þennan síðasta dag ársins þar sem alltaf hefur verið tekið vel á móti okkur. Það er af mörgu að taka en það er ekki hægt að kveðja án þess að minn- ast á það hversu mikilvægt afa fannst að við systurnar færum með bænir þegar við vorum að alast upp. Hann var mjög trúaður maður, kenndi okkur bænii' og spurði mig alltaf af og til í gegnum árin hvort ég færi ekki með bænirnar mínar. Þetta lýsir vel innræti afa. Það var honum mikið áfall þegar tengdasonur hans, pabbi minn, lést snögglega fyrir þremur mánuðum, þeir voru miklir vinir og töluðu sam- an í síma næstum daglega. Það er ég viss um að það hafa verið góðir end- urfundir. Hann var tvíkvæntur en leiðir hans og Sigríðar ömmu minnar skildu. Ingibjörg seinni kona hans hlúði vel að honum og sá um að honum liði alltaf sem best. Það er komið að kveðjustund, við fjölskyldan þökkum afa yndislegar samverustundir og ég kveð hann með þeim orðum sem hann kvaddi mig alltaf með: „Guð veri með þér“. Helga Hilmarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskulegur faðir okkar, THEODÓR ÓLAFSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hafdís Theodórsdóttir, Ásthildur Theodórsdóttir, Ólafur Theodórsson. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 28. október. Útförin ferfram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 2. nóvember kl. 13.30. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, JÓN PÉTURSSON, Austurbyggð 21, áður Oddeyrargötu 23, Akureyri, Gunnar Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Erling Aðalsteinsson, Pétur Jónsson, Helga Eyjólfsdóttir, Pálmi Geir Jónsson, Erla Guðmundsdóttir, Kristinn Örn Jónsson, Gísley Þorláksdóttir, Anna Margrét Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Elskuleg systir okkar, frænka og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Funafold 55, áður til heimilis á Nýlendugötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 26. október. Jarðarförin auglýst síðar. Birna Björnsdóttir, Þorgeir Theodórsson, Elfa Björnsdóttir, Ingimundur Jónsson, Bonnie Laufey Dupuis, Debora Susan Dupuis, Linda Lee Dupuis, Laufey Berglind Þorgeirsdóttir, Hrund Þorgeirsdóttir, Hlíf Þorgeirsdóttir, Antony Vernhard Aquilar, Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir, Björn Birgir Ingimundarson. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN ARADÓTTIR húsfreyja, Brún í Reykjadal, varð bráðkvödd miðvikudaginn 25. október. Bjöm Teitsson, Anna G. Thorarensen, Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir, Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson, Erlingur Teitsson, Sigurlaug L. Svavarsdóttir, Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson, Ingvar Teitsson, Helen Teitsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Suðurhólum 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 29. október. Útförin auglýst síðar. Sturla Jónsson, Unni Iris Nielsen, Margrét Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson, Marín Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson, Sigurgeir Jónsson, Thummee Srichanet, Sigríður B. Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Tunguseli 4, Reykjavík, lést í Arnarholti sunnudaginn 29. október. Jarðarförin auglýst síðar. Guðjón Ingimundarson, Steinunn Guðjónsdóttir, Birgir Aðalsteinsson, Stefán í. Guðjónsson, Deborah Guðjónsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hrefnutanga, Selfossi, sem lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 28. október, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Arnold Falk Pétursson, Elín Arnoldsdóttir, Ragnheiður Arnoldsdóttir, Guðmundur Pétur Arnoldsson, Hildur Einarsdóttir, Björn Arnoldsson, Elín Eyfjörð, Ásgeir Arnoldsson, Gunndóra Viggósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.