Morgunblaðið - 31.10.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 2000
URVERINU
Dræmt hjá skipunum í Barentshafí
„Kvótinn í ár
næst ekki“
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AP
Lögreglumenn að störfum við bfl spænsks dómara sem beið bana ásamt lífverði sínum og bflstjóra í sprengjutil-
ræði í Madrid í gærmorgun.
ETA talið eiga sök á mannskæðu sprengjutilræði í Madrid
Dómari og tveir föru-
nautar hans biðu bana
Madrid. Reuters, AFP.
ÍSLENSK skip hafa landað samtals
2.263 tonnum í Noregi og 283 tonnum
í Rússlandi af þorski upp úr sjó
veiddum í Barentshafi í ár, sam-
kvæmt tilkynningum til Fiskistofu.
Margrét EA er eina skipið sem hefur
verið að veiðum í rússnesku landhelg-
inni en Njarðvík NK, Gissur hvíti SF,
Tjaldur SH, Ernir BA og Sveinn
Rafn SU eru að veiðum í landhelgi
Noregs.
I fyrra var leyfilegur heildarafli Is-
lendinga á þorski í Barentshafi 8.900
tonn en 7.260 tonn í ár, samkvæmt
Smugusamningunum. Þar af 3.630
tonn í norskri landhelgi og 2.269 tonn
endurgjaldslaust í rússneskri land-
helgi en íslendingum stóð auk þess til
boða að kaupa 1.361 tonn af Rússum.
Nú eða aldrei
Tjaldur SH hefur verið á línuveið-
um í Barentshaíi síðan í byrjun sept-
ember og segir Guðmundur Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri Utgerð-
arfélagsins Tjalds ehf., sem gerir
skipið út, að tap sé á veiðunum. Mikill
kostnaður hafi fylgt því að afla
reynslu í Barentshafi og því fái menn
ekkert gefins. Margir hafi farið á
veiðar án þess að fá afla „og hingað til
hefur veiðin ekki verið það mikil að
þetta borgi sig. Það er tap á veiðum í
Barentshafi," segir hann og bætir við
að með háu olíuverði og miklum til-
kostnaði sé ekki auðvelt að standa í
útgerð enda séu menn farnir að
leggja skipum unnvörpum.
Guðmundur segir að Tjaldur megi
veiða um 100 tonn og kvótann hafi
hann leigt af íslenskum útgerðum
fyrir eina krónu upp í 30 kr. kílóið, en
verðið sé afstætt, m.a. vegna skipta á
heimildum. „Við höfum verið að veiða
SÍÐASTLIÐIÐ ár hefur ekki verið
hagstætt útgerðinni, að mati Emils
Thorarensen, formanns Utvegs-
mannafélags Austfjarða, en aðal-
fundur félagsins var haldinn í síð-
ustu viku. Emil sagði olíuverð hafa
hækkað upp úr öllu valdi og sligi
orðið útgerðina en mismunandi illa
eftir veiðiskap. Verð á mjöli og lýsi
væri enn í lægð, sem þrengi enn
meira að útgerð loðnu- og kol-
munnaskipa. Emil benti á að á
nýbyrjuðu fiskveiðiári hafi niður-
skurður á veiðiheimildum í þorski
verið 30 þúsund tonn, 5 þúsund tonn
í ýsu og 3 þúsund tonn í karfa. Hins
vegar hafi verið 10 þúsund tonna
aukning bæði í grálúðu og íslensku
sumargotssíldinni. Aftur á móti liggi
nú fyrir 30% skerðing á úthlutun Is-
lendinga í norsk-íslensku síldinni.
ímyndun og öfugmæli
„Ástæða er til að fagna aukinni
úthafsrækjuveiði, það sem af er
nýbyrjuðu fiskveiðiári og binda
menn vonir við að stofninn sé að
rétta það mikið úr kútnum að
ástæða sé til að ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar verði í þá veru að
mælt verði með aukaúthlutun á
næstu vikum.“
Emil sagði að ekki væru vænleg-
ar horfur framundan í kjarasamn-
ingum við sjómenn. Formaður Sjó-
mannasambands Islands hafi sagt
að útvegsmenn hefðu engan áhuga á
að ná samningum og biðu þess eins
að verkfall skylli á, í þeirri von að
stjórnvöld kæmu að málinu með
lagasetningu. Þetta væri hinsvegar
mikil ímyndun og öfugmæli.
„Sannleikurinn er sá að það er
um fjögur tonn á dag þannig að þetta
er ekki neitt, neitt. Veiðin verður að
vera meiri ef þetta á að vera arðbært
og ef við ætlum að stunda þetta í
framtíðinni. Við ætlum að sjá til fram
í miðjan nóvember. Annaðhvort ná-
um við tökum á þessu núna eða förum
aldrei þangað aftur.“
Að mati Guðmundar næst kvótinn
ekki í ár. „Það eru allar líkur á því að
hvorki kvótinn á Flæmska hattinum
né í Barentshafinu veiðist á þessu
ári,“ segir hann.
Betra en á rækjunni
Togarinn Sveinn Rafn SU hefur
verið tæpa viku á þorskveiðum í Bar-
entshafi og landai- væntanlega í
Norður-Noregi í vikunni, að sögn
Ingólfs Sveinssonar, framkvæmda-
stjóra Andrómedu ehf., sem gerir út
togarann. „Þetta hefur farið rólega af
stað, veiðin verið að meðaltali um
fjögur tonn á dag,“ segir hann. „Þetta
er svo sem ekkert til að hrópa húrra
fyrir en allt í lagi miðað við hvemig
rækjan endaði, sem var um tonn á
dag.“
Ingólfur segir að hann hafi keypt
44 tonna kvóta af Norðmönnum og
160 tonna kvóta af Rússum en verðið
hafi verið 25 til 30 kr. á kflóið. „Þetta
ætti að skila útgerðinni um 100 krón-
um á kílóið,“ segir hann en bætir við
að verðið sé markaðstengt.
Sveinn Rafn var á rækjuveiðum í
Smugunni og á Svalbarðasvæðinu en
Ingólfur segir að stefnt sé að því að
vera í Barentshafinu til jóla. „Rækjan
hefur farið mjög hratt niður og útlitið
er allt annað en í fyrra. Þorskveiðin í
Barentshafi er betri kostur enda ekk-
ert leiðinlegra og erfiðara en þurfa að
stöðva skip.“
farið að há íslenskri útgerð tilfinn-
anlega að ekki skuli hægt að ná
kjarasamningum og færa þá til nú-
tímalegra horfs, vegna breyttra
tíma, framfara og tækninýjunga.
Hvaða vit er í því að ekki skuli hægt
að fækka í áhöfn, án þess að útgerð
þurfi þá að greiða færri mönnum
hærri heildarlaun, heldur en ef fleiri
væru um borð? Skip það sem Sam-
heiji hefur nýlega tekið í notkun er
gott dæmi um nýtt og fullkomið
skip sem ekki verður hægt að gera
út nema nýir kjarasamningar ná-
ist,“ sagði Emil.
Starfsemi Kvótaþings verði
afnumin strax
Aðalfundur samþykkti tillögu
þess efnis að stjórn LÍÚ skuli hvött
til að þrýsta á sjávarútvegsráðherra
að hann afnemi starfsemi Kvóta-
þings strax. í greinargerð fundarins
með tillögunni kemur fram að út-
gerðarmenn hafi verið andvígir hug-
myndinni um Kvótaþing frá upphafi
og bent á, með góðum og gildum
rökum, að það gagnaðist hvorki sjó-
mönnum né útgerðum og væri því
éinn allsherjar misskilningur frá
upphafi til enda. Fyrir löngu hafi
komið í ljós að aðvörunarorð út-
gerðarmanna hafi átt við rök að
styðjast og starfsemi þingsins hafi
alla tíð verið dæmigert klúður.
Þannig hafi niðurstöður yfirgrips-
mikillar úttektar á starfsemi þings
verið að markmið með stofnun þess
hafi ekki gengið eftir. Það sé því
með öllu óskiljanlegt hvers vegna
ráðherra eða Alþingi hafi ekki af-
numið starfsemi Kvótaþings fyrir
löngu.
SPÆNSKUR hæstaréttardómari,
bflstjóri hans og Iífvörður biðu bana
þegar öflug sprengja sprakk í bfl í
Madrid í gær. Talið er að aðskilnað-
arhreyfing Baska, ETA, hafi verið
að verki og er þetta mannskæðasta
hermdarverk á Spáni frá því hreyf-
ingin batt enda á fjórtán mánaða
vopnahlé sitt í desember síðastliðn-
um.
Rúmlega 60 manns særðust þeg-
ar sprengjan sprakk í bfl í norð-
austurhluta spænsku höfuðborgar-
innar á aðalumferðartímanum í
gærmorgun. Eldur kviknaði í stræt-
isvagni, tugir bíla eyðilögðust og
þrjár nálægar byggingar urðu fyrir
miklum skemmdum í sprenging-
unni.
A meðal hinna látnu var 69 ára
dómari, Jose Francisco Querol, sem
átti sæti í herdómstól hæstaréttar
Spánar. Dómarinn, lífvörður hans
og bflstjóri brunnu til bana þegar
eldur kviknaði í bfl þeirra. Sex
manns særðust alvarlega, þeirra á
meðal ellefu ára stúlka sem var
stödd nálægt bflnum og ökumaður
strætisvagns sem nam staðar ná-
lægt bifreið tilræðismannanna.
Strætisvagnabflstjórinn særðist illa
á höfði og var talinn í lífshættu.
Um 60 til viðbótar særðust í
sprengingunni og gert var að sárum
margra þeirra í tjaldi sem reist var
á staðnum.
Óttast enn mann-
skæðari tilræði
Sprengingin varð nálægt Arturo
Soria-breiðstrætinu, einni af fjöl-
förnustu götum spænsku höfuð-
borgarinnar, og í grennd við sendi-
ráð, verslanir og nokkra skóla.
Spænskir fjölmiðlar sögðu að
manntjónið hefði getað orðið enn
meira ef strætisvagninn hefði ekki
verið á götunni því hann hefði skýlt
fjölda manna í biðskýli nálægt
sprengingunni.
Yfirvöld telja að tilræðismennirn-
ir hafi notað fjarstýringu til að
sprengja bfl, sem var hlaðinn
sprengiefni, þegar bifreið dómarans
var ekið framhjá honum. Lögreglan
setti upp vegartálma í hverfinu en
enginn var handtekinn.
Liðsmenn ETA hafa hingað til
aðeins ráðist á embættismenn eða
herforingja sem hafa hætt sér út á
göturnar án lífvarða frá því að
hreyfingin rauf vopnahléð. Óttast
er að ETA sé að sækja í sig veðrið
og undirbúa enn mannskæðari til-
ræði.
Margir þeirra sem urðu vitni að
sprengingunni skulfu af hræðslu.
„Ég sá hálfmeðvitundarlausan
mann liggja á götunni með blóð á
skyrtunni. Eldur logaði í strætis-
vagninum. Ég gat ekki horft á þetta
og fór aftur inn í verslunina,“ sagði
eigandi myndbandaverslunnar ná-
lægt sprengingunni.
Lögreglumenn og stjómmála-
menn sögðu að enginn vafi léki á
því að ETA hefði verið að verki. Oft
líða nokkrir mánuðir þar til hreyf-
ingin lýsir slíkum tilræðum á hend-
ur sér.
Mesta mannfall á einu
ári frá 1992
Talið er að ETA hafí orðið sextán
manns að bana frá því að hreyfingin
rauf vopnahlé sitt í desember. Er
þetta mesta mannfall vegna hermd-
arverka ETA á einu ári frá 1992
þegar hreyfingin varð 26 mönnum
að bana.
Sprengingin varð skammt frá
götu þar sem reynt var að ráða
Jose Maria Aznar forsætisráðherra
af dögum í sprengjutilræði árið
1995 þegar flokkur hans var í
stjórnarandstöðu.
Talið er að ETA hafi orðið alls
800 manns að bana frá því að hreyf-
ingin hóf baráttu sína fyrir sjálf-
stæðu ríki Baska á Norður-Spáni
og suðvesturhluta Frakklands fyrir
32 árum.
Talið er að ETA sé að reyna að
knýja stjórn Aznars til að hefja
samningaviðræður um sjálfstæðis-
kröfu hreyfingarinnar. Aznar hefur
neitað að verða við kröfunni og
reynt að ráða niðurlögum hreyfíng-
arinnar með því að hafa hendur í
hári liðsmanna hennar í samstarfi
við frönsk yfirvöld. Þótt margir hafi
verið handteknir hefur hreyfingin
sýnt að hún getur framið heimdar-
verk nánast að vild.
Talsmaður spænska utanríkisráð-
uneytisins sagði að stjórnin hefði
fullvissað „spænsk dómsmálayfir-
völd um að hún væri staðráðin í að
halda áfram baráttunni gegn hvers
konar hermdarverkum".
Javier Ai'enas, framkvæmdastjóri
Þjóðarflokksins, flokks Aznars,
hvatti alla spænska lýðræðissinna
til að sameinast í baráttunni gegn
ETA og efna til fjöldamótmæla
gegn blóðsúthellingunum.
NASA áformar fjölda Marsferða
Washington. AP, AFP.
NASA, Geimferðastofnun
Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að
sex leiðangrar verði sendir til
Mars á þessum áratug. Vonast er
til að hægt verði að flytja sýni
frá rauðu plánetunni til jarðar
jafnvel þegar árið 2011. Ekki er
stefnt að því að senda mannaða
leiðangra um sinn.
Verkefnisstjóri NASA, Scott
Hubbard, sagði á blaðamanna-
fundi að áætlun NASA um rann-
sókn og könnun á Mars ætti sér
enga hliðstæðu í sögu geimvís-
inda. 450 milljónum dollara verð-
ur varið árlega á næstu fimm ár-
um til verkefnisins en eftir
misheppnaða leiðangra síðasta
árs er farið heldur varlegar í
sakirnar en áður og stefnan sett
á að flýta verkefnum ekki um of.
Jim Garvin, verkefnastjóri vís-
indaleiðangra NASA, sagði áætl-
unina nýju snúast um að leita í
fyrstu ferðunum að hentugustu
lendingarstöðunum áður en
reynt væri að lenda á yfir-
borðinu. Fyrsti leiðangurinn
verður farinn á næsta ári, en þá
verður sent geimfar sem mun
snúast á sporbaug um plánetuna
og leita að ummerkjum um vatn
eða ís á yfirborðinu. 2003 verða
tvö vélmenni send til Mars og
2005 verður gervihnöttur settur
á sporbaug um Mars og er ætlun-
in að hann taki myndir af yfir-
borðinu. Tvcir leiðangrar eru
ráðgerðir 2007.
Yfirmaður vísindarannsókna
NASA, Ed Weiler, bendir á að
áætlaðir leiðangrar eftir 2003
séu opnir fyrir breytingum þann-
ig að NASA gæti brugðist skjótt
við nýjum uppgötvunum. „Mars
hefur tilhneigingu til að koma
okkur á óvart.“
NASA hyggst starfa með
Frökkum í rannsóknum sinum á
Mars. Samstarfið snýst einkum
um metnaðarfullan leiðangur sem
hefur það að markmiði að safna
jarðvegssýnum. Einnig kemur
samstarf við Ítalíu til greina.
Útvegsmannafélag Austurlands
Síðasta ár verið
óhagstætt útgerð