Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRLÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HORPU TILBOÐ Gseoa inmmalninq innimalning towj&Ui 10 Ödýrtl Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós 1.990kr. í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða . | málningarvörum. mmm mátMiMniiNViviSLUN, UMMUNB ■, NðMVMIi Sfmi 544 4411 MMM MWUNINBMnKIISUINi amiraNNi«, mmuinHK. Sími 568 7878 HrailHOni* »*, RKfKJMÍK.' Sími 567 4400 HHHM NMLNINMRVCHHIUN, BKðMNUM, NfiFUWÍK. Sími 421 4790 1 i Stjórn BGÍ. Ólafur Melsted, Ásdís Helga og Helgi Thorarensen. Nýbygging Vopna- fjarðarskóla vígð Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélag Islands Unnið að ritun sögu félagsins AÐALFUNDUR Búnaðar- og garð- yrkjukennarafélags íslands (BGÍ) fór fram í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi föstudaginn 20. október sl. Tilgangur þess er að efla samstöðu og faglegt samstarf stjórnenda og kennara við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri, Hólaskóla og Garðyrkjuskólann. Það kom í hlut nýráðins ráðun- eytisstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, Guðmundar B. Helgasonar, að setja aðalfundinn með ávarpi. Eftir það kynnti Andrés Guðmundsson frá Símenntunarstofnun Kennara- háskóla íslands fyrirhuguð nám- skeið fyrir félaga í BGI. Þá fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf þar sem ný stjórn félagsins var m.a. kjörin. Hana skipa: Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður, frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, Ólafur Melsted, ritari, frá Garð- yrkjuskólanum, og Helgi Thoraren- sen, gjaldkeri frá Hólaskóla. Á fundinum kom m.a. fram að nú er unnið að því að rita sögu félagsins en það fagnar 30 ára afmæli 2002, var stofnað 14. maí 1972. Grétar J. Unnsteinsson, fyrrverandi skólast- jóri Garðyrkjuskólans, og Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, taka söguna saman. Eft- ir aðalfundinn var farið með gesti í skoðunarferð um Reyki og endað í humarveislu í boði Gróðurvara á veitingahúsinu „Við fjöruborðið" á Stokkseyri, segir í fréttatilkynn- ingu. NÝBYGGING Vopnafjarðarskóla, tónlistarskóla Vopnafjarðar og bóka- safns Vopnafjarðar var vígð laugar- daginn 28. október. Um er að ræða húsnæði sem alls er 1.224 fm að stærð, til viðbótar eldra skólahús- næði grunnskólans, sem fyrir var, alls um 800 fm. Með húnæði þessu verður Vopnafjarðarskóli einsetinn, öll kennsla fer fram undir sama þaki og vinnuaðstaða kennara er til fyrir- myndar. Með tilkomu þessa mannvirkis er og mögulegt að rýma eldra húsnæði Tónlistarskólans, Bókasafnsins og stofur sem notaðar voru til kennslu fyrir grunnskólapn úti í bæ alls um það bil 300 ím. I skólanum er jafn- framt fullkomið mötuneyti þar sem allir nemendur skólanna ásamt starfsfólki eiga kost á að borða sam- an. í mötuneytinu er einnig fram- leiddur matur fyrir leikskóla bæjar- ins. í raun má því segja að húsnæðið nýtist mjög vel til að þjóna öllum al- durshópum í bænum allt frá ung- börnum í leikskólanum, grunnskól- anemendum í skyldunámi, nemendum á öllum aldri í tónnámi og síðast en ekki síst öllum íbúm sveitarfélagsins er sækja mjög mikið bókasafnið, sem nú hefur verið sam- einað skólabókasafninu. Ennfremur var því fagnað að eldra skólahúsnæði skólans hefur verið tekið í gegn og þar gerðar full- komnar sérkennslustofur svo sem fyrir matreiðslu, smíðar og hannyrð- ir. Heildarkostnaður við íram- kvæmdina og búnaðarkaup er um 180.000 þús. kr., og er þá innifalin lagfæring á eldra húsnæði. Fram- kvæmdir hófust á maí 1998 og lauk fyrir upphaf skólatíma í haust, sem er í samræmi við upphaflegar áætl- anir. Arkitekt hússins er Þorsteinn Geirharðsson, Víflll Oddsson verk- íræðingur sá um burðarþolshönnun og eftirlit með framkvæmdinni. Lagnahönnun er unnin af Rafni Guð- mundssyni tæknifræðingi og raf- lagnahönnun af Tómasi Kaaber raf- iðnaðarfræðingi. Trésmiðjan Mælifell ehf. Vopna- firði var aðalverktaki og hefur unnið verkið með miklum sóma. Ennfrem- ur unnu að verkinu margir undir- verktakar. Málstofa um réttindi fatlaðra barna EYRÚN Gísladóttir talmeinafræð- ingur flytur erindi hjá FFA (Fræðsla fyrir fatlaða og aðstand- endur), fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 20. Erindið byggir Ejrrún á M.Ed. ritgerð sinni, „Tekist á við kerfið“. Eyrún mun fjalla um hvemig ákvarðanir um skólaúrræði og þjón- ustu vegna fatlaðra skólabama em teknar og hver sé réttur, þarfir og óskir foreldra og barna í þeim efn- um. Málstofan verður haldin hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22, og hefst eins og fyrr segir kl. 20. Að loknu erindi Eyrúnar verða kaffiveitingar og fyr- irspurnir. Málstofan er öllum opin en for- eldrar fatlaðra grunnskólanemenda era sérstaklega hvattir til að mæta. Ekkert þátttökugjald er en kaffi- gjald er 200 kr. Ur dagbók lögreglunnar Tuttugu og tveir grunaðir um ölvun við akstur LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 46 ökumenn fyrir hraðakstur og 22 voru stöðvaðir, gmnaðir um ölvun við akstur. Einn ökumaður var stöðvaður á Víkurvegi þar sem- hann ók bifreið sinni á 123 km hraða þar sem 50 km hámarks- hraði er leyfður. Lögreglu var til- kynnt um 36 umferðaróhöpp um helgina. Tekist á um áfangastað Ekið var á 14 ára pilt á reiðhjóli á gatnamótum Flyðmgranda og Kaplaskjólsvegar á föstudags- kvöld. Pilturinn var fluttur á slysa- deild með minniháttar áverka. Lögreglu var tilkynnt um átök milli manna í bíl á Hringbraut og skömmu síðar að farþegi bflsins hefði fallið út úr honum og ekið hefði verið á hann. Farþeginn reyndist lítið meiddur en var flutt- ur á slysadeild. Svo virðist sem mennimir hafi ekki verið ásáttir um hvaða leið velja átti að áfanga- stað. Þeir munu hafa slegist í bfln- um og tókst ökumanninum að kasta farþeganum út úr bifreiðinni og keyrði síðan af stað. Farþeginn dróst með bflnum nokkum spöl. Fimmtán ára piltur var stöðvað- ur við akstur bifreiðar á Bfldshöfða 27.- 29. október á sunnudagsmorgun. Tveir félagar hans og jafnaldrar voru farþegar. Piltunum var ekið heim til foreldra sinna. Þá var 16 ára piltur stöðvað- ur við akstur á Njarðargötu á sunnudagsmorgun. Honum var ek- ið heim til foreldra og þeim kunn- gert um málið. Stálu matvörum Tveir karlmenn vom handteknir eftir þjófnað úr verslun í miðborg- inni á laugardagskvöldið. Mennirn- ir hlupu út úr búðinni með matvöra fyrir rúmar 10 þúsund krónur. Starfsmenn veittu þeim eftirför þar til lögregla mætti á staðinn. Karlmaður var handtekinn á fyrrverandi vinnustað sínum aðfaranótt mánudags. Hann hafði ekki skilað inn lykli að vinnustaðn- um en grunur leikur á um þjófnað á staðnum undanfarið. Stunginn í kviðinn Karlmaður var stunginn með hnífi í kviðinn á Lækjartorgi um kl. fjögur að morgni sunnudags. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild en meiðsli hans era ekki talin alvar- leg. Þrír karlmenn, meintir árásar- menn, vom handteknir í Hafnar- stræti skömmu síðar og fannst þar einnig blóðugur hnífur. Einn þeirra var vistaður í fangageymslu vegna málsins.Tveir menn vom handteknir á sunnudagskvöld á veitingastað í miðbænum en þeir höfðu ráðist að dyraverði. Skemmdir unnar á lögreglubíl Aðfaranótt sunnudags var ósjálfbjarga karlmaður fluttur á lögreglustöð til vistunar. Við leit fundust ætluð kannabisefni á manninum. Fjögur ungmenni voru flutt á lögreglustöð aðfaranótt laugar- dags en fíkniefni og ólöglegur hníf- ur fannst í bifreið þeirra í miðborg- inni. Einn málsaðili, 15 ára stúlka, var sótt á lögreglustöð af foreldr- um en tveir piltar, 17 og 19, ára vora vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Þegar lögreglumenn vom að sinna verkefni í Hafnarstræti síðla sunnudagsmorguns fundu tveir borgarar sig knúna til að vinna skemmdir á lögreglubifreið. Menn- irnir bmtu tvo hjólkoppa bifreiðar- innar og stálu skráningarnúmeri bifreiðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.