Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000 27 ERLENT Suðurhluti Bretlands lamast vegna óveðurs Versta veður í 13 ár gekk yfír Bretland um helgina og er enn ein áminning um hve berskjaldað nútíma þjóðfélag er gegn náttúruöflunum. Það vekur kvíða, því almennt er álitið að óveður verði algengari á komandi árum vegna gróðurhúsahrifa, segir Sigrún Davíðsdóttir. „HALDIÐ ykkur heima ef þið mögulega getið,“ voru þær leiðbein- ingar, sem Bretar fengu í útvarpi og sjónvarpi er þeir vöknuðu í gær- morgun. Þegar það versta var gengið yfír síðdegis í gær höfðu fjórir látist í veðurofsanum, yfir hundrað þúsund heimila voru án rafmagns og víða hafði flætt inn í hús. Sviptingarnar voru víða miklar og í Manchester var bylur í gær- morgun. Veðrið var verst í suðurhluta landsins og London fór ekki var- hluta af rokinu - því versta er geng: ið hefur yfir Bretland í þrettán ár. í gærkvöld var enn spáð roki og rign- ingu, sem gæti valdið samgöngu- truflunum áfram, þó ekki hafi verið búist við skýstrókum eins og gengu yfir í gærmorgun. Flóðaviðvörun var á 29 stöðum og spáð roki og rigningu aftur á miðvikudagskvöld og fimmtudagsmorgun. Veðrið byrjaði sem hvassvirði og rigningu seinnihluta sunnudagsins og síðdegis var flug, til dæmis um Heathrow, farið úr skorðum og lest- um hafði seinkað, en lestaráætlanir voru þegar famar úr skorðum vegna athugana og viðgerða í kjöl- far Hathfield-slyssins. Skip með eit- urefni lenti í hrakningum á Ermar- sundi. Aðal hryðjan skall svo yfir í gær- morgun, var yfir London um kl. 6.30. Þá féllu víða tré, og samgöng- ur lömuðst endanlega, líka vegna flóða. Nánast engar lestarsamgöng- ur voru í gærmorgun, þegar fólk streymir venjulega til vinnu og fólki því ráðlagt að vera heima. Víða vantaði fólk tfi starfa og skólabekk- ir aðeins hálfsetnir. Michael Meacher umhverfisráð- herra sagði í gær að svo virtist sem hamfarir undanfarið mætti rekja til gróðurhúsahrifa. Bretar yrðu að leggja sitt af mörkum gegn þeim, en ljóst væri að þegar hefðu orðið breytingar, sem ekki yrðu aftur teknar. Lestarsamgöngur þegar úr skorðum vegna slyss Ákaft hefur verið defit á lestar- félögin undanfarið í kjölfar slyssins í Hathfield, þegar fjórir létust. Svo virðist sem fyrirtækin hafi trassað viðhald á teinum, svo nú um helgina átti að gera stórátak til að yfirfara og gera við þá. Þegar var því ljóst að miklar seinkanir yrðu á lestarsamgöngum, sem skipta miklu máli fyrir sam- göngur í London og suðurhluta landsins. Af þessum sökum höfðu forsvars- menn eins fyrirtækis beðið fólk að nota ekki lestir þess um helgina. Veðrið kom því ofan í ástand, sem þegar var ekki gott. Eins og í öðrum löndum þar sem lestir eru burðarásinn í samgöngu- kerfinu og trjágróður mikill þá eru það tré, sem falla yfir teinana, er hindra samgöngur í roki og orsaka mikla hættu vegna árekstra. Einn slæmur árekstur af þessu tagi lam- aði hluta af neðanjarðarkerfinu í London, því í úthverfunum keyra lestarnar ofanjarðar. Á þessum árs- tíma, þegar Bretland er á kafi í haustlaufum, valda laufhrannir einnig miklum erfiðleikum á braut- arteinunum. Flug lamaðist á öllum flugvöllum við London. Um tíma hringsóluðu tólf flugvélar yfir vellinum og biðu lendingarlags. Aðrar 24 voru á flug- völlum í nágrannalöndunum og biðu lendingarstæða, sem leiddi til mik- illa seinkana. Flóð sem sjatna ekki í bráð ef áfram rignir Flóð voru annar skaðvaldur í óveðrinu nú. Gáttir himna opnuðust og yfir landið helltist gríðarlegur vatnsflaumur, sem ofii því að hol- ræsi stífluðust og ár og lækir flutu yfir bakka sína. Dæmi voru um að fólki væri bjargað af efri hæðum húsa, þar sem það hafði leitað skjóls ef vatnsborðið hækkaði. Víða fóru vegir á kaf og jafnt sveitavegir sem hraðbrautir lokuð- ust af þessum ástæðum. Það voru auðvitað ekki allir svo heppnir að vera heima þegar í ljós kom að suð- urhluti landsins var ófær. Því voru víða strandaglópar, bæði í lestum, sem ekki komust áfram og á lestar- stöðvum. Þó mestu ósköpin væru gengin yfir síðdegis í gær er þó Ijóst að það verða samgöngutruflanir og vand- ræði vegna flóða í dag og næstu daga. Einna verst var ástandið í Vestur-Sussex á suðurströnd Eng- lands. Þar var enn hvasst í gær- kvöldi, en verst var að enn rigndi ofan i flóðin, sem þegar þjaka svæð- ið. Síðdegis í gær var ljóst að ítalskt skip á leið úr höfn í Bretlandi til Suður-Evrópu hafði lent í hrakning- um. Tólf mönnum var bjargað, en tveir voru áfram um borð og aðstoð- uðu við að koma dráttartaug í skip- ið, sem franskt skip ætlaði að draga á haf út. Skipið er hlaðið eitruðum efnum. Þar sem leki var kominn að skipinu olli það áhyggjum yfir mengun sjávar, en í gærkvöldi var enn óljóst hversu mikið hefði lekið úr geymum skipsins. Upphafið að loftslagi eins og í Kyrrahafinu? Fyrir helgi herjaði skýstrókur á Suður-England og hefur sama fyrir- bæris gætt undanfarið. Þetta eru ný fyrirbæri á þessum slóðum, en um- hverfissamtök og aðrir, sem láta sig umhverfið varða, benda á að Bretar megi nú búa sig undir veðurfyrir- bæri af þessu tagi. Allt bendir til þess að landháttum í Bretlandi sé þannig háttað að þar verði mikið um flóð í fyrirsjáanlegri framtíð. Veðrið núna er áminning um það hve nútíma þjóðfélag er berskjaldað gegn veðurofsa af þessu tagi. Það verður ákaft rætt á næstunni hvað geri megi til að hamla gegn sam- göngubresti sökum veðurs, því á degi eins og í gær fara ekki aðeins milljarðar íslenskra króna í súginn vegna eyðileggingar, heldur glatast fjöldinn allur af vinnustundum. Dönsku dagblöðin hneyksluð á framgöngu Færeyinga í viðræðum við dönsku stiórnina Færeyingar sagðir heimtufrekir og vanþakklátir LEIÐARAHÖFUNDAR dönsku dagblaðanna Berlingske Tidende, Jyllands-Posten og Poli- tiken tóku viðræðuslit Dana og Færeyinga til umfjöllunar um helgina og voru sammála um að Færeyingar hefðu farið yfir strikið í kröfum sínum. I forystugreinunum er bent á að Danir sjái því ekkert til fyrirstöðu að Færeyingar hljóti sjálfstæði. Þeir séu að auki tilbúnir til að greiða áfram fé til Færeyja í fjögur ár eftir að sjálf- stæði hefur verið veitt sem sé hreint ekkert sjálfsagt mál. Kröfur Færeyinga um viður- kenningu Dana á Færeyjum sem ríki í þjóð- réttariegum skilningi segja leiðarahöfundar brjóta í bága við stjórnarskrána, auk þess sem rökstuðningur Færeyinga fyrir kröfunni, þ.e. að Danir geti þá ekki hunsað sjálfstæði Færey- inga þegar það hefur verið samþykkt, sé hrein- lega móðgandi fyrir Dani. Danir hafa ekkert á móti sjálfstæði Færeyja í forystugrein Berlingske Tidende er rakið hvað danska stjórnin er tilbúin til að veita Fær- eyingum, þ.e. að hún hafi ekkert á móti því að Færeyingar gangi úr ríkjasambandinu, og hyggist þar að auki gefa þeim fjögurra ára fjárstuðning í kveðjugjöf. Þess utan séu Danir fúsir að gera samstarfssamninga við Færey- inga, hliðstæða þeim sem þeir eru með við hin Norðurlöndin, og Færeyingar búsettir í Dan- mörku eigi að njóta sömu réttinda og fyrr. Þrátt fyrir þessi kostaboð snúi færeyska samninganefndin aftur til Færeyja, ósátt vegna þess að Danir vilja ekki viðurkenna Færeyinga sem sjálfstæða þjóð. „En það geta Danir að sjálfsögðu ekki, svo lengi sem Færey- ingar hafa ekki sagt sig úr ríkjasambandinu," segir leiðarahöfundurinn. „Leiðtogar Færeyja ættu að hafa þor til að segja kjósendum í Færeyjum að Danir eru alls ekki skyldugir til að bjóða Færeyingum aðlög- unartíma, eða nein önnur forréttindi, en hafa samt sem áður boðið sanngjarna leið til sjálf- stæðis. En í stað þess að segja færeyskum kjósendum frá því velur færeyska landstjórnin að láta sem Danmörk reyni að standa í vegi fyr- ir sjálfstæði Færeyja." Þetta, segir leiðarahöf- undur, líkist helst því að landstjórnin sé að reyna að forðast að segja frá því að það kostar sitt að vera sjálfstæður. „Meðal annars kostar sjálfstæðið hið efnahagslega öryggisnet, sem Danmörk hefur breitt út í Færeyjum. “ I forystugrein Politiken segir að lögmanni Færeyja hafi tekist að slíta viðræðunum með rökum sem Danir telji óskiljanleg. „Auk þess er ríkisstjórninni og þinginu alls ekki heimilt samkvæmt stjórnarskránni áð samþykkja kröfu Færeyja, áður en samningur um það liggur fyrir. Og það verður enn verra: Vegna þess að yfir- lýst ástæða landstjómarinnar fyrir boðun þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldi áður en Færeyingar þekkja skilyrði þess ... er sú að landstjórnin treystir ekki ríkisstjórninni og þinginu til að standa við loforðin um að viður- kenna fullveldi Færeyja, að lokinni þjóðarat- kvæðagreiðslu Færeyinga um frágenginn samning milli Færeyja og Danmerkur." Leiðarahöfundurinn segir þessar aðgerðir landstjórnarinnar vera algera móðgun við rík- isstjórnina og þingið auk þess sem erfitt sé að sjá hver sé ástæða hennar, nema helst ef leitað sé í færeyska flokkadrætti. Þess vegna hafi for- sætisráðherrann góða og gilda ástæðu til að halda að sér höndunum um sinn, annars gæti hann verið sakaður um ótímabær afskipti af færeyskum málefnum. „Mikilmennskubrjálæði“ Fyrirsögn forystugreinar Jyllands-Posten er „mikilmennskubrjálæði" og sagt er að að- ferðir landstjórnarinnar við samingana veki mikla undran. Samninganefndin hafi frá upp- hafi sýnt að hana skorti þann pólitíska þroska til að ráða við svo afdrifaríkt verkefni sem að- skilnaðurinn við Danmörku er. Krafan um fimmtán ára aðlögunartíma sýni að landstjórnin hafi enga tilfinningu fyrir af- stöðu Danmerkur. „Færeyingar hafa ekki látið vera að vekja at- hygli á sér og sínum þörfum, þegar efnahags- ástandið á eyjunum er slæmt, en sömuleiðis látið mjög lítið fyrir sér fara þegar það er gott, eins og nú. Það er svo gott að skattaálögur Færeyinga eru miklu lægri en í Danmörku," segir í forystugi'eininni. Bætt er við að þriðjungur opinberra útgjalda í Færeyjum sé greiddur af dönskum skatt- greiðendum. Það þýði að lífskjör Færeyinga séu miklu betri en hagkerfi eyjanna myndi þola, væru þær sjálfstæðar. Þá segir: „Hvergi annars staðar í hinu danska konungsríki nýtur svo lítill hluti íbúanna svo mikilla lífsgæða og lýsir jafnframt yfir svo miklu vanþakklæti.“ Kröfur landstjórnarinnar eru í samræmi við þetta hugarfar, segir í forystugreininni. Fær- eyingar hafi aldrei sýnt fram á raunverulegan vilja til að borga fyrir sjálfstæðið. „Þvert á móti hafa samningaviðræðurnar sýnt að hið fær- eyska hugarfar heimtufrekju blómstrar sem aldrei fyrr.“ Leiðararhöfundurinn segir að Færeyingar myndu sýna gleggst vilja sinn til sjálfstæðis með því að standa á eigin fótum sem fyrst. Danir láti sig ekki dreyma um að reyna að koma í veg fyrir draum Færeyinga um sjálf- stæði, en draumnum fylgi reikningur. „Hann eiga Færeyingar að borga, og þeir einir,“ segir að lokum í forystugreininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.