Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 V UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Stöndum vörð um verslun og þjónustu í miðborginni MIKIL og lífleg verslun er einkenni allra miðborga sem standa undir nafni. Verslun á í vök að verjast í miðborg Reykjavíkur. Þróun- arfélag miðborgarinn- ar hefur undanfarin fimm ár látið telja og ðokka verslanir þar. Talningin hefur jafnan farið fram í september og ætti því að vera fyllilega sambærileg frá ári til árs. Verslunum fækkar um tíu prósent Þegar rýnt er í þessar tölur kemur í ljós, að verslunum í mið- borg Reykjavíkur hefur fækkað úr 372 árið 1996 í 335 árið 2000, eða um nær 10 prósent. Það er býsna mikið. Reyndar getur verið, að verslunarrými hafí aukist, það vit- um við ekki, því að fermetrafjöld- inn er ekki talinn, en verslunum '“hefur klárlega fækkað á þessu svæði. Þar munar mest um Kvos- ina, en þar fækkaði verslunum á þessum fimm árum úr 67 í 39 eða um nær 42 prósent. Fjórar af hverjum tíu verslunum í Kvosinni hafa því lagt upp laupana - eða flutt - á aðeins fimm árum. Athygl- isvert er, að fjöldi verslana við Einar Örn Stefánsson ingastöðum SÉRMERKTAR Húfur og HANDKLÆÐI HAUST- TILB0Ð! Fáið sendan myndalista Myndsaumur Hellisgata 17,220 Hafnarfjörður, sími 565 0122, fax 565 0488. Netverslun: www.myndsaumur.is Skólavörðustíg og Hverfisgötu stendur í stað allan þennan tíma, og verslunum í hliðargötum hefur fjölgað úr 36 í 44, eða um nær tíu prósent. Heldur hefur verslun- um fækkað á Lauga- vegi og Bankastræti á þessum fimm árum, úr 191 í 175, eða um rúm 8 prósent. Og heildarfækkun versl- ana nam sem fyrr seg- ir 10 prósentum. Þetta er athyglis- verð þróun og um- hugsunar virði. Veit- hefur fjölgað mjög hratt í miðborginni á síðustu árum og er það vel, en huga þarf að jafn- vægi ýmissa þjónustuþátta, þannig að einn yfirgnæfi ekki aðra eða boli þeim hreinlega burt af stóru svæði. Víða erlendis hópast verslanir sömu tegundar saman við ákveðnar götur eða í sérstökum borgarhverf- um. Þannig styðja þær hver aðra og fólk leggur leið sína í hverfið eða götuna til að skoða eða kaupa ákveðna vöru. Skólavörðurstígur er vísir að slíkri götu í Reykjavík. Þar eru saman komnar allmargar litlar sérverslanir með listmuni og skart- gripi. Við Skólavörðustíg hefur verslunum ekki fækkað á síðustu Ný gólfbón 09 bónleysar fémgÍ^Esteionasala EIGNASALAN í\ Ræstlvörur Stangarhyl 4 110 Reyhjavík Sím! 597 4141 ,©5301500 HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, vid Faxafen * Fax 530 1501 • www.husakaup.is VERSLUNIN GLUGGINN VIÐ LAUGAVEG TIL SÖLU Hentar vel tveimur samhentum aðilum. Besti sölutíminn framundan. Frekari upplýsingar gefur Magnús á skrifstofu. NAMSAÐSTOÐ í stærdfræði og öðrum raungreinum fyrir grunnskóla, framhaldsskóia og háskóla. Tölvustærðfræði Bókin um tölvustærðfræði er komin, kjörin bók fyrir nemendur í framhalds- og háskóla sem vilja ná betri árangri. Nánari upplýsingar á heimasíðu www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593 Miðborgin Snúa þarf vörn í sókn, segir Einar Örn Stef- ánsson, og sem betur fer eru ýmis teikn á lofti um að sóknin sé hafin. árum og má gera því skóna að það sé meðal annars vegna þess að þær styðja hver við aðra með því að vera á sama stað, um leið og þær veita hver annarri verðuga sam- keppni. Stórfyrirtæki flýja Við höfum leikhús og óperuhús í miðborginni, en ekkert kvikmynda- hús. Reyndar eru þrjú kvikmynda- hús í jaðri miðborgarinnar, Regn- boginn, Stjörnubíó og Bíóborgin, en ekkert í kjarna miðbæjarins. Tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins eru farnar úr miðborginni, önnur fyrir allmörgum árum, hin nýlega, og þriðja stærsta ferða- skrifstofan mun einnig vera á för- um. Flugleiðir hafa lokað skrifstofu sinni í miðborginni og Flugfélag íslands hafði stutta viðdvöl í Hafn- arstræti. Því miðrn- hefur ekki tek- ist að tryggja að stórfyrirtæki verði um kyrrt í miðborginni, en slíkt er yfirleitt talið meðal helstu forsendna þess að miðborgir standi undir nafni. Eg efast um að önnur höfuðborg finnist í Vestur-Evrópu, og jafnvel þótt víðar væri leitað, þar sem stærstu flugfélög og ferðaskrifstof- ur hafa ekki söluskrifstofur í hjarta borgarinnar. Snúa þarf vörn í sókn Allt hringir þetta viðvörunar- bjöllum, sem leggja þarf eyru við. Eru þetta dæmi um hægfara hnignun miðborgarinnar? Hvernig á að bregðast við? Borgaryfirvöld og aðrii- hagsmunaaðilar þurfa að taka höndum saman og leita leiða til að efla verslun og viðskipti í miðborginni. Þetta má gera með margvíslegum hætti, en hér skal aðeins drepið á örfá atriði. Búa verður í haginn fyrir sér- verslanir sem bjóða margskonar varning að degi til og kvöldlagi. Efla verður verslanir sem þjóna jafnt íbúum í miðborginni og þeim sem þar starfa. Sérstaka áherslu þarf að leggja á verslun við Lauga- veg, sem er helsta verslunargata borgarinnar. Þar er þörf á auknu verslunarrými og verður því best fyrir komið norðan megin við göt- una. Þannig má bæði nýta land- hallann til að takmarka sýnilegt umfang slíkra viðbóta og veita bíla- umferð beinan aðgang frá Hverfis- götu. Byggja þarf miðborgina upp sem miðstöð þróttmikils fyrirtækja- rekstrar, án þess að fórna gæðum íbúðarhverfanna í nágrenninu. Að- koma umferðar í miðborgina þarf að vera hnökralaus, merkingar góðar við aðkomuleiðir og bflastæði og upplýsingar og leiðbeiningar fyrir gangandi vegfarendur. Móta þarf áhugaverðar gönguleiðir um miðborgina, sem hefðu aðdráttarafl fyrir viðskiptavini verslana og aðra gesti í miðborginni. Veita þarf leið- beiningar um hönnun og hvetja til breytinga til bóta á götuhliðum verslunarhúsa. Koma þarf á götu- lýsingu í samræmi við nútímakröf- ur svo að miðborgin verði aðlað- andi á kvöldin og í skammdeginu. Endurskoða þarf fornar reglugerð- ir sem hamla eðlilegu götulífi í miðborginni, þannig að hægt verði að spila á gítar eða selja kakó á næsta götuhorni án þess að lög- reglan eða heilbrigðiseftirlitið hlaupi til og stöðvi „ósómann“. Það þarf að snúa vörn í sókn í miðborg- inni og sem betur fer eru ýmis teikn á lofti um að sóknin sé hafin. En betur má ef duga skal og þá verða líka allir vinir miðborgarinn- ar að leggjast á eitt. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Hnúðlax og fleiri laxar ÉG VAR ásamt góð- um vinum við veiðar og töku sjónvarpsþáttar um fluguveiðar í Hofsá á dögunum. A meðal þeirra fiska sem veidd- ust var dálítið sérkenni- legur fiskur sem við könnuðumst ekki við og líktist í fljótu bragði engum fiskum sem hér eiga straumlönd. Var ákveðið að senda skepn- una á Veiðimálastofnun til nánari greiningar. Hnúðlax Pálmi Gunnarsson Ekki stóð á svari og reyndist fiskur þessi vera hnúðlax- hrygna. Að líkindum kominn frá Rússlandi eða Kanada. Þetta svar þeirra fræðinga Veiðimálastofnunar vakti mig til umhugsunar um eitt og annað sem viðkemur líkamsbygginu fiska. Og þá aðallega sporðinum - til hvers hann er nú þar sem hann er og hversu öflugt tæki sporðurinn er þeg- ar flytja þarf það sem á undan honum kemur hratt og örugglega á milli staða. Kanada - Rússland - ísland, vega- lengdir virðast þar engu máli skipta. Þó er það eins og einstaka menn í okkar vel upplýsta þjóðfélagi séu ekki alveg með þetta á hreinu. Þar er ég að tala um áhugamenn um sjókvíaeldi sem dálítið hefur hljóðað í að undan- fömu. Þessir ágætu boðberar stór- gróðans í öðru veldi (það fyrra hrundi með braki og brestum) hafa að undan- fömu gefið tóninn og bent á framtíð- arávöxtun uppá milljarða um leið og þeir hafa gefið léttan skít í það sem þeir kalla tilfinningavellukennt svartnættishjal stangaveiðimanna og veiðiréttareigenda. Sporðurinn Þá komum við að þessu með sporð- inn. Eldismenn segja það nægjanleg rök íyrir endurtekningu á vitleysunni, þ.e. að hefja aftur sjókvíaeldi í stómm stfl, að hafa kvíarnar nógu langt frá nærliggjandi laxveiðiám og þar með séu kvíar í Eyjafirði, Reyðarfirði og Berufirði í góðu lagi. Skyldu þeir ætla að setja laxinn sem á að rækta í þessum fallegu fjörð- um á róandi eða jafnvel eitthvað það- anafverra. Eitthvað hljóta þessir fiskar sem nota á til undaneldis í framtíðareldis- gróðalandinu að vera skrýtnir. Kannski með sporðinn öfugum megin - fyrir framan hausinn? „Gullfiskar!“ Fyrir mörgum áram átti að græða ógurlega á eldi laxfiska í sjókvíum. Svo lituð einkennum æðis kenndu við gull- gröft vora stórkostleg áform eldismanna að helst mátti halda að nú væri fundin lausn á öll- um vanda í íslensku þjóðfélagi. Hrogn af norsku eld- iskyni skyldu notuð til að kynbæta aumingjana sem hér voru íýrir og neituðu að vaxa jafnhratt og frændur Fiskeldi Flestum er í fersku minni hrollvekjan, segir Pálmi Gunnarsson, sem hófst með eldisæðinu. þeirra í Noregi. Um var að ræða for- sendu fyrir væntaniegum gróða. Hávær mótmæli vist- og líffræð- inga með æðstu gráður voru hundsuð og leyfði landbúnaðarráðuneytið inn- flutning á norskum hrognum. Þó með þeim fyrirvara að eingöngu mætti nota þau í lokuðu umhverfi. Nú er meiningin að nota þessa norsku eldis- fiska í sjókvíaeldið og ljúka þar með hringavitleysunni. Flestum er í fersku minni hroll- vekjan sem hófst með eldisæðinu og náði hámarki nokkrum árum seinna með algeru hruni. í dag megum við þakka fyrir að ekki fór verr - að stofnamir virðast í nokkuð góðu lagi. Hinsvegar ber að geta þess að erfðagallar geta komið fram löngu seinna þannig að engin ástæða er til fagnaðarláta. En víkjum nú að sporðinum sem varð jú kveikjan að þessu greinar- korni mínu. Allt tal eldismanna um að fjarlægð kvía frá laxveiðiám skipti höfuðmáli er rugl, sett fram til að slá ryki í augu almennings. Ef slys verða og kvíar láta undan þá sækir fiskurinn í nær- liggjandi ferskvatn og hrygnir með villta laxinum. Og vegalengdir skipta þar engu máli. Eldismenn segja einnig alltof mikið gert úr slæmu ástandi villtu stofn- anna í Noregi, á Skotlandi og írlandi. Þessar staðhæfingar eru hættulegar og vart svara verðar. Astandið er hroðalegt og versnar stöðugt. Erfða- mengun er vísindaleg staðreynd og getur í versta falli haft í för með sér aldauða villtra stofna laxfiska við ís- landsstrendur. Eldismenn verja málstaðinn með kjafti og klóm af ofurskiljanlegum ástæðum. Þeir eru boðberar gróðahyggjunn- ar og þurfa með einhveijum hætti að sannfæra þá sem halda á leyfisveit- ingunum og fólkið í landinu um ágæti þess að hefja sjókvíaeldi í stórum stfl. A sama hátt og mótmæli líf- og vist- fræðinga, sem vöruðu við innflutningi á norska laxinum á sínum tíma, voru hundsuð, má búast við því að eldis- mönnum takist að koma áformum sín- um í framkvæmd nema látið verði sverfa til stáls. í það minnsta auka síðustu yfirlýsingar landbúnaðar- ráðherra ekki bjartsýni mína um að málið fái faglega málsmeðferð. Þai- setti Guðni Ágússton til að mynda. verðmiða á ákveðna firði á Islandi sem ekki megi fóma undir fiskeldi. Er vert að benda landbúnaðarráðherra á það sem áður var nefnt um sporðinn, þ.e. hversu öflugt þetta ágæta líffæri er þegar leggja þarf í langferð. Eg sá um daginn viðtal við Braga Vagnsson veiðiréttareiganda frá Burstafelli í Vopnafirði. Bragi var að vonum áhyggjufullur yfir áformum um fyrirhugað sjókvíaeldi í nærliggj- andi fjörðum og benti réttilega á þá miklu hættu sem hlotist gæti af blöndun norskættaðra eldisfiska við villta Vopnafjarðarstofna. Vonandi ríða fleiri veiðiréttareigendur á vaðið og láta í sér heyra ásamt öllum þeim sem láta sig framtíð náttúru íslands einhverju varða. Ef menn vilja ala laxfisk til mann- eldis þá eru aðrar leiðir til, öruggari en ofurlítið dýrari leiðir og þær á að velja. Ekki leiðina sem hefur sýnt sig að taka lítið sem ekkert tillit tii nátt- úrunnar, valda breytingum á vistkerf- inu og vera þannig tifandi tíma- sprengja. Höfundur er tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.